Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Qupperneq 48
48 FÓKUS 29. mars 2019 FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða Frægir Íslendingar á fermingardaginn Fermingar eru framundan, en þær fyrstu verða 24. mars. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru einstaklingar sem verða 14 ára í ár um 4.300 talsins og því ljóst að mikill fjöldi mun fermast, þó að alltaf séu einhverjir sem kjósi að sleppa því. Þau okkar sem hafa fermst eiga minningar um ferm- ingardaginn; góðar, slæm- ar, vandræðalegar, fyndnar og allt þar á milli. DV fékk nokkra þekkta einstaklinga til að rifja upp fermingardaginn og deila með lesendum mynd og minningu frá þessum merkisdegi. Margrét Erla Maack danskennari og veislu- stjóri, 26. apríl 1998, Dómkirkjan „Ég var mikill lúði í kringum ferminguna mína og vildi ekki fylgja tískustraumum og er gríðarlega þakklát fyrir það í dag. Ég fermdist í klassískum brúðarkjól móður minnar og hann- aði fermingargreiðsluna með hárgreiðslu- konunni upp úr nokkrum myndum úr tískublöðum, en ekki í kínakjól og kuldaskóm eins og margar vin- konur og mamma setti á mig eyeliner í fyrsta sinn. Veislan var geggjuð og stóð yfir næstum að miðnætti, stútfull af skemmtiatriðum og ræð- um, dansatriði og frábær- um heimatilbúnum mat úr ástareldhúsi foreldra minna.“ Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður, 12. apríl 1990 „Af einhverjum ástæðum man ég nánast ekkert eftir þessum degi. Ég held samt að þetta sé rétt fermingardagsetning. Ég veit ekki hvort þetta minnisleysi sé vegna þess að dagurinn var svona nauðaó- merkilegur eða að hann hafi verið svo hræðilegur að þetta séu náttúruleg verndarvið- brögð sálarinnar. Kannski tók svona á að segja „hénna, takk fyrir komuna og gjörið þið svo vel“ við gestina. Ég man samt að veislan var heima og að ég fékk meðal annars for- láta fyrstu kynslóð af Hyundai PC tölvu með grænum skjá c:\gelgju- skeið>dir.“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Listamaðurinn Odee, Oddur Ey- steinn Friðriksson, 6. apríl 1997 „Það var eftirminnilegur dagur því amma mín fótbrotnaði í kirkj- unni og sjúkrabíll þurfti að sækja hana í miðri athöfn. Hún sagði að það hefðu verið djöflar í kirkjunni. Í veislunni heima var ég í dökk- blárri skyrtu og með fyrsta bindið mitt. Bindið hafði ég valið sjálfur en það var rautt með teikningum af sólum með sólgler- augum.“ Þráinn Freyr Vigfús- son kokkur og eig- andi ÓX og Sumac Grill + Drinks, 9. mars 1995 „Man bara eftir glæsi- legu hlaðborði í veisl- unni. Já og ég spurði séra Hjálmar Jóns hvaða viku- dag pálmasunnudagur væri eiginlega.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.