Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 s&iessiiiiio&æi Góð afkoma KB þrátt fyrir gífurlegt gengistap Get ekki talað upp gengið fyrst Davíð getur það ekld segir Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri Hagnaður var aföllum verslunardeildum KBfyrstu níu mánuði ársins. „Að slepptum fyrirsjáanlegum jólahreingemingum í bókhaldi, m.a. vegna Goða hf. er tap Kaupfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 3,4 milljónir eftir vexti,'' segir Guð- steinn Einarsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirð- inga. „Afkoma fyrir afskrifidr og vexti er mjög góð en við emm að fást við gífurlegt gengistap. Fjármag- nstreymið er jákvætt í fyrsta skipti í nokkur ár og það er hagnaður af öllum deildum verslunarinnar þannig að við emm mjög sáttir við þessa út- komu." Guðsteinn segir umsnúninginn í rekstrinum vera mik- inn en þó sé það ekk- ert sem komi á óvart. "Þetta er punkturinn á því sem við höfum verið að gera og afraksturinn af endurskipulagningu í rekstri sem staðið hefur síðasdiðin tvö ár. Starfs- fólkið hefur staðið saman og allir lagst á eitt tdl að snúa dæminu við en það var okkar markmið að hætta að tapa peningum og það er að takast. Ef gengið hefði verið til friðs hefði útkom- an verið dálít- ið betri en við reiknuðum með en að öðru leyti emm við á á- ætlun. Það þýðir hins- vegar ekki að fást um það því fyrst Davíð Oddsson getur ekki talað gengið upp er varla að búast við því að ég sé þess megnugur," segir Guðsteinn. Ekki á hausnum Umræða síðustu ára hefur verið á þann veg að Kaupfélag Borgfirð- inga stæði mjög veikum fótum og hafa margir spáð fyrirtækinu gjald- þroti. Guðsteinn segir að eiginfjár- staðan sé vissulega veik. "Það sem skiptir þó mestu er að kaupfélagið er hætt að tapa peningum og við eram með verðmikinn rekstur í höndunum. Það má vissulega alltaf gera betur í rekstri og þess má geta að mikill kostnaður við fluminga og tvöföld húsaleiga hluta ársins hefur áhrif á afkomuna nú þannig að við eigum nokkuð inni þar. Eg tel að ef hægt er að halda efnahagsástandinu í þokkalegu lagi geti menn lifað þokkalega sáttir." Hlutafélag um áramót Guðsteinn segir að öllum stærri aðgerðum í endurskipulagningu sé lokið að öðm leyti en því sem boðað var á aðalfundi að færa reksturinn í hlutafélagaform. "Það verður gert um áramót og fyrst um sinn verður KB eini hluthafinn í félaginu en síð- an er hugmyndin að leita til annarra aðila um viðbótarfjármagn til að styrkja fyrirtækið," segir Guðsteinn. Ekki er nema ár síðan kaupfélagið flutti megnið af sinni starfsemi inn í nýtt húsnæði Hymutorgs og áform era uppi um að flytja stóran hluta af því sem efdr er, þ.e. byggingavöru- deildina í nýtt húsnæði innan tíðar. "Við emm að skoða málefhi bygg- ingavömverslunarinnar. Við eigum hluta úr lóð á mótí bænum sem ver- ið er að deiliskipuleggja. Þá erum við að leita eftír fjármagni tdl að byggja nýtt húsnæði. Það ætti að geta orðið að veruleika á nýju ári, a.m.k. ef Byggðastofnun er tilbúin að lána fé til að lyfta aðeins móraln- um og sjálfsmyndinni hér í Borgar- nesi sem þeir segja að sé eitthvað í ó- lagi- Sögusagnir hafa verið á kreiki um að annar af ristmum á bygginga- vömmarkaðnum, þ.e. Byko eða Húsasmiðjan fari í samstarf við KB um byggingavöruverslun í Borgar- nesi. Þessu játar Guðsteinn hvorki né neitar. "Við höfttm ekki hafnað neinum möguleika og emm jákvæð- ir fyrir öllum góðum hugmyndum." Einokun Aðspurður um jólaverslunina seg- ir Guðsteinn hana standa undir væntingum. Hann segir að stefht hafi verið að því að halda svipaðri sölu og fyrir síðustu jól og ekkert sem bendi tdl annars en að það muni takast. Hann segist ekki merkja ann- að en fólk hafi fullan vilja tdl að versla í heimabyggð þó einokunar- tdlburðir verslunarrisans geri fólki erfitt fyrir á því sviði. "Það er nokk- uð skringilegt að það em mörg dæmi um vinsæla vöm sem Baugur hefur tryggt sér einokunarrétt á. Einokun í ríkisrekstri er erfið en ein- okun í einkarekstri er fáránleg það þekkja menn ffá tímum dönsku ein- okunarverslunarinnar. Það er líka svolítið einkennilegt að þessi risi megi þenja sig endalaust út án þess að samkeppnisstofhun lyfti fingri. Þá er heildsölum líka haldið í heljar- greipum en þeir þora ekki að selja neinum á lægra verði en Baugur fær hlutinn á. Þetta er í raun óþolandi á- stand en við reynum að láta það ekki fara í taugamar á okkur og höldum okkar striki. Það má hinsvegar alveg rifja það upp að það var ýmislegt ljótt sagt um Sambandið á sínum tíma en munurinn er hinsvegar sá að menn vissu alltaf hvað það var að gera," segir Guðsteinn. GE Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri. «ls8»fcv»* p ■MMi Skemmdarverk á skreytmgum Þessi glæsilega jólaskreyting við Skólabraut á Akranesi hefur mátt þola áreimi skemmdarvarga með tmdarlegar hvatir. Að sögn Astu Al- freðsdótmr, íbúa við Skólabraut, sem ásamt fleimm stóð að því að skreyta þetta listaverk er þetta ekki í fyrsta sinn sem skemmdarvargar líta við þama í garðinum. I fyrra var sambærileg skreyting einnig eyðilögð. I samtali við Skessuhom sagði Asta að það væri ansi nöturlegt að þegar fólk vildi prýða bæinn núna fyrir hátíðimar þá væra tíl einstak- lingar sem gæm ekki séð það í friði. Vissulega má taka undir það að á að- ventunni er gífurlegt ffamboð af af- þreyingu hverskonar og ætti því að vera hægt að finna sér eitthvað upp- byggilegra að fást við en að níðast á jólaskreytingum. GE Þúfinabaninn nndir þak Bjami Guðmundsson umsjónarmaður Búvélasafnsins á Hvanneyri við hlið Þúfiiabanans. í síðustu viku var lokið við að koma þaki yfir þúfnabana Búvéla- safnsins á Hvanneyri. Þessi risa- vaxna dráttarvél hafði orðið að standa úti um áratuga skeið en fyr- ir nokkrum missemm var bráða- birgðaskýli úr plastdúk reist yfir hann. Síðastliðið vor gaf síðan Vímet - Garðastál hf. í Borgarnesi Búvélasaftiinu þakefni á skýlið og er dráttarvélin tröllslega því kom- in undir þak. Samkvæmt ffétt á heimasíðu búvélasafnsins standa nú vonir til að yl megi koma í skýl- ið til þess að lækka loftrakann og koma í veg fyrir frekari ryðmynd- un á þessum hvað elsta fulltrúa vélaaflsins í íslenskum sveimm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.