Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Qupperneq 27
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Tilvistarlegt tóm, hið ljóðræna og ævintýri Í Listasafninu á Akureyri kennir ýmissa grasa yfir páskana. Safnið er glæsilegt og standa nú yfir átta fjölbreyttar sýningar þar sem barnamenning, grasrót, hefðin og menningar sagan mætast á óhefð- bundinn máta. „Listamennirnir eru ólíkir og ættu allir, börn sem fullorðnir, að finna eitthvað sem heillar þá. Sýningarnar velta ýmist upp tilvistar- legum spurningum, sýna áhorfendur í spéspegli, fræða þá um himingeim- inn, eru ljóðrænar eða ævintýralegar. Ég mæli eindregið með að fólk skelli sér til Akureyrar yfir páskana og baði sig í listum og menningu í Listasafn- inu á Akureyri,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Áttir/Directions er yfirgrips- mikil einkasýning á hljóðverkum og myndbands verki Tuma Magnús sonar. „Þróun ferils Tuma er áhugaverð. Í byrjun notaði hann fundna hluti, ljósmyndir, teikningar og 8 milli- metra kvikmyndir í verk sín. Næst málaði hann í hlutbundnum stíl uns hann fór að vinna með hugmyndina um málverk fremur en málverkið í hefðbundnum skilningi. Í lok 9. ára- tugarins voru hugmyndirnar tími og rými orðnar eitt aðalviðfangsefni verkanna. Rannsóknir Tuma héldu svo áfram í formi innsetninga, ljósmynda- verka og vídeó-/hljóðinnsetninga.“ SuperBlack er sýning á málverkum Kristínar Gunnlaugsdóttur og leir- verkum Margrétar Jónsdóttur. Verkin tengjast í gegnum tilvistarlegt tóm og spurningar um stöðu mannsins gagnvart náttúrunni. Verk Margrétar velta upp spurningunni um hvort við færum betur með náttúruna ef við sæjum hana sem mannslíkama. Í verkum Kristínar skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunn- ar og hnignunarinnar. Sköpun bernskunnar 2019 er stór sýning á verkum leikskóla- og grunn- skólabarna á aldrinum 5–16 ára sem unnin eru með listamönnunum Rósu Kristínu Júlíusdóttur og Kristni E. Hrafnssyni. Hér mætast skúlptúrar, teikningar, málverk, smáhlutir og þátttökuverk í þemanu heimurinn og geimurinn. Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu er sýning á einstökum ljósmyndaverkum og vídeóverkum finnsku listakonunnar Elinu Brotherus. „Sýningin hlaut Carte blanche PMU- -verðlaunin og var fyrst sýnd í Centre Pompidou 2017. Sýningin er sett upp í samstarfi við Listasafn Íslands. Við erum stolt að sýna þessi verk hér á Akureyri. Þetta er sýning sem enginn listunnandi má láta framhjá sér fara,“ segir Hlynur. Hugmyndir er ævintýraleg sýning á verkum Hjördísar Frímann og Magnúsar Helgasonar. Leikur og gleði með fjölbreyttum tilvísunum einkenna verkin og saman skapa þau spennandi sýningu sem auðgar og eflir ímyndunarafl barna á öllum aldri. Úrval er sýning á völdum verkum úr safneign Listasafnsins á Akureyri. „Elsta verkið er frá fyrri hluta síðustu aldar og það yngsta er tveggja ára. Listamennirnir eiga flestir rætur að rekja til Akureyrar eða Eyjafjarðar. Listasafnið á yfir 700 verk og við val á verkunum var fjölbreytni og kynja- jöfnun höfð að leiðarljósi. Meirihluti safneignarinnar eru verk eftir karl- menn en þó vekur athygli að verkum eftir konur fjölgar þegar nær okkur dregur í tíma.“ Frá Kaupfélagsgili til Listagils er sýning unnin í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. „Með ljósmyndum og textum er kynnt fyrir áhorfendum það sem var í Gilinu áður en hér var Listagil með listasafn, Deigluna, myndlistaskóla, vinnustofur, sýningarsali, veitingastaði og íbúðir, en staðurinn á mikilvægan þátt í at- vinnusögu Akureyrar. Við vildum votta fortíðinni, sem Listasafnið byggir á, virðingu og tengja gesti safnsins við söguna.“ Vídeóvinda er stórskemmtilegt verk úr smiðju Haraldar Karlsson- ar. Verkið er byggt á vídeóverkinu Warp eftir íslensku listakonuna og frumkvöðulinn Steinu Vasulku. Not- ast er við 25 ára forrit, Image-ine, sem hollenski forritarinn Tom Dem- eyer vann með Steinu. „Við vildum bjóða börnum upp á skemmtilega og óhefðbundna upplifun en verkið sýnir áhorfandann í spéspegli, líkt og í speglagarði í tívolí.“ Vídeóvindan er sett upp með stuðningi verkefnisins List fyrir alla í samstarfi við Listasafn Íslands. Skúlptúrverk Aðalheiðar Eysteins- dóttur, Hugleiðing um orku, má svo sjá úti á svölum listasafnsins þar sem einnig er gott útsýni yfir Pollinn, Akureyrarkirkju og Listagilið. Opið er í Listasafninu á Akureyri alla daga og yfir alla páskana frá kl. 12–17. Gil Kaffihús er opið kl. 9–17, en laugardaga er opið til kl. 17.30. Kaupvangsstræti 8–12, Akureyri. Sími: 461-2610. www.listak.is Verkið Griða- staður / Felustaður eftir Rósu Kristínu Júlíusdóttur af sýningunni Sköpun bernsk- unnar 2019. Listasafnið á Akureyri Verkið Áttir / Directions eftir Tuma Magnússon tekur yfir sal 01 í Listasafninu. Listasafnið á Akureyri. Keramíkverk Margrétar Jónsdóttur á sýningunni SuperBlack. Listasafnið á Akureyri. Í verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunnar og hnignunarinnar. Listasafnið á Akureyri. Verk eftir Kristin E. Hrafnsson af sýn- ingunni Sköpun bernskunnar 2019. Listasafnið á Akureyri. Verkið 4´33´´ eftir Elinu Brotherus af sýningunni Leikreglur / Rules of Play er tilvísun í samnefnt verk eftir John Cage frá árinu 1952. Listasafnið á Akureyri. Gestir Listasafnsins virða fyrir sér verk eftir Elinu Brotherus af sýn- ingunni Leikreglur / Rules of Play. Listasafnið á Akureyri / Myndir: Daníel Starrason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.