Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 18
18 FÓKUS 29. mars 2019 U mskurður ungra drengja hefur verið mikið í um­ ræðunni hérlendis undan­ farið með misjöfnum skoðunum fólks til aðgerðarinnar. Í mörgum löndum er umskurður nýfæddra drengja mjög algengur þrátt fyrir að fjöldi tilfella hafi farið minnkandi undanfarin ár. Má þar nefna að í Bandaríkjunum voru um 83 prósent nýfæddra drengja umskorin árið 1960 en 77 prósent árið 2010. Sums staðar er aðgerðin framkvæmd vegna trúarlegra ástæðna en annars staðar vegna hreinlætisástæðna. Hér á Íslandi hefur það almennt ekki tíðkast að láta umskera unga drengi nema vegna læknisfræði­ legra ástæðna. Til dæmis vegna of þröngrar forhúðar eða ítrekaðrar forhúðarsýkingar. Þegar umskurður er fram­ kvæmdur er forhúð limsins skorin af en tilgangur hennar er að verja reðurhúfuna eða kónginn, eins og hann er oftast kallaður í daglegu máli, fyrir þvagi, hægðum og nún­ ingi. Samkvæmt Vísindavef Há­ skóla Íslands er talið að forhúð­ in skipi stórt hlutverk í kynsvörun karlmanna bæði í samförum sem og sjálfsfróun. Þar er einnig sagt frá því að sögusagnir gangi þess efnis að umskornir menn séu betri elskhugar en aðrir þar sem kóngurinn verður með tímanum ónæmari fyrir snertingu og örvun sem getur leitt til þess að karlmað­ urinn sé lengur að fá fullnægingu. Það telji einhverjir til bóta. Umræðan um umskurð hér­ lendis hefur í flestum tilfellum ver­ ið á neikvæðum nótum sem getur gert að verkum að karlmenn sem eiga við einhvers konar vanda­ mál að stríða sem snýr að getnað­ arlim þeirra gætu óttast að ræða um vandamálið og jafnvel talið sig eina um það. Það gæti jafnframt leitt til þess að í mörg ár beri þeir vandamál sitt í hljóði og þori ekki að leita sér ráða. Blaðakona leitaði til tveggja karlmanna sem eiga það sameigin­ legt að hafa farið í umskurð á full­ orðins aldri vegna læknisfræði­ legra ástæðna og fékk að ræða við þá um ástæðu aðgerðarinnar, reynslu þeirra af umræðunni um umskurð og ferlið sjálft. Voru þeir báðir sammála um að opna þyrfti á almenna umræðu um vandamál drengja sem snýr að getnaðarlim þeirra svo enginn þurfi að ganga um og skammast sín. Áhyggjurnar voru óþarfar Halldór Ingólfsson er 23 ára gam­ all. Hann stundar nám við marg­ miðlunarhönnun í Danmörku þar sem hann býr með kærustu sinni, Jönu Maríu. Halldór fór í aðgerð í maí árið 2017 eftir að hafa fundið fyrir miklum þurrki á forhúðinni sem gerði að verkum að hann átti erfitt með að stunda samfarir. „Til að byrja með fór ég til lækn­ is til þess að láta laga þurrkinn. Hann gaf mér sterakrem sem ég átti að nota einu sinni á dag í smá tíma. Eftir þann tíma þá var vandamálið horfið en um tveim­ ur vikum seinna kom það verra til baka. Ég leitaði því aftur til lækn­ is og skoðaði þá möguleika sem voru í boði fyrir mig. Mér fannst sniðugast að fara í fullan um­ skurð og láta þannig fjarlægja allt sem hrjáði mig,“ segir Halldór sem segist hafa verið heppinn að hafa þekkt nokkra karlmenn sem þegar höfðu farið í aðgerðina og gátu gefið honum góðar upplýsingar. „Það hjálpaði mér að taka þessa ákvörðun og var ég aðal­ lega stressaður svona viku fyrir að­ gerðina. Ég vann á veitingastað á þessum tíma og það sem hræddi mig mest var að ég hafði aðeins þrjá daga til þess að jafna mig áður en ég þurfti að fara að vinna aftur. Að hlaupa upp og niður stiga með beina snertingu við nærbuxurn­ ar var ekki eitthvað sem ég hlakk­ aði til.“ Halldór segir aðgerðina hafa verið mjög einfalda og að áhyggjur hans hafi verið óþarfar. „Þú sofnar með kragann og vaknar svo án hans. Ég man eftir því að hafa verið mjög lyfjaður fyrsta klukkutímann eftir aðgerð, en kærasta mín keyrði mig í apó­ tekið og svo heim. Alla ferðina svitnaði ég lítrum og ég varð að vera sitjandi því ef ég hefði stað­ ið hefði ég kastað upp. Þegar heim var komið þurfti ég að sofa með handklæði undir mér vegna svita. Fyrstu dagana þurfti ég að vera með umbúðir sem voru að­ eins fjarlægðar þegar ég þurfti að kasta af mér vatni. Þær voru á þar til saumarnir hurfu og ég fékk verkjatöflur sem ég átti að taka ef ég varð virkilega verkjaður en það kom aldrei til þess. Þetta var miklu minna mál en ég bjóst við og áhyggjur mínar yfir því að fá standpínu voru óþarfar, það var ekki svo slæmt. Í dag er allt eins og það á að vera, hann er notaður meira en nokkru sinni fyrr og engir örðugleikar. Hann bara lítur betur út og það sem er best af öllu er að engin tilfinning hvarf. Ef eitthvað er þá er hún meiri og betri.“ Mikilvægt að karlmenn skammist sín ekki Halldór telur umræðuna um um­ skurð ekki vera tabú og segir hann mjög mikilvægt að karlmenn skammist sín ekki þegar talið berst að kynfærum. Þau séu hinn eðli­ legasti hlutur og að það skipti máli ef drengir upplifi einhvers konar vandræði með getnaðarlim sinn að hræðast ekki að leita ráða. „Þetta er hluti af eðlilegu lífi. Sumir þurfa að gera þetta, sumir vilja gera þetta. Sumir gera þetta vegna trúarbragða og það er hið eðlilegasta mál. Forhúð er ekkert nema auka tilgangslaust skinn. SKÖMMIN FÆR KARLMENN TIL ÞESS AÐ BERA HARM SINN Í HLJÓÐI Umskurður má ekki vera tabú umræða „Ég stundaði kynlíf án örv- unar í raun og veru Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is „Þetta var miklu minna mál en ég bjóst við Halldór og Jana María Aðgerðin var lítið mál. Umskurður Forhúð limsins er skorin af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.