Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 20.12.2001, Page 6

Skessuhorn - 20.12.2001, Page 6
6 FIMMTUÐAGUR 20. ÐESEMBER 2001 Vemdaráætlun Breiðafjarðar Göfixg markmið Á þriðjudaginn sl. var í ráðhúsinu í Stykkishólmi kynnt verndaráætlun Breiðafjarðar 2001-2004 sem gefin var út í októbermánuði sl., en hún er unnin á vegum Breiðafjarðar- nefndar í samræmi við lög um vernd Breiðafjarðar og staðfest af umhverfisráðherra. Kynningin sl. þriðjudag hófst með því að Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, hélt ávarp en síðan kynnti Friðjón Þórðarson, formað- ur Breiðafjarðarnefndar, fyrir fund- armönnum verndaráætlun Breiða- fjarðar til næstu fimm ára. Síðan voru kaffiveitingar í boði ráðherra. Á vordögum 1995 voru lög sett á Alþingi um vernd Breiðafjarðar sem taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins sem markast af línu dreginni frá Ytranesi á Barðaströnd við fjörðinn norðan- verðan í Flagadrápssker um Odd- bjarnarsker, Stagley og Höskuldsey í Vallabjarg að sunnanverðu. Það var Guðríður Þorvarðardótt- ir, landffæðingur, sem vann vernd- aráætlunina sem kynnt var sl. þriðjudag en henni er skipt upp í þrjá megin hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um almenna lýsingu á stað- háttum, annar hlutinn um ástand og markmið og þriðji hlutinn er einskonar framkvæmdaáætlun eða öllu heldur óskalisti nefndarinnar um æskilegar framkvæmdir á næstu fimm árum. Breiðarfjarðarnefnd hefur þó ekki gert tillögur um for- gangsröðun verkefna, en það stafar m.a. af því að fimm ára skipunar- tíma núverandi nefhdar lýkur í lok desember 1999 og eins því að fjár- framlög til nefndarinnar eru ákveð- in til eins árs í senn. Helstu markmið vemdaráætlunar Breiðafjarðar em að tryggja varð- veislu náttúmminja og menning- arminja. Einnig að stuðla að því að land- og sjávarnytjar verði í anda sjálfbærrar þrótmar, að stuðla að rannsóknum á náttúm Breiðafjarð- ar og koma á skipulagðri vöktun, að stuðla að rannsóknum á menning- arminjum og lýðfræði Breiðafjarðar fyrr og nú, að útdvist og ferða- mennska á Breiðafirði séu í anda sjálfbærrar þróunnar og að um- hverfisfræðslu um Breiðafjörð og túlkun á umhverfinu. Breiðafjarðarnefnd er skipuð fulltrúum sem tílnefndir em af við- komandi stofnunum, sýslum eða héraðsnefndum og er starfstími nefndarinnar fjögur ár í senn. Full- trúarnir era annars eftírtaldir: Sig- urður Þórólfsson, fulltrúi Héraðs- nefhdar Dalasýslu, Jóhannes Gísla- son, fulltrúi Austur-Barðastranda- sýslu, Þórólfur Halldórsson, fulltrúi Vestur-Barðastrandasýslu, Magnús Sigurðsson, minjavörður Vesmr- lands og Vestfjarða sem fulltrúi Snæfellinga, Ævar Petersen, full- trúi Náttúmrfræðistofnunar íslands og náttúrustofu Vesmrlands og Vestfjarða og loks Ásgeir Gunnar Jónsson sem fulltrúi þjóðminjaráðs. Ráðherraskipaður formaður er Friðjón Þórðarson. I fyrsm var rit- ari nefhdarinnar Sigmundur Ein- arsson, þá Sigríður Stefánsdóttir en núverandi ritari er Sigríður Elís- dóttir. smh Breiðafjarðamefndin með Siv Friiíleifsdóttur, umhverfisráðherra. Umhverfisráðherra flutti ávarp í upphafi kynningarfundsarins á vemdaráætlun Breiða- fjarðar 2001-2004. Myndir: Stykkishólmpósturinn Friðjón Þórðarson, formaður Breiðajjarðamefndarinnar, kynnti vemdaráœtlun nefndar- innarfyrir næstufimm árin. Heitt í kolunum á fundi VLFA Vantrauststillaga á meirihluta stjómar samþykkt Ríkislögreglustjóra falið að heíja opinbera rannsókn á fjármálum félagsins Framhaldsaðalfundur Verkalýðs- félags Akraness var haldinn síðast- liðinn fimmmdag en aðalfundi var slitið þann 4. desember eftír fjög- urra tíma fundarsetu gesta og mikil læti en eins og lesendum Skessu- horns ætti að vera orðið kunnugt hefur staðið deila á milli meirihluta stjómarinnar og Vilhjálms Birgis- sonar, stjómarmanns, í á annað ár. Frávísunartillaga á vantrauststillögu I upphafi fundar hófst stjómin handa við að klára venjuleg aðal- fundarstörf en í kolunum himaði að nýju þegar komið var að liðnum "önnur mál". Þá bar Vilhjálmur fram vantrauststillögu á meirihluta stjómarinnar þar sem hann lagði til að framhaldsaðalfundurinn lýsti yfir óánægju með störf stjómarinn- ar og lýsti yfir vantrausti á meiri- hluta hennar. Ekki var gengið til at- kvæðagreiðslu um tillöguna strax þar sem einn stjórnarmanna, Jón Jónsson, kom með frávísunartillögu á vantrauststillögu Vilhjálms. Gengið var til atkvæða um hana og vom 28 fylgjandi, 28 andvígir, 4 seðlar vom auðir og 1 ógildur. Til- lagan var því felld á jöfnum atkvæð- um. Fjármálum vísað til opinberrar rannsöknar Áður en tími gafst til að greiða atkvæði um vantrauststillögu Vil- hjálms lagði meirihluti stjórnar fram tillögu þess efnis að stjórn fé- lagsins yrði falið að fara fram á það við ríkislögreglustjóra að hann myndi hefja opinbera rannsókn á fjármálum félagsins. Var tillagan undirrimð af öllum meðlimum stjórnarinnar sem fundinn sám nema Vilhjálmi. Sagðist stjórnin vera orðin langþreytt á þessu máli og að þetta virtist vera eina leiðin til þess að komast til boms í málinu. Vantrausti lýst á meirihluta stjómar Þar sem vantrauststíllagan kom fram á undan var ákveðið að hún skyldi afgreidd fyrst og gengið var til leynilegrar atkvæðagreiðslu. Það er skemmst frá því að segja að til- lagan var samþykkt með 30 atkvæð- um gegn 26. Fjórir seðlar vom auð- ir. Að því loknu samþykkti stór meirihluti fundargesta að fela ríkis- lögreglustjóra að hefja opinbera rannsókn en sú tillaga var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 12. Formaður fagnar niðurstöðum Þegar fundi var slitið eftir fjög- urra klukkusmnda sem sagðist Hervar fagna því að fólk hefði sam- þykkt tillögu stjórnarinnar þótt hann viðurkenndi að hann hefði ekki trú á því að deilan myndi leys- ast við það. Hann sagðist jafnframt ætla að taka sér góðan tíma í að í- huga hvernig hann myndi bregðast við vantrauststillögunni og hvatti aðra stjórnarmenn til þess að gera slíkt hið sama. Menn þreyttir á deilunum Aðalfundur VLFA stóð því sam- anlagt í rúmar átta klukkustundir og heyra mátti á fundargestum að flestir vom þeir orðnir langþreyttir á deilunni. Margir þeirra sem stigu í ponm gám þess að félaginu og stjórn þess væri nær að eyða tíma sínum og orku í að vinna að mál- efhum félagsins heldur en í þvarg og þras.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.