Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUÐAGUR 20. ÐESEMBER 2001 Vemdaráætlun Breiðafjarðar Göfixg markmið Á þriðjudaginn sl. var í ráðhúsinu í Stykkishólmi kynnt verndaráætlun Breiðafjarðar 2001-2004 sem gefin var út í októbermánuði sl., en hún er unnin á vegum Breiðafjarðar- nefndar í samræmi við lög um vernd Breiðafjarðar og staðfest af umhverfisráðherra. Kynningin sl. þriðjudag hófst með því að Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, hélt ávarp en síðan kynnti Friðjón Þórðarson, formað- ur Breiðafjarðarnefndar, fyrir fund- armönnum verndaráætlun Breiða- fjarðar til næstu fimm ára. Síðan voru kaffiveitingar í boði ráðherra. Á vordögum 1995 voru lög sett á Alþingi um vernd Breiðafjarðar sem taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins sem markast af línu dreginni frá Ytranesi á Barðaströnd við fjörðinn norðan- verðan í Flagadrápssker um Odd- bjarnarsker, Stagley og Höskuldsey í Vallabjarg að sunnanverðu. Það var Guðríður Þorvarðardótt- ir, landffæðingur, sem vann vernd- aráætlunina sem kynnt var sl. þriðjudag en henni er skipt upp í þrjá megin hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um almenna lýsingu á stað- háttum, annar hlutinn um ástand og markmið og þriðji hlutinn er einskonar framkvæmdaáætlun eða öllu heldur óskalisti nefndarinnar um æskilegar framkvæmdir á næstu fimm árum. Breiðarfjarðarnefnd hefur þó ekki gert tillögur um for- gangsröðun verkefna, en það stafar m.a. af því að fimm ára skipunar- tíma núverandi nefhdar lýkur í lok desember 1999 og eins því að fjár- framlög til nefndarinnar eru ákveð- in til eins árs í senn. Helstu markmið vemdaráætlunar Breiðafjarðar em að tryggja varð- veislu náttúmminja og menning- arminja. Einnig að stuðla að því að land- og sjávarnytjar verði í anda sjálfbærrar þrótmar, að stuðla að rannsóknum á náttúm Breiðafjarð- ar og koma á skipulagðri vöktun, að stuðla að rannsóknum á menning- arminjum og lýðfræði Breiðafjarðar fyrr og nú, að útdvist og ferða- mennska á Breiðafirði séu í anda sjálfbærrar þróunnar og að um- hverfisfræðslu um Breiðafjörð og túlkun á umhverfinu. Breiðafjarðarnefnd er skipuð fulltrúum sem tílnefndir em af við- komandi stofnunum, sýslum eða héraðsnefndum og er starfstími nefndarinnar fjögur ár í senn. Full- trúarnir era annars eftírtaldir: Sig- urður Þórólfsson, fulltrúi Héraðs- nefhdar Dalasýslu, Jóhannes Gísla- son, fulltrúi Austur-Barðastranda- sýslu, Þórólfur Halldórsson, fulltrúi Vestur-Barðastrandasýslu, Magnús Sigurðsson, minjavörður Vesmr- lands og Vestfjarða sem fulltrúi Snæfellinga, Ævar Petersen, full- trúi Náttúmrfræðistofnunar íslands og náttúrustofu Vesmrlands og Vestfjarða og loks Ásgeir Gunnar Jónsson sem fulltrúi þjóðminjaráðs. Ráðherraskipaður formaður er Friðjón Þórðarson. I fyrsm var rit- ari nefhdarinnar Sigmundur Ein- arsson, þá Sigríður Stefánsdóttir en núverandi ritari er Sigríður Elís- dóttir. smh Breiðafjarðamefndin með Siv Friiíleifsdóttur, umhverfisráðherra. Umhverfisráðherra flutti ávarp í upphafi kynningarfundsarins á vemdaráætlun Breiða- fjarðar 2001-2004. Myndir: Stykkishólmpósturinn Friðjón Þórðarson, formaður Breiðajjarðamefndarinnar, kynnti vemdaráœtlun nefndar- innarfyrir næstufimm árin. Heitt í kolunum á fundi VLFA Vantrauststillaga á meirihluta stjómar samþykkt Ríkislögreglustjóra falið að heíja opinbera rannsókn á fjármálum félagsins Framhaldsaðalfundur Verkalýðs- félags Akraness var haldinn síðast- liðinn fimmmdag en aðalfundi var slitið þann 4. desember eftír fjög- urra tíma fundarsetu gesta og mikil læti en eins og lesendum Skessu- horns ætti að vera orðið kunnugt hefur staðið deila á milli meirihluta stjómarinnar og Vilhjálms Birgis- sonar, stjómarmanns, í á annað ár. Frávísunartillaga á vantrauststillögu I upphafi fundar hófst stjómin handa við að klára venjuleg aðal- fundarstörf en í kolunum himaði að nýju þegar komið var að liðnum "önnur mál". Þá bar Vilhjálmur fram vantrauststillögu á meirihluta stjómarinnar þar sem hann lagði til að framhaldsaðalfundurinn lýsti yfir óánægju með störf stjómarinn- ar og lýsti yfir vantrausti á meiri- hluta hennar. Ekki var gengið til at- kvæðagreiðslu um tillöguna strax þar sem einn stjórnarmanna, Jón Jónsson, kom með frávísunartillögu á vantrauststillögu Vilhjálms. Gengið var til atkvæða um hana og vom 28 fylgjandi, 28 andvígir, 4 seðlar vom auðir og 1 ógildur. Til- lagan var því felld á jöfnum atkvæð- um. Fjármálum vísað til opinberrar rannsöknar Áður en tími gafst til að greiða atkvæði um vantrauststillögu Vil- hjálms lagði meirihluti stjórnar fram tillögu þess efnis að stjórn fé- lagsins yrði falið að fara fram á það við ríkislögreglustjóra að hann myndi hefja opinbera rannsókn á fjármálum félagsins. Var tillagan undirrimð af öllum meðlimum stjórnarinnar sem fundinn sám nema Vilhjálmi. Sagðist stjórnin vera orðin langþreytt á þessu máli og að þetta virtist vera eina leiðin til þess að komast til boms í málinu. Vantrausti lýst á meirihluta stjómar Þar sem vantrauststíllagan kom fram á undan var ákveðið að hún skyldi afgreidd fyrst og gengið var til leynilegrar atkvæðagreiðslu. Það er skemmst frá því að segja að til- lagan var samþykkt með 30 atkvæð- um gegn 26. Fjórir seðlar vom auð- ir. Að því loknu samþykkti stór meirihluti fundargesta að fela ríkis- lögreglustjóra að hefja opinbera rannsókn en sú tillaga var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 12. Formaður fagnar niðurstöðum Þegar fundi var slitið eftir fjög- urra klukkusmnda sem sagðist Hervar fagna því að fólk hefði sam- þykkt tillögu stjórnarinnar þótt hann viðurkenndi að hann hefði ekki trú á því að deilan myndi leys- ast við það. Hann sagðist jafnframt ætla að taka sér góðan tíma í að í- huga hvernig hann myndi bregðast við vantrauststillögunni og hvatti aðra stjórnarmenn til þess að gera slíkt hið sama. Menn þreyttir á deilunum Aðalfundur VLFA stóð því sam- anlagt í rúmar átta klukkustundir og heyra mátti á fundargestum að flestir vom þeir orðnir langþreyttir á deilunni. Margir þeirra sem stigu í ponm gám þess að félaginu og stjórn þess væri nær að eyða tíma sínum og orku í að vinna að mál- efhum félagsins heldur en í þvarg og þras.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.