Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 20.12.2001, Page 41

Skessuhorn - 20.12.2001, Page 41
SBjíSSUiiöiai'í FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 41 Slok veiði annað anð 1 roð Samantekt veiðimálastoínunar um laxveiði á Vesturlandi 2001 Vesturland er sá landshluti sem geymir flestar laxveiðiár á Islandi. Arið 2000 var þannig skráð laxveiði í 37 vatnakerfi í þessum landshluta og algengt er að um 40% veiddra laxa í stangaveiði hverju sinni, komi úr vestlensku ánum. Veiðimála- stofnun hefur umsjón með skrán- ingu og samantekt veiðiskýrslna. Veiðin í ánum er oft notuð til að meta verðgildi veiðivatna og eru lagðar til grundvallar við fiskirann- sóknir og til að meta árangur af ræktun. I heild má því segja að slíkt skýrsluhald sé mjög mikilvægt varð- andi nýtingu, verndun og viðhald þeirrar auðlindar sem felst í veiðum á laxi og silungi. Hér er ætlunin að gera grein fýrir veiðinni á Vestur- landi sumarið 2001 með hliðsjón af veiði liðinna ára. I sumum tilfell- um er stuðst við bráðabirgðatölur sem kunna að breytast þegar að unnið hefur verið endanlega úr skýrslum. Laxveiðin 2001 Áætlað er að um 10.700 laxar hafi veiðst á stöng í ám á Vesturlandi árið 2001 (tafla 1). Flestir laxar komu á land úr Langá á Mýrum alls 1407 laxar, en skammt á eftir komu Norðurá með 1337 laxa og vatna- svæði Þverár (Þverá, Kjarrá og Lida Þverá) með 1204 laxa. Þá komu 960 laxar á land úr Laxá í Leirár- sveit og 957 úr Grímsá í Borgar- firði. Ar á Vesturlandi voru fýrir- ferðarmiklar í veiðinni á landsvísu, en þar var Langá í öðru sæti á eftir Laxveiðin á Vesturlandi varð fremur slök annað árið í röð, en þó reyndist í heild um 4% bati frá ár- inu 2000. Veiðin batnaði í nokkrum ám og ber þar veiðibatann í Langá hæst, en þar jókst veiðin um 350 á milli ára. I Dalasýslu varð mikill veiðibati á milli ára. Haukadalsá og Laxá í Dölum komu vel út, en einnig má minnast á Miðá, Fáskrúð og Búðardalsá. Góð Rangánum, Norðurá f því þriðja, Þverá varð í fimmta sæti og Grímsá og Laxá í því níunda og tíunda. Langá varð hins vegar efst af ám með sjálfbæra veiði, en sem kunn- ugt er byggist veiði í Rangánum að stærstum hluta á sleppingum sjó- gönguseiða. veiði var einnig í Flókadalsá í Borg- arfirði og Hítará á Mýrum. Ymsir þættir hafa áhrif á laxveið- ar hverju sinni. Mikið vatnsleysi og þurrkar hrjáðu veiðimenn svo vik- um skipti síðastliðið sumar og hafði án efa þau áhrif að minna kom upp úr sumum ánum en efni stóðu til. Einnig geta breytingar á veiðifyrir- komulagi haft veruleg áhrif. Síð- ustu árin hefur borið á þeirri þróun að fluguveiðar eru að taka við af maðkveiði. Þannig var maðkveiði nú ekki leyfð í Kjarrá og þá var ekk- ert svokallað maðkaholl í Norðurá. I Flekkudalsá var sama uppi á ten- ingnum, en þar er nú eingöngu veitt á flugu. Slíkar breytingar geta haft einhver áhrif á veiðitölur í við- komandi ám. Þróun laxveiða Mikill breytileiki er í laxgengd á milli ára í íslenskum veiðiám. Sveiflur í laxgengd eru sýnu meiri í ám norðanlands, en í ám á Suður - og Vesturlandi. Árin 1986 til 2000 er meðalveiðin á stöng á Vestur- landi 13.205 laxar. Á þessu árabili hefur veiðin orðið minnst 10.294 laxar árið 2000, en mest 18.235 árið 1988n (1. mynd). Veiðin árið 2001 varð því um 19% undir meðaltali þessa tímabils. Laxagöngur hverju sinni eru háð- ar seiðagöngum úr ánum einu og tveimur árum fyrr og endurheimt- um þeirra úr sjó. Veiðin hverju sinni er svo háð sókninni, skilyrð- um til veiða, vatnsrennsli, veðurfari auk breytinga á stofnsstærð. Sumir telja að laxagengd fari ört minnkandi í íslenskar veiðiár og að þær séu sumar hverjar ofveiddar og að það sé ástæðan fyrir minnkandi laxgengd og afla. Hins vegar eru og verða ætíð sveiflur í laxgengd sem og gerist í öðrum dýrastofnum. Augljóst er að ýmsar breytinga hafa orðið síðustu áratugina á íslenskum laxastofnum. Þar ber hæst að hlut- fallslegur fjöldi laxa sem skila sér eftir tveggja ára dvöl í sjó fer minnkandi. Slíkir laxar eru jafnan nefhdir stórlaxar (4,0 kg og stærri). Sambærileg þróun hefur átt sér stað í flestum löndum við Norður-Atl- antshaf þar sem lax er að finna. Þessi þróun hófst hér á árabilinu 1983 til 1985 og er ekkert lát á þessari framvindu. Mikilvægt er að grunnrannsókn- um sé vel sinnt til að fýlgjast með þróun í stærð og samsetningu laxa- stofna. Laxveiðar eru mikilvæg náttúruauðlind sem skilar miklu til. Myndir: Bjöm Tbeodórssm Mikilvægt er því að umgengni um þessa mikilvægu auðlind sé gerð af mikilli varfæmi og umhverfi stofha sé sem minnst raskað. eigenda sinni sem einkum em búsettir í hinum dreifðu byggðum. I norrænni könnun sem nýlega var birt kom - fram að á Islandi er talið að 31,5% Islendinga á bilinu 18 til 69 ára stundi stangaveiði a.m.k. hluta úr degi á árinu 1999. Þetta þýðir að um 55.000 Islendingar stundi stangaveiðar í alls 436,000 daga á ári hverju. Alls verja Islendingar 1.959 m.kr til stangaveiða á ári hverju, þar af 839 m.kr. til veiði- leyfakaupa. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Bjamarbraut 8 Borgamesi «3 X ra jö :Q Ár Laxveiðar og meðalveiði á stöng í ám á Vesturlandi 1986 til 2001. Vatnsföll Laxveiðin Laxveiðin Meðalveiði Frávik firá 2001 2000 1974 - 2000 meðalveiði Laxá í Leirársveit 960 925 1013 -5,2 Selós og Þverá 80 110 Hvítá í Borgarfirði 429 425 460 -6,8 Andakílsá 95 79 144 -34,0 Grímsá og Tunguá 957 1048 1377 -30,5 Flókadalsá 362 380 332 +9,0 Reykjadalsá 33 72. 92 -64,1 Þverá og Kjarrá 1204 1281 1891 -36,3 Norðurá 1337 1650 1568 -14,7 Gljúfurá 99 104 216 -54,2 Langá 1407 1050 1303 +8,0 Urriðaá 24 22 72 -66,6 Álftá 184 132 286 -35,6 Hítará 419 404 323 +29,7 Haffjarðará 500 672 667 -25,0 Straumfjarðará 250 198 341 -26,6 Vatnasvæði Lýsu 40 88 137 -70,8 Setbergsá 39 129 Laxá á Skógarströnd 83 75 131 -36,6 Svínafossá í Heydal 27 Dunká 96 45 91 +5,5 Hörðudalsá 10 49 Skrauma 0 Miðá og Tunguá 80 40 114 -29,8 Haukadalsá neðri 577 348 682 -15,4 Laxá í Dölum 877 607 935 -6,2 Fáskrúð 221 143 225 -1,8 Glerá Laxá í Hvammsveit 69 22 Flekkudalsá 131 108 243 -46,0 Krossá 52 76 99 -47,5 Búðardalsá 105 45 71 +47,8 Staðarhólsá og Hvolsá 45 26 181 -75,1 Tafla 1. Bráðabirgðatölur um laxveiðina árið 2001 í ám á Vesturlandi. Laxveiðin árið 2000 og meðallaxveiði áranna 1974 til 2000 er einnig sýnd.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.