Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 26. júlí 201914
Spurning vikunnar Hvað er það versta við Ísland? - Ferðamenn svara
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
„Verðið á öllu, það er allt
svo dýrt.“
Jamie Turner
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Sandkorn
„Vindurinn.“
Jack Boswell
„Túristarnir.“
Victoria Boswell
„Flugurnar.“
Valentin
Edmond
Eingreiðslublús
Stimpillinn sem skilur á milli góðs og ills
Frétt án leyfis
Í flæðarmálinu á Langasandi á Akranesi
Sjálfa, sól, sjór og sandur.
Mynd: Eyþór Árnason
Í
blaðinu í dag opnar íslenskur
barnaníðingur sig nafnlaust
um sín brot. Þó hann efist um
að einhver hafi áhuga á sjón-
armiði geranda þá vill hann samt
koma á framfæri af hverju hann
gerði það sem hann gerði, hvar
hann er í lífinu í dag og, það sem
meira máli skiptir, að hann vilji
hertara eftirlit með kynferðisaf-
brotamönnum.
Það er óskiljanlegt að enn sé
ekki búið að ræða frumvarp Silju
Daggar um nákvæmlega það –
meira eftirlit með barnaníðing-
um. Nú gætu einhverjir hugsað að
það myndi skerða mannréttindi
þeirra verulega, en ég tel að
þetta eftirlit mundi aftur á móti
hjálpa þeim sem dæmdir eru fyr-
ir kynferðisbrot. Í þessum tillögum
Silju Daggar felast einnig hugs-
anleg úrræði fyrir barnaníðinga
því eftirlit þarf ekki alltaf að vera
slæmt. Í því felst líka eftirfylgni,
aðstoð og viss stuðningur.
Það er raunar óskiljanlegt hve
hræddir við Íslendingar erum við
að hafa eftirlit með afbrotamönn-
um, hvort sem það eru barnaníð-
ingar, morðingjar, fjárglæframenn
eða fólk sem er dæmt fyrir síend-
urtekin ofbeldisverk eða umferð-
arlagabrot. Við erum ofboðslega
hrædd við að setja fólki sem brýtur
af sér skorður og guð forði okkur
frá því að fjölmiðlar fari of nálægt
þessu fólki. Þá æsist múgurinn
allsvakalega. Við fettum hins vegar
minna fingur út í að hér ríður for-
ræðishyggja feitum hesti og fólki
er sagt, með mismikilli skattlagn-
ingu, hvað það á að drekka, hvern-
ig það á að borða, hvernig bíl það á
að keyra og í hvers konar húsnæði
það á að búa – eða ekki búa.
Sí og æ birtast dómar um fólk
sem virðist ekki ná að halda sér á
beinu brautinni. Brýtur af sér aftur
og aftur. Við því er hægt að grípa til
ákveðinna refsinga, hvort sem það
er fangelsisvist, sektir eða svipting
ýmissa réttinda í ákveðinn tíma.
En síðan er þessu fólki spýtt aftur
út í samfélagið án þess að það fái
tól og tæki til að sporna gegn því að
það falli aftur í nákvæmlega sama
farið. Fíkillinn keyrir aftur undir
áhrifum, fjárglæfra maðurinn fær
sér glænýja kennitölu og þjófar
stela. Samfélagið er búið að dæma
þá og sýnir engan vilja til að hjálpa
þessu fólki eða setja því mörk – því
ætti það ekki bara að vera það sem
samfélagið er búið að ákveða að
það sé?
Þarna gæti eftirlit, eftirfylgni,
stuðningur og hjálp sparað þjóð-
félaginu gríðarlega fjármuni til
lengri tíma litið, því eins og við
vitum flest er ekki ókeypis að
draga fólk ítrekað fyrir dóm. Getur
verið að við viljum halda ákveðn-
um hópum niðri? Getur verið að
það sé auðveldara að stimpla fólk
vont en að hjálpa því að vera gott?
Eða er okkur einfaldlega alveg
sama?
Hart er nú tekist á um eingreiðslur
sveitarfélaga til þeirra starfsmanna
sem ekki hefur verið samið fyrir í
kjaraviðræðum. Orð eins og grimmd og
skeytingarleysi hafa verið viðhöfð um
samninganefnd Sambands íslenskra
sveitarfélaga vegna þeirra starfsmanna
sem ekki fá slíkar greiðslur. Eingreiðslan
mun vera nokkurs konar innborgun í
þær kjarabætur sem samið verður um.
Ekki mun það vera óþekkt að þegar
kjarasamningar eru undirritaðir þá taki
þeir gildi afturvirkt frá því að samningar
urðu lausir. Uppsöfnuð kjarabót er
síðan greidd út í einu lagi eða í nokkrum
innborgunum. Í kjarasamningum er
oftast er fundin lending sem aðilar
beggja vegna borðsins eru álíka ósáttir
við, enginn græðir sérstaklega á kostnað
hins. Því er ekki að sjá að einhverjir
starfsmenn séu að græða 105 þúsund
króna eingreiðslu um mánaðamótin.
Fremur er um að ræða starfsmenn sem
fá uppsafnaðar kjarabætur greiddar
um komandi mánaðamót, og svo
starfsmenn sem bíða aðeins lengur. En
sú greiðsla gæti þá endað með að verða
hvort eð er hærri sökum lengri tíma án
samninga.
Fréttaflutningur DV af afdrifum
refsifangans Gunnars Rúnars Sigurþórs-
sonar, sem banaði Hannesi Þór Helga-
syni árið 2010, sætti harðri gagnrýni í
vikunni sem leið. Morgunblaðið gagn-
rýndi sérstaklega að blaðamaður hefði
ekki aflað leyfis fangelsismálastjóra fyrir
umsátri. Ekki tók fangelsismálastjóri
þó fram hvort slíkra leyfa bæri almennt
að afla eða hvort um eiginlegt umsátur
væri að ræða. Blaðamaður beið eftir
Gunnari fyrir utan Vernd. Samskipti
þeirra voru knöpp og kurteis. Lög um
fullnustu refsinga segja að leyfi þurfi
að afla fyrir fjölmiðlaviðtali við fanga.
Þetta kemur fram í grein sem fjallar um
aðgang fanga að fjölmiðlum. Ekki um
aðgang fjölmiðla að fanga. Ekki var um
fjölmiðlaviðtal að frumkvæði Gunnars
að ræða. Þarna var blaðamaður að ná
í staðfestingu á að Gunnar væri þar og
gefa honum færi á að koma athugasemd
á framfæri. Ekki umsátur í leyfisleysi.