Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 41
SBjíSSUiiöiai'í FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 41 Slok veiði annað anð 1 roð Samantekt veiðimálastoínunar um laxveiði á Vesturlandi 2001 Vesturland er sá landshluti sem geymir flestar laxveiðiár á Islandi. Arið 2000 var þannig skráð laxveiði í 37 vatnakerfi í þessum landshluta og algengt er að um 40% veiddra laxa í stangaveiði hverju sinni, komi úr vestlensku ánum. Veiðimála- stofnun hefur umsjón með skrán- ingu og samantekt veiðiskýrslna. Veiðin í ánum er oft notuð til að meta verðgildi veiðivatna og eru lagðar til grundvallar við fiskirann- sóknir og til að meta árangur af ræktun. I heild má því segja að slíkt skýrsluhald sé mjög mikilvægt varð- andi nýtingu, verndun og viðhald þeirrar auðlindar sem felst í veiðum á laxi og silungi. Hér er ætlunin að gera grein fýrir veiðinni á Vestur- landi sumarið 2001 með hliðsjón af veiði liðinna ára. I sumum tilfell- um er stuðst við bráðabirgðatölur sem kunna að breytast þegar að unnið hefur verið endanlega úr skýrslum. Laxveiðin 2001 Áætlað er að um 10.700 laxar hafi veiðst á stöng í ám á Vesturlandi árið 2001 (tafla 1). Flestir laxar komu á land úr Langá á Mýrum alls 1407 laxar, en skammt á eftir komu Norðurá með 1337 laxa og vatna- svæði Þverár (Þverá, Kjarrá og Lida Þverá) með 1204 laxa. Þá komu 960 laxar á land úr Laxá í Leirár- sveit og 957 úr Grímsá í Borgar- firði. Ar á Vesturlandi voru fýrir- ferðarmiklar í veiðinni á landsvísu, en þar var Langá í öðru sæti á eftir Laxveiðin á Vesturlandi varð fremur slök annað árið í röð, en þó reyndist í heild um 4% bati frá ár- inu 2000. Veiðin batnaði í nokkrum ám og ber þar veiðibatann í Langá hæst, en þar jókst veiðin um 350 á milli ára. I Dalasýslu varð mikill veiðibati á milli ára. Haukadalsá og Laxá í Dölum komu vel út, en einnig má minnast á Miðá, Fáskrúð og Búðardalsá. Góð Rangánum, Norðurá f því þriðja, Þverá varð í fimmta sæti og Grímsá og Laxá í því níunda og tíunda. Langá varð hins vegar efst af ám með sjálfbæra veiði, en sem kunn- ugt er byggist veiði í Rangánum að stærstum hluta á sleppingum sjó- gönguseiða. veiði var einnig í Flókadalsá í Borg- arfirði og Hítará á Mýrum. Ymsir þættir hafa áhrif á laxveið- ar hverju sinni. Mikið vatnsleysi og þurrkar hrjáðu veiðimenn svo vik- um skipti síðastliðið sumar og hafði án efa þau áhrif að minna kom upp úr sumum ánum en efni stóðu til. Einnig geta breytingar á veiðifyrir- komulagi haft veruleg áhrif. Síð- ustu árin hefur borið á þeirri þróun að fluguveiðar eru að taka við af maðkveiði. Þannig var maðkveiði nú ekki leyfð í Kjarrá og þá var ekk- ert svokallað maðkaholl í Norðurá. I Flekkudalsá var sama uppi á ten- ingnum, en þar er nú eingöngu veitt á flugu. Slíkar breytingar geta haft einhver áhrif á veiðitölur í við- komandi ám. Þróun laxveiða Mikill breytileiki er í laxgengd á milli ára í íslenskum veiðiám. Sveiflur í laxgengd eru sýnu meiri í ám norðanlands, en í ám á Suður - og Vesturlandi. Árin 1986 til 2000 er meðalveiðin á stöng á Vestur- landi 13.205 laxar. Á þessu árabili hefur veiðin orðið minnst 10.294 laxar árið 2000, en mest 18.235 árið 1988n (1. mynd). Veiðin árið 2001 varð því um 19% undir meðaltali þessa tímabils. Laxagöngur hverju sinni eru háð- ar seiðagöngum úr ánum einu og tveimur árum fyrr og endurheimt- um þeirra úr sjó. Veiðin hverju sinni er svo háð sókninni, skilyrð- um til veiða, vatnsrennsli, veðurfari auk breytinga á stofnsstærð. Sumir telja að laxagengd fari ört minnkandi í íslenskar veiðiár og að þær séu sumar hverjar ofveiddar og að það sé ástæðan fyrir minnkandi laxgengd og afla. Hins vegar eru og verða ætíð sveiflur í laxgengd sem og gerist í öðrum dýrastofnum. Augljóst er að ýmsar breytinga hafa orðið síðustu áratugina á íslenskum laxastofnum. Þar ber hæst að hlut- fallslegur fjöldi laxa sem skila sér eftir tveggja ára dvöl í sjó fer minnkandi. Slíkir laxar eru jafnan nefhdir stórlaxar (4,0 kg og stærri). Sambærileg þróun hefur átt sér stað í flestum löndum við Norður-Atl- antshaf þar sem lax er að finna. Þessi þróun hófst hér á árabilinu 1983 til 1985 og er ekkert lát á þessari framvindu. Mikilvægt er að grunnrannsókn- um sé vel sinnt til að fýlgjast með þróun í stærð og samsetningu laxa- stofna. Laxveiðar eru mikilvæg náttúruauðlind sem skilar miklu til. Myndir: Bjöm Tbeodórssm Mikilvægt er því að umgengni um þessa mikilvægu auðlind sé gerð af mikilli varfæmi og umhverfi stofha sé sem minnst raskað. eigenda sinni sem einkum em búsettir í hinum dreifðu byggðum. I norrænni könnun sem nýlega var birt kom - fram að á Islandi er talið að 31,5% Islendinga á bilinu 18 til 69 ára stundi stangaveiði a.m.k. hluta úr degi á árinu 1999. Þetta þýðir að um 55.000 Islendingar stundi stangaveiðar í alls 436,000 daga á ári hverju. Alls verja Islendingar 1.959 m.kr til stangaveiða á ári hverju, þar af 839 m.kr. til veiði- leyfakaupa. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Bjamarbraut 8 Borgamesi «3 X ra jö :Q Ár Laxveiðar og meðalveiði á stöng í ám á Vesturlandi 1986 til 2001. Vatnsföll Laxveiðin Laxveiðin Meðalveiði Frávik firá 2001 2000 1974 - 2000 meðalveiði Laxá í Leirársveit 960 925 1013 -5,2 Selós og Þverá 80 110 Hvítá í Borgarfirði 429 425 460 -6,8 Andakílsá 95 79 144 -34,0 Grímsá og Tunguá 957 1048 1377 -30,5 Flókadalsá 362 380 332 +9,0 Reykjadalsá 33 72. 92 -64,1 Þverá og Kjarrá 1204 1281 1891 -36,3 Norðurá 1337 1650 1568 -14,7 Gljúfurá 99 104 216 -54,2 Langá 1407 1050 1303 +8,0 Urriðaá 24 22 72 -66,6 Álftá 184 132 286 -35,6 Hítará 419 404 323 +29,7 Haffjarðará 500 672 667 -25,0 Straumfjarðará 250 198 341 -26,6 Vatnasvæði Lýsu 40 88 137 -70,8 Setbergsá 39 129 Laxá á Skógarströnd 83 75 131 -36,6 Svínafossá í Heydal 27 Dunká 96 45 91 +5,5 Hörðudalsá 10 49 Skrauma 0 Miðá og Tunguá 80 40 114 -29,8 Haukadalsá neðri 577 348 682 -15,4 Laxá í Dölum 877 607 935 -6,2 Fáskrúð 221 143 225 -1,8 Glerá Laxá í Hvammsveit 69 22 Flekkudalsá 131 108 243 -46,0 Krossá 52 76 99 -47,5 Búðardalsá 105 45 71 +47,8 Staðarhólsá og Hvolsá 45 26 181 -75,1 Tafla 1. Bráðabirgðatölur um laxveiðina árið 2001 í ám á Vesturlandi. Laxveiðin árið 2000 og meðallaxveiði áranna 1974 til 2000 er einnig sýnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1561-2821
Tungumál:
Árgangar:
27
Fjöldi tölublaða/hefta:
1290
Gefið út:
1998-í dag
Myndað til:
03.07.2024
Samkvæmt samningi er 1. árs birtingartöf á Skessuhorni
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Gísli Einarsson (1998-2005)
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir (2008-2008)
Magnús Magnússon (2009-í dag)
Magnús Magnússon (2005-2007)
Efnisorð:
Lýsing:
Skessuhorn var sett á stofn í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns sem komið hefur út vikulega allar götur síðan. Núverandi útgáfufélag tók við rekstrinum 2003. Lögð er áhersla á að skrifa fréttir um og fyrir íbúa á Vesturlandi.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað: 51. tölublað (20.12.2001)
https://timarit.is/issue/403879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

51. tölublað (20.12.2001)

Aðgerðir: