Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 §lESSljIÍ©IiM s Bókin Eldstöðvar Islands SnæfellsjökuU hættuleg eldstöð Eldgos ekki útilokað á næstu öldum Það er sjaldan talað um þann möguleika að það geti gosið í Snæ- fellsjökli. Líkast til telur almenning- ur að úr því að engin skjálftavirkni hafi mælst þar þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að Jökullinn gjósi. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðl- isfræðingur, sem nýverið hefúr sent ffá sér afar fróðlega bók með heitinu ELDSTÖÐVAR ÍSLANDS, segir rannsóknir gefa til kynna að Snæ- fellsjökull hafi gosið a.m.k. tvisvar á síðustu fimmþúsund árum. Síðast „Snæfellsjökull þykir með fegurri fjöllum landsins og við hann er tengdur ýmiss konar átrúnaður, gamall og nýr. Fjallið, sem er eld- keila, telst miðja í einu af þeim þremur eldstöðvakerfum sem ská- skera Snæfellsnes. Þau mynda sér- stætt, 120 km langt bliðargosbelti utan rek- og gasbeltanna sem ganga þvert yfir Island. Elvirkni á nútíma hefúr verið nokkuð lífleg á Snæfells- nesi, m.a. í Hnappadal en þar er eina eldstöðin sem talið er að gosið hafi á sögulegum tíma, ef til vill um 900. Stundum er sagt að hvergi sé eins auðvelt að sjá nær alla jarðsögu Is- lands á jafúlitlu landsvæði og Snæ- fellsnesi. Meginhluti neðri jarð- myndananna þar, og nokkurra há- lendisskáka, er frá því síðla á tertíer, þ.e. seint á míósen- og snemma á p- líósen-skeiðinu. Þær hlóðust upp fyrir 3-8,5 milljónum ára. Minnst þrjár fornar, kulnaðar megineld- stöðvar afhjúpast í rofnum jarðlög- unum. Fróðárheiði er í einni þeirra miðri en önnur megineldstöð er við Grundarfjörð og þar í nánd. Nefnist hún Setbergseldstöðin. Hún var virkust fyrir 7-8 milljónum ára. Þriðja megineldstöðin þróaðist þar sem nú er m.a. Hrappsey. Við meg- ineldstöðvamar em m.a. stór og smá djúpbergsinnskot og súrt og ísúrt gosberg, auk basalthraunlaga. Austar em yngri megineldstöðvar frá tertí- er, t.d. norðaustan við Hítardal og sunnan við og upp af Haukadal (Reykjadalseldstöðin). Efri jarð- myndanir á nesinu, og þar með stór hluti hálendisins, er úr bergi ffá ís- öld og nútíma. Ummerki um stað- bundna upphleðslu gosefúa snemma á ísöld (u.þ.b. 1,8 milljónum ára) er einkum að finna um miðbik nessins, t.d. hjá Lýsuskarði og Helgrindum, en slíkt sést einnig miklum mun austar, í Snjófjöllum, milh Hauka- dals og Holtavörðuheiðar. I kring- um Snæfellsjökul, í Ljósufjöllum og við Skyrtunnu eru gosmyndanir, ýmist hraun eða móberg, að mestu yngri en 780.000 ára. Svonefúdur samhverfuás liggur um mitt nesið, úr Staðarsveit, um Helgafellssveit og út í Hvammsfjörð. Hann einkennist af því að jarðlögum hallar inn að þessari línu (ásnum) til beggja handa. Talið er að ásinn marki miðju á fomu rek- og gosbelti, líku því sem nú er t.d. á Norðausturlandi. Við ás- inn var rekgliðnun í milljónir ára, ffá því fyrir 16 milljónum ára. Fyrir 6-7 milljónum ára fluttist rekgliðnunin í suðaustur og eldvirkni fjaraði út vestan til á landinu (sjá nánar í kafla 18). Til viðbótar þessari fjölbreyttu röð jarðmyndana má skoða setlög með steingervingum, jarðhitasvæði (þó ekki háhitasvæði), ölkeldur og nútíma gosstöðvar og hraun á nes- inu; þar em jökull, ár, fossar og stöðuvöm. Rofmyndanir em fjöl- breyttar, m.a. jökulgrafnir dalir og firðir og jökulskornir tindar, sbr. Kirkjufell. I þessu öllu kemur ffam gaus hann fyrir um 1800 árum en þar á undan fyrir vel rúmum 3000 ámm með miklum lámm. Með nokkrum einföldunum mætti segja að um ákveðna reglu væri að ræða ef það færi að gjósa fljótlega í eldfjall- inu. Um það era þó engin merki. Ari Trausti segir að náttúran hafi sinn gang og Snæfellsnes sé í heild þrátt fyrir allt skilgreint sem virkt eldstöðvabelti og að skjálftavirkni í einhverju þriggja eldstöðvakerfa nessins geti boðað eldvirkni með skýring á staðhæfmgunni um að jarðfræði Islands sjáist í hnotskum á Snæfellsnesi. Snæfellsjökull (1.446 m) rís yst á Snæfellsnesi. Fjallið telst eldkeila, ein af fáum á landinu. Fram úr hlíðunum skaga nokkur móbergs- fell og -tindar en önnur standa við ræmr fjallsins, má þar nefúa Stapa- fell, Bárðarkism og Hreggnasa. I austri er fjallið áfast hálendi sem nær óslitið inn eftir öllu nesinu. Gera má ráð fýrir að hluti fjallsins sé úr mörg- um goseiningum frá fáeinum síðusm jökul- og hlýskeiðum ísaldar, ýmist móbergi eða hraunum. Hlíðar Snæ- fellsjökuls em klæddar misgömlum apalhraunum og gjóskulögum á milli þeirra. Hæsm hnúkar fjallsins em bergnabbar og hryggir á barmi stórs toppgígs. Miðþúfa stendur hæst, úr súm bergi. Milli þriðjungur og fjórðungur fjallsins, þ.e. efsti hlutinn, er hulinn ffemur þunnum jökli. Hann var á að giska 15-20 km2 að flatarmáli við mesm framrás eftir „litlu ísöldina", upp úr aldamótun- um 1900. „Litla ísöld" var kuldakast sem stóð ffá því á miðöldum og fram til upphafs 20. aldar. Frá 1920-1975 minnkaði jökulhnn veralega; var að lokum orðinn um 11 km2. Undir lok 20. aldar hjamaði hann heldur við. Þá lengdust og þykknuðu jökultomr á borð við Hyrningsjökul við Jökul- háls. Nú má búast við að jökullinn taki að minnka á ný. Snæfellsjökull er fagurlega sköpuð keila að sjá, t.d. úr Reykjavík. Ber þar nokkuð á greinilegum, stóram topp- gíg. Gígbarmarnir era heilir að sjá úr suðri en norðan til vantar þá. Svo virðist sem hluti íjallsins hafi sigið og/eða sprungið frarn og er gígurinn (eða gígaskjan?) þar svo stórlega rof- inn að í raun vantar nærri helming hans. Ofan í gígnum og innanvert í óskertum hluta gígskálarinnar er sprunginn jökull. I hlíðum eldkeil- unnar að vestan, sunnan og austan era sprangueldstöðvar eða stakir gígar. Neðan fjallsróta dreifast all- margar eldstöðvar frá Búðakletti og Búðahrauni í austri til Ondverðar- neshóla og Neshrauns í norðvestri. Hraunin flokkast flest sem apal- hraun, sum úfin í besta lagi og flest nokkuð gróin. Neshraun er þó helluhraun að mesm. Gígamir era flestir hreinræktaðir gjallgígar eða gjall- og klepragígar, margir nokkuð stórvaxnir. Sé haldið inn eftir Snæfellsnesi tekur við hvert fjallið af öðra þannig að úr verður samfelldur fjallgarður alla leið inn að Dölum. I nágrenni Lýsuskarðs og Helgrinda (988 m), uppi á hálendinu miðju, má finna nokkra eldgíga frá nútíma. Hjá bæn- um Bláfeldi og nágrenni hans steyp- ist ffemur unglegt hraun ffam af fjallgarðinum. Næsm eldstöðvar sjást ekki fyrr en í Hnappadal, sé far- ið út eftir sunnanverðu nesinu, en norðanmegin er komið að hrauni í Hraunsfirði og gígum í Berserkja- hrauni og þar í nánd. Einnig era eld- jafnvel fárra daga fyrirvara. Snæfellsnes er gríðarlega áhuga- vert náttúrasvæði, ekki einungis út frá fegurðarsjónarmiði heldur einnig í jarðffæðilegu ttilliti. Yst á Snæfellsnesinu er djásnið sjálft, Snæfellsjökull, sem er ein fárra eld- keilna landsins. Hefur nú verið stofúaður þjóðgarður utan um hann. Grípum hér niður í nokkra hluta úr 17. kafla bókar Ara Trausta, sem fjallar um Snæfellsnes og byrjum á inngangi kaflans. stöðvar skammt ffá Kerlingarskarði. Þama er komið inn á eldvirkt svæði sem nær úr Helgafellssveit, yfir Ljósufjöll (800-1.063 m há), um Hnappadal og megindalina tvo upp af Mýrum, alla leið yfir í Norðurár- dal, þ.e. að Grábrók. Augsýnilega er um þrjú aðskilin eldstöðvakerfi að ræða á Snæfellsnesi. Stefna gosspmngna er ýmist vestlæg eða með norðvestlægri stefúu, og í þá stefúu raðast eldstöðvakerfin á nesið í heild sinni. Bergtegundir spanna alkalíröðina, frá alkalíbasalti til ísúrra og súrra kvikutegunda en era æ minna alkalískar eftir því sem austar dregur. Eldstöðvakerfin heita Snæfellsjökulskerfið, Lýsuskarðs- kerfið og Ljósufjallakerfið. Austanvert á Snæfellsnesi og allt ausmr í uppsveitir Borgarfjarðar má rekja brotalínur með fjóram ólíkum stefnum. Þetta flókna sprangu- og misgengjamynstur, brotabelti, varð til við færslu rekbeltis af Snæfellsnesi í suðausmr, yfir að landsvæði sem nú nær frá Reykjanesi að Langjökli (Vestara rek- og gosbeltið). Yngsm brotalínumar á landsvæðinu era í Hnappadal og ná þaðan í suðausmr yfir í Norðurárdal og tengjast brotin m.a. eldvirkni á nútíma. Enn austar era svo ungar, virkar brotalínur og þekkt jarðskjálftasvæði í inndölum Borgarfjarðar. [...] Snæfellsjökull og goseiningar í nágrenni hans mynda peralaga eld- gosasvæði eða eldstöðvakerfi. Hvergi sjást þar misgengi eða greinilegar sprungur vegna gliðnun- ar. Dreifing eldstöðva umhverfis jökulinn er ffemur óregluleg en þó má greina líkt og geisla út frá fjallsmiðjunni sem gígaraðir eða stakir gígar raðast á. Flestar eld- stöðvar raðast á nokkuð mjótt belti með norðvestlæga stefnu og teygist langás kerfisins í þá stefnu, frá Búða- kletti, um háfjallið og út á Ondverð- ames. Undirstöður eldkeilunnar era tiltölulega ungar ísaldarmyndanir sem leggjast mislægt ofan á berg frá tertíer. Mestallt er bergið í fjallinu segulmagnað með þeim hætti að það greinist yngra en 780.000 ára. Elsta bergið er um 840.000 ára. Allstór hluti fjallsins er eflaust mun yngri eða frá síðasta hlýskeiði, síðasta jök- ulskeiði og nútíma, þ.e. yngri en u.þ.b. 130.000 ára. A nútíma hefúr gosið 30-40 sinnum í Snæfellsjök- ulskerfinu. Búið er að aðgreina yfir 20 hraunfláka en ekki er vitað fylli- lega hverjir þeirra era frá sama tíma. Tvö ljós, súr gjóskulög era rakin með vissu til eldkeilunnar sjálffar. Annað er um 17 cm þykkt (þjappað) hjá Brimilsvöllum og greindist tæp- lega 4.000 ára samkvæmt gróðurleif- um undir því. Hitt er um 20 cm þykkt (þjappað) hjá Ólafsvík og er um 1.800 ára. Bæði gosin sem lögðu gjóskulögin til vora öflug þeytigos í upphafi; það síðara líklega mesta gos í fjallinu á nútíma. Þá barst gjóska til norðurs og norðausturs, m.a. yfir á Vestfjarðakjálkann. Talið er að í gos- inu fyrir 1.800 áram hafi runnið, ísúr hraun, sem þekja t.d. suður- og vesturhlíðar Snæfellsjökuls, m.a. svonefút Háahraun. Sum eldvörpin era nú hulin jökli. Þannig var því einnig háttað, a.m.k. að hluta til, meðan á eldsumbrotunum stóð. Þess má vænta að vams- eða eðju- hlaup hafi fylgt gosinu og ef til vill líka fyrri gosum í fjallinu á nútíma. Hjá Gufúskálum, norðvestur af fjall- inu, sjást stórar grjót- og malardreif- ar á láglendi. Ofar era greinilegir hlaupfarvegir við Svörtutinda og austan við Bárðarkistu. Talið var hugsanlegt að hluti fjallsins hefði hranið fram og/eða sigið fyrir 1.800 áram og norðurhlutinn aflagast. Nú hallast menn ffekar að því að skálin sé mun eldri en bæði fyrrgreind gos, að hún kunni að vera tunmerki eftir sprengigos og gjóskuhlaup til norð- urs. Menjar þess hafa þó ekki fund- ist. Haukur Jóhannesson (1982) tel- ur að hraunstöplarnir (þúfumar) á háfjallinu kunni að hafa myndast í gosinu fyrir 1.800 áram. Utan í fjall- inu era nokkrar eldstöðvar. Þær stórvöxnusm era röð af gömlum gjóskugígum neðarlega í jökulskild- inum (Þríhyrningar). Uppi við Jök- ulháls er yngri kúlulaga gjallgígur og rann frá honum hraun til sjávar hjá Arnarstapa og Hellnum. Eins og áður segir sést lítt til eiginlegra eld- varpa uppi í jöklinum að sunnan og vestan. Neðanvert í fjallinu er Hóla- tindur, stórt eldvarp á móts við Hólahóla og hefur runnið úr því all- mikið hraun. Að norðvestanverðu era a.m.k. fjögur hraun frá því snemma á nútíma eða ffá fyrri hluta hans; tvö þeirra er auðvelt að rekja að upptakagígum. Að mörgu leyti hegðar eldfjallið sér eins og hin unga Hekla gerði á tímabili; þá ekki fyrir æsku heldur elli sakir. Vísbendingar era um enn eitt gjóskugos í fjallinu nokkuð snemma á nútíma, fyrir 7.000-9.000 áram, en engin vissa er þó fýrir því. Hraunin á útnesinu, í nýja þjóðgarðinum undir Jökli, heita mörgum nöfúum. Hraunbreiða úr tilteknu gosi, sem rekja má til gígs eða gíga, ber jafúan fleiri en eitt heiti eftir landslagi, aðstæðum eða göml- um eignalöndum. Sum hraunin era úr fjallinu komin, önnur úr sprungu- eldstöðvum á láglendinu. [...] Af öðram eldstöðvum og hraun- um skal nefúa Búðaklett og Búða- hraun. Búðaklettur er skeifúlaga gíg- ur, nærri 90 m hár. Má vera að gosið hafi hafist í sjó og hraun rannið á seinna stigi þess eða þá að gos hafi byrjað þegar sjávarmál var utar en nú, fýrir 5.000-8.000 áram. Saxhóla- hraunin era tvö, hvort ffá sínum gíg. Annar gíganna er skemmdur af greffri. Rauðhólar er nokkuð stór gjallgígur neðan við Hreggnasa og er Prestahraun runnið ffá honum, allt til sjávar á Hellissandi. Væju- hraun, úr gígnum Sjónarhól, hefur runnið ofan á þunnan jarðveg og gjóskulagið úr jöklinum ffá árinu 200 eða þar um bil, og er því nokkra yngra en það; ef til vill yngsta hraun- ið á Utnesinu, þótt ekki sé það ffá sögulegum tíma. Svonefndir Ond- verðamesshólar standa í þyrpingu nærri miðju Neshrauns. Menn veltu lengi vöngum yfir gígunum því þeir mynda þyrpingu en ekki röð. A yfir- litsjarðfræðikorti yfir Island er merktur dyngjuhvirfill efst á hraun- breiðunni. I því ljósi era umræddir gígar ekki allir taldir venjuleg eld- vörp heldur fremur hraunstrompar og hraundrýh (gasstrompar) nálægt dyngjugíg, líkt og gerist á dyngjunni Selvogsheiði skammt ffá Þorláks- höfú þó hún sé mun efnismeiri en þeir. Snæfellsjökull og hliðareld- stöðvamar raðast í eldstöðvakerfi sem er um 30 km langt og allt að 20 km breitt. Heildarmagn gosefúa á nútíma hefur ekki verið áætlað. Hins vegar er ljóst að gosefni úr fjallinu era þróaðri og bera önnur efúa- fræðileg kennimörk en minna þróuð basalthraunin af láglendinu. Einnig kemur fram að elstu hraun ffá nú- tíma hafa efúaffæðileg einkenni sem geta bent til þess að skyndilega hafi létt fargi af eldfjallinu við lok jökul- skeiðsins sem aftur ýtti undir meiri hlutbráðnun undir eldstöðinni en ella. Hlutkristöllun í kvikuhólfi og blöndun kviku skýra að mestu þróun bergtegunda ffá basalti til trakýts. Þótt Snæfellsjökull, þessi glæsilega náttúrasmíð, hafi ekki bært á sér í 1.800 ár telst hann vissulega til virkra megineldstöðva. Það á sömu- leiðis við um eldstöðvakerfið í heild. Goshléin virðast vera löng. Og þar sem alllangt er liðið frá eldvirkni á nesinu gæti svo farið á næstu öldum að annaðhvort hæfist sprengivirkt eldgos í fjallinu eða sprungugos utan þess. Sprengi- eða þeytigos kynni að verða svo öflugt að byggð og land yrði fýrir skakkaföllum. Að þessu leyti til ber að líta á fjallið sem nokk- uð hættulega eldstöð. Sprungugosin utar í kerfinu hafa öll verið fremur lítil og mun viðráðanlegri en umbrot í jöklinum. Ekki hefur borið á skjálftavirkni í Snæfellsjökli eftir að mælingar hófúst. Hún væri væntan- lega undanfari eldsumbrota og því má búast við einhverjum viðvörun- artíma, komi hræringar ffam á mæl- um." (Úr ELDSTÖÐVAR ÍSLANDS eftirAra Trausta Guðmundsson) smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.