Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 33
SKgSSIiliöBKl FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 33 Viðbragðsaðilar á Akranesi undir eitt þak Björgunarfélag Akraness og Rauðakrossdeildin á Akranesi hafa sent bæjarráði Akraness bréf þar sem kynntar eru hugmyndir um að byggja sameiginlegt hús fyrir Slökkvilið Akraness, Björgunar- félagið og Rauðakrossdeildina. Bæjarráð hefur tekið jákvætt í erindið en telur nauðsynlegt að fyrir liggi nánari upplýsingar um kostnaðarhlið málsins áður en ákvörðun verður tekin um málið. Að sögn Hannesar Fr. Sigurðssonar hjá Björgunarfélagi Akraness kom þessi hugmynd upp á borðið í tengslum við leit að lausn í húsnæðismálum félagsins. "Ekki hafa verið sett nein strik á pappír enn sem komið er enda einungis verið að kanna möguleika á hugsanlegu samstarfi þessara aðila í húsnæðismálum. Við þurfum að byggja yfir starfsemi okkar og þessi hugmynd að slá þarna þrjár flugur í einu höggi og byggja yfir alla viðbragðsaðila í bænum er hluti af því sem er verið að skoða. Að setja viðbragðsaðilana þrjá undir eitt þak finnst okkur mjög forvitnilegur möguleiki," sagði Hannes. Málefni Slökkviliðsins á Akranesi hafa verið mikið til umræðu undanfarið og þar á meðal hefur verið bent á nauðsyn þess að bæta úr húsnæðismálum þess. "Farið verður í að kanna rýmisþörf og hugsanlega þármögnun á næstunni en enn sem komið er hefur lítið verið rætt um hvar slík bygging yrði staðsett ef af verður," sagði Hannes Fr. Sigurðsson. K.K. Meiri metnaður - magnaðri nemendur Þróunarverkeftii í Grundaskóla á Akranesi Um þessar mundir er unnið að athyglisverðu þróunarverkefni á unglingastiginu í Grundaskóla á Akranesi. Verkefnið er undir kjörorðinu : Meiri metnaður - magnaðri nemendur. Markmiðið með verkefninu er að útbúa verkefhi fyrir nemendur sem ekki fá nægilega ögrandi verkefni í daglegu starfi. Einnig er ætlunin að auka faglegt samstarf umsjónarkennara á mismunandi aldursstigum og í ólíkum námsgreinum. Undirbúningsnefnd stjórnar verkefninu en í henni eiga sæti Steinunn Guðmundsdóttir, Laufey Karlsdóttir, Einar Viðarsson, Sigurður Arnar Sigurðsson, Hjördís Hjartardóttir og Erna Guðlaugsdóttir. Fjölbreytt verkefni I hópnum sem taka þátt í verkefninu í Grundaskóla eru 14 nemendur úr 9. og 10. bekk, 8 stúlkur og 7 piltar. Að sögn Hjördísar Hjartardóttur kennara fara nemendurnir í heimsóknir í stóriðjuna hér í nágrenninu Sementsverksmiðjuna, Járnblendi- verksmiðjuna og Norðurál og kynna sér starfsemina þar. ”í fyrstu heimsókn er aðeins um kynningu að ræða en síðan er ætlunin að kafa dýpra og vinna að einstökum verkefnum sem tengjast fyrirtækjunum. Meðal verkefna sem ætlunin er að leysa eru til dæmis hvaða hráefni er notað, hvaðan kemur það, hvernig fer vinnslan fram, hvert fara afurðirnar, í hvað eru afurðimar notaðar og svo framvegis og því koma greinar eins og samfélagsfræði, náttúrufræði og efnafræði við sögu," segir Hjördís. Að sögn hennar hafa nemendur fengið mjög góðar viðtökur. Hvatt til sjálfstæðra vinnubragða Hjördís segir nemendurna þurfa að glíma við margar ólíkar spurningar í framhaldinu svo sem eins og hver sé umhverfisstefna fyrirtækisins. "Þeir þurfa að leita svara við spurningum eins og hvaða efni eru hættulegust? Hvernig fer umhverfisvökmn fram? Hver em samfélagsleg áhrif svona verksmiðju, t.d áhrif á fólksfjölda, starfsmenn, sögu Akraness og fleira. Stóriðja og raforkunotkun em fyrirferðarmikil umræðuefni og því má spyrja af hverju sé talað um virkjun og stóriðju í einu og sama orðinu?" Nemendur hittast að jaíhaði einu sinni í viku og segir Hjördís þetta vera hreina viðbót við smndaskrá þeirra. Kennslumagnið er áætlað 40-50 kennslustundir. Smndum fer kennslan fram á venjulegum skólatíma en stundum seinni part eða um helgar. "Fyrst var farið í hópeflisútilegu en síðan farin kynnisferð í Norðurál á Grundartanga. Lokaskil nemenda felast í að þeir kynna verkefnið fyrir kennuram, foreldmm, fulltrúum fyrirtækjanna og ýmsum öðrum aðilum sem tengjast verkefninu. Við ætlumst til sjálfstæðra vinnubragða af nemendum, þeir þurfa að afla sér upplýsinga á vettvangi, í gegnum netið, dagblöð, tímarit og aðra fjölmiðla, úr bókum og fyrirlestrum. Kennarinn er svona meira í verkstjórahlutverki, hann sér ekki um beina miðlun upplýsinga en leiðir nemendurna í gegnum verkið," segir Hjördís Hjartardóttir kennari. K.K. Kolbeinsstaðahreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Yfir 4.000 myndir 5 Verö: 15.000,- kr. (báðar bœkurnar) | 9.000,- kr. (ein bók) z g | Upplýsingar og pantanir í síma 565 4282 Q Reynir Ingibjartsson 'ASON hdl. og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Kjartansgata 12, Borgarnesi. Einbýlishús 114 ferm. og 44 ferm. bflskúr. Forstofa flísalögð, stofa og hol (gangur) parketlagt. 4 parketlögð herb. skápar í 3 herb. Eldhús parketlagt, ljós viðarinnr. Baðherb. dúklagt, ljós viðarinnr., kerlaug/sturta. Þvottahús flísalagt. Geymsla. Húsið stendur á góðum stað með stórum garði. Verð: 12.500.000. Þórólfsgata 12A, Borgarnesi. íbúð 96 ferm. á efstu hæð í þríbýlishúsi og 37 ferm. bflskúr. Forstofa og stigi teppalagt. Stofa og gangur parketlagt. Spónaparket á eldhúsi, brún viðarinnr. 4 parketlögð herb., skápar í 2 herb. Baðherb. flísalagt, kerlaug. Geymslur í risi og sérgeymsla á neðri hæð. Sameiginl. þvottahús. Verð: 10.000.000. Er rekstrarvandi aö hrjá fyrirtæki þitt og/eöa er breytinga þörf? Veiti alhliða þjónustu á sviði rekstrarráðgjafar m.a.: * markaðssetning * áætlanagerð * fjármálaráðgjöf Tímavinna eöa föst verðtilboð. Starfssvæði allt SV-hornið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.