Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Side 56
56 29. mars 2019 10 manneskjur voru sendar yfir móðuna miklu af Banda-ríkjamanninum Dennis Lynn Rader. einnig þekktum sem BTK-morðingjannum. Rader, sem lýst var sem sadista og var einnig haldinn blæti af mishugnanlegum toga, stundaði sína miður geðslegu iðju á árunum 1974–1991 og hvort tveggja kyrkti fórnarlömb sín og stakk til bana. Yngsta fórnarlamb Rader var 9 ára drengur, Joseph Otero, og það elsta var Dolores E Davis, 62 ára. Árið 2004 var rannsókn lög- reglunnar komin í öngstræti, en þá tók Rader upp á því að senda henni bréf. Hófst þá bréfasamband milli Rader og lögreglunnar og að lokum sendi Rader diskling í þeirri fullvissu að ekki væri hægt SAKAMÁL EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI MÆÐUR SEM MYRTU BÖRN SÍN „Skömmu síðar myrti hún börn sín því þau „þroskuðust ekki rétt“ og af því að Guð sagði henni að gera það. Þær mæður eru til sem hafa fyrirkomið eigin börnum og þykja slík mál, af mörgum ástæðum, með þeim óhugnanlegri. En slíkt gerist, og mæður myrða syni sína og dætur og beita til þess hinum ýmsu aðferðum. Ástæðurnar geta verið mismunandi, andlegt niðurbrot, fjárhagslegir örðugleik- ar, flókin ástamál og ótal margt fleira. Einnig kann að vera um hreina og klára sjálfselsku að ræða. Því skal þó haldið til haga að þessi morð, sem að margra mati ganga þvert gegn náttúrulögmál- inu, má einnig rekja til geðrænna sjúkdóma af ýmsum toga. Enda er oft spurt hvaða lausn, og á hvaða vandamáli, felst í því að verða barni sínu að bana – við- komandi móðir hljóti að hafa verið veik á geði. A nnað var uppi á ten- ingnum hjá Andreu Yates, einnig frá Texas. Þann 20. júní, 2001, fyllti hún baðkarið og drekkti síðan fimm börnum sínum, á aldrinum sex mánaða til sjö ára, einu á fætur öðru. Andrea var vel menntuð, kom frá fyrirmyndarfjöl- skyldu og hafði unnið sem hjúkrunarfræðingur áður en hún giftist eiginmanni sínum. Þegar leið á hjónabandið dró hún sig inn í skel sína, fylltist af hugarórum, varð þunglynd og gældi við sjálfs- vígshugsanir. Inn og út af geðdeild Þrátt fyrir að hún dveldi ítrekað innan veggja geð- deilda virtist enga lækningu að finna fyrir Andreu. Hún veitti sér sjálfsáverka og átti einnig til að neita að gefa sex mánaða dóttur sinn brjóst. Í síðasta sinn sem hún var útskrifuð af geðdeild var henni ráðlagt að „hugsa á já- kvæðum nótum og hitta sál- fræðing.“ Skömmu síðar myrti hún börn sín því þau „þrosk- uðust ekki rétt“ og af því að Guð sagði henni að gera það. Að loknum þriggja vikna réttarhöldum, í mars 2002, var Andrea sakfelld fyrir morð og fékk hún lífstíðardóm, þrátt fyrir staðfest geðræn veikindi hennar. Árið 2006 var dómurinn ógiltur og úrskurð- að að Andrea væri ekki sak- hæf sökum geðveiki. E in slíkra mæðra er Banda- ríkjakonan Susan Smith. Árið 1994 ók hún bifreið sinni út í stöðuvatn í Suður- Karólínu. Hún bjargaði sjálfri sér en skildi barnunga syni sína eft- ir í bílnum og lét þá mæta örlög- um sínum á meðan bílinn fylltist af vatni. Almenningur stimplaði Susan sem skrímsli án þess að hugsa sig tvisvar um. Við réttarhöldin kom hinn sári sannleikur í ljós. Susan var einkar viðkvæm og óstöðug ung kona og hafði verið útskúfað af sinni eig- in fjölskyldu. Ástæðan var sú að Susan hafði gert opinbera þá mis- notkun sem hún hafði sætt af hálfu stjúpföður síns til fjölda ára. Tvær sjálfsvígstilraunir Kornið sem fyllti síðar mælinn hjá Susan og varð kveikjan að fyrrnefndu voðaverki, var bréf sem hún fékk sent frá elskhuga sín- um. Sá ku hafa sagt berum orðum að hann kærði sig ekki um börn hennar, eða börn yfirhöfuð. Susan, sem hafði gert tilraun til sjálfsvígs tvisvar, fyrst þegar hún var þrettán ára, sá fram á að verða hafnað, eina ferðina enn og greip til þess örþrifaráðs að fórna son- um sínum til að koma í veg fyrir það. Susan fékk lífstíðardóm og meðan á afplánun hennar stóð var tveimur fangavörðum refsað fyrir að hafa við hana samræði. Hver veit nema Susan hafi í þeim tilfell- um farið örvæntingarfulla leið til að afla sér aukins sjálfsmats. SJÁLF FÓRNARLAMB AÐ BOÐI GUÐS„Kornið sem fyllti síðar mælinn hjá Susan og varð kveikjan að fyrrnefndu voða- verki, var bréf sem hún fékk sent frá elskhuga sínum. Susan Smith Glímdi við afleiðingar misnotk- unar. Andrea Yates Missti tengingu við raunveruleikann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.