Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 26. júlí 2019 Þegar alvaran verður grín S varthöfða finnst sniðugt að setningin „það má ekk- ert lengur“ heyrist í hvert sinn sem eitthvað er gagn- rýnt. Í hvert sinn sem réttlætis- riddararnir móðgast fyrir hönd annarra. Steininn tók úr í þessum efnum að mati Svarthöfða í vik- unni þegar að einföld skopmynd setti allt á annan endann. Skopmynd Morgunblaðsins hristi svo upp í fólki að það lá við að þræða ætti teiknarann upp á tein, stinga epli í munninn á hon- um og grilla hann jafnt og þétt við lágan hita á meðan mölbúarnir bentu og tístu. Slík var geðshrær- ingin. Myndin var víst transfó- bísk – holdgervingur forréttinda- vímunnar sem allir miðaldra, hvítir karlar svífa brosandi um í. Svarthöfði skiptir ekki oft skapi. Svarthöfði er oftast bara frekar hress og kippir sér lítið upp við rétttrúnaðinn sem ætlar hér allt lifandi að drepa. En þessi mú- gæsing út af skitinni skopmynd gerði Svarthöfða hvumsa. Grín er eitt öflugasta vopnið í baráttu við ill öfl. Grín hefur verið notað frá örófi alda til að benda á órétt- læti, níða skóinn af valdafólki og afhjúpa fáránleika lífsins. Það má allt í gríni. Eða hvað? Svarthöfði veit varla hvað transfóbía er, hvað þá að hann gæti lesið slíka fóbíu út úr skít- sæmilegri skopteikningu í nú musteri Miðflokksins. Svarthöfði veit bara að samfélagið er vissu- lega á villigötum þegar að grín er orðið að alvöru og alvaran er orðin grín. Þá fyrst fer Svarthöfði að óttast um framtíð sína og íhuga að hugsanlega sé bara betra að smíða sér fleka til að dóla um höf heimsins frekar en að lifa í sam- félagi mannanna. Langt, langt í burtu frá hrópum og heykvíslum við hringborð rétttrúnaðar. Svarthöfði Það er staðreynd að… Blóm vaxa hraðar þegar tónlist er spiluð nálægt þeim. Einnar mínútu koss brennir 26 kaloríum. O.J. Simpson reyndi við hlutverk Terminator, en leikstjórinn James Cameron taldi hann ekki sannfærandi sem morðingi. Vörumerkið Nokia fékk nafn sitt eftir stað í Suður-Finnlandi. Central Park-garðurinn í New York var opnaður árið 1876. Hver er hún? n Hún nam iðngrein og vann með föður sínum. n Hún fær aldrei nóg af þér. n Hún varð fyrst vinsæl árið 1984 þegar hún söng viðlag í þekktu popplagi. n Hún hefur keppt þrisvar í Eurovision. n Afmælisdagur hennart er 26. júlí. SVAR: SIGGA BEINTEINS É g svelti mig, en ég vil að börnin mín borði. Ég veit ekki hvernig mér hefur tek- ist þetta, án gríns,“ segir einstæð, fimm barna móðir, sem glímt hefur við fátækt í fjölda ára. Fjölskyldan býr í leiguíbúð á höf- uðborgarsvæðinu og eftir að hafa greitt leigu og aðra reikninga í byrjun hvers mánaðar er lítið eftir. Þrjú barnanna eru á skólaaldri, yngri en 16 ára, og búa hin börn- in einnig hjá móðurinni að mestu. Yngsta barnið er langveikt. Fjöl- skyldan hefur flust á milli íbúða og einnig reynt hvernig er að vera heimilislaus, en býr eins og áður sagði í leiguíbúð. „Eftir að hafa skoðað margar íbúðir og alltaf fengið nei, þá fékk ég loksins já og ég pældi ekkert í verðinu eða neitt, þar sem ég þurfti að koma börnunum mín- um í skóla og leikskóla. Ég end- aði á að leigja íbúð á 310 þúsund kronur á mánuði með hita sem ég stend engan veginn undir, þetta er bara ógeðslega erfitt,“ segir móð- irin og bætir við að eftir að hafa greitt leigu, leikskólagjöld og mat- arkostnað fyrir skólabörnin þegar skólinn er, þá sé ekki mikið eftir og allur peningur mjög fljótur að fara. „Ég get ekki unnið þótt mig langi mikið til þess,“ segir móðir- in sem hefur vegna sjúkdóms ver- ið óvinnufær og á bótum í mörg ár. Hefur ekki tök á að sækja að- stoð sem er í boði Komið hefur fram í fréttum að Fjölskylduhjálp Íslands sé lokuð í sumar vegna slæmrar stöðu. Líkt og fleiri hefur móðirin leitað þang- að eftir aðstoð. „En maður þarf að komast á staðinn til að fá hjálpina þegar hún er í boði og ekki á ég pening fyrir strætó eða þvíumlíku. Ef ég hef tök á þá reyni ég að sækja hjálp, en stundum dugar þetta svo ósköp lítið fyrir okkur og stund- um fæ ég ekki úthlutun í samræmi við stærð fjölskyldunnar. Stundum er til dæmis bara ein jógúrt, hvað eiga þá hin börnin að fá? Börnin borða kannski ekki allt og við höf- um fengið skrýtna hluti sem ég kann ekki að matreiða, þótt ég vilji alls ekki hljóma vanþakklát. Ég reyni alltaf í byrjun mánað- arins að kaupa það mesta sem ég get keypt og geymt, en svo um miðjan mánuðinn, eða fyrr, er allur peningurinn búinn. Ég hef fengið 10 þúsund kall hjá henni Helgu minni, en hún á bara nóg með sig.“ Vísar móðirin þar til Helgu Bjarkar Magnúsar Grétu- dóttur sem birti ákall fyrir hönd móðurinnar í fjölda Facebook- -hópa í vikunni. Ekkert bakland eða stuðningur Móðirin á ekkert bakland í fjöl- skyldu og getur því ekki leitað neins stuðnings þar. Feður barn- anna hafa heldur ekki bolmagn til að aðstoða mikið meira en sem lögbundnu meðlagi nemur. Eitt barnið fær greiddar um- önnunarbætur en þrátt fyrir það þarf móðirin að greiða hluta af kostnaði við hjálpartækin sjálf og er núna í þeirri stöðu að geta ekki sótt og greitt hjálpartæki sem barnið þarf á að halda. „Að eiga langveikt barn, það er hörmulegt að geta ekki sótt þá hluti sem barn mitt þarf á að halda. Maður reynir að nýta allt eins og mögulegt er. Til dæmis í þessum mánuði og þeim síðasta þá þurfti eitt barnanna að byrja á nýjum lyfjum og það kostar sitt og það er eitthvað sem er alls ekki hægt að sleppa.“ Hvernig ferðu að þegar pen- ingurinn er búinn? „Það er ótrúlegt hvað mað- ur getur skrapað smáaura saman og búið til mat úr næstum engu. Maður er orðinn snillingur í því enda verið í krísu í mörg ár. Svo hef ég þurft að leita hjálpar, eins og til dæmis matarhjálpar. Einhvern veginn nær maður að skrimta,“ segir móðirin. „Ég er hrædd alla daga, svefnlaus og kvíðin. Hvað á ég að gera á morgun, hvað á ég að gera næsta dag?“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is n Einstæð, fimm barna móðir n Hefur ekki efni á hjálpartækjum fyrir langveikt barn „Ég svelti mig, en ég vil að börnin mín borði“ „Það er ótrúlegt hvað maður getur skrapað smáaura saman og búið til mat úr næstum engu“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.