Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 ^kUsunuL.: Mikil skáldsaga um merka konu Steinunn Jóhannesdóttir og Reisubók Guðríðar Steinunn Jóhannesdóttir las úr Reisubók Guðríöar í Kirkjuhvoli. Mynd: K.K. Árið 1627 voru 400 íslendingar fluttir nauðugir suður um höf til þrældóms í Barbaríinu. I hópnum var ung sjómannskona og móðir úr Vestmannaeyjum, Guðríður Símon- ardóttir, Tyrkja-Gudda sem svo var kölluð sem átti efdr að heilla Hall- grím okkar Pétursson upp úr skón- um í Kaupmannahöfn eftir herleið- inguna niður til Alsír. Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur hefur undanfarin sex ár lagst í viðamiklar rannsóknir og ferðalög um slóðir Guðríðar og affaksturinn er mikið skáldverk: Reisubók Guðríðar Sím- onardóttur. Við ritun sögunnar hef- ur hún dvalið víða og meðal annars í Snorrastofú í Reykholti en hún segir að dvöl sín þar á liðnu vori hafi haft mikla þýðingu fyrir sig og segir Borgfirðinga mega vera stolta af því að geta boðið rithöfundum og fræðimönnum upp á jafn ágæta að- stöðu. Síðastliðinn sunnudag hélt Steimmn Jóhannesdóttir á gamlar heimaslóðir og las fyrir Skagamenn úr þessari nýútkomnu bók sinni á aðventustund í Kirkjuhvoli. Blaða- maður Skessuhorns notaði tækifær- ið til að ræða við Steinunni um verkið. Ókannaðar hliðar Tyrkjaránsins Kveikjan að Reisubók Guðríðar Símonardóttur er leikritið Heimur Guðríðar sem Steinunn samdi og var frumsýnt 1995 og blaðamaður spyr hvort það hafi verið rökrétt ffamhald að setja saman „sögulega skáldsögu“ eftir leikritið um Guð- ríði? ,Já,“ svarar Steinunn að bragði. „Leikritið Heimur Guðríðar er lífs- uppgjör gamallar konu sem bíður dauðans, tilraun hennar til að sætt- ast við örlög sín. Þar er Tyrkjaránið auðvitað hrikalegast af öllu sem hún lenti í. En í stuttu leikriti er ekki tmnt að gera meira en tæpa á svo mörgu sem skiptir máli til þess að öðlast dýpri skilning á sögulegu samhengi þess atburðar og afleið- ingum hans fýrir fórnarlömbin.“ Steinunn segir að mörgum spurn- ingum sé ósvarað um líf fólksins í á- nauðinni í Alsír, og þá einkum kvennanna. „Það var svo lítið vitað um hina löngu ferð leysingjahópsins heim. Islenskir sagnfræðingar hafa nær ekkert kannað þessar hliðar Tyrkjaránsins enn sem komið er. Við eigum heimildir um hverjir voru áfangastaðir leysingjanna á leiðinni norður Evrópu, vitum að fólkinu þótti Marseille veglegur staður, líka Toulouse, Bordeaux og Amsterdam og gott ef ekki Glúckstadt þar sem leysingjarnir hittu þann fræga kóng Kristján IV., en mikið annað var ekki vitað. Eg var ákaflega forvitin um þessa ferð og algjörlega sannfærð um að hún hefði haft mikil áhrif á Guðríði og ferðafélaga hennar. Nútíma Islend- ingar vita hve menntandi það er að dvelja meðal framandi þjóða og ferðast um ókunn lönd. A sautjándu öld voru ferðalög fátíð meðal al- mennings, einkum meðal kvenna, það voru helst sjómenn og kaup- menn, námsmenn og embættis- menn sem fóru á milli landa. Karlar áttu það til að rita reisubækur ef þeir höfðu verið meðal framandi þjóða. Við eigum Reisubók Jóns Indíafara og Reisubók séra Olafs Egilssonar, sem var einn þeirra sem lenti í 'I'yrkjaráninu. En til þess var ekki ætlast að konur skrifuðu reisubækur. Guðríður átti meira en nóg efni í reisubók en það þurftí að líða hálf fjórða öld áður en einhver tæki að sér að rita hana. Þessi einhver varð ég.“ Er það ekki létt geggjun að leggja í svona verk? „Ekki geggjun kannski, en maður verður að vera haldinn brennandi á- huga og ástríðu. Og hafa úthald. Og góðan bakhjarl, því þetta var tíma- frekt og dýrt tiltæki." Skáldið firjálsast þar sem heimildimar em minnstar Hvar eru mörkin á milli skáld- skapar og sagnfræði í þessu verki? Hvar kom skáldskapurinn mest að notum? „Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur er fýrst og fremst skáldverk en að baki því liggur mikil heimilda- könnun og ferðalög á allar sögu- slóðir. Eg reyndi að verða sem best að mér um sögusviðið, staðhættí, hugmyndaheim fólksins, siðina, trú- arbrögðin og svo framvegis, og ég nýtti mér allt sem ég fann um sögu- hetju mína og aðrar persónur sem koma við sögu. I flestum tílfellum hef ég þó lítið meira en nöfn fólks- ins og verðgildi þess þegar það var leyst út og svo nokkra vitnisburði úr bréfum og fýrrnefndri Reisubók séra Olafs og annað smælki. Þannig að persónusköpunin er öll á mína á- byrgð og innbyrðis samskipti fólks- ins. Þar sem heimildirnar eru minnstar, eins og um heimreisuna er skáldið í mér frjálsast." Nú er þessi bók búin að vera þitt líf árum saman ef svo má að orði komast. Ertu ekki dálítið hrædd þegar þú lætur hana ffá þér núna? „Nei, nei, ekki svo. Hún virðist ætla að spjara sig á blessuðum jóla- markaðnum sem spennandi lesning, fýrsta prentun er uppseld. En auð- vitað skiptir ekki síður máli að rann- sóknavinna mín verði metin og bók- in öðlist lengra líf. Sverrir Kristjáns- son, sagnfræðingur orðaði það svo í formála að Reisubók Ólafs Egils- sonar að fýrir flest af fólkinu sem lenti í 'Iýrkjaráninu hafi aldrei kom- ið manngjöld. Eg hef hugleitt þessa semingu og fundist að það mætti ekki minna vera en reynt væri að skrifa sögu þess.“ Flestír hafa á tílfinningunni að Guðríður hafi staðið í skugga bónda síns. Hallgrím P. þekkja allir en Tyrkja-Gudda er oftast nefnd í sögutímum í tengslum við Týrkjaránið. I bókmenntatímum er það oftar en ekki aldursmunurinn og ástarævintýrið í Kaupmanna- höfn. Þegar þú lítur til baka núna: Hvemig konu sérðu? „Hallgrímur Pétursson var nátt- úrluega afburðamaður og flestir samtímamenn hans standa í skugga hans. Konan sem hann kaus sér hef- ur goldið fáfræði þjóðarinnar og sætt fordómum. Eg sé hana fýrir mér sem unga móður sem lenti í miklum áföllum sem voru við það að buga hana, en hún reyndist seig og úthaldsgóð og fær um að ráða fram úr erfiðleikunum. Honum þótti hún áreiðanlega flott kona. Að öðm leyti vísa ég bara á Reisubók, þar birtist hún eins ég sé hana fýrir mér þegar hún heillaði Hallgrím fýrst.“ Hvar á að bera niður næst í landi skáldskaparins? „Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós,“ segir Steinunn Jó- hannesdóttir. Reisubók Guðríðar er mikið verk ogþykir með áhugaverðari skáldsögum ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.