Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Page 27
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Tilvistarlegt tóm, hið ljóðræna og ævintýri Í Listasafninu á Akureyri kennir ýmissa grasa yfir páskana. Safnið er glæsilegt og standa nú yfir átta fjölbreyttar sýningar þar sem barnamenning, grasrót, hefðin og menningar sagan mætast á óhefð- bundinn máta. „Listamennirnir eru ólíkir og ættu allir, börn sem fullorðnir, að finna eitthvað sem heillar þá. Sýningarnar velta ýmist upp tilvistar- legum spurningum, sýna áhorfendur í spéspegli, fræða þá um himingeim- inn, eru ljóðrænar eða ævintýralegar. Ég mæli eindregið með að fólk skelli sér til Akureyrar yfir páskana og baði sig í listum og menningu í Listasafn- inu á Akureyri,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Áttir/Directions er yfirgrips- mikil einkasýning á hljóðverkum og myndbands verki Tuma Magnús sonar. „Þróun ferils Tuma er áhugaverð. Í byrjun notaði hann fundna hluti, ljósmyndir, teikningar og 8 milli- metra kvikmyndir í verk sín. Næst málaði hann í hlutbundnum stíl uns hann fór að vinna með hugmyndina um málverk fremur en málverkið í hefðbundnum skilningi. Í lok 9. ára- tugarins voru hugmyndirnar tími og rými orðnar eitt aðalviðfangsefni verkanna. Rannsóknir Tuma héldu svo áfram í formi innsetninga, ljósmynda- verka og vídeó-/hljóðinnsetninga.“ SuperBlack er sýning á málverkum Kristínar Gunnlaugsdóttur og leir- verkum Margrétar Jónsdóttur. Verkin tengjast í gegnum tilvistarlegt tóm og spurningar um stöðu mannsins gagnvart náttúrunni. Verk Margrétar velta upp spurningunni um hvort við færum betur með náttúruna ef við sæjum hana sem mannslíkama. Í verkum Kristínar skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunn- ar og hnignunarinnar. Sköpun bernskunnar 2019 er stór sýning á verkum leikskóla- og grunn- skólabarna á aldrinum 5–16 ára sem unnin eru með listamönnunum Rósu Kristínu Júlíusdóttur og Kristni E. Hrafnssyni. Hér mætast skúlptúrar, teikningar, málverk, smáhlutir og þátttökuverk í þemanu heimurinn og geimurinn. Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu er sýning á einstökum ljósmyndaverkum og vídeóverkum finnsku listakonunnar Elinu Brotherus. „Sýningin hlaut Carte blanche PMU- -verðlaunin og var fyrst sýnd í Centre Pompidou 2017. Sýningin er sett upp í samstarfi við Listasafn Íslands. Við erum stolt að sýna þessi verk hér á Akureyri. Þetta er sýning sem enginn listunnandi má láta framhjá sér fara,“ segir Hlynur. Hugmyndir er ævintýraleg sýning á verkum Hjördísar Frímann og Magnúsar Helgasonar. Leikur og gleði með fjölbreyttum tilvísunum einkenna verkin og saman skapa þau spennandi sýningu sem auðgar og eflir ímyndunarafl barna á öllum aldri. Úrval er sýning á völdum verkum úr safneign Listasafnsins á Akureyri. „Elsta verkið er frá fyrri hluta síðustu aldar og það yngsta er tveggja ára. Listamennirnir eiga flestir rætur að rekja til Akureyrar eða Eyjafjarðar. Listasafnið á yfir 700 verk og við val á verkunum var fjölbreytni og kynja- jöfnun höfð að leiðarljósi. Meirihluti safneignarinnar eru verk eftir karl- menn en þó vekur athygli að verkum eftir konur fjölgar þegar nær okkur dregur í tíma.“ Frá Kaupfélagsgili til Listagils er sýning unnin í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. „Með ljósmyndum og textum er kynnt fyrir áhorfendum það sem var í Gilinu áður en hér var Listagil með listasafn, Deigluna, myndlistaskóla, vinnustofur, sýningarsali, veitingastaði og íbúðir, en staðurinn á mikilvægan þátt í at- vinnusögu Akureyrar. Við vildum votta fortíðinni, sem Listasafnið byggir á, virðingu og tengja gesti safnsins við söguna.“ Vídeóvinda er stórskemmtilegt verk úr smiðju Haraldar Karlsson- ar. Verkið er byggt á vídeóverkinu Warp eftir íslensku listakonuna og frumkvöðulinn Steinu Vasulku. Not- ast er við 25 ára forrit, Image-ine, sem hollenski forritarinn Tom Dem- eyer vann með Steinu. „Við vildum bjóða börnum upp á skemmtilega og óhefðbundna upplifun en verkið sýnir áhorfandann í spéspegli, líkt og í speglagarði í tívolí.“ Vídeóvindan er sett upp með stuðningi verkefnisins List fyrir alla í samstarfi við Listasafn Íslands. Skúlptúrverk Aðalheiðar Eysteins- dóttur, Hugleiðing um orku, má svo sjá úti á svölum listasafnsins þar sem einnig er gott útsýni yfir Pollinn, Akureyrarkirkju og Listagilið. Opið er í Listasafninu á Akureyri alla daga og yfir alla páskana frá kl. 12–17. Gil Kaffihús er opið kl. 9–17, en laugardaga er opið til kl. 17.30. Kaupvangsstræti 8–12, Akureyri. Sími: 461-2610. www.listak.is Verkið Griða- staður / Felustaður eftir Rósu Kristínu Júlíusdóttur af sýningunni Sköpun bernsk- unnar 2019. Listasafnið á Akureyri Verkið Áttir / Directions eftir Tuma Magnússon tekur yfir sal 01 í Listasafninu. Listasafnið á Akureyri. Keramíkverk Margrétar Jónsdóttur á sýningunni SuperBlack. Listasafnið á Akureyri. Í verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunnar og hnignunarinnar. Listasafnið á Akureyri. Verk eftir Kristin E. Hrafnsson af sýn- ingunni Sköpun bernskunnar 2019. Listasafnið á Akureyri. Verkið 4´33´´ eftir Elinu Brotherus af sýningunni Leikreglur / Rules of Play er tilvísun í samnefnt verk eftir John Cage frá árinu 1952. Listasafnið á Akureyri. Gestir Listasafnsins virða fyrir sér verk eftir Elinu Brotherus af sýn- ingunni Leikreglur / Rules of Play. Listasafnið á Akureyri / Myndir: Daníel Starrason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.