Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Blaðamenn: Auglýsingar: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ehf 431 5040 Gísli Einorsson 892 4098 Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Sigurður Mór, Snæfellsn. Hjörtur J. Hjartarson Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentsmiðja Morgunblaðsins 865 9589 864 3228 skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is smh@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum. Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 VaÍd jóla- sveinsins Gísli Einarsson, ritstjóri. Jólasveinninn er án nokkurs vafa eitt áhrifaríkasta stjórntæki sem völ er á og eitt beittasta vopn einræðisherrans. Þannig er mín reynsla af notkun jólasveina í það minnsta og fyrir vikið eru pólitísk áhrif mín innan veggja heimilisins aldrei meiri en í desember. Það er í raun hægt að láta böm gera ótrúlegustu hluti með rétt skipulögðum hótunum um að jólasveinninn sniðgangi skótauið eða troði í það kartöfluútsæði. Þessa þrettán daga í desember örlar jafn- vel á að börnin virði föður sinn og móður og umhverfisáhrifin em sýnileg strax fyrsta daginn sem von er á sveini. Það er jafnvel hægt að láta krakkana standa á höndum og leika allskyns lístdr ef farið væri út í það, allt fyrir tilstuðlan jólasveinsins. Þrátt fyrir töframátt jólasveinsins þarf að beita nokkurri kænsku því að sjálfsögðu era börnin treg til að fórna frelsinu þrettán daga á ári ef hjá því verður komist. Því vegur það upp á móti því valdi sem jólasveinninn veitir hverjum heimilisföður að mikill tími fer í laga- legar útskýringar á því hvernig löggæslu jólasveinsins er háttað, hvaða lög og reglugerðir gilda á hverjum tíma, refsivenjur, lagaleg fordæmi osfrv. Þetta er oft ansi snúið því börn em býsna lunkin að þefa uppi allar smugur og glufur í stjórnarskrá jólasveinanna. Því hefur að undanfömu rignt yfir mig spurningum um hvernig jólasveinninn muni taka á hinu eða þessu máli. Hversu teygjanleg svefntímamörk era með tdlliti til ferðalaga og verðufars, hvort mjólk- urfema á hliðinni eða brotni antikvasinn frá ömmu kunni að leiða til refsingar. Þessar vangaveltur um lagatúlkanir era alls ekki áreynslu- lausar en oft getur maður sem betur fer skotið sér á bak við það að burtséð frá öllum lagaflækjum sé jólasveinninn óneitanlega óskeikull, alsjáandi og allar hans gjörðir óvéfengjanlegar. Svona svipað og hjá lögreglunni í Borgamesi án þess að það hvarfli að mér að benda á einhver önnur tengsl milli þessara aðila. Þótt umræður hafi fyrst og ffemst snúist um mitt lögsagnarum- dæmi sem markast af veggjum heimilisins er ekki laust við að ég hafi velt fyrir mér hvernig jólasveinnin taki á stærri málefnum. Eg er eins og margir aðrir veiklundaðir menn svolítið "svag" fyrir málstað smælingjanna, þ.e. þegar það stangast ekki á við mína eigin hagsmuni. Skiptir engu hvort þar er um að ræða knattspyrnulið, kot- bændur eða í þessu tilfelli kaupmenn. Þannig mun nefnilega vera mál með vexti fyrir þessi jól að ákveðnir kaupahéðnar hafa í krafti stærð- ar sinnar komið í veg fyrir að smáhöndlarar geti verslað með einstak- ar vörutegundir sem líklegar eru til að vekja girnd neytendanna. Þar með hafa þeir stigið fyrsta skrefið í að tryggja sér einkarétt á jólun- um. Þessar einokunaraðgerðir eru svolítið sérstakar x ljósi þess að ef ég man rétt voru umræddir stórmarkaðir upphaflega á fót settir í nafni verslunarfrelsis og fleiri háleitra hugsjóna en meint einokun samvinnufélaga harðlega gagnrýnd. Þarna er að sjálfsögðu verið að níðast bæði á öðrum kaupmönnum og neytendum. An þess að ég ætli að gera kaupmönnum, hvort sem er smáum eða stóram, upp háleit- ar hugsjónir þá hlýtur það að vera vilji hvers faktors að uppfylla ósk- ir kaupandans, vonir og þrár. Því þætti mér gaman að vita hvernig jólasveinnin myndi taka á þessu máli. Þar sem ég er kominn í heift- arlegt jólaskap hef ég ekki brjóst í mér til að krefjast rasphúsvistar hjá jólakettinum eða viðlíka refsinga. Samt sem áður þætti mér kartafla í skóinn algjört lágmark ef viðkomandi lofar því að gera þetta aldrei aftur. Oska ég síðan þeim og öðram landsmönnum gleðilegra jóla. Gísli Einarsson, lögfræSilegur ráðunautur jólasveinsins. Umdeildar hraðaliindr- anir fjarlægðar Hasar á heimasíðu Akraneskaupstaðar Einn bréjritari leggur til að í nœstu útgáfu afþessum hindrunum vari athugandi að hafa öfluga gadda upp úr þeim til að tryggja betri árangur og bœtta umferðarmenningu á Akranesi. Mynd: K.K Fyrir skemmstu var komið fyrir hraðahindranum á Skagabraut og Suðurgötu á Akranesi. Er hér um nýja gerð af hindnm er að ræða sem ekki hefur verið notuð áður á Skaga og hefur hxin vakið blendin við- brögð. A heimasíðu Akraneskaup- staðar hefur verið fjörleg umræða um hindranimar og þeir sem hafa hafið upp raust sína um þær era flestir andvígir þeim. Þegar gripið er niður í umsagnir vegfarenda má m.a. lesa eftirfarandi: Fyrr má nú rota en dauðrota "Það mátti alveg gera ráðstafanir til að minnka hraðann á Skagabraut og Suðurgötu. En fyrr má nú rota en dauðrota. Það hefði mátt gera það öðruvísi en með stórhættuleg- um hraðahindrunum. Ein leiðin til dæmis er að þeir aðilar sem sjái um umferðarmerkingar í bænum færu að sinna skyldum sínum. Veit ein- hver t.d. hvað era mörg merki irm- an bæjarmarka Akraness sem sýna leyfilegan hámarkshraða?" Löggan hætti að glápa á sjónvarpið "Ég bý á Skagabrautinni og mér finnst það allt í lagi að setja hraða- hindran en það er þá allt í lagi að setja eðlilega hindran, þessar era stórhættulegar og alveg fáránlegar. (...) löggan ætti að hætta að glápa á sjónvarpið og fara að gera eitthvað af því sem þeim er borgað fyrir og þá þyrfd ekkert að vera að troða þessum hindranum á götima svo að bílariúr skemmist.“ Akranes tilraunasvæði fyrir hraðahindranir? "Það er engu líkara að en að Akranes sé orðið eitthvert tilrauna- svæði fyrir hraðahindranir. Af hverju er ekki hægt að koma með einhverja eina staðlaða stærð af þessum hindrunum? Persónulega er ég á móti hraðahindrunum á svona stöðum því það er víst nóg af gaml- ingjum og iðjuleysingjum sem draga rúður umferðahraðan hér í bæ. (...) Umferðarhraði verður ekki leystur með því að drita einhverjum hólum og bingjum út um allan bæ lesandi góður. Fylgist þið bara með því hvernig meintir ökumðingar aka að og frá þessum fyrirbæram. Ef þessi vitleysa heldur áffam verður fólk víðsvegar um bæirrn farið að panta hraðahindranir á heimasíðu Akra- neskaupstaðar eins og nammi..." Hreint tækniundur "Eruð þið eitthvað að klikka? Við mtmurn flest eftir því þegar götur Bæjarins voru lélegir moldartroðn- ingar, oftast ófærir öllum venjuleg- um ökutækjum vegna þess hve holóttir þeir vora og pollóttir í rigningu. Þetta ástand á götum bæj- arins þótti ekki gott á sínum tíma, en hafði þó þarrn stóra kost að ekki þurftí að gera sérstakar hraðahindr- anir með ærnum kostnaði. Með þetta í huga þá er núverandi bæjar- stjórn nokkram áratugum of seint á ferðinni og sér nú sárlega efrir því að gerðar voru (sennilega vegna skammsýrú og mistaka) þokkalega færar götur í bænum og til að end- urheimta þessa gömlu sælutíð þegar allt var ófært er nú sett hver hraða- hindmnin eftír aðra á ólíklegustu stöðum og í þessari viðleitni bæjar- stjórnar tíl að endurheimta gömlu góðu dagana (þegar enginn komst neitt nema gangandi eða ríðandi) er beitt ótrúlega fullkominni tækni og þessar nýjustu era að mínum dómi hreint tækniundur tíl þess ætlaðar að hreinsa allt dótið undan bílum þeirra sem asnast til að skipta í arm- an eða þriðja gír en í næsm útgáfu væri athugandi að hafa öfluga gadda upp úr þeim, tíl að tryggja betri ár- angur og bætta umferðarmeimingu í bænum. Með áframhaldandi fram- kvæmdum á þessu sviði ætti með tímanum að skapast hin besta að- staða fyrir torfærakeppni á heims- mælikvarða sem leiddi af sér stór- aukinn ferðamannastraum í bæinn, sem að sjálfsögðu er hið besta mál. Og hvaða máli skiptír þá þó að einn og einn heimamaður hreinsi draslið undan draslunni sinni á þessari nýju og fullkomnu torfærubraut sem gatnakerfi bæjarins er orðið?" Svör bæjarstjóra I tveimur svarbréfúm Gísla Gísla- sonar má ennffemur lesa eftírfar- andi: "Alltaf má velta vöngum um hvar skuli setja hindranir og hvernig eigi að útfæra þær. Nú geram við tíl- raun á Skagabraut og Suðurgötu með hindranir sem unnt er að fjar- lægja og setja annars staðar ef á- stæða er tíl. Það verður að sjálfsögðu að reyna hlutína og meta svo gildi þeirra. A Skagabraut og Suðurgötu hefur ítrekað verið óskað eftir hindrunum og við viljum mæta þeim óskum með þessari nettu út- færslu." I bréfi bæjarstjóra sem var ritað á þriðjudag kemur ffam að hindran- irnar á Skagabrautinni verði fjar- lægðar miðvikudaginn 19. desem- ber en hraðahindraninni á Suður- götu muni leyft að vera að svo komnu máli. I niðurlagi bréfsins segir: "Hitt er annað að ekki eram við einir á Skag- anum um að setja upp hraðahindr- anir - þær má sjá í öllum gerðum og stærðum í bæjum um allt land - og reyndar um allan heim. En vissulega verða svona aðgerðir að vera í sátt við íbúana og ef svo er ekki þá er bara að lagfæra það sem betur má fara." K.K. Orkuveita Reykjavíkur sf Lög um stofnun sameignar- fyrirtækis um Orkuveitu Reykja- víkur voru samþykkt á Alþingi 14. desember 2001. Aðilar að þessu nýja orkufyrirtæki eru Reykjavíkurborg, Akraneskaup- staður, Haffiarfjarðarbær, Borg- arbyggð, Garðabær og Borgar- fjarðarsveit. Fulltrúi Akraneskaupstaðar í Orkuveitunni verður Sveinn Kristinsson GE Mesti afli HB frá upphafi Heildarafli skipa Haraldar Böðvarssonar á yfirstandandi ári stefnir í að verða um 155.000 tonn, sem er mesti afli í 95 ára sögu fyrirtækisins, þar af verður afli uppsjávarfiska í kringum 140.000 tonn. Hagnaður Haraldar Böðvars- sonar hf. fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (framlegð eða EBITDA) á árinu 2001 mun verða um 1.100 milljónir kr. Líkur eru á að veltufé frá rekstri allt árið 2001 nemi um 750 milljónum króna. Þessi já- kvæða framlegð og aukið veltu- fé frá rekstri kemur til vegna á- hrifa af ýmsum áherslubreyt- ingum í rekstri sem gripið hef- ur verið til á undanförnum misserum, en einnig vegna gengissigs íslensku krónunnar og hækkandi afurðaverða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Ahrif gengissigs íslensku krónunnar á fjár- magnsliði fyrirtækisins verða þó til þess að nokkurt tap verð- ur af starfseminni á árinu 2001. Rekstraráætlun fyrirtækisins fyrir árið 2002 gerir ráð fyrir því að áframhaldandi góð ffam- legð verði af rekstrinum á því ári. Ólafsvík Jólahald mun litast af sorg Jólahaldið í Olafsvík verður óhjákvæmilega litað af þeirri sorg sem íbúar eru slegnir í kjölfar hörmungana þegar Svanborg SH fórst," segir Ósk- ar Hafsteinn Óskarsson sóknar- prestur í Ólafsvík. Hann segir að síðustu dagar hafi verið íbú- unum þungir í skauti en fólk reyni að hlúa hvert að öðru og styrkja hvort annað á þessum erfiðum stundum. Hefur skemmtanahaldi flestu verið af- lýst að undanförnu en á laugar- daginn nk. mun útför Eyþórs Garðarssonar, sem fórst með Svanborgu SH, fara fram. Söfnun til styrktar aðstand- endum sjómannanna sem lentu í hörmungunum mun vera í burðarliðnum. Smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.