Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Qupperneq 22
22 UMRÆÐA Sandkorn 29. mars 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS H eimurinn fórst ekki í gær. Sólin mun rísa á morgun. Lífið heldur áfram, krakkarnir fara í skólann, bátum verður siglt á miðin, strætisvagnarnir liðast um götur borgarinnar og Landinn verður á sínum stað á sunnudagskvöld. Brátt kemur heiðlóan til að syngja inn vorið. Auðvitað eru endalok WOW air áfall og margir sitja eftir í sárum. Allir Íslendingar geta sammælst um að hafa samúð með starfsfólki WOW, fjölskyldufólki sem stendur uppi atvinnulaust eftir tíðindi vikunnar. Sjálfsagt mun þetta hafa slæm áhrif á þjóðarbúskapinn, til lengri eða skemmri tíma. Það verður dýrara að ferðast og mjólkurpotturinn mun hækka um nokkrar krónur. Krónan okkar litla velkist um í öldurótinu og nánast öruggt er að það verður aðeins dýrara að panta á Aliexpress á næstu dögum en verið hefur. Því er heldur ekki að neita að fall WOW kemur á slæmum tíma. Hér eru kjaraviðræður á viðkvæmu stigi. Ofan á það bætist undarlega lítt um talaður loðnubrestur sem, eins og góður maður sagði, sýn- ir hversu illa við erum tengd við frumatvinnugreinarnar í landinu. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Á spítölum og í skólum landsins hefur verið mikil mannekla undanfarin ár og starfsfólk flúið þaðan inn í flugfélögin. Ef starfsfólk snýr þangað aftur gæti bæði heilsa og menntun landans batnað. Þá verðum við líka að muna eftir að gera vel við fólkið svo það flýi ekki aftur í næsta flugævintýri. Hér á Íslandi er gott að búa og þjóðin hefur gengið í gegnum margfalt meiri áföll en þetta. Á síðustu öld skriðum við út úr moldarkofunum og inn í velsæld nútímasamfélagsins. Engu að síður gengum við í gegnum stráfelli spænsku veikinnar, ótal sjóskaða og eldsumbrot sem eyddu nærri heilu byggðarlagi. Ef rennt er yfir fréttir úr hagsögunni mætti halda að hér ætti að vera örbirgð vegna atvinnuleysis, óðaverðbólgu, gengisfellinga, gjaldþrota og átaka á vinnumarkaði. En hér hefur byggst upp sæmilega burðugt velferðar þjóðfélag. Ekki gallalaust frekar en önnur. En nógu gott til að snúa glataðri stöðu bankahruns- ins á undraskömmum tíma. Hversu stórt högg fall WOW er mun tíminn vitaskuld leiða í ljós. Það er samt erfitt að sjá fyrir sér að höggið verði eitthvað í líkingu við þau áföll sem hér eru áður upp talin. Sennilega aðeins léttur löðrungur í stóra samhenginu. Áminning um að við höfum verið fordekruð og kannski helst til hrokafull. Ég vil ekki gera lítið úr stóru tíðindum vikunnar. Værukærð er sjaldnast af hinu góða. Hins vegar skiptir máli hvernig við, almenningur, bregðumst við. Það er engin ástæða til þess að hætta að ferðast. Við getum notað tækifærið og ferðast meira um landið okkar fagra og stórbrotna. Þar með glæðum við innlenda verslun og höldum gjaldeyrinum í landinu. Tenerife er hvort eð er fyrir löngu orðið þreytt pleis. n Seðlabankastjórn ekki kvennastarf Umsóknir um stöðu seðla- bankastjóra vöktu talsverða undrun í vikunni. Af sextán umsækjendum voru aðeins tvær konur, þar af einn nemi sem litla sem enga möguleika á að hreppa stöðuna. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskól- ann í Reykjavík, er eina konan sem á raunhæfa möguleika á að taka við í haust.Brast þá sú von margra að karlaveldið yrði rofið, en hingað til hafa allir tuttugu bankastjórar Seðla- bankans verið karlar og oft fyrrverandi stjórnmálamenn. Vonir höfðu verið bundnar við að sjá Liljurnar tvær, Alfreðsdóttur og Mósesdóttur, á lista umsækj- enda. Rótlaus Vilhjálmur Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er meðal umsækj- enda um stöðu bankastjóra Seðlabankans. Vilhjálmur var einnig á með- al umsækjenda um stöðu að- stoðarseðlabankastjóra á síð- asta ári en fékk ekki. Vilhjálmur virðist því nokkuð rótlaus innan bankans en Eyj- an greindi frá því síðasta sum- ar að hann hefði fengið vinnu hjá bankanum, en samkvæmt heimildum hafi það starf ekki verið skilgreint við ráðninguna. Að lokum fengust þau svör að Vilhjálmur væri tímabund- ið ráðinn í sérstök verkefni, sem meðal annars tengdust fullveldisafmælinu og bæklingi um sparnað. Vilhjálmur er við- skiptafræðingur. Spurning vikunnar Gætir þú hugsað þér að flytja út á land? „Nei, ég bý erlendis og langar ekki að búa á Íslandi.“ Hjörtur Jónsson „Nei.“ Stefán Óskarsson „Já, á Siglufjörð.“ Sigríður Dröfn Tómasdóttir „Já, ef ég fengi góða vinnu. Mér finnst Eyjafjörðurinn og Skaga- fjörðurinn spennandi.“ Ásta Lára Sigurðardóttir „Ef rennt er yfir fréttir úr hagsögunni mætti halda að hér ætti að vera örbirgð vegna atvinnuleysis, óðaverðbólgu, gengisfellinga, gjaldþrota og átaka á vinnumarkaði. Heimurinn fórst ekki í gær Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.