Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 48
48
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001
3KESSUHOBKI
l/tHtAhðWUð
Jónatan Þorsteinsson frá Hæl
1
Á seinni hluta nítjándu aldar bjuggu á Hæl
í Flókadal hjónin Þorsteinn Guðmundsson
og Ljótunn Pétursdóttir. Ljótunn var talin
greind í besta lagi, skemmtileg og gaman-
söm en hispurslaus og ómyrk í máli og
meinstríðin. Var talin glæsikona á unga aldri
en varð föl og hörkuleg með árum enda þá
búin að kenna ótæpilega á beiskju lífsins og
lýsir Kristleifur Þorsteinsson henni svo að
hún væri þannig undir brún sem þaðan gæti
verið nokkurra veðrabrigða að vænta. Ljót-
unn var talin þokkalega hagmælt og hafa
nokkrar vísur hennar geymst og eru að vísu
nokkuð misjaínar að gæðum. Um Þórð sem
var síðari maður hennar var þessi vísa:
Klukkan fjegur kalt er veður úti,
Þárður gleður sjálfan sig,
syngur og kveðurfyrir mig
Um nágranna hennar Odd á Brennistöð-
um er þessi vísa:
Sittfram glennir söðladýr,
sést oft renna í tröðum,
örvaspennir ekki rjr,
Oddur á Brennistöðum.
Um dætur sínar tvær sem sám við rokka
sína orti Ljótunn:
Tindabykkjur tvœr á rokka spinna,
önnurþráð en önnur band,
úrþeim báðum lekur hland.
Ekki treystu þær sysmr sér til að sitja þegj-
andi undir þessum athugasemdum og svör-
uðu í sameiningu:
Fyrstþú getur engu eirt
utan því að skamma,
betur vœri kefli keyrt
í kjaftinn á þér mamma.
Um Ljómnni segir Þorsteinn Björnsson
frá Bæ í Bautasteinum:
Ljótunn var óltk öðrum konum,
Akaflynd, hugstór, laus við prjál.
Húnfeddi offjóld affremdarvonum
enflestar reyndust þær henni tál.
- Eins og svanur á eyðimörk
eða í hraunsprungu visnuð björk\
Jónatan Þorsteinsson (1852-1894) var
frumbuður þeirra hjóna og er talinn hafa
verið með allra efnilegustu ungu mönnum í
héraðinu á sinni tíð og auk þess að vera
glæsimenni svo eftir var tekið var hann
einnig mikill hagleiksmaður og virtist fram-
tíðin brosa við honum þegar hann er rúm-
lega tvítugur var jafnan dregur til þess sem
verða vill.
I Múlakoti í Lundarreykjadal bjó þá Guð-
ríður Jónsdóttir, prýðilega hagmælt kona en
skaprík nokkuð, var einnig af efnagóðu fólki
komin en barðist áffam í Múlakoti ásamt
manni sínum við lítil efni. Þegar kveðskapur
Jónatans fer að berast um sveidr verður
Guðríður mjög hrifin af hans ljóðagerð og
aldrei spillir að koma sér vel við efnaheimili
sem Hælsheimilið vissulega var og yrkir til
hans þessa fallegu vísu:
Bragagyðju þarf ei þvinga
þreytir glaður óðs við stjan.
Besta skáldið Borgfirðinga
bráðgáfaður Jónatan.
Flökkuhjú nokkur vom á ferð í nágrenni
Guðríðar og fer hún með vísuna fýrir þau í
trausti þess að hún muni berast að Hæli. Það
fór og að vonum en hitt fýlgdi með sem ekki
mun þó hafa verið meiningin að þarna væri
um háð að ræða.
A þeim forsendum reiðist Jónatan og yrk-
ir til baka æði ljóta vísu sem ég hirði ekki um
að birta hér enda minnir mig að ég hafi birt
hana í þætti um Guðríði í síðasta jólablaði
Skessuhorns.
Víkur nú sögunni til Guðríðar í Múlakoti
sem bíður heima og vonast jafnvel eftir að
sér verði vikið glaðningi fýrir vísuna en fær í
stað þess illyrði ein og hefur mörgum sárnað
af minna tilefni enda stóð ekki á svarinu:
Það er mín ósk ogþað er mín spá,
þungri vafinn pressu
að gæfusporin gangirfá
greyið uppfráþessu.
Fleiri vísur munu hafa farið á milli þeirra og
nánast orðið að bölbænum sem ýmsir töldu
að hefðu orðið að áhrínsorðum á báða vegu.
Árið 1882 byrjar Jónatan búskap á Hálsum
í Skorradal og giftist 20. október sama ár
Snjáfríði Pétursdóttur frá Grund og fæðist
þeim síðan dóttirin Kristín 19. ágúst 1883.
Sumarið og reyndar árið 1882 var eitt það
versta sem heimildir eru um á Islandi í seinni
tíð og í Oldinni sem leið er þess getið við
árið 1882 að þá hafi beinlínis fallið á svæðinu
milli Gilsfjarðar og Skarðsheiðar, 136 naut-
gripir, 26 þúsund fjár, 16400 unglömb og
1300 hross. Er þá ótalin sú fækkun sem varð
vegna heyskaparleysis og er talið að á þessu
ári hafi sauðfé landsmanna fækkað um þriðj-
ung.
Það hefur alltaf verið erfitt að byrja búskap
á Islandi og ekki síst í slíku árferði. Ungu
hjónin komu að vísu bæði frá efnaheimilum
en kannske voru viðbrigðin einmitt meiri
þess vegna. Víst er það að Jónatan unni konu
sinni mjög og vildi ekki að hana skorti neitt
en efnin bara leyfðu það ekki. Við þessar að-
stæður freistast Jónatan til þess að taka ó-
ffjálsri hendi kindur með annars marki sem
síðan komst upp og var hann dæmdur til
betrunarhúsvistar. Við þessar aðstæður var
Snjáfríður spurð að því hvort hún hyggðist
ekki skilja við Jónatan sem mörgum þótti
eðlilegt eftir það sem á undan var gengið en
svarið var á þessa leið „Eg held að hans raun
sé nógu mikil þó að ég svíki hann ekki líka".
Sem eðlilegt er kom þó los á heimilislífið við
þessa atburði auk þess sem Jónatan smitaðist
af eða að minnsta kost fór að kenna holds-
veiki sem að lokum dró hann til dauða. Arið
1886 byrja þau aftur búskap á Vatnshömr-
um í Andakíl og búa þar til 1893 að Jónat-
an fer í húsmennsku að æskuheimili sínu
Hæli og deyr þar 31. ágúst 1894.
1 þeim heimildum sem ég hef fundið um
Jónatan er þess jafnan getið að hann hafi
verið talinn með gáfuðustu mönnum hér-
aðsins á sinni tíð og einnig með allra
skemmtilegustu mönnum. A þeim tíma var
það siður hagyrðinga að yrkja bæjarímur og
báru það margir við en satt að segja var
sumt af því ekki merkilegur kveðskapur.
Bæjarímur Jónatan skera sig úr þessum
kveðskap á tvennan hátt. Bæði eru þær bet-
ur ortar en þorrinn af þessari skáldskapar-
tegund og þær eru oft á tíðum dálítið mein-
legar sem ekki var venja í þessum tilfellum.
Eftir því sem ég velti bæjarímum Jónatans
fýrir mér verð ég meira í vafa um hvort
þarna er á ferðinni beiskja eða kaldranaleg-
ur húmor sem varla hefur aflað honum vin-
sælda en það er kannske varla von að menn
gleddust við sumar hendingarnar.
Jónatan virðist heldur ekki hafa búist við
eintómu lofi fýrir þennan kveðskap og lætur
eftirfarandi vísur fylgja bæjarímu um Lund-
arreykjadal:
A þig bind ég endahnút
ofurlitla bœndaríma,
farðu nú aðflakka út
fólki að stytta rökkurtíma.
Þú ert nokkuð beinaber
og burðasmá að krafsa frerann,
því með hálfum huga þér
hleypi ég út á gaddinn beran.
Þér mun hleypa einhver inn
úr þérfyrr en kraftinn dregur,
sýnist mér og svipur þinn
sœmilega hörkulegur.
Þó að auki þykkjuna
þetta máske sumum grönnum
kærðuþigsamt kollótta
og ktrmdu við hjá öllum mönnum.
Efþeir seg/a um sveitina
að sértu skökk og illa kveðin
skaltu bara í brestina
berja eins og Kaupa - Héðinn.
Aldrei heldur aðru nuel
ávirðing þó sé þér valin.
Farðu nú ífriði s<el
ogflyttu. kveðju mína um dalinn.
Eyjólfur Gíslason á Hofsstöðum sendi
Jónatan kvæðiskorn sem svar fyrir hönd
þeirra sem urðu fýrir bæjarímum hans og
hefst það á þessu erindi:
Vatnshamra byggir vel gáfaður
vartþó að hangi álitið,
heitir Jónatan hagleiksmaður,
hann kann enginn aðjafnast við.
Hann yrkir Ijóð um lýða sveit
og lofarfáa það ég veit.
Samt er það svo að í seinni tíð eru það
einmitt bæjarímurnar sem hafa haldið nafni
Jónatans mest á lofti þó hann ætti ekki síður
skilið að hans væri minnst fyrir ýmislegt
annað.
Kvenréttindamál voru á þeim tíma tölu-
vert til umræðu og hefur vafalaust sýnst sitt
hverjum eins og ennþá er um flesta hluti en
í kvæðinu Gaman og alvara viðrar hann sitt
sjónarhorn:
Þegar loksins kemst í kring
kvennafrelsis málið
endurskapast þjóð ogþing,
þá er sopið kálið.
Kreddur þ<er sem öldin ól
áður, hverfa flestar,
sjástþá ei á svörtum kjól
sýslumenn ogprestar.
Ónei, þá í embcettum
allteins verða slyngar
ogprédika í pilsunum
píkur og meykerlingar.
Skiljast láttu þetta þér,
þannig orðið getur,
maðurinn sýslumannsins er
máske bóndatetur.
Það er margra manna spá,
munum á því kenna
loks að verði ofaná
allur þorri kvenna
Efað líka frelsið frítt
fierir ávöxt þenna.
lsland verður eins og nýtt
undir ríki kvenna!
Konan mín sem kvendin hin
kannske verði talin.
Hver veit nema hreppsstjómin
henni verðifalin.
Stykkið þó sé þeygifeitt
erþetta sigur hálfur,
embcettiðfyrst ekki neitt
öðlast get ég sjálfur.
Um efnahag Jónatans eftir að hann fer að
Vatnshömrum veit ég lítið en ekki virðist
honum hafa verið sérstaklega hlýtt til kaup-
manns þess sem hann gefur þessa umsögn:
Flcer nú danski djöfullinn
dróttir sig í kringum,
brúkar svo í skceðaskinn
skjátuna af fátceklingum.
Um snúningatelpu sem var hjá Jónatan
um tíma varð til þetta erindi:
Fljót er hún Stína á stað,
stekkur ogfénu að,
gcetir um geim.
Léttfett og hröð sem hind
hleypir ípilsin vind
enfinnur enga kind
og snýr svo heim.
Samdráttur fólks hefur oft orðið hagyrð-
ingum yrkisefni og við eitthvert tækifæri
varð eftirfarandi til hjá Jónatan:
Eggert náir ástaspaug
Imbu tjá sem hlýðir,
nokkrir spá að tryggðataug
togni á um síðir.
Snjáfríður var mikil myndar-s og dugnað-
arkona og vildi hafa rausn í garði eftir því
sem mögulegt var. Eitthvað fékkst hún við
yfirsetustörf þó ólærð væri og talin mjög
nærfærin við menn og skepnur og var á orði
haft hve vel hún hjúkraði manni sínum í
veikindum hans. Það er ljóst að Jónatan unni
konu sinni mjög og eftirfarandi kvæði sem
ber naftiið Konan mín ber þess glöggt vitni:
Konan mín þá kemur heim
kcerumfinnst mér birta afdegi,
henni tek ég höndum tveim
hún er Ijós á mínum vegi.
Og svo blessað bamið mitt,
beggja okkar líf ogyndi,
hún fær glaða geðið sitt,
gengur móti henni í skyndi.
Segir hún með ákefð: Æ!
Ertu komin mamma góða,
þér ég loksins fegin fie
faðminn minn og kossa bjóða.
Þannig allt í okkar b<e
umbreytist og verður nýrra,
öðrum með og betri bl<e,
bjartara og miklu hlýrra.
Bærinn okkar er svo smár,
auðlegð virðist litla geyma
en mér finnst hannfagur og hár,
fullur af auð efþú ert heima.
Fyrst ég á þig, á ég nóg,
elskulega konan fríða.
Ég á gull og grænan skóg,
guðsblessun og kraft að stríða.
Þetta kvæði er merkt 1890 en á fertugsaf-
mælinu sínu 1892 lítur hann yfir farinn veg
og þó það kvæði sé of langt til að birtast sem
heild er rétt að líta aðeins í þær línur:
Þá er ég kominn á þennan dag
þreyttur á holdi og sálu,
eftir kaldan auðnuhag
á lífsbrautum hálu.
Alloftfékk ég áþví skil,
erþað skoðun hinna
að égfinni ekkert til
óhappanna minna.
Einnig beri höfiið hátt,
helst til lyndisglaður,
gefi mig við þjarki þrátt
ogþykist vera maður.
En þeir vilja ég lúti lágt
líkt og sneyptur rakki,
beri aldrei höfuð hátt,
hyljist rifnum stakki
Stórketið sem á mér er
örðugþó sé glíman
hefur ætíð hamlað mér
að hnígafyrir tímann.
Við að falla í heimi hér
hölda lamast kraftur,
það erfátt sem þyngra er
en það að standa upp aftur.
I bæjarímu um Andakílshrepp lýsir Jónat-
an sjálíum sér svo og er þá farið að halla und-
an fæti:
Jónatan með þrotinn þrótt
þrautreyndastur manna
allri rúinn gæða gnótt
gætir Vatnshamranna.
Þó er alltaf stutt í kímnina hjá Jónatan og
við eitthvert tækifæri verður til eftirfarandi:
Kajfi ég drekk og tóbak tygg
og telþað mestu gæði,
mínu ekki á liði ligg
að Landssjóðurinn græði.
En árin og sjúkdómurinn hræðilegi sækja
að og við eitthvert tækifæri verður til eftir-
farandi staka:
Fótstirðir og mjög til meins
mæðumst svona á kreiki
við erum báðir orðnir eins
eg og klárinn bleiki.
Eins og áður var á minnst var Jónatan tal-
inn með skemmtilegustu mönnum og texti
sem hann skrifaði vini sínum í ljóðabréfi sýn-
ir að nokkru orðsnilld hans þegar honum
tókst upp:
Kollegtan nú á enda er,
einnig pistill og bænalestur,
guðspjallið hefur gleymst hjá mér,
það gerir að ég er ekki prestur.
Egsetþað þá í endann á
útleggingunni - það má vera
-tíðindum segjafer égfrá
fyrst ogþau póetísera.
Ljúkum svo þessari umfjöllun um Jónatan
Þorsteinsson með orðum Þorsteins Björns-
sonar ffá Bæ í Bautasteinum:
„Jónatan skáldfær nú skjóls að njóta,
Ur skotmáli horfinn jarðarspjóta."
Meðþökkfyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367