Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001
7
Afjólasveinum ogjólaketti
Það fer
ekki á
milli mála
að það
eru að
koma jól.
Eftir því
s e m
1 e n g r a
líður á að-
ventuna
s t a f 1 a r
maður meira af jólaskapi í hjart-
að ásamt með kærleika til ná-
ungans, item stórum skömmtum
af ást og friði. Maður er jafnvel
farinn að heilsa yfirlýstum kröt-
um að íyrra bragði, en það
háttalag dettur væntanlega
átómatískt út strax að þrettánd-
anum liðnum.
Jólasveinarnir íslensku
eru sem betur fer að styrkja
stöðu sína gagnvart þessum út-
lenska í rauða dressinu, þessum
sem var upphaflega rússneskur
dýrlingur en Kanar poppuðu
upp og nefndu Sánkti Kláus.
Undirritaður var í bernsku
aldrei mjög trúaður á tilvist
þessa Kláusar. Þetta átti sér eðl-
isfræðilegar skýringar. Hvernig
gátu svo sem örfá pínulítil
hreindýr hreyft svona stóran og
feitan karl á sleða úr stað, hvað
þá að ná ferlíkinu á flug? Ekki
glæta. Þar hefði ekki dugað neitt
minna en tekníkin túrbó. Auk
þess standa þessir íslensku okkur
mikið nær en rússneskur karl
aftan úr pápísku. Enda ekkert
yfirnáttúrulegt við það að koma
fótgangandi til byggða ffá híbýl-
um foreldra sinna. Svo eiga
jólasveinarnir líka samsvörun í
nútíma Islendingum sumum
hverjum, þeir eru matgráðugir,
hrekkjóttir og jafnvel óffómir.
Þess vegna getur maður með
góðri samvisku kastað tiltrú á
þetta rússnesk- ameríska fyrir-
brigði, en trúað á íslenska jóla-
sveina ævina út. Þá trúir undir-
ritaður afar staðfastlega á tilvist
jólakattarins. Eg hef nefhilega
séð þetta kvikindi með eigin
augum. Eg hef líklega verið um
það bil hálfhaður með fýrsta tug
ævi minnar, og þess vegna kom-
inn af óvitastigi uppá næsta stig,
sem er þá óviti plús, eða örlítill
þroski mínus. Þá sá ég jólakött-
inn skjótast milli þúfha austur
við hesthús rétt eftir hádegi,
sirka viku fyrir jól. Ég taldi mig
alveg ljónheppinn að vera sam-
ferða afa mínum þarna sem ég
horfði á jólaköttinn steypa
stömpum milli þúfnakollanna,
því á svona stundum er bráð-
nauðsynlegt að hafa vitni sem
geta staðfest merkilega atburði,
sem annars yrðu bara rengdir og
ofaní kaupið væri maður búinn
að gera sig að fífli í langan tíma
á effir. En þarna brást afi mér al-
gerlega, þó yfirleitt værum við
sammála um alla skapaða hluti.
„Þetta er minkur,“ sagði afi,
„þetta er jólakötturinn,“ sagði
ég. Nú var meintur jólaköttur
horfínn sjónum okkar, en á-
greiningi langt í frá lokið. „Þetta
var minkur,“ sagði afi, „þetta er
jólakötturinn,“ sagði ég. Við
komumst af með þessi tvö orð
alla leið fram hjá hesthúsi og
austur að fjárhúsunum. Afi opn-
aði dyrnar á vestustu krónni,
"minkur" sagði hann og gekk
inn, "jólaköttur" sagði ég og elti
afa inn í fjárhús. Það var ekki
fyrr en á leiðinni heim frá hús-
unum að við komumst að til-
tölulega ásættanlegri niðurstöðu
fyrir báða. Ekki það, að annar
okkar hefði bakkað með annað
hvort kvikindið til móts við
hinn, enda hvorugur sú týpan
sem lætur svo glatt af sinni sann-
færingu. Nei, niðurstaðan var sú
að hvor um sig taldi hinn ekki
búa yfir nægjanlegri undirstöðu-
þekkingu í dýrafræði til að geta
tjáð sig fullkomlega um ffam-
andi skepnur sem sæjust ör-
skotsstund í svartasta skamm-
deginu.
En svo líða nokkrir dag-
ar og afinn og dóttursonur hans
hafa aftur tekið upp þann sið að
vera sammála um alla skapaða
hluti. Þeir passa sig bara á því að
nefna ekki þessi tvö orð, minkur
og jólaköttur. Og það er komin
epla- og hangikjötsilmur í bæinn
og til viðbótar við tvo steinolíu-
lampa, því ekkert er raffnagnið,
eru nokkur kerti á litlu jólatré,
jólatré sem undirritaður geymir
vonandi hvað lengst í minning-
unni þó hann endi snarkalkaður
á elliheimili.
Oska svo öllum gleðilegra jóla
og gæfu á nýju ári.
Bjartmar Hannesson
Verið velkomin i verslun okkar í Borgarnesi