Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 47

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 47
SSlSSUiiöBM FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 47 Guðjtm settist undir stýrið á Bedford Slökkviliðsins þegar félagar bans litu í kafp á afmcelisdaginn. ferðuðumst mikið með lestum og höfðum frítt far en máttum einungis ferðast að næturlagi á milli landa. Þá lágum við á hörðtun trébekkja- skröttum og ég fann að sláttur hjól- anna á teinunum fór svona illa í höf- uðið á mér. Um haustið þegar ég kem heim og byrja að keyra tek ég eftir að ég heyri ekki vel með vinstra eyranu. Eg leitaði til læknis í Reykja- vík og hann skoðaði mig í krók og kring en getur ekkert gert íýrir mig, heym minni hrakaði smám saman og svo var það í kringum 1942 að ég rekst á auglýsingu um heymartæki í Familie Joumal. Eg byrjaði að kaupa blaðið 1930 vegna útsögunar- mynstra sem vom í blaðinu sem ég teiknaði síðan á krossvið fyrir skáta- stráka og hafði útsögunarkvöld einu sinni í viku. Þetta vora amerísk heymartæki en umboð í Danmörku. Þegar ég fer næst til læknisins gríp ég blaðið með mér og sýni honum. I framhaldinu varð það úr að félagið Heyrnarhjálp, sem var tdl húsa í Næpunni, pantaði 16 tæki ffá Dan- mörku og ég fékk eitt af þeim. Þetta var álíka tæki og ég er með núna og maður bar þetta í belti ffaman á sér. Með þessum fyrsm tækjum var svona hom sem kallað var og því var stungið í eyrað og síðan þráður nið- ur í tækið. Smátt og smátt missti ég heym á vinstra eyra og svo fór hún að hverfa úr því hægra hka en það bjargaði mér alveg að fá þetta tæki. Oft var það þegar ég var að gera við bílana mína að þá datt þetta út úr eyranu og ég grútskítugur með smurolíu á höndunum tróð hominu aftur í eyrað. Síðan kemur í Familie Journal frásögn um spöngina sem heldur nemanum við beinhimnuna fyrir ofan eyrað. Þetta var pantað fyrir mig og ég mun betur settur því spöngin hélst alltaf á sínum stað. Ef ég sný spönginni og set nemann fyr- ir ofan vinstra eyrað tekur það mig um þrjá daga að venjast tækinu. Taugamar em svo lengi í gang. Einhverju sinni fékk ég túr í Borg- ames ffá Laxfossi héma eins og off- lega. Eg fór margar ferðir með sjó- veikt fólk sem gekk af skipinu á Akranesi sem ég keyrði í Borgarnes. Og oft fékk í ffamhaldinu túra úr Borgamesi og lengra norður og vesmr og ffam í Borgarfjörð. Eg lét mömmu alltaf vita ef ég fór eitthvað lengra og í þetta skiptið fékk ég túr vestur á Mýrar. Þar á bæ einum fékk ég að nota síma og hringja heim til að láta vita af mér. Eg var búinn að sjá telpu á bænum, trúlega tíu ára gamla sem kom inn í stofuna til okk- ar og lagðist á gólfið fyrir ffaman út- varpið sem var stdllt mjög hátt. Sjá- anlega heyrði hún illa, ég sá það á svipbrigðum hennar hvemig brást við því sem heyrðist í útvarpinu. Eg spyr móðurina hvort telpan heyri illa. Já, segir hún. Má ég pmfa að láta hana heyra í heymartækinu sem ég er með, spyr ég? Konan hafði horft á mig þegar ég talaði í símann og hún sá að ég setti tólið héma á bringuna á mér. Við fömm ffam og ég segi henni að stdlla útvarpið í eðli- lega hæð og síðan læt ég tækið á telpuna. Móðirin leiðir hana aftur inn í stofuna og þegar telpan kemur inn úr dyrunum tekur hún öll að ljóma. Hún stoppar og horfir á út- varpið og hlustar nokkrar mínútur og snýr sér síðan að móður sinni og er svona brosandi og létt yfir henni. Konan fer að spyrja mig hvar ég hafi fengið þetta og ég segi henni að ég hafi fengið þetta í Heymarhjálp, fé- lagi í Reykjavík. Konan segir: "Eg fer á morgun með hana suður." Svona var hún fljót að bregðast við þegar hún sá hvaða áhrif þetta hafði á barnið. En svo veit ég ekki meira og kann þessa sögu ekki lengra. Ef- laust hefur konan gert þetta. Bjöm Blöndal og bannárin Einn af þeim aragrúa manna sem Guðjón hefur transportað á bílum sínum í gegnum tíðina er íslensk hliðstæða hins ósnertanlega Eliots Ness úr Síkagó: Bjöm Blöndal sem háði hetjulega baráttu við braggara á Islandi á bannárunum. Hvort Capo- ne hafi átt sér hliðstæðu í lífi Blön- dals er ekki á hreinu en aldrei fannst neitt í þeim túmm sem Guðjón fór með Bjöm Blöndal um Vesturland. Guðjón segir að alltaf hafði verið boðið upp á kaffi að húsrannsókn lokinni eins og gestrisinna er siður. "Símtalið ffá Bimi var alltaf nokk- uð sérstakt. Mamma svarar í símann og ég er heima og ég fer í símann og þá segir maðurinn í tólið: "Komdu sæll Guðjón. Vertu sæll Guðjón." Og þá vissi ég hvað tdl míns hlutar heyrði, nú væri að fylla tankinn og mæta niður á bryggu því að yfirvald- ið væri á leiðinni með Fagranesinu upp á Skaga. Bjöm Blöndal uppálagði það að ég legði bflnum sem næst landgang- inum á Fagranesinu en hindraði ekki umgang fólksins. Ólokaðar skyldu hurðirnar á hægri hliðinni vera og ég áttd að hafa bflinn í gangi í fyrsta gír. Svo var hann sestur inn og fyrir- skipaði: "A stað." Fylgdarmennimir tveir vom varla komnir inn í bflinn þegar gefið var inn. Þetta skapaðist af því að auðvitað gat einhver verið á bryggjunni sem bar kennsl á Blöndal því hann var jafnan borðalagður og gyllmr og sá hinn sami gat þess vegna látdð vita að Blöndalinn væri á ferð. Svona var hann var um sig. Jæja. Svo sagði Blöndal mér að beygja þegar ég var kominn upp á homið þar sem Axelsbúð er. Enginn vissi hvert skyldi halda nema hann. Þegar komið var héma inn að hús- inu þar sem bflaverkstæði Daníels er lá vegurinn eftir Langasandsbökkum inn á nes en hinn lá eins og hann liggur núna út úr bænum. Ef hann sagði: "Beygja" var farið inn á nes en ef hann þagði þunnu hljóði var hald- ið áfram út úr bænum og inní hrepp. Aldrei var ég þó með hann þegar hann fánn nokkuð. Leitað var í útd- húsum og úti um hvippinn og hvappinn en alltaf þegar þeir vora búnir að leita var þeim boðið í kaffi, mikil ósköp. Já. Svona var þetta. Svo gerðist það að nokkram klukkutímum síðar var ég kominn aftur á þennan sama bæ með tvo menn í bflnum sem vildu kaupa - og fengu það sem þeir báðu um á bænum. Mig varðaði ekkert um það. Þetta var nú svona. Blöndal fann ekkert en þeir fengu sem vildu kaupa. Hann hafði stundum vís- bendingar ffá einum og öðram því að sumum sinnaðist við þessa sem seldu landa. Einhver úlfuð var. Já. Mynd: K.K. Og hér er ég ennþá Það var ýmislegt sem kom fyrir mann í þessum leiguakstri og oft leið manni nú illa. Æi já. Off leið manni illa. Leigu- bílstjórinn heyrir svo margt. Ég er viss um að mörgum leigubflstjóran- um líður oft illa. En leigubflstjóri verður að þegja. Það dugar ekki fyr- ir leigubflstjóra að vera lausmáll. Þjóð veit þá þrír vita. Off gerðist líka ýmislegt skemmtilegt en maður má bara hreint ekkert segja. Sumir hafa verið að leggja að mér segja ffá en ég segi nei. Þetta er inni í mér. Og kannski best geymt þar. Hemámsár- in jafht sem aðrir tímar. Þú færð ekkert af því. Maður lifandi. Við gæmm setið við heilu dagana að rifja upp. En nú skulum við láta þessu lokið. Maður hefur svo sem fengist við ýmislegt á lífsleiðinni en hún hefur öll verið góð. Þetta er eins og mannlífið gengur fyrir sig, maður hefur getað tekið því öllu með jafn- aðargeði þegar þurft hefur - og ekki látdð bugast. Æ. Nei. Og hér er ég ennþá.“ K.K. Gudjón og Ingibjörg mei bömin, Astríður, Sigurður, Vigdís og Bjami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.