Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 30
30 PRESSAN 26. júlí 2019 Lyktin Geimfararnir fundu sérstaka lykt á tunglinu. Schmitt, síðasti mað- urinn til að ganga á tunglinu, sagði að geimförunum hafi fund- ist lyktin vera eins og af notuðu byssupúðri en hafi samt ekki ver- ið málmkennd eða sýrukennd. Tengingin við byssupúður hafi líklegast verið ofar í huga þeirra en önnur lykt. Síðar var sú skýr- ing sett fram að lyktin hefði verið viðbrögð nefsins við mjög svo raf- hlöðnu rykinu á tunglinu og telur Schmitt að svo sé en hann er sjálf- ur vísindamaður. Tollskýrsla Þegar geimfararnir þrír, sem fóru með Apollo 11 til tunglsins, sneru aftur til jarðar skiluðu þeir inn inn- flutningsskýrslu til bandarískra tollyfirvalda. Þeir höfðu einmitt meira meðferðis en þegar þeir yf- irgáfu jörðina því þeir tóku mikið magn af grjóti og ryki með heim frá tunglinu. Í raun og veru þurftu þeir ekki að gera þetta en þetta var smá brandari á milli NASA og toll- yfirvalda. En innflutningsskýrslan var fyllt út skömmu eftir að geim- fararnir lentu í Kyrrahafinu. Feyktu fánanum um koll Þegar Örninn, lendingarfar Neils Armstrong og Edwins Aldrin, hóf sig til flugs frá tunglinu feykti út- blásturinn frá mótorum þess bandaríska fánanum, sem þeir félagar höfðu stungið niður, um koll. Í kjölfarið gættu aðrir geim- farar þess að stinga fánanum nið- ur í meiri fjarlægð frá lendingar- förunum. Því hefur verið haldið fram að sólvindar hafi séð til þess að fánarnir blöktu næstum við hún en svo er ekki. Í þá voru sett- ar stangir sem áttu að halda þeim beinum út frá stönginni. Penninn bjargaði þeim Þegar Armstrong og Aldrin fóru aftur inn í lendingarfarið Örninn rakst Armstrong óvart í útsláttar- rofann. Það var fyrirferðarmikið súrefniskerfið á baki hans sem rakst í rofann og braut hann. Rof- inn var lífsnauðsynlegur því hann ræsti mótora lendingarfarsins en þeir áttu að koma því upp til móts við sjálft geimfarið sem hafði flutt þá frá jörðinni og átti að koma þeim þangað aftur. Þetta leit ekki vel út því brotni rofinn gat orðið til þess að þeir gætu ekki ræst mótor- ana og sætu því fastir á tunglinu. Aldrin greip þá til sinna ráða og fann penna og notaði hann í stað rofans og náði að ræsa mótorana. Fyrir áhugasama má geta þess að penninn er nú til sýnis á Museum of Flight í Seattle. Trúði á geimverur Edgar Mitchell, sem var við stjórn- völinn í Apollo 14, var ekki feim- inn við að skýra frá því að hann teldi 90% líkur á því að margar þeirra tilkynninga sem bárust um óþekkta fljúgandi furðuhluti ættu við rök að styðjast og að þar væru vitsmunaverur frá öðrum plánet- um á ferð. Hann gaf í skyn að hann hefði hitt erlenda embættismenn sem hefðu persónulega reynslu af geimverum og hefðu hitt slík- ar verur. Einnig gaf hann í skyn að stjórnvöld væru að hylma yfir þetta. Hann sagði þó alltaf að hann hefði aldrei sé fljúgandi furðuhlut og hefði aldrei verið hótað vegna ummæla sinna og að allt væru þetta hans persónulegu skoðanir. Upprunalegu upptökurnar eru týndar Upprunalegu upptökurnar af lendingu Apollo 11 hafa verið týndar áratugum saman auk mörg hundruð kassa með tölvugögnum varðandi geimferðina. Þetta hefur að vonum ýtt við samsæriskenn- ingasmiðum sem hafa sumir hverjir haldið því fram að þetta sanni að Sovétmenn hafi stolið upptökunum eða að þær hafi verið eyðilagðar af því að þær sanni að lendingin hafi verið sviðsett. Þegar 40 ár voru liðin frá lendingu Apollo 11 tilkynnti al- þjóðlegur hópur, sem var að reyna að finna upptökurnar, að hann teldi að óvart hafi verið tekið yfir þær. En hópurinn hafði fundið af- rit af upptökunum sem voru betri að gæðum en þær upprunalegu. NASA hefur birt þrjár klukku- stundir af þessum upptökum. Límbandið kom að gagni Eins og gefur að skilja er tæknin hjá NASA háþróuð og mikil vinna og vísindi liggja að baki geimferð- um enda ekki einfalt mál að senda geimfar út í geiminn og hvað þá að senda menn til tunglsins. Þegar Gene Cernan og Jack Schmitt, sem voru tveir síðustu mennirnir til að ganga á yfirborði tunglsins, voru þar í desember 1972 urðu þeir að grípa til óvenjulegra og ekki svo tæknilegra aðgerða til að gera við tunglbílinn sem þeir höfðu með- ferðis. Þeir lentu í dal, sem er um- kringdur fjöllum og stórum klett- um, hrauni og tunglryki. Allt var þetta með ráðum gert til að hægt væri að kanna þetta magnaða landslag. En það var svo margt athyglisvert þarna að þeir voru sendir með tunglbíl með til að auðvelda þeim yfirferð um dalinn. En þegar þeir ætluðu að nota bíl- inn kom í ljós að aurhlíf að aftan var skemmd. Án hennar hefði bíll- inn þeytt ryki upp af yfirborðinu og hefði það getað hindrað útsýni geimfaranna og í versta falli valdið skemmdum á lendingarfarinu. Þetta leystu þeir félagar með fjór- um landakortum og límbandi og bjuggu til nýja aurhlíf með þess- um lágtækniútbúnaði. CIA kom að verkefninu Samsæriskenningasmiðir hafa lengi haldið því fram að banda- ríska leyniþjónustan, CIA, hafi látið sviðsetja tunglferðirnar og lendingarnar þar til að gera lítið úr Sovétríkjunum. Það er ekki rétt eins og flestir vita, en CIA hafði samt sem áður fingur í verkefn- inu enda var það mjög mikilvægt í áróðursskyni. CIA komst að því að Sovétmenn voru að undirbúa geimferð til tunglsins í árslok 1968. Fljúga átti í kringum tunglið en ekki lenda þar. Vegna þessara upplýsinga var fyrirætlunum breytt og var Apollo 8 látinn fara á braut um tunglið í stað þess að fara bara á braut um jörðina. n „Örlögin hafi skipast þannig að mennirn- ir sem fóru til tunglsins til að rannsaka það á friðsam- legan hátt munu bera bein- in þar og hvíla þar Sagan skrifuð Geimfari snertir tunglið. Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.