Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 20
20 •FLMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 ^nESSlinu^j Upplífgandidanskur andblær í Olafsvík -læknar sjúka Gunda Nygard er læknir við Heilsugæslustöðina í Olafsvík. Hún er dönsk, fædd og uppalin í Esbjerg, og lærði heimilislækningar í Dan- mörku. Eftir tíu ár við læknastörf í Danmörku ákvað hún að breyta um umhverfi og flutti til norður Noregs, til Mosjuem, í lítinn bæ og starfaði þar í um 12 ár. Þar kynndst hún bæj- arstjóra nokkrum, Lars Nygard, úr nálægu sveitafélagi og felldu þau hugi saman. Þegar þau sáu atvinnu- auglýsingu frá Islandi snemma á þessu ári, þar sem óskað var eftir læknum, til Olafsvíkur voru þau ekki sein á sér að láta slag standa og fluttu til íslands, 1. apríl sl. Upplífgandi danskur andblær í Olafsvík Er það samdóma álit þeirra sem þekkja til Gundu að tilkoma hennar til Olafsvíkur hafi haft mjög upphfg- andi áhrif á bæjarlífið þar í bæ. Skessuhom ákvað því að ræða við Gundu og komast að því m.a. hvers vegna þau hafi ákveðið að skella sér til íslands af öllum stöðum og byrja að sinna sjúkum í Olafsvík. „Ég hafði verið í Noregi í 12 ár og við Lars vomm sammála um að það væri gaman að breyta um umhverfi áður en við yrðum of gömul og þegar við sáum þessa auglýsingu frá íslandi þá vorum við eiginlega aldrei í vafa um að sækja hér um." Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður talar við Gundu er hið sérkennilega en afar skemmtilega talmál hennar. Virðist hún hafa ein- stakt lag á því að koma viðmælanda sínum í skilning um það sem hún er að segja, jafnvel þó hún þurfi að sjóða saman semingar úr nokkrum mngumálum. Þá er eftirtektarverður skilningur hennar á íslensku með til- liti til þess að hún hefiír verið á land- inu í einungis rúma átta mánuði. Hún segir að mngumálaerfiðleikar hafi aldrei í rauninni verið mikið vandamál í starfi hennar á Heilsu- gæslustöðinni. „Ungt fólk talar góða ensku og eldra fólkið talar í flestum tilvikum dönsku. Þegar ég tala við sjúklinga mína þá er tungumálið sem maður notar yfirleitt það staðlað að ég lendi sjaldnast í erfiðleikum, en þegar það gerist þá kalla ég bara eft- ir aðstoð." Góð læknaaðstaða í Ólafsvík og spennandi náttúra Gunda segir að munurinn á starfs- aðstöðu sinni í Noregi og í Olafsvík sé mikill, hún hafi verið læknir í mun minna byggðarlagi í Noregi og því sé þetta allt annað líf hér á landi. ,Mesti munurinn á milli Mosjuem og Olafsvík felst í hinum góða tækja- búnaði sem við búum við hér í O- lafsvík og má segja að hann sé alger munaður. Það eina sem kannski gæti verið betra við þessar aðstæður héma er að hér er ekki nema einn hjúkrunarfræðingur, þeir þyrftu að vera fleiri ef gott ætti að vera. En það er einn sjúkraliði héma líka þannig að við kvörmm ekki svo mik- ið." Handverkið í hávegum Leimámskeið í Borgamesi Nýlokið er tveimur hand- verksnámskeiðum á vegum Sí- menntunarmiðstöðvarinnar. í Borgarnesi sóttu tólf konur leir- námskeið undir styrkri leiðsögn Ragnheiðar Jóhannsdóttur. Urðu þar til fallegir skraut - og nytjamunir sem síðan vora sýnd- ir almenningi á sýningu í Félags- bæ. Var gerður góður rómur af þessu námskeiði og er stefnt að því að vera með samskonar nám- skeið á fleiri stöðum á Vestur- landi á vorönninni. Bútasaumur á Akranesi Hin vel þekkta bútasaumskona Þórdís Bjömsdóttir kenndi á nám- skeiði á Akranesi. Þórdís er þekkt fýrir vandvirkni og falleg verk sem vakið hafa athygli út fyrir land- steinana. Tólf konur sóttu nám- skeiðið og luku allar við að sauma teppi þar sem koma ffarn helstu aðferðir í bútasaumi. A Akranesi og í Borgamesi era mjög virk búta- saumsfélög og mikill áhugi á hand- verkinu á báðum stöðum. Eflaust bætast nokkrir félagar í hópinn eft- ir þetta námskeið. (Fréttatilk.) Á þeim tíma er blaðamaður hafði ráðgert að eiga við Gundu viðtal kom upp bráðatilfelli og varð Gunda að fara með sjúkling í snatri til Akraness. Era ein- ungis tveir læknar starfandi á heilsu- gæslustöðinni í O- lafsvík og því þarf annar þeirta ævinlega að vera á bakvakt ef alvarleg tilfelli koma upp. Gunda segir vinnu sinnar vegna oft þurfa að ferðast um Snæfellsnesið og hún noti ferðirnar jafnan til að skoða fagra náttúruna, sem hún ségir að sé sér afar hugleikin og að þau Lars hafi fengið marga vini sína í heimsókn til að njóta hennar. „Það er svolítið fýndið að þegar vinir okk- ar fréttu að við ætluðum að flytjast til íslands þá allt í einu vora allir ólmir í að heimsækja okkur. Við höf- um farið með vini okkar um allt Snæfellsnesið og hafa sallir verið mjög snormir af fegurðinni. Fyrir mig sem áhugaljósmyndara er þetta líka spennandi náttúra og ég lít á það sem forréttindi að búa héma við sjó- inn og við þessa birtu sem hér er. Ég hlakka til næsta sumars þegar ég mun líkast til hafa meiri tímá til að sirma því .áhugamáli. í Noregi bjó ég í innilokuðum dal svo að þetta er mikil breyting frá því. En það hefur sínar neikvæðu og jákvæðu hliðar að búa við sjóinn eins og við íbúar O- lafsvíkur höfum orðið illþyrmilega vör við á síðustu dögum," segir Gunda og bætir við „en svona er líf- ið!" Ðanskur jidejrukost og íslenskur Blaðamanni leikur hugur á því að fá að vita hvað henni finnst um allt tilstandið í kringum jólin á íslandi og þá sérstaklega jólahlaðborðin, sem munu vera af ætt danskra julefrukost -borðhalds. „í Dan- mörku er þetta ekki svo ósvipað, nema hinn eiginlegi julefrukost fer fram á jóladag. Hefst þá borðhaldið á hádegi og er mikið borðað og drakkið langt fram á kvöld í faðmi fjölskyldunnar, af svokölluðu köldu hlaðborði." Gunda segir að Danir hafa þó einnig það fýrirkomulag eins og íslendingar að fara á veit- ingastaði með vinnufélögunum eða vinum á aðventunni, en viðurkenn- ir að þeir séu þó ekki jafn yfirdrifh- ir í þessum sið. Gunda telur enn- fremur að meiri hefð sé fýrir því að Danir stundi þetta í hádeginu en á íslandi séu það kvöldin. Hún segist aldrei fyrr hafa séð eins mikið af jólaljósum og á íslandi og segir það eðlilegt þar sem skammdegið hér geti verið fólki yfirþyrmandi. Viljum vera enn meðal hvatvísra Islendinga Annars ber hún íslendingum vel söguna og segir þá skemmtilega hvatvísa, jákvæða og framkvæmda- menn upp til hópa, ólíkt Norð- mönnum til að mynda sem þyrftu alltaf setjast niður og ræða málin í iangan tíma. Oft yrði síðan ekkert úr þeim bollaleggingum. „Við höfum náð að aðlagast mjög vel lífinu hér í Olafsvík enda hefur starfslið Heilsu- gæslunnar og sjúklingamir tekið mér mjög vel. í upphafi höfðum við ráðlagt að vera hér í kannski þrjú ár en núna sjáum við ffarn á að vilja vera héma mtm lengur." smh Sveinn Hálfdánarson (t.h ) afhendir Ragnari Sv. Olgeirssyni formanni félags eldri borgara styrk tferðajóð. Mynd: GE Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgamess Endurskoðun laga og reglna Framhaldsaðalfundur Verkalýðs- félags Borgamess var haldinn í Fé- lagsbæ 13. des. s.l. Fundi var frestað í maí s.l. vegna endurskoðunar laga félagsins og reglugerða sjóða og starfsreglna sem starfsemin hvílir á. Einnig var ákvörðun um félagsgjald frestað á vorfundinum. Fimm manna laganefnd hefur unnið að þessari endurskoðun og lagði fýrir þennan fund endurskoð- uð lög félagsins, reglugerð Sjúkra- sjóðs, reglugerð um kosningu trún- aðarmanna og endurskoðuð fund- arsköp. Einnig nýjar reglugerðir fýrir orlofssjóð og vinnudeilusjóð. Tillögur laganefndar vora allar samþykktar. Laganefnd hefur ennfremur yfir- farið samþykktir fýrir allar fimm deildir félagsins og Fræðslu- og menningarsjóðs. Sögðust þeir vilja stefna að því að félagið lyki við að afgreiða þær á aðalfundi næsta árs. Nokkrar breytingar vora gerðar á lágmarks félagsgjöldum þeirra sem era utan vinnumarkaðs og stefút að því að þau verði greidd mánaðarlega eins og önnur félags- gjöld. Jólagjöf til eldri b Á fundinum var Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni afhent jólagjöf í nafúi eldri félaga Verkalýðsfélags Borgarnes. Vora það 200 þús. kr. sem skyldu ganga til ferðasjóðs eldri borgara. Ragnar Sv. Olgeirsson, formaður Félags eldri borgara, tók við gjöfinni og þakkaði Verkalýðsfélaginu hlýhug í garð eldri borgara fýrr og síðar. Að loknum ffamhaldsaðalfundi bauð Verkalýðsfélagið fundar- mönnum upp á heitt súkkulaði, kaffi og glæsilegar tertur, kex og salat. Ragnar Sv. Oleirsson fór með framort ljóð úr væntanlegri ljóða- bók sinni og söng og lék nokkur lög á gítar. Og Theodór Þórðarson sagði frá ýmsum þekktum borgur- um í Borgamesi og víðar. GE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.