Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 SSESSUISQBKI Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 Einstök menningarve í'ðmæti vannýtt Uppdráttur afnýju aðalskipulagi Stykkishólms Vinnu við endurskoðun aðal- skipulags fyrir Stykkishólm er nú lokið og var opinn kynningarfund- ur haldinn um málið þann 12. des- ember sl. á Hótel Stykkishólmi þar sem Bæring Bjarnar Jónsson, arki- tekt í FAI, kynnti greinargerðina. Hvað er aðalskipulag? Eftirfarandi skilgreiningar er að finna í grein 1.3 í Skilgreiningum í skipulagsreglugerð: „Aðalskipulag: Skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjón- ustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili. Sveitarstjórn ber á- byrgð á að gert sé aðalskipulag. Að- alskipulag skal íjalla um allt land innan viðkomandi sveitarfélags. Aðalskipulag er háð staðfestingu umhverfisráðherra og tekur gildi þegar staðfesting þess hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda." „Skipulagsáætlun: Áætlun sem gerir grein fyrir markmiðum og á- kvörðunum viðkomandi stjórnvalda um ffamtíðarnotkun lands og fyrir- komulag byggðar og lýsir forsend- um þeirra ákvarðana [...] Skipulags- áædun er sett fram í greinargerð og á uppdrætti." Hvað kallar á endur- skipulagningu núna? Aðalskipulag Stykkishólms frá 1985-2005 var samþykkt 22. apríl 1988. Nokkrar minniháttar breyt- ingar á landnotkun hafa orðið á skipulagstímanum. Sú mannfjölda- spá sem þar birtist hefur ekki geng- ið eftir og er enn nægt landrými innan skipulagsrammans fyrir í- búðabyggð. Meðal þess sem kallar á endurskoðun í dag er vöntun á landi undir atvinnusvæði, frístunda- byggð og heilsutengda ferðaþjón- ustu. Auk þess er mikilvægt að skerpa á markmiðum varðandi upp- byggingu, varðveislu og viðgang bæjarins. Helstu áherslur í endurskipu- lagningunni: Meginmarkmið varðandi land- notkun í þéttbýli •Að nýta land betur þannig að ný byggð myndi samfellu við núver- andi byggð og ekki myndist eyð- ur milli hverfa. •Að ná fram meiri hagkvæmni í nýtingu gatnakerfis, veitukerfa og viðhaldi opinna svæða með því að taka til endurskoðunar þegar byggð svæði og nýta eyður sem eru í byggðinni. •Að skapa skilyrði fyrir meiri fjöl- breytni í samsetningu íbúða- markaðarins. •Að gera byggðina samfelldari þannig að skýr mörk verði milli byggðs og óbyggðs lands. •Að gera ásýnd bæjarins fallegri og heillegri og sækja viðmið í gamla bæjarkjarnann við höfnina. •Að hafa tiltæk svæði fyrir sem fjölbreyttasta atvinnustarfsemi. •Að marka stefnu um varðveislu og nýtingu gamla bæjarins. •Að hafa í huga þegar nýrri starf- semi er valinn staður að bærinn njóti góðs af staðsetningunni. Markmiðið er að nýta enn frekar þá fjárfestingu sem þegar hefur verið ráðist í s.s. nýja sundlaug, hótel, íþróttamannvirki, sjúkrahús, heilsu- gæslu, söfn, veit- ingahús, tjaldsvæði og gistiheimili. Mik- ilvægt er að upp- byggingin styrki bæjarmyndina, að önnur starfsemi njóti nálægðarinnar við þessa nýju starf- semi og að staðsetn- ingin sé hagkvæm með tilliti til veitu- kerfa og landnotk- unar. Athafhasvæði Markmiðið er að hafa tiltæk svæði fyrir sem fjölbreyttásta at- vinnustarfsemi. Stefnt er að enn betri nýtingu núverandi athafna- svæða og er deiliskipu- lagning þeirra verkfæri til þess. Einnig er stefnt að því að at- hafnasvæðin myndi samfellu eða tengingu við núverandi svæði. Lóðir verða flokkað- ar eftir eðli og ásýnd starfseminnar sem á þeim verður, með það að markmiði að stýra sjón- mengandi starfsemi á lítt áberandi svæði. Heilsutengd ferðaþjónusta Stefnt er að uppbyggingu heilsu- tengdrar ferðaþjónustu í Stykkis- hólmi sem er mjög spennandi en leggja verður sérstaka áherslu á að hún verði hluti af bænum. Sérstaða felst í því að tengja saman heilsu- rækt og menningu. Mikill áhugi er fyrir þeim menningarverðmætum sem húsaþyrpingarnar í gamla bænum í Stykkishólmi eru. Þar eru án efa vannýtt sóknarfæri fyrir ferðaþjónustuna til kynningar á bænum. Vefa má saman í markaðs- setningu á bænum heilsu- og menningartengda ferðaþjónustu. Þannig yrði sköpuð sérstaða með heilsurækt í gömlum verslunarbæ sem á meðal annars einstök menn- ingarverðmæti í gömlum húsum og götumyndum. Svæði fyrir frístundabyggð Frístundabyggð hefur verið val- inn staður í Nýræktinni norðan við Byrgisborgina við voginn. Lögð er áhersla á að byggðin sé nokkuð þétt og hafi samræmt, vandað og snyrti- legt yfirbragð og sé eingöngu ætluð til frístundanota. Stefha ber að því að hönnuðir leitist við að hanna hús sem falla að íslenskri byggingarhefð bæði hvað varðar efnisval og lausn- ir. Varast ber framandi byggingar- form og byggingarefni. Hafa ber í huga að hús standa í mannsaldra og bera höfundum sínum vimi til góðs eða ills. Sem dæmi um framandi form og byggingarefhi má nefna innflutt hús ýmiskonar sem byggð eru samkvæmt hefð viðkomandi lands en hafa enga vísun til íslands t.d. bjálkahús og ýmis vörulistahús. Einnig ber að varast ýmsar fram- andi nýjungar í klæðningum svo sem ýmsar framandi plötu-, plast- og stálklæðningar. Mælt er með notkun efna sem hafa öðlast hefð í íslenskri byggingarsögu s.s. timbri, bárujárni og steypu. Hafa ber í huga þá þróun sem lík- leg þykir að ferðaþjónustan, með á- herslu á sérkenni lands og þjóðar, verði ein af öflugustu atvinnugrein- um 21. aldarinnar. Við skipulagn- ingu þessa svæðis verður einnig að tryggja aðgengi almennings um svæðið og strandlengjuna. Stykkishólmur - gamli bærinn I skipulaginu er lögð áhersla á verndun og varðveislu gamla bæjar- ins í Stykkishólmi. Jafnframt er hvatt til frekari nýtingar og upp- byggingar í gamla bænum. Þar eru áhugaverðir möguleikar á þjónustu við ferðamenn í sambýli söguminja og nútíma atvinnuhátta. Húsaþyrpingarnar í gamla bæn- um í Stykkishólmi eru menningar- verðmæti sem Hólmarar eiga og ljóst er að mikill áhugi er fyrir þeim. I gamla bænum er að finna einstök menningarverðmæti á landsvísu. Þar eru án efa vannýtt sóknarfæri til kynningar á bænum með tilliti til ferðaþjónustu. Um 60 hús í Stykkishólmi eru byggð fyrir 1918 og njóta þar af leiðandi verndunar samkvæmt húsafriðunarlögum. Af þeim eru þrjú friðuð, þ.e. Norska húsið, gamla kirkjan og Egilshús. Hörður Ágústsson gerði árið 1978 húsakönnun í Stykkishólmi sem eflaust hefur átt stóran þátt í þeim áhuga sem verið hefur á við- haldi gamalla húsa í Stykkishólmi. Kristín Þorleifsdóttir vann loka- ritgerð í landslagsarkitektúr árið 1999 sem fjallaði um gamla bæinn í Stykkishólmi og er þar varpað ljósi á marga athyglisverða þætti. I þessum rimm er að finna sam- eiginleg sjónarmið varðandi varð- veislu og þróun gamla bæjarins sem einnig falla að skoðun aðalskipu- lagshöfunda. Mikilvægt er að þessi sameiginlegu sjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar að framkvæmdum kemur. í húsakönnun Harðar segir m.a.: „Tilgangur húsverndar er tví- þætmr. Með varðveislu húsa, göm- myndar eða hverfa, sem gerð em með þeim hætti að votta menning- arbrag síns tíma, byggingarlistar- eða þjóðháttarlegan, er verið að hirða um, hlúa að, þjóðmenningar- arfi og honum skilað öldnum og óbornum. í annan stað er verið að halda í manneskjulegt umhverfi og hamla gegn blindri vélvæðingu nú- tímans og andlausri sístöðlun hans [...] Saga Stykkishólms er merkur þátmr í þjóðarsögunni allri, og hana ber að varðveita í húsum ekk- ert síður en í bókum. Hólmarar verða að gæta þess að ummerki hennar í sýnilegri mynd þurrkist ekki út, sérkenni staðarins myndu fara sömu leið." (Hörður Agústs- son, Húsakönnun Stykkishólmi, 1978). Gatnagerð Þegar hugað er að viðhaldi eða endurnýjun gama verði það megin sjónarmið látið ráða að götumar lagi sig að landinu og húsunum sem fyrir eru þ.e. landið og byggðin verði forsendan en stöðluð göm- norm látin víkja. Með þetta í huga er mikilvægt að huga vel að breidd, hæðarsemingu og efnisvali gama. Varðandi frágang og efnisval verði sótt viðmið í gömlu húsin. Götumyndir Lagt er til að byggt verði í eyður í miðbænum þannig að gömmyndir verði heillegar og styrki þannig bæjarmyndina. Einnig er vert að huga að þeirri ásýnd sem blasir við þegar siglt er inn í höfnina. Húsagerð Mikilvægt er að hönnuðir nýrra húsa í gamla bænum leitist við að hanna hús sem hafa vísun í íslenska byggingararfleifð bæði hvað varðar efnisval og lausnir. Nýbyggingar í gamla bæjarkjarnanum verða að taka fullt tillit til gömlu húsanna er hafa menningarsögulegt mikilvægi. Þá er ekki átt við að nýbyggingarn- ar eigi að líta út fyrir að vera gaml- ar heldur að form, hlutföll, efnisval, frágangur og hrynjandi húsanna taki mið af gamla bæjarkjamanum. „Nýtt og gamalt gemr vel farið saman í húsagerð eins og á öðmm sviðum mannlífsins. Hið nýja verð- ur einungis að sýna því eldra fulla tillitssemi" (Hörður Ágústsson, Húsakönnun Stykkishólmi, 1978). Rými Stefht verði að því að móta bæj- arrými í gamla bænum er þjóni sem samkomustaður í hjarta bæjarins. Þannig má nýta það góða orðspor sem af gamla bænum fer til að renna stoðum undir viðgang og frekari uppbyggingu hverskyns þjónustu. I gamla bænum verði stjórnsýslan, menningar- og ferða- tengd þjónusta, ásamt ýmiskonar annarri þjónusm. Opin svæði Mikilvægt er að skilgreina öll opin svæði og notkun þeirra þannig að markvisst sé hægt að vinna að frágangi og ásýnd þeirra. Sjónarhom Athyglisvert er að skoða þau sjónarhorn sem þó nokkrir lista- menn hafa valið sér sem viðfangs- efni í Stykkishólmi. Mörg eru þau af húsaþyrpingunum í gamla bæjar- kjarnanum, höfninni og niður Skólastíginn að Súgandisey. Vert er að varðveita þessi sjónarhom effir besm gem þannig að þau geti áffarn glatt augu manna. „Sé staðið ofarlega á Skólastíg og horft niður eftir honum út á höfn- ina blasir við ein sérkennilegasta sjávargömmynd á Islandi, enda hafa margir listmálarar kunnað að meta hana." (Hörður Agústsson, Húsa- könnun Stykkishólmi, 1978). Landslag Landslag haldi sem mest ein- kennum sínum og er þá sérstaklega hugsað til þess að takmarka land- fyllingar. BBJ/smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.