Skessuhorn - 20.12.2001, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001
^wuaunuh.:
Héraðsdómur
Vesturlands
Dómur
fyrir kyn-
ferðisbrot
Þann 17. desember sl. kvað
Héraðsdómur Vesturlands upp
dóm í máli ákæruvaldsins gegn
X, 34 ára gömlum manni, sem er
ákærður fyrir eftirgreind brot
gegn stúlkunni Y, fæddri árið
1985:
1. Fyrir kynferðisbrot, með því
að hafa á árunum 1993 til 1998, í
hlöðu og inni á heimilinu að x í x,
þar sem stúlkan var til sumar-
dvalar hjá foreldrum ákærða,
margoft káfað á henni innan og
utan klæða, í nokkur skipd kysst
hana tungukossum, í nokkur
skipti sett og reynt að setja fing-
ur inn í leggöng hennar og í eitt
skipti árið 1997 eða 1998 fengið
hana til að strjúka kynfæri hans.
2. Fyrir kynferðisbrot, með því
að hafá sumarið 1996, í tjaldi á
hestamannamóti sem haldið var
að x á x, reynt að þvinga stúlkuna
til samræðis og að hafa við
haustsmölun fyrir x árið 1999
káfað innanklæða á brjóstum
hennar og kynfærum utanklæða.
I niðurstöðum dómsins segir
að eins og málið liggi fyrir dóm-
inum þá standi orð gegn orði,
framburður meints brotaþola
gegn ffamburði ákærða. Þá segir
þar að það sé álit dómsins að haf-
ið sé yfir skynsamlegan vafa að á-
kærði hafi gerst brotlegur gagn-
vart stúlkunni með þeim hætti
sem lýst sé í ákæru.
Dómsorð er á þessa leið: A-
kærði, X, sæti 12 mánaða fang-
elsi. Akærði greiði Þórdísi
Bjarnadóttur héraðsdómslög-
manni f.h. stúlkunnar x,
kennitala x, 600.000 krónur með
dráttarvöxtum skv. III. kafla
vaxtalaga nr. 38/2001 frá 2. ágúst
2001 til greíðsludags.
Akærði greiði allan sakar-
kostnað, þar með talin málsvam-
arlaun skipaðs verjanda síns, Inga
Tryggvasonar hd., 200.000 krón-
ur, og þóknun skipaðs réttar-
gæslumanns brotaþola, Þórdísar
Bjarnadótmr héraðslögmanns,
150.000 krónur. smh
Birgir
Leiíur
valinn
kylfingnr
ársins
Birgir Leifur Hafþórsson, ffá
Akranesi, var í dag (miðvikudag)
valinn kylfingur ársins hjá Golf-
sambandi Islands. Valið var
kunngert á blaðamannafundi
sem Golfsambandið hafði boðað
til. Birgir þykir vel að titlinum
kominn enda er hann eini Is-
lendingurinn sem komist hefúr
á mót á Evrópumótaröðinni, en
hann lék á þremur slíkum mót-
um á árinu. Birgir hefúr unnið
sér inn rétt til að leika áfram á á-
skorendamótaröð Evrópu á
næsta ári líkt og því sem senn er
á enda. HJH
Sjúklingur veittíst að
starfsmanni SHA
Starfsfólki finnst öryggi sínu ógnað
Um síðustu helgi varð sá atburður
á Sjúkrahúsi Akraness að sjúklingur
á lyflækningadeild réðst að starfs-
manni og veitti honum áverka. Enn-
ff emur voru um helgina brotnar upp
hurðir á lager í kjallara hússins en
ekki vitað hver þar var að verki og
ekki vitað til þess að neinu hafi ver-
ið stolið. Málið er í höndum lög-
reglu.
Guðjón Brjánsson, ffamkvæmda-
stjóri SHA segir menn harma at-
burðina en í þessu tilviki hafi það
verið álitamál hvar viðkomandi sjúk-
lingur hefði átt að innritast. "Orygg-
ismál stofnunarinnar hafa verið í at-
hugun og í Ijósi þessara atburða
verður gripið til aðgerða," sagði
Guðjón Brjánsson.
Að sögn Halldórs Hallgrímssonar
sem situr í stjóm starfsmannaráðs og
stjórn SEIA hafa þessi atvik orðið til
þess að beina athyglinni að öryggis-
málum stofnunarinnar sem hann
segir að megi bæta. A fundi stjómar
SHA sem haldinn var í fyrradag, 18.
desember, var lögð fram samþykkt
ffá stjóm starfsmannaráðs sem lýsir
yfir þungum áhyggjum vegna ör-
yggisgæslu í húsnæði SHA. I sam-
þykktinni segir að ástandið á A-deild
um helgina hafi ekki verið gott og
starfsfólki fúndist öryggi sínu ógnað.
Ennffemur segir í samþykktinni að
það sé spurning hvort starfsfólk
deilda geti fengið aðstoð annars-
staðar ffá t.d. með yfirsetu eða vakt
yfir hættulegum sjúklingum, örygg-
ismyndavélum í kjallara og 1. hæð
eða hreinlega vaktmann í húsið sem
yrði allan sólarhringinn. Stjórn SHA
hefur falið framkvæmdastjórn að
skoða öryggisþætti sem snúa að
starfsfólki og húsnæði með tilliti til
úrbóta. K.K
Ökuferð endaði um borð
Á sl. þriðjudag endaði
ökumaðurr ferð sína um Rifshöfn,
hálfur um borð í Þorsteini SH.
Vildi óhappið þannig til að maður-
inn hugðist taka handbremsu-
beygju sem tókst ekki betur en með
fyrrgreindum afleiðingum. Var
lögregla ekki kvödd á staðinn enda
olli maðurinn engum skemmdum
nema á eigin biffeið og sá sjálfur
um að fjarlægja hana með lyftara af
sfysstað. smh
Bíllinn er hér kominn hálfur um horS í Þorstein SH.
Ahyggjufiillur ökumaSur.
Svanborg SH
Formleg leit
í biðstöðu
Ákvörðun um að hætta skipu-
lagðri leit að skipverjunum
tveimur sem saknað er af Svan-
borgu SH, sem fórst undan
Svörtuloftum fyrir um tveimur
vikum, var tekin á fúndi svæðis-
stjórnar á sunnudagskvöldið sl.
Að sögn Davíðs Óla Axelssonar,
formanns Björgunarsveitar
Hellissands, mun leit halda á-
fram seinnipart vikunnar en
vegna ríkjandi vindátta ræki lítið
sem ekkert á fjömr á þessum
slóðum. smh
Frækilegt björgunarafrek
Afreks-
merld úr
gulli veitt
Ólafúr Ragnar Grímsson, for-
seti Islands, afhenti á miðviku-
daginn sl. sigmanni í björgunar-
sveit vamarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli, Jay D. Lane jr., affeks-
merki úr gulli vegna frækilegrar
björgunar skipverja á Svanborgu
SH sem fórst 7. þessa mánaðar.
Er þetta í fyrsta skipti sem gull-
merki er veitt í sögu afreksmerk-
isins.
Aðrir í áhöfh björgunarþyrl-
unnar fengu affeksmerki úr silfri.
Þeir em Javier Casanova, flug-
stjóri, Michel H. Gamer, aðstoð-
arflugmaður, Darren E. Bradley,
flugvélstjóri, Jeremy W. Miller
skytta og Scott J. Bilyeu björgun-
arliðsmaður.
Ólafur Ragnar minntist við
tækifærið, skipverjanna á Svan-
borgu SH, þeirra Sæbjöms Vign-
is Ásgeirssonar, skipstjóra, Vig-
fúsar Elvars Friðrikssonar stýri-
manns og Héðins Magnússonar
vélstjóra en þeir vom allir búsett-
ir á Olafsvík.
Affeksmerki hins íslenska lýð-
veldis var stofnað 1950. Var það
síðast veitt árið 1997 og þar áður
1987, en það er veitt vegna
björgunar úr lífsháska. Afreks-
merkisnefndar kom saman þann
13. desember sl. og í gjörðarbók
hennar segir að nefndin hafi ver-
ið sammála því mati Slysavama-
félagsins Landsbjargar að þyrla
varnarliðsins og áhöfn hennar
hafi framkvæmt ótrúlegt
björgunaraffek við mjög erfiðar
aðstæður. Þá sé að fengnum upp-
lýsingum ljóst að áhöfn þyrlunn-
ar hafi sett sig í beinan Iffsháska
er hún flaug vélinni að skipinu,
sem var í brimlöðri komið undir
hamrabergið þar á ströndinni.
Sigmaðurinn hafi verið í stór-
felldum lífsháska er hann braust
til skipverjans sem hafði skorðað
sig á þaki stýrishúss bátsins. Það
hafi aukið á lífshættu sigmanns-
ins er siglína hans flæktist í þil-
farsbúnaði og aukið í senn á-
hættu mannsíns og áhafnar þyrl-
unnar. „Ur þessum vanda var
leyst við ótrúlegar aðstæður og
tókst að koma líflínu á skipverj-
ann og koma honum upp á berg-
ið," segir í fundargerðinni.
Affeksmerkisnefhd skipa Har-
aldur Henrýsson, hæstaréttar-
dómari, Ásgeir Pémrsson for-
maður orðunefndar og Jón
Gunnarsson, formaður Sfysa-
vamafélagsins Landsbjargar.
smh