Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 46
FÓKUS 26. júlí 201946 YFIRHEYRSLAN J ón Gunnar Geirdal, eig- andi Ysland og einn eigenda Lemon og Black- box, og kærasta hans, Fjóla Katrín Steinsdóttir, sálfræðing- ur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og geðsviði LSH, eru trúlofuð. Parið birti hringamynd á samfélagsmiðlum með orðun- um „Við ætlum að halda áfram að fagna lífinu og ástinni á næsta ári.“ Þau eignuðust annan son sinn núna í júlí, en fyrir eiga þau fjögurra ára son og Jón Gunnar son og dóttur úr fyrra sambandi. Jón Gunnar og Fjóla trúlofuð S ölvi Tryggvason gaf í byrjun árs út bókina Á eigin skinni – Betri heilsa og innihaldsríkara líf. Bókin er byggð á reynslu Sölva eftir að heilsa hans hrundi fyrir áratug. Sölvi hefur varið íslenska sumrinu í flakk um landið og meðal annars farið Laugaveginn og Fimmvörðuháls. Hann er einnig kominn á fullt í skrifum á næstu bók sinni og segir á Facebook-síðu sinni að hann hlakki til að deila innihaldinu með lesendum sínum. „Næstu vikur verður skrifað og æft eins og enginn sé morgundagur- inn hinum megin á hnettinum,“ segir Sölvi, sem stefnir á landvinninga enn á ný meðan hann setur orð á blað. Sölvi skrifar næstu bók hinum megin á hnettinum V algeir Skagfjörð tónlistarmaður, leikari og leikstjóri með meiru getur nú bætt nýju starfi á ferilskrána, en hann lauk nýlega tveggja vikna vist sem vitavörður í Hornbjargsvita. Valgeir var þó ekki einn í vitanum, því kærasta hans, Sigrún Júlía Hansdóttir, var með í för. Að sögn kunnugra blómstar parið saman. Sigrún er listfeng líkt og Valgeir en árið 2017 gaf hún út bókina Dreka- flugan – Hugleiðslu litabók, sjálfskoðun og sjálfstyrking, sem var af- rakstur markvissrar sjálfskoðunar höfundar. Valgeir skildi við eiginkonu sína, Guðrúnu Gunnarsdóttur, söng- og útvarpskonu, árið 2005, eftir 23 ára samband. Bæði voru áberandi saman í menningarlífi landans. Eiga þau þrjár dætur, en Valgeir átti fyr- ir eina dóttur. Ástin vitjar Valgeirs Hjúskaparstaða og börn Kvæntur, tveggja barna faðir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki? Mig var farið að gruna löngu fyrir tíu ára aldurinn að ég yrði sagn- fræðingur eða eitthvað álíka. Bjarni Fel var samt stóra fyrirmyndin. Skemmtilegast að gera? Að spila með bumbuboltahópnum mínum. Hópurinn fagnar 25 ára afmæli í ár. En leiðinlegast? Allt sem tengist viðhaldi á bílnum er óbærilega leiðinlegt. Fyrsta atvinnan? Blaðburður sem smápjakkur. Fékk svo vinnu í saltfiskgeymslum SÍF þegar ég var fjórtán ára, sem var fyrsta „alvöru“ vinnan með fullorðnu fólki. Hvað er það besta/skemmtilegasta við að vera fót- boltaaðdáandi? Að deila gleði og sorgum með fjölda fólks sem maður þekkir annars ekki neitt. Og sætustu sigrarnir eru 1:0 í skítaveðri með heppnis- marki. Besta ráð sem þú hefur fengið? Aldrei byrja ræðu án þess að vita nokkurn veginn hvernig hún á að enda. Fyrsta minningin þín? Man eftir heimsókn í mjólkurbúð sem ég uppgötvaði síðar að var lokað rétt áður en ég varð tveggja ára. Skilst að það sé mjög óvenjulegt að eiga minningar svo snemma. Hvað finnst þér vera leiðinlegasta húsverkið? Hvenær kemur vélin sem raðar hreina þvottinum aftur upp í hillu? Uppáhaldsatburður í Íslandssögunni og af hverju? Kannski frekar tímabil en atburður, en árin milli 1905 og 1925 hafa alltaf heillað mig. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert? Ég hjálpaði fjölskylduvini í löngu og erfiðu stríði við Útlendinga- stofnun. Það vannst en á löngum köflum leið mér ömurlega. En mest gefandi? Að komast í að kenna krökkum um sögu og eðlisfræði rafmagnsins. Þar vann ég með frábæru fólki. Hvernig bjór væri bjórinn „Stefán“ ef/þegar þú setur hann á markað? Rótsterkur og dísætur belgískur munkabjór. Rán Flygenring myndi teikna miðann. Hver myndi skrifa ævisögu þína? Besti ævisöguhöfundur landsins er Þórunn Valdimarsdóttir. Fyrir ævisagnaritara er smávandamál að hún er nokkuð eldri en ég, en hún verður þá bara að verða hundrað ára. Stærsta stund þín í lífinu? Er ekki skylda að segja fæðing barnanna? Annars er það ólýsanleg tilfinning að fá fyrsta eintakið af bók eftir sig úr prentun. Mannkostir þínir? Vinn ágætlega undir álagi og stressi. En lestir? Fljótfærni. Eitthvað að lokum? Ísland úr Nató og bikarinn í Safamýri! Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stjórnmálaskýrandi, tók þátt í Gettu betur á námsárum í MR og var í sigurliðinu árið 1995. Hann hefur séð um göngu- ferðir í miðborginni sem ávallt eru vel sóttar, sú síðasta um bannárin í Reykjavík. DV tók Stefán í yfirheyrslu. Stefán Pálsson Guðrún á von á barni G uðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur og bloggari á Trendnet, á von á barni ásamt kærasta sínum, Steinari Erni Gunnarssyni. Guðrún birti mynd á Instagram, en hún á von á sér í febrúar. Guðrún Helga er vinsæl á Instagram og Trendnet þar sem hún bloggar aðallega um förðun og tísku og gefur innsýn í eigið líf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.