Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 SHSSD1MOBRI Heldur sínu striki hvað sem hver segir og svarar gagnrýni með árangri * Ef ég tapa minni sannfæringu tapa ég leiknum segir knattspyrnuþjálfarinn umdeildi en sigursæli, Guðjón Þórðarson Guðjón Þórðarson er löngu orð- ? inn þjóðsagnapersóna í heimi knattspyrnunnar. Hann á að baki nokkuð langan og kannski svolítið stormasaman feril sem knatt- spyrnumaður og þjálfari þótt hann sé ekki háaldraður, a.m.k. ekki ef miðað er við flesta kollega hans í ensku knattspyrnunni. Blaðamaður Skessuhorns hitti Guðjón í Englandi fyrir skemmstu og ræddi við hann eftir leik Stoke og Halifax í ensku bikarkeppninni. Leiknum lyktaði með jafntefli 1-1 og voru kannski ekki úrslit sem Guðjón og hans menn gátu sætt sig við enda Halifax á botni þriðju deildar og hefði því átt að vera auð- veld bráð. Það er samt sem áður létt yfir harðjaxlinum af Skaganum enda ekki að fúrða þar sem lið hans er loks komið í efsta sæti stigatöflunn- ar í ensku annarri deildinni og þar að auki komið í þriðju umferð bik- arkeppninnar þar sem það fær stór- lið Everton í heimsókn. ,Já, ég er mjög sáttur,“ segir Guðjón og glottir út í annað. „Þetta er betri staða en ég átti von á fyrir tímabil- ið og gengið að undanförnu hefur verið sérlega gott þannig að það væri hræsni að segja að maður sé ekki þokkalega sáttur við lífið þessa dagana. Veturinn er hinsvegar ekki nema tæplega hálfnaður og því of snemmt að upphefja einhver fagn- aðarlæti.“ Tekur tíma að skapa lið Guðjón tók sem kunnugt er við starfi knattspyrnustjóra Stoke þeg- ar hópur íslenskra fjárfesta eignað- ist meirihluta hlutafjár í þessu forn- . fræga knattspyrnufélagi á miðju keppnistímabili 1999-2000. Þá voru væntingarnar strax miklar enda yfirlýst markmið íslending- anna að koma liðinu upp í úrvals- deild á fimm árum. Vorið 2000 endaði liðið í 6. sæti sem gaf rétt til þátttöku í svokölluðu umspili en liðin í 3. - 6. sæti taka þá þátt í út- sláttarkeppni sem gefur sæti í úr- valsdeild. Stoke komst í úrslitaleik- inn en tapaði naumlega. Lim menn á þetta sem mjög góða byrjun og mjög ásættanlegt í ljósi þess að Guðjón hafði ekki haft langan tíma til að breyta liðinu eftir sínu höfði. Þó þóttust menn þá strax sjá hans handbragð á hlutunum og horfðu vongóðir fram á veginn. Markið var því leynt og ljóst sett á að vinna lið- inu sæti í fyrstu deild á síðasta keppnistímabili. Er skemmst frá því að segja að það gekk ekki eftir og liðið endaði aftur á því að falla út í umspili um þriðja lausa sætið í 1. deild. Ohætt er að segja að sú nið- urstaða hafi valdið eigendum Stoke nokkrum vonbrigðum og ofan á það bættist að umtalsvert tap var af rekstri félagsins. Til að mæta því var markaskorarinn Peter Thorne meðal annars seldur frá félaginu þrátt fyrir að Guðjón vildi halda í hann. Þá hefur fjármagn til leik- mannakaupa verið nokkuð naumt skammtað miðað við það sem y gengur og gerist hjá liðum í þessum styrldeikaflokki. Það má því segja MBL Ijósmynd: RAX að væntingarnar séu minni nú en í fyrra en þá gerist það sem mörg önnur dæmi eru um í íþróttunum að árangurinn kemur oft þegar síst er búist við honum. Aðspurður um hvað hafi breyst milli ára segir Guðjón: „Þegar maður tekur við atvinnumannaliði tekur það býsna mikinn tíma að búa til það lið sem maður vill hafa. Það var hérna fjöldi leikmanna sem gat ekki tekist á við það sem ætlast var til af þeim og þeir höfðu þessvegna ekkert hér að gera lengur og síðan þurfti að finna nýja í staðinn. Það sem er kannski öðru fremur að skila þeim árangri sem við höfum náð í vetur er að hér er ég með góðan hóp af mönnum sem ég vil hafa og eru til í að vinna fyrir mig. Þetta er þéttur og góður hópur, liðsandinn er góð- ur og nauðsynlegur metnaður til staðar. Þetta eru menn sem eru til- búnir til að leggja mikið á sig til að ná árangri og það er það sem þarf í boltanum eins og öllu öðru.“ Oðruvísi stjóri Starf knattspyrnustjóra í enska boltanum er að mörgu leyti ólíkt starfi knattspymuþjálfara á Islandi. Undir knattspyrnustjóranum starfar yfirleitt fjöldi þjálfara sem sjá um þjálfun leikmanna og ekki er sjálfgefið að knattspyrnustjórinn sé sjálfur á æfingum að staðaldri. Það hefur hinsvegar heyrst að Guðjón hafi í auknum mæli haft bein af- skipti af æfingum liðsins í vetur. „Það er alveg rétt. Eg sleppi helst ekki æfingu en ég einsetti mér það í sumar að vera virkari í þjálfun. I æf- ingaferðinni í sumar t.d. var ég einn með liðið og enginn þjálfari með í för. Eg veit að slíkt heyrir til und- antekninga hér en það gekk vel eins og við var að búast,“ segir Guðjón glottandi. „Þetta er vissulega mis- munandi hvernig menn hafa þetta. Eg held að þeir séu fleiri sem láta þjálfarana sjá um æfingarnar að miklu leyti en ég kann best við mig á vellinum og ég er sannfærður um að þetta á einhvern þátt í árangrin- um í vetur þótt það sé aldrei hægt að mæla hve mikinn. Það er fúllt af litlum hlutum sem skipta máli varðandi árangur í fótbolta líkt og öðrum íþróttum og menn þurfa alltaf að vera vakandi fyrir smáat- riðunum. Það sem ég held að vegi þyngst hjá okkur í vetur er betra samstarf allra starfsmanna, betri liðsandi og betri leikmenn. Það sem skilur að starf knatt- spyrnustjóra hér á Englandi og starf þjálfara heima á íslandi er að umfang starfsins er miklu meira. A Islandi hefur þjálfarinn leikmanna- hóp til að vinna úr og hans starf felst fyrst og fremst í því að búa til eitthvað úr því hráefni sem hann fær í hendurnar. Hér þarf maður að bera ábyrgð á öllu sem snýr að lið- inu hafa samskipti við aðra klúbba og mikil samskipti við fjölmiðla sem er ekki skemmtileg vinna get ég sagt þér,“ segir Guðjón skæl- brosandi. „Það er auðvelt að taka orð og slíta þau úr samhengi og þá verður allt vitlaust. Rnattspyrna er ekki bara hlaup og spörk. Knatt- spyrna hér á Englandi er gífurlegt tilfinningamál og ein afbökuð setn- ing getur virkað sem öflug spreng- ing á suma. Ég reyni þessvegna að fjalla eingöngu um staðreyndir í fjölmiðlum en ekki tilfinningar. Þá þarf maður ekki aðeins að hafa áhyggjur af því að styrkja liðið heldur ekki síður að halda utan um það og halda í það sem þú hefur. Um leið og lið er farið að geta eitt- hvað byrja menn að krafsa í hurðina og reyna að næla í efnilega leik- menn. Það eru ákveðnir leikmenn hjá okkur núna sem önnur lið vilja gjarnan nappa af okkur en ég vona að ég fái frið með þá til vors a.m.k. Þetta er í heildina mun viðameira starf og að mörgu leyti meira krefj- andi en þjálfarastarf heima á Islandi en um leið fjölbreyttara og ekki síð- ur skemmtilegt, a.m.k. þegar vel gengur en það er það sem menn stefna að sjálfsögðu alltaf að. Ef menn hafa ekki metnað og vilja til að stefna alltaf á toppinn ættu þeir að finna sér eitthvað annað til að dunda sér við.“ Mikið fyrir lítið Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að ausa úr digrum sjóðum til leik- mannakaupa og sterkir leikmenn hafi verið seldir hafa nokkrir nýir leikmenn bæst í hópinn og látið verulega til sín taka og þeir eru meðal þeirra sem Guðjón rígheldur í þrátt fyrir ágang annarra knatt- spyrnustjóra. „Það má segja að við höfum fengið mikið fyrir lítið. Við fengum fyrirliðann, Peter Handyside ffítt, Frank Van Dursen og Peter Hokestra fengust fyrir lít- ið. Þetta eru allt feykigóðir leik- menn og farsælir þannig að við höf- um styrkt okkar hóp mikið þrátt fyrir að hafa ekki lagt út mikla pen- inga. Síðan er Ríkharður náttúru- lega að koma til baka eftir erfið meiðsli og Pétur Marteinsson á leiðinni en þeir eiga báðir eftir að styrkja hópinn umtalsvert. Við erum líka að skoða leikmenn og sí- fellt að leita. Við erum ekki enn búnir að finna sóknarmann í stað- inn fyrir Thorne en að mínu mati er betra að bíða en kaupa eitthvað drasl bara til að kaupa. Það er ljóst að við fáum ekki sambærilegan mann fyrir slikk en við erum að skoða aðra möguleika eins og lán- töku, bæði hér og erlendis. Það þarf að grafa talsvert djúpt til að finna gimsteinana en vonandi skilar það árangri. Hinsvegar eru önnur lið í kringum okkur líka að styrkja sig þannig að við verðum bara að vona að við fáum einhverja happdrættis- vinninga.“ Aðspurður um hvort einhverjir leikmenn séu í sigtinu segir Guðjón að það séu engin nöfti sem hægt sé að opinbera. „Við fengum reyndar strák úr Noregi í prufu um daginn og spiluðum honum í æfingaleik með samþykki andstæðinganna þrátt fyrir að hann væri í raun ekki löglegur. Hann er ekki fitt og ekki í leikformi og stóð sig frábærlega og hann er einn af þeim sem er í sigt- inu. Þá eru nokkrir yngri leikmenn heima á Islandi sem ég er að skoða með framtíðina í huga. Hinsvegar virðist mér að íslensku leikmenn- irnir horfi frekar til Noregs en Englands. Það er nokkuð sem ég á reyndar erfitt með að skilja því enska umhverfið hentar þeim betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1561-2821
Tungumál:
Árgangar:
27
Fjöldi tölublaða/hefta:
1290
Gefið út:
1998-í dag
Myndað til:
03.07.2024
Samkvæmt samningi er 1. árs birtingartöf á Skessuhorni
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Gísli Einarsson (1998-2005)
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir (2008-2008)
Magnús Magnússon (2009-í dag)
Magnús Magnússon (2005-2007)
Efnisorð:
Lýsing:
Skessuhorn var sett á stofn í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns sem komið hefur út vikulega allar götur síðan. Núverandi útgáfufélag tók við rekstrinum 2003. Lögð er áhersla á að skrifa fréttir um og fyrir íbúa á Vesturlandi.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað: 51. tölublað (20.12.2001)
https://timarit.is/issue/403879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

51. tölublað (20.12.2001)

Aðgerðir: