Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 45
KYNNINGXxxxxxxxxxxx 26. júlí 2019KYNNI GARBLAÐ Einar Örn, rafvirki og tónlist-armaður með meiru, gaf á dögunum út glænýtt lag, Elsa, sem er jafnframt þriðji singúllinn sem kemur út af nýrri plötu eftir kappann. „Lagið er óður til ömmu minnar og ég held að hlustendahópurinn sé svona 40+ án þess að ég ætli eitthvað að staðhæfa um það. Það mikilvægasta við tónlistarsköpun mína er að tón- listin „svíngi“, eins og t.d. Abba gerðu, og fröken Elsa svíngar alla leið,“ segir Einar Örn Konráðsson. Lagið kom út á Spotify og má nálg- ast þar. Landsliðið í tónlist Lagið er instrúmental og flutt af stór- skotaliði íslenskrar tónlistarsenu. „Ég fékk í lið með mér algerar goðsagnir. Þá er hann Labbi í Mánum eða Ólafur Þórarinsson, sem söng ódauðlegar perlur í íslenskri tónlistarsögu eins og „Undir bláhimni“. Sonur hans, Bassi, er einnig með okkur og Jói Ásmunds í Mezzoforte spilar á bassa og sonur hans, Ási, er á trommum. Svo blæs Jóhann Stefánsson í trompetið og Tómas Jónsson er á hljómborði. Sömuleiðis gerði Gummi úr Sálinni mjög mikið fyrir þetta lag, en Labbi kom svo í hans stað síðar í ferlinu. Lagið Elsa er samið í kringum lítið stef sem hefur fylgt mér lengi á tónlistarferli mínum. Þetta var einhver gangur sem ég greip alltaf í á gítarnum og hugsaði með mér, hvort þetta væri ekki bara lag sem ég væri að semja. Svo fór ferlið í gang og eitt leiddi af öðru og útkoman er bara svona andskoti prýðileg. Lagið er nefnt í höfuðið á ömmu minn sálugu, henni Elsu Kristínu Ás- bergsdóttur, dóttur Ásbergs skip- stjóra á gamla Fagranesinu. Hún Elsa amma mín var minn helsti stuðn- ingsmaður í tónlist á sínum tíma. Hún keypti handa mér hljóðfæri og rak á eftir mér að sækja tónlistarskóla og fara á lúðrasveitaræfingar. Hún vissi nákvæmlega hvað var mér fyrir bestu. Svo var það auðvitað afi minn, hann Einar Magnússon, fiskmats- maður, harðfiskverkandi og gellari, sem kenndi mér margt, hvernig átti að gera hlutina og ekki gera hlutina. Hann var stundum mikið fyrir snafs- inn og það var ekkert alltaf drama í kringum það, en það kom samt fyrir og þá var tiplað á tám. En harðdug- legur var hann og ég er það líka stundum sjálfur, en fæ mér snafs þess á milli. Ég vona bara að amma og afi kunni að meta þetta lag uppi á himn- um og leyfi kannski Guði að heyra það líka, og Jesú,“ segir Einar að lokum. Einar Örn tileinkar ömmu sinni sálugu lag Einar Örn og Labbi á góðri stundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.