Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 ^wuaunuh.: Héraðsdómur Vesturlands Dómur fyrir kyn- ferðisbrot Þann 17. desember sl. kvað Héraðsdómur Vesturlands upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn X, 34 ára gömlum manni, sem er ákærður fyrir eftirgreind brot gegn stúlkunni Y, fæddri árið 1985: 1. Fyrir kynferðisbrot, með því að hafa á árunum 1993 til 1998, í hlöðu og inni á heimilinu að x í x, þar sem stúlkan var til sumar- dvalar hjá foreldrum ákærða, margoft káfað á henni innan og utan klæða, í nokkur skipd kysst hana tungukossum, í nokkur skipti sett og reynt að setja fing- ur inn í leggöng hennar og í eitt skipti árið 1997 eða 1998 fengið hana til að strjúka kynfæri hans. 2. Fyrir kynferðisbrot, með því að hafá sumarið 1996, í tjaldi á hestamannamóti sem haldið var að x á x, reynt að þvinga stúlkuna til samræðis og að hafa við haustsmölun fyrir x árið 1999 káfað innanklæða á brjóstum hennar og kynfærum utanklæða. I niðurstöðum dómsins segir að eins og málið liggi fyrir dóm- inum þá standi orð gegn orði, framburður meints brotaþola gegn ffamburði ákærða. Þá segir þar að það sé álit dómsins að haf- ið sé yfir skynsamlegan vafa að á- kærði hafi gerst brotlegur gagn- vart stúlkunni með þeim hætti sem lýst sé í ákæru. Dómsorð er á þessa leið: A- kærði, X, sæti 12 mánaða fang- elsi. Akærði greiði Þórdísi Bjarnadóttur héraðsdómslög- manni f.h. stúlkunnar x, kennitala x, 600.000 krónur með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá 2. ágúst 2001 til greíðsludags. Akærði greiði allan sakar- kostnað, þar með talin málsvam- arlaun skipaðs verjanda síns, Inga Tryggvasonar hd., 200.000 krón- ur, og þóknun skipaðs réttar- gæslumanns brotaþola, Þórdísar Bjarnadótmr héraðslögmanns, 150.000 krónur. smh Birgir Leiíur valinn kylfingnr ársins Birgir Leifur Hafþórsson, ffá Akranesi, var í dag (miðvikudag) valinn kylfingur ársins hjá Golf- sambandi Islands. Valið var kunngert á blaðamannafundi sem Golfsambandið hafði boðað til. Birgir þykir vel að titlinum kominn enda er hann eini Is- lendingurinn sem komist hefúr á mót á Evrópumótaröðinni, en hann lék á þremur slíkum mót- um á árinu. Birgir hefúr unnið sér inn rétt til að leika áfram á á- skorendamótaröð Evrópu á næsta ári líkt og því sem senn er á enda. HJH Sjúklingur veittíst að starfsmanni SHA Starfsfólki finnst öryggi sínu ógnað Um síðustu helgi varð sá atburður á Sjúkrahúsi Akraness að sjúklingur á lyflækningadeild réðst að starfs- manni og veitti honum áverka. Enn- ff emur voru um helgina brotnar upp hurðir á lager í kjallara hússins en ekki vitað hver þar var að verki og ekki vitað til þess að neinu hafi ver- ið stolið. Málið er í höndum lög- reglu. Guðjón Brjánsson, ffamkvæmda- stjóri SHA segir menn harma at- burðina en í þessu tilviki hafi það verið álitamál hvar viðkomandi sjúk- lingur hefði átt að innritast. "Orygg- ismál stofnunarinnar hafa verið í at- hugun og í Ijósi þessara atburða verður gripið til aðgerða," sagði Guðjón Brjánsson. Að sögn Halldórs Hallgrímssonar sem situr í stjóm starfsmannaráðs og stjórn SEIA hafa þessi atvik orðið til þess að beina athyglinni að öryggis- málum stofnunarinnar sem hann segir að megi bæta. A fundi stjómar SHA sem haldinn var í fyrradag, 18. desember, var lögð fram samþykkt ffá stjóm starfsmannaráðs sem lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ör- yggisgæslu í húsnæði SHA. I sam- þykktinni segir að ástandið á A-deild um helgina hafi ekki verið gott og starfsfólki fúndist öryggi sínu ógnað. Ennffemur segir í samþykktinni að það sé spurning hvort starfsfólk deilda geti fengið aðstoð annars- staðar ffá t.d. með yfirsetu eða vakt yfir hættulegum sjúklingum, örygg- ismyndavélum í kjallara og 1. hæð eða hreinlega vaktmann í húsið sem yrði allan sólarhringinn. Stjórn SHA hefur falið framkvæmdastjórn að skoða öryggisþætti sem snúa að starfsfólki og húsnæði með tilliti til úrbóta. K.K Ökuferð endaði um borð Á sl. þriðjudag endaði ökumaðurr ferð sína um Rifshöfn, hálfur um borð í Þorsteini SH. Vildi óhappið þannig til að maður- inn hugðist taka handbremsu- beygju sem tókst ekki betur en með fyrrgreindum afleiðingum. Var lögregla ekki kvödd á staðinn enda olli maðurinn engum skemmdum nema á eigin biffeið og sá sjálfur um að fjarlægja hana með lyftara af sfysstað. smh Bíllinn er hér kominn hálfur um horS í Þorstein SH. Ahyggjufiillur ökumaSur. Svanborg SH Formleg leit í biðstöðu Ákvörðun um að hætta skipu- lagðri leit að skipverjunum tveimur sem saknað er af Svan- borgu SH, sem fórst undan Svörtuloftum fyrir um tveimur vikum, var tekin á fúndi svæðis- stjórnar á sunnudagskvöldið sl. Að sögn Davíðs Óla Axelssonar, formanns Björgunarsveitar Hellissands, mun leit halda á- fram seinnipart vikunnar en vegna ríkjandi vindátta ræki lítið sem ekkert á fjömr á þessum slóðum. smh Frækilegt björgunarafrek Afreks- merld úr gulli veitt Ólafúr Ragnar Grímsson, for- seti Islands, afhenti á miðviku- daginn sl. sigmanni í björgunar- sveit vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, Jay D. Lane jr., affeks- merki úr gulli vegna frækilegrar björgunar skipverja á Svanborgu SH sem fórst 7. þessa mánaðar. Er þetta í fyrsta skipti sem gull- merki er veitt í sögu afreksmerk- isins. Aðrir í áhöfh björgunarþyrl- unnar fengu affeksmerki úr silfri. Þeir em Javier Casanova, flug- stjóri, Michel H. Gamer, aðstoð- arflugmaður, Darren E. Bradley, flugvélstjóri, Jeremy W. Miller skytta og Scott J. Bilyeu björgun- arliðsmaður. Ólafur Ragnar minntist við tækifærið, skipverjanna á Svan- borgu SH, þeirra Sæbjöms Vign- is Ásgeirssonar, skipstjóra, Vig- fúsar Elvars Friðrikssonar stýri- manns og Héðins Magnússonar vélstjóra en þeir vom allir búsett- ir á Olafsvík. Affeksmerki hins íslenska lýð- veldis var stofnað 1950. Var það síðast veitt árið 1997 og þar áður 1987, en það er veitt vegna björgunar úr lífsháska. Afreks- merkisnefndar kom saman þann 13. desember sl. og í gjörðarbók hennar segir að nefndin hafi ver- ið sammála því mati Slysavama- félagsins Landsbjargar að þyrla varnarliðsins og áhöfn hennar hafi framkvæmt ótrúlegt björgunaraffek við mjög erfiðar aðstæður. Þá sé að fengnum upp- lýsingum ljóst að áhöfn þyrlunn- ar hafi sett sig í beinan Iffsháska er hún flaug vélinni að skipinu, sem var í brimlöðri komið undir hamrabergið þar á ströndinni. Sigmaðurinn hafi verið í stór- felldum lífsháska er hann braust til skipverjans sem hafði skorðað sig á þaki stýrishúss bátsins. Það hafi aukið á lífshættu sigmanns- ins er siglína hans flæktist í þil- farsbúnaði og aukið í senn á- hættu mannsíns og áhafnar þyrl- unnar. „Ur þessum vanda var leyst við ótrúlegar aðstæður og tókst að koma líflínu á skipverj- ann og koma honum upp á berg- ið," segir í fundargerðinni. Affeksmerkisnefhd skipa Har- aldur Henrýsson, hæstaréttar- dómari, Ásgeir Pémrsson for- maður orðunefndar og Jón Gunnarsson, formaður Sfysa- vamafélagsins Landsbjargar. smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.