Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001
^•jaaunuk.
Haraldur Líndal Haraldsson sveitarstjóri:
Telur að Goði hafi átt að fara í gjaldþrot
Sveitarstjórinn svarar ásökunum um að vera "ómerkilegur pappír”
Haraldur Líndal Haraldsson, sveitarstjóri DalabyggSar.
Fyrir um mánuði var hér í blaðinu
fjallað um málefni sauðfjárslátrunar í
Búðardal og samskipti Dalabyggðar
sem leigutaka sláturhússins og við-
semjenda sveitarfélagsins, sem eru
kaupfélögin á Egilsstöðum, Borgar-
nesi og Hvammstanga. I fréttinni
var greint frá ágreiningi samnings-
aðila um ákvæði í samningi þeirra,
einkum er snerust um sölu útflutn-
ingskjöts. Talsmaður kaupfélaganna,
Guðsteinn Einarsson kaupfélags-
stjóri í Borgarnesi var harðorður í
garð Haraldar Líndal Haraldssonar
sveitarstjóra og lætur í lok viðtalsins
hafa efdr sér: „Við vorum allir af
vilja gerðir að aðstoða Dalabændur
við að losna við sitt kjöt en það hef-
ur komið í ljós í þessum samskiptum
að Haraldur Líndal er einfaldlega
ekki merkilegur pappír.“ Svo mörg
voru þau orð. Haraldur Líndal hefúr
fram að þessu ekki svarað ummælum
Guðsteins Einarssonar opinberlega,
en vissulega voru þau hörð í hans
garð. Hann var spurður um við-
brögð sín.
„I þessu viðtali lætur Guðsteinn
hafa það eftir sér að ég fari með
fleipur í sömu frétt. Þessi ummæli
og sérstaklega þau sem vitnað er til
ætla ég ekki að svara en hinsvegar tel
ég að slík ummæli segi meira um
þann mann sem lætur þau frá sér,
heldur en þann sem hann telur sig
vera að lýsa. Hinsvegar vil ég gjam-
an gera efrúslega grein fyrir því máli
sem Guðsteinn er að fjalla um,“ seg-
ir Haraldur.
Snýst um
útflutningskjöt
„I fyrsta lagi er frá því að segja að
fyrir oklcur lá samkomulag um leigu
á sláturhúsum Goða þegar við kom-
um að málinu. I því samkomulagi er
m.a. ákvæði um að samningsaðilar
séu sammála um að standa saman að
sölu á kjöti á innanlandsmarkað og
einnig að standa saman að útflutn-
ingi vegna útflutningsskyldunnar. Á
milli kaupfélaganna og Dalabyggðar
var undirrituð sérstök yfirlýsing um
aðild okkar að samkomulaginu. I
þeirri yfirlýsingu er skýrt ákvæði um
að Dalabyggð verði óbundin að
samkomulagi sem kaupfélögin
höfðu gert sín á milli um fyrirkomu-
lag sölu kjöts á ixmanlandsmarkaði
úr haustslátrun, en að aðilar geti þó
haft samstarf um sölu vegna útflutn-
ings. Fyrirhuguðu samkomulagi
kaupfélaganna varðandi útflutoing
er lýst í samkomulagi þeirra. Sam-
starfið skyldi fara ffarn með skiptum
á kjöti þannig að það útfhitningshús
sem útvegaði kjöt til útflutnings
fengi greitt í formi kjöts á innan-
landsmarkað í sama gæða- og verð-
flokki. Þetta ákvæði var meginfor-
sendan fyrir því að við samþykktum
það gjald sem sett var upp fyrir húsa-
leigu en í okkar samkomulagi var
annað ákvæði um húsaleigu en kaup-
félögin voru með sín á milli. Heildar
húsaleigan gagnvart Kjötumboðinu
(Goða) var 7 5 milljónir króna, óháð
því hversu miklu væri slátrað í hús-
unum. Aftur á móti áætluðu kaupfé-
lögin að heildarfjöldi fjár sem slátrað
yrði næði 171 þúsund (sláturhúsin í
Búðardal, Borgarnesi, Hvamms-
tanga, Egilsstöðum og Hornafirði).
Húsaleigugjaldið átti að jafnast út á
milli þessara sláturhúsa í sama hlut-
falli og sláturmagnið, þannig að ef
heildarmagnið yrði minna, hækkaði
húsaleigan hjá þeim öllum burtséð
frá því hvort viðkomandi sláturhús
slátraði minna eða meira magni en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Við drógum
í efa að kaupfélagssláturhúsin gætu
náð því magni sem þau áætluðu. Við
vorum þ.a.l. ekki tilbúnir til að skrifa
uppá óútfylltan víxil hvað þetta varð-
ar. Það varð því að samkomulagi að
við borguðum fast gjald fyrir hvern
sláturgrip sem fór í gegnum okkar
hús. Það verð miðaðist við að heild-
armagnið yrði 171 þúsund fjár í öll-
um húsunum,“ segir Haraldur.
Eitthvað annað
en yfirboð
Hann heldur áffarn: „Þessar efa-
semdir okkar reyndust síðan réttar
þar sem heildarmagnið varð aðeins
156 þúsund fjár. Þau ummæli Guð-
steins að sláturmagnið hjá kaupfé-
lagshúsunum hafi orðið minna
vegna þess að við vorum með yfir-
boð á markaðinum vísa ég á bug. Af
þessum 5 sláturhúsum sem hér er
um að ræða stóðu þrjú kaupfélög að
slátrun í þremur húsum. Hjá þeim
var slátrað 24.207 færri gripum en á-
ætlað var. I hinum tveimur slátur-
húsunum þar sem kaupfélögin voru
ekki aðilar, þ.e.a.s. hjá Ferskum af-
urðum í Búðardal var áætluð slátrun
30 þúsund fjár en reyndist verða
4.999 umffam það. Og á Homafirði,
hjá Búbót félagi bænda sem annaðist
slátrun, var áætlað að slátra 18 þús-
und en niðurstaðan varð 4.695 um-
fram það. Þessi tvö sláturhús, sem
stóðu fyrir utan kaupfélögin, slátr-
uðu þannig tæplega 10 þúsund fleira
fé en áætlað var. Af þessu má ljóst
vera að eitthvað annað en yfirboð
réði því að minna var slátrað hjá
kaupfélagshúsunum en þau höfðu á-
ætlað. Það skyldi þó ekki vera að það
endurspeglaði viðhorf bænda til við-
komandi kaupfélaga?
Munum gera kröfu á
kaupfélögin
Muni kaupfélögin standa við þá
yfirlýsingu sína að leyfa okkur ekki
að hafa aðild að þessu samstarfi um
útflutning, mun falla til aukakostn-
aður sem við munum að sjálfsögðu
gera kröfu ril að þau greiði, með vís-
an til vanefnda á samningi þeim sem
deilt er um.
Goði betur í gjaldþrot
Aðspurður um hvaða áhrif
„Goðamálið" hefur á afkomu bænda
svarar Haraldur: „I ummælum Guð-
steins átelur hann Ferskar afúrðir
fyrir að hafa boðið hærra verð en
þeir til bænda. Það að verðið skuli
vera hærra hlýtur að vera fagnaðar-
efni fyrir bændur, aftur á móti lýsa
þessi ummæli ákveðnu viðhorfi til-
tekinna „Goða manna“. I allri um-
ræðunni um málefni Goða hafa
bændur og afkoma þeirra verið
aukaatriði. Eg skildi aldrei þá leigu-
fjárhæð sem samþykkt var að greiða
fyrir þessi sláturhús og tel að skyn-
samlegra hefði verið að hafa hana
lægri með það að markmiði að geta
greitt hærra verð til bænda eins og
gerðist í okkar trilfelli. Hvaða hags-
muni þama var verið að verja, treysti
ég mér ekki til að svara“, segir Har-
aldur.
Gæta annarra hagsmuna
En nú töldu menn sig vera að
verja hagsmuni bænda með aðgerð-
um varðandi Goðamálið? „Eg hef
látrið þá skoðun mína áður í ljós að
ég tel að Goði hafi átt að fara í gjald-
þrot og ég leyfi mér að fullyrða að
það hefði komið bændum betur.
Ekki hefur einungis verið um það að
ræða að greitt hefúr verið of hátt
leiguverð fyrir sláturhúsin heldur
hefur Goði verið að „dumpa“
inn á markaðinn núna í haust gömlu
kjöti á lágu verði sem hefur leitt til
þess að sala á nýju kjöti hefúr verið
lítil eða nánast engin. Það hefur
komið sér illa fyrir afurðastöðvar
sem hlýtur á endanum að koma nið-
ur á bændum. Á sama tíma em þeir
að brjóta á samningum um sölu á út-
flutningskjöti vegna s.l. árs. Þama er
ekki verið að gæta hagsmuna
bænda“, segir Haraldur.
Skoðum
áframhald slátrunar
Aðspurður um hvert hann telji
verða framhald slátrunar í Búðardal
svarar Haraldur því til að sveitar-
stjóm Dalabyggðar sé að vinna að
málinu. „Nú er sveitarstjóm að und-
irbúa möguleg kaup á sláturhúsinu í
Búðardal af Kjötumboðinu, með
það að markmiði að reka þar áffarn
slátrun og vinnslu," svo mörg vora
þau orð Haraldar Líndal Haralds-
sonar sveitarstjóra í Dalabyggð. For-
vitoilegt verður að fylgjast með lykt-
um þessa máls. MM
Sláturhúsið og kjötvinnslan í Búöardal.
Brekkubæjarskóli á Akranesi
Eineltismál til umræðu
Staðardagskrá 21 samþykkt á Akranesi
Mikilyægt og
stórt skref teldð
Bæjarráð samþykkti á síðasta
fundi sínum aðild að Olafsvíkuryf-
irlýsingunni og samþykkir einnig
Staðardagskrá 21. Að sögn Hrafú-
kels Proppé umhverfisfulltrúa er
Akránes þar með komið í hóp
þeirra sveitarfélaga sem hafa sam-
þykkt Staðardagskrána. "Að þessu
höfum við alltaf stefút og nú höfum
við náð mikilvægum áfanga á leið
okkar til sjálfbærrar þróunar.
Stöðumatið liggur fyrir og mark-
miðslýsing og sett hefur verið sam-
an framkvæmdaáætlun. Ætli megi
ekki orða það svo að samfélagið hér
hafi fengið grænt ljós á að halda ó-
trautt áfram. Mikilvægt og stórt
skref hefur verið tekið sem ég fagna
mjög," sagði Hrafúkell Proppé.
KK
Samkæmt Helgu Gunnarsdótt-
ur, menningar- og skólafulltrúa
Akraneskaupstaðar, hefur einelti
lengi verið vandamál í grannskól-
um og því var fyrir nokkrum árum
komið því skipulagi á, í íþróttahús-
inu að Vesturgötu, að starfsmenn
sinntu eftirliti í búningsklefum þar
sem börnin eru berskjölduð. Á
skipulagsdegi í Brekkubæjarskóla
þann 27. nóvember vora eineltís-
mál m.a. á dagskrá. Alyktaði starfs-
mannafúndur af því tilefni að
starfsfólk íþróttahússins að Vestur-
götu væri of fáliðað til að geta
sinnt eftírliti í búningsklefum. I
kjölfarið var bréf frá starfsfólki
Brekkubæjarskóla sent bæjarráði
og það svo tekið fyrir á fundi þess
þann 29. nóvember sl. Var sam-
þykkt á fundinum að boða menn-
ingar- og skólafúlltrúa Akranes-
kaupstaðar, Helgu Gunnarsdóttur,
Inga Steinar Gunnlaugsson, skóla-
stjóra Brekkubæjarskóla, og Hörð
Jóhannesson, rekstrarstjóra í-
þróttahússins, til fundar við bæjar-
ráð varðandi eineltismál í Brekku-
bæjarskóla og gæslu í búningsklef-
um í íþróttahúsinu Vesturgötu.
Var viðræðuaðilum falið að taka
málið til skoðunar og kanna leiðir
til úrlausnar. Að sögn Helgu hafa
engar niðurstöður fengist enn úr
þeim viðræðum.
smh