Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Kolbnin Ýr Kristjánsdóttir stóð sig frábærlega á Evrópumeistaramót- inu sem fram í Antwerpen um síðustu helgi. Kolbrún Ýr er ekki óvön góðum árangri í sundlauginni þó segja megi að nú sé hún að ná sér á strik aftur eftír smá lægð að undanförnu. Kolbrún Ýr sýnir á sér hina hliðina í þessari viku. Nafn: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir Fœðingadagur og ár: 11. nóvember 1983 Starf: Nemi Fjölskylduhagir: A fóstu (Marías Hjálmar Guðmundsson) Hvemig bíl áttu: Reunault Megan, mamma ogpabbi eiga hann samtl! Uppáhalds matur: Maturinn hennar mömmu Uppáhalds drykkur: Islenska vatnið er best Uppáhalds sjónvarpsefni: Horfi á hvad sem er..... Uppáhalds sjónvarpsmaður: Ulfar í Spritz tíví Uppáhalds leikari innlendur: Ingvar Sigurðsson Uppáhalds leikari erlendur: Sean Connery og tnargir fleiri. Besta bíómyndin: Mary Poppins Uppáhalds íþróttamaður: Ríkharður Daðason frœndi Uppáhalds íþróttafélag: ÍA auðvitað... Uppáhalds stjómmálamaður: Fylgist voða lítið meðþessu....allir bara! Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Ekki hugmynd...enginn sérstakur. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Lenny Kravitz Uppáhalds rithöfundur: Steinun Jóhannesdóttir Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni: NO COMMENT Hvað meturðu mest ífari annarra: Þegarfólk segir mér satt!! Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Þegar fólk fer á bak við mig og þegarfólk er að reyna vera einhver annar en það er. Hverþinn helsti kostur: Akveðin Hver er þinn helsti ókostur: Það er hvað ég er hrikalega óskipulögð stundum ogþað getur verið soldið slæmtþegar að ég er í skóla og að æfa 8 sinnurn í viku! Ertu hjátrúarfull fyrir keppni: Nei ekkert rosalega....en samtþarf ég oftast að vera búin að heyra eitthvað í mömmu áður en ég keppi!! Afhverju byrjaðirþú að afa sund: Byijaði að æfa 7 ára en byrjaði í sundskóla 5 ára. Hvað geturþú synt lengi í kafi: Rúmlega 2 ferðir í Jaðarsbakkalaug Stærsta stundin áferlinum: Olymphdeikamir í Sidney 2000 Hvert er þitt æðsta takmark í sundinu: Vera með þeim allra bestu. Fikra mig ofar á heimslistanum Eitthvað að lokum: Þakka bara öttumfyrir stuðninginn og bara fyrir að hafa haft trú á mér!! Kjúklingur með Thailensku ívafi og grænmetistjútti (Allt óvenjulegt er skemmtilegt) Að þessu sinni kíkjum við inn í eldhúskrókinn á Bjarnarfossi í Staðarsveitinni á Snæfellsnesi. Þar seiðir Sigríður Gísladóttir fram pottagaldra síha, en hún gengst af einlægni við því að vera sælkeri í merg og bein. Hún fékk má segja sitt eldhúsuppeldi á Hótel Búðum, en hún var einn eigenda þess á ár- unum frá 1980 - 1994 auk þess að stýra því um árabil. Segist Sigríður vera mikið fyrir nýstárlegan mat, en síður þennan hefðbundna ís- lenska, og nefhir sérstaklega ýmsa réttí frá Tælandi og Spáni. Hún er smekkkona enda starfandi mynd- listarmaður auk þess að kenna myndlist við Lýsuhólsskóla. Hún á varla lýsingarorð til að lýsa ánægju sinni með sumar nýjar lífrænt ræktaðar íslenskar afurðir, sérstak- lega grænmetí og krydd, og mælist tíl þess að slíkt hráefni verði efrir föngum notað í uppskrift sína. Hún gefur okkur hér uppskrift að tælenskum kjúklingi og segir van- anum stríð á hendur. Enginn eldhúskrókur er óhultur fyrir Siggu Gísla sem erfljót að þefa uppi eitthvað óvenjulegt og skemmtilegt eins og þessar niður- lögðu marakósku sítrónur sem eru í krukkunni. Steikið eitt stk. meðalstóran kjúkling. Strá yfir hæfi- legu magni af salti, pipar, uppáhalds karrýinu, olíu og sítrónusafa. Um. 1 1/2 klukkustund í ofni. Kælið kjúklinginn. Rífið allt kjötið af og geymið á meðan grænmetið er steikt. Varðveita soðið auðvitað. 3 dljasmin hrísgrjón 6 dl Vatn Suðan látin koma upp og látið sjóða í nokkrar mínút- ur. Hrært tvo hringi, þrisvar sinnum. Slökkva undir og hafa lokið á. Látið standa á hellunni þar tíl vatn- ið er gufað upp - venjulega passlegt þegar maturinn er settur á borðið. Grænmetistjúttið: 1 stk. Chilly pipar (meðal stór) Engifer Kóriander Hvítlaukur Salt ogpipar Allt saxað smátt og steikt saman. Út í þetta fer síðan gróff skorið: Paprika - Gul, rauð og græn - ein af hverju. 1 stk. Stór laukur Slatti afléttsoðnum gulrótum Slatti af léttsoðnu Broccoli Einn lítill bakki af baby com (léttsoðið) Grænmetið er steikt saman þar til það er orðið mjúkt undir tönn. Niðurrifnum kjúklingnum er blandað saman við. Borið fram strax með jasmin hrísgrjónum og ferslcu salati. Ath. Allt annað ferskt og gott grænmetí getur geng- ið. Ferskar kryddjurtir er hægt að nálgast orðið í flestum verslunum. Kóriander fæst í krukkum og kemur alveg í stað þess ferska - Smakka sig bara á- fram, það á að vera kóriander bragð af réttinum. Menningarfulltrúi Snæfellsbæjar Fyrir skemmstu sagði Skessu- horn frá því að fyrirhugað væri að ráða lista- og menningarfulltrúa Snæfellsbæjar. A bæjarstjórnar- fundi í Snæfellsbæ þann 6. desem- ber barst erindi frá bæjarstjóra, Kristni Jónassyni, varðandi ráðn- ingu í stöðuna en hann upplýsti þar að fjórar umsóknir hefðu borist í starfið. A fundinum kynnti bæjar- stjóri umsóknirnar og lét þess getið að þær hefðu allar verið frambæri- legar. Tiltók hann sérstaklega um- sóknir Elínar Unu Jónsdóttur og Daníels Freys Jónssonar sem hann sagði hafa verið mjög góðar og sambærilegar hvað varðar mennt- un. Hinar tvær umsóknirnar voru frá Ragnheiði Víglundsdóttur og Yngveldi Karlsdóttur en Kristinn lét þess getið að Ragnheiður hefði unnið mjög gott og óeigingjarnt starf í Pakkhúsinu. Asbjörn Ottars- son, bæjarfulltrúi, tók undir með bæjarstjóra og sagðist vilja fyrir hönd bæjarstjórnar þakka Ragn- heiði hennar störf við Pakkhúsið. Var gengið til atkvæða um um- sækjendur og hlaut Elín Una Jóns- dóttir öll greidd atkvæði bæjar- stjórnar. Er gert ráð fyrir að staða lista- og menningarfulltrúa Snæfellsbæjar sé 60% starf og samþykktí bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Elínu Unu og leggja að því loknu starfssamning fyrir bæjarstjórn. smh Flestir búnir að tengja Mikil ánægja er meðal íbúa í Dalabyggð með nýju hita- veituna. Nú þegar er búið að tengja hana inn á um 90% heimila á leið- inni frá Gröf í Miðdölum í Búðardal. Að sögn Gunnólfs Lárussonar hjá Dalabyggð er vatnið um 65-68 gráðu heitt þegar það kemur í Búð- ardal. Eigendur þeirra húsa sem kyntu áður með þilofhum fá 120 Frá opnun hitaveitu Dalabyggðarfyrir sléttu ári síðan. þúsund króna styrk til framkvæmd- arinnar, en þeir sem höfðu vatns- ofna fyrir fá 36 þúsund krónur til breytinga hjá sér. MM Könnunarviðræðum hafhað Hreppssnefndum nágrannasveit- arfélaga Akraness var fyrir skemmstu sent erindi þar sem ósk- að var eftír könnunarviðræðum um kosti og galla sameiningar allra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. I bréfi hreppsnefndar Skilmanna- hrepps, dagsett 10. desember síðast- liðinn er þessari ósk um könnunar- viðræður hafnað. K.K. Fjárhagsáætlun Borgar- byggðar samþykkt Leikskólabygging á Bifröst vegur hvað þyngst ífiárhags- áætlun sveitarfélagsins jyrir ruesta ár. Fjárhagsáætlun Borg- arbyggðar fyrir árið 2002 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 13. desember s.l. Samkvæmt fjárhagsá- ætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur árs- ins 2002 nemi 604 millj- ónum króna sem er um 8% hækkun á milli ára. Þær skiptast þannig að útsvarstekjur eru áætl- aðar 414 milljónir króna, fasteignagjöld 67 milljónir króna og framlög úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga 123 milljónir króna. Þjónustutekjur eru áædaðar um 140 milljónir króna. Kostnaður við rekstur málaflokka að frádregnum þjónustutekjum nemur 537 milljónum króna. Þar af fara 330 milljónir króna eða 55% af skatttekjum til fræðslumála, þar með taldir leikskólar. Framlegð fyr- ir fjármagnsliði nemur samkvæmt áæduninni 67 milljónum króna sem er um 11% af skatttekjum. Rekstr- aráætlunin einkennist af hækkun launakosmaðar í kjölfar kjarasamn- inga sem gerðir hafa verið á árinu 2001 og á móti að fylgt verði að- haldssemi í rekstri sveitarfélagsins. Til ffamkvæmda og fjárfestinga eru áætlaðar um 140 milljónir króna á árinu 2002. Þar vega þyngst áform um bygginu leikskóla á Bif- röst en endanlegar tillögur þar að lútandi liggja ekki fyrir. Mikil upp- byggingu hefur verið á Bifföst síð- ustu misseri og enn frekari upp- bygging er ráðgerð þar á næsta ári. Samkvæmt fjárhagsáædun Borg- arbyggðar eru lántökur á árinu 2002 áædaðar um 150 milljónir króna en að afborganir eldri lána nemi um 70 milljónum króna. Um næstu áramót verða gerðar breyt- ingar á reikningsskilum sveitarfé- laga sem mun jafnframt þýða breyt- ingu á ffamsetningu fjárhagsáætl- unar sem unnið verður að í byrjun árs 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.