Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 46. tbl. 8. árg. 23. nóvember 2005 - Kr. 300 í lausasölu Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt Stórhýsi á gömlu Essólóðirmi Fasteignafélagið Borgarland ehf. er búið að sækja um breytingar á deiliskipu- lagi fyrir lóðina Borgarbraut 59 í Borgar- nesi, eða gömlu Essólóðinni. Húsin sem þar hafa staðið tmdanfama áratugi, þ.e. gamla Essóstöðin og húsnæði Bifreiða- þjónustunnar verða rifin í desember og lóðin gerð byggingarhæf í janúar á næsta ári. Fyrirhugað er að á lóðinni verði byggt 6 hæða íbúðabygging með samtals 34 í- búðum. „Við gerum ráð fyrir að byggja eða láta byggja þetta hús á næsta ári og verða íbúðir í því vonandi komnar í sölu haustið 2006,“ segir Guðsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Borgarlands í samtali við Skessuhorn. MM Plássið undir Jökli rís hratt Byggð á Hellnum heíúr teldð miklum og stórstígum breytingum á liðnum vikum eftir að þar hófust ffamkvæmdir við svo- kallað ffístundaþorp. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni keyptu Hellisvellir ehf. um 30 hektara spildu undir þorpið ofán kirkjunnar og Menningarmiðstöðvar- irmar og er æthinin að reisa allt að 200 í- búðarhús auk verslana, list- og handverks- gallerfa, hótels og þeirrar þjónustu sem þarf að vera til staðar í þorpi. Mtm þorpið kom til með að heita Plássið undir Jökli eins og gamla fiskiþorpið hét þar forðum daga þegar útræði var stundað ffá Helln- um. I fyrsta áfanga verða 17 hús af fjórum grunngerðum og í næsta áfanga verða um 60 hús. HJ ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Efiii þessa tölublaðs er að hluta tileinkað því aðfyrsti sunnudagur í aðventufer í hönd. Að þessu sinni er Skessuhomi í kynningarskyni dreift til allra heimila ogfyrirtækja á Vesturlandi. Starfsfólk blaðsins vonar aðþaðfalli íbúum vel í geð um leið og við minnum á að nýir áskrifendur eru alltaf velkomnir í hópinn. Ljósm: BG Löndun sjávarfangs á Akranesi í sögulegu lágmarki Eins og ffam hefur komið í fréttum Skessuhorns hefúr tölu- verður samdráttur orðið að und- anförnu í löndun sjávarfangs á Akranesi. Fyrstu tíu mánuði árs- ins var landað 42.618 tonnum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 99.579 tonnum og er því samdrátturinn á þessu ári ríflega 57%. Síðustu mánuði hefur sam- drátturinn verið umtalsverður en liðinn mánuður slær þó öll met hvað þetta varðar. Þá var aðeins landað 312 tonnum af sjávarfangi á Akranesi en á sama tíma í fyrra var landað 1.761 tonni. Sam- drátturinn nemur því rúmum 82% á milli ára. Það hefði einhvern tímann verið saga til næsta bæjar að út- gerðarbærinn Akranes væri kom- inn í tölu smæstu löndunarstaða í landshlutanum. Svo var í síðasta mánuði. Aðeins í Stykkishólmi var minni afla landað, eða 155 tonnum. Á Arn- arstapa var land- að meiri afla en á Akranesi eða 341 tonni. Aðrar hafnir á Vestur- landi bera höfuð og herðar yfir Akraneshöfn í lönduðum afla. Á Rifi var landað 652 tonnum, í O- lafsvík 728 tonn- um og í Grund- arfirði 1.136 tonnum. Minnkandi afli um hafnir verður til þess að tekjur hafnanna minnka af löndun. Lönd- Ingunn AK að koma til hafnar á Skaganum meS fullfermi afkolmunna á síSustu vertíS. Heyra slík- ar landanir sögunni til? reka unum skipa og báta fylgja ýmis umsvif í þjónustu sem fyrirtæki á Akranesi missa nú af með minnkandi afla. Rétt er þó að ít- að landaður afli sveiflast mjög á milli mánaða í einstökum höfnum. Engu að síður sýna afar lágar löndunartölur á Akranesi, það sem af er þessu ári, frekar Ljósm : MM uggvænlega þróun, svo ekki sé meira sagt. S HJ Kjúklingavængir Samkaup lócrvai Kjúklingaleggi Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavík • ísafjörður • Neskaupsstaður • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Verð birt með fyrirvara urn prentvillur • Tilboðin gilda 24.-27.nóv.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.