Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 jnisjunuL Fagnar umræou um öryggi vegfarenda Asgeir Orn Kristinsson, bóndi á Leirá og formaður Björgunarfé- lags Akraness fagnar þeim viðræð- um sem nú eiga sér stað milli lög- reglunnar í Borgarnesi og Vega- gerðarinnar um bætt öryggi veg- farenda sem leið eiga um þjóðvegi þegar veður breytist skyndilega til hins verra. Hann telur þó engar einfaldar lausnir á málinu og bend- ir á nauðsyn þess að ávallt séu til staðar vel búnar björgunarsveitir. Eins og fram kom í frétt Skessu- horns í síðustu viku fara um þessar mundir ffam viðræður á milli lög- reglunnar og Vegagerðarinnar í Borgarnesi um með hvaða hætti tryggja megi betur öryggi vegfar- enda sem leið eiga um þjóðvegi þegar ofsaveður skellur á. Þessir aðilar hafa rætt málin um nokkurn tíma en sagt var frá hugmyndunum í kjölfar óhapps sem varð fyrir skömmu í Leirársveit þegar flutn- ingabíll fauk ofan á fólksbíl og ökumaðurinn slapp á undraverðan hátt án skaða. Meðal hugmynda sem ræddar hafa verið er að fjölga upplýsingaskiltum og einnig hefur sú hugmynd verið rædd að setja upp lokunarbúnað á nokkra vegar- kafla þar sem veður geta orðið verst eins og meðal annars undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Asgeir Örn segir umræðu þessa af hinu góða. Hann segir rétt að með bættum vegum og stækkun vinnustaða í Hvalfirði hafi umferð aukist mjög mikið og vanbúnum vegfarendum hafi í kjölfarið fjölg- að. Þá hafi sú staðreynd að fólk viti að það geti nú látið vita af neyð sinni, með bættum fjarskiptum, valdið því að það leggi frekar af stað í tvísýnu. Hann telur því vel athugandi að settur verði upp lok- unarbúnaður á ákveðna vegarkafla. „Með því er ég ekki að mæla með lokun vega, því það held ég að samfélagið þoli ekki, heldur sé ég með því möguleika á að fylgjast betur með umferð á þeim svæðum sem skyndilega hætta skapast á. Það gefur líka möguleika á því að snúa þeim við sem ekki eru búnir til ferðalaga," segir Asgeir. Meðal þess sem rætt hefur verið er að með því að færa veginn í Leirársveit til megi komast hjá verstu veðrunum. Asgeir Örn var- ar við svo mikilli einföldun. Með tilfærslu vegarins megi að ein- hverju leyti bæta ástandið en það hverfi ekki. Því verði áfram nauð- synlegt að hafa þá aðila sem koma að öryggismálum vel búna. Þar á hann við lögreglu, Vegagerð og ekki hvað síst björgunarsveitir. „Björgunarfélag Akraness er mjög vel búið til þess að bregðast við þegar svona hættuástand skapast. Hér var staðsett sérútbúin bifreið beinlínis vegna þess að hér í ná- grenninu getur skapast slíkt hættu- ástand. Við verðum með góðu samstarfi allra aðila að tryggja að samgöngur geti gengið hér hnökralaust fýrir sig. Mannlíf og atvinnulíf hefur breyst það mikið á undanförnum árum að samgöngur verða að ganga sem best. Síðan megum við ekki gleyma einu atriði í þessari umræðu. Gestrisni á ís- lenskum sveitabæjum er ennþá hin sama og áður. Því er ekki úr vegi að fólk leiti þar aðstoðar frekar en að leggja í tvísýnu,“ segir Asgeir Örn. HJ Framkvæmda- stjórasldpti hjá SV Á fundi stjórnar Sementsverk- smiðjunnar hf. á Akranesi þann 16. nóvember sl. var ákveðið að ráða Gunnar H Sigurðsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins frá og með 1. desember nk. í stað Gylfa Þórðarsonar sem hafði til- kynnt að hann hyggðist láta af störfum fyrir lok ársins. Gunnar Hermann er 49 ára véltæknifræð- ingur að mennt og hóf störf hjá fyrirtækinu í október 1981 sem viðhaldsstjóri. Hann hefur um langt skeið verið deildarstjóri framleiðslu og viðhalds auk þess sem hann hefur meira og minna borið ábyrgð á flutningum og dreifingu síðustu misserin. I frétt frá fyrirtækinu segir að Gylfi muni verða Gunnari til halds og trausts fram að miðjum desember. MM Frá athöfninni á BessastöSum. Ólöf Kristín stendur ncest forsetanum, vinstra megin. Borgfirskur skáti fær forsetamerkið Forsetamerkið svokallaða var veitt fyrir skömmu en það er æðsta heiðursmerki íslenskra skáta. At- höfhin fór ffam í Bessastaðakirkju og fengu ellefu íslenskir skátar merkið í ár . Þar á meðal var ung kona úr Borgarnesi, Ólöf Kristín Jónsdóttir, Skátafélagi Borgarness en þess má geta að hún er fyrsti starfandi skátinn hjá félaginu sem hlýtur þessa viðurkenningu. Eftir afhendingu forsetamerkisins buðu forsetahjónin öllum viðstöddum til Bessastaðastofu. GE Póstafgreiðslan flyst í Vegbitann Frá síðustu mánaðamótum hefur starfsemi í pósthúsinu í Reykholti verið í lágmarki og nokkurrar ó- vissu gætt um ff amtíð þess. Nú hef- ur verið ákveðið að afgreiðsla Is- landspósts verði flutt í verslunina Vegbitann í næsta húsi en samn- ingagerð um eigendaskipti að rekstri verslunarinnar stendur nú yfir. Nánar verður greint ffá því síðar. MM Kristinn Hvillaðríkið yfirtaki göngin strax Kristinn H Gunnarsson. Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður Framsóknarflokksins telur ekki eftir neinu að bíða með niðurfellingu veggjalds í Hval- fjarðargöng og yfirtöku ríkisins á skuldum Spalar þar sem ávinning- urinn af slíkri aðgerð sé mikill og hafi ekki þensluáhrif. Hann vísar í því sambandi til skýrslu sem Vífill Karlsson vann að hans beiðni um áhrif af slíkri aðgerð. Hann segist hafa viðrað þessa skoðun sína á að- alfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi á síðasta ári. Sem kunnugt er hefur að undan- förnu farið fram töluverð umræða um veggjöld af umferð um sam- göngumannvirki. Kemur sú um- ræða í kjölfar hugmynda um gerð Sundabrautar en stefnt er að því að hluti hennar verði í einkafram- kvæmd og hefur innheimta veggjalda um brautina verið tölu- vert í umræðunni. Einnig hefur sem kunnugt er verið töluvert þrýst á að virðisaukaskattur verði felldur niður eða lækkaður af veggjaldi um Hvalfjarðargöng. Þá er einnig nokkur umræða meðal stjórnmálamanna sem vilja alfarið fella niður veggjöld um göngin og að ríkið yfirtaki skuldir Spalar ehf. sem á og rekur göngin. Kristinn H. segir niðurstöðu skýrslu Vífils svo afgerandi að ekki sé eftir neinu að bíða með niður- fellingu veggjalda. Nefnir hann þar í fyrsta lagi hærra virði fast- eigna því með vegstyttingum auk- ist raunvirði fasteigna í dreifbýli og veggjaldið dragi því úr þessum áhrifum. Þá nefnir Kristinn að niðurfell- ing veggjaldsins muni stækka vinnumarkað höfuðborgarsvæðis- ins upp í Borgarnes og jafnvel lengra vestur Mýrar og norður Borg- arfjörð. Stækkun mark- aðarins muni hafa í för með sér hækkun tekna því á þessum svæðum hafa meðaltekjur verið mun lægri heldur en á höfuðborgarsvæðinu eða aðeins 75-80% af með- allaunum höfuðborgar- svæðisins. Við stækkun vinnumarkaðarins munu fleiri Vestlendingar því upplifa aukið atvinnuúr- val og öryggi á vinnu- markaði. Þá muni flutn- ingskostnaður lækka og það muni renna stoðum undir rekstur lágvöru- verðsverslana á fleiri stöðum utan höfuðborgarsvæðisins og vöruverð muni því lækka. Þá telur Kristinn að vegna vaxandi frístundabyggðar og hugsanlega aukinnar andborg- armyndunnar, eins og hann kallar það, auk lægri flutnings- og ferða- kostnaðar, megi búast við aukinni þjónustu sem birtist m.a. í meira matvöruúrvali, rekstur sérvöru- verslana verði arðbærari sem leiðir til fjölgun þeirra og/eða stækkun þar með auknu vöruúrvali. Þá tel- ur hann að arðbært geti orðið að reka sérhæfða þjónusta á fleiri stöðum og aukið aðgengi Vest- lendinga að opinberri þjónustu sem finnst á höfuðborgarsvæðinu. Þá muni niðurfelling veggjaldsins stuðla að auknum lífsgæðum í formi auðveldara aðgengis að menningar- og skemmtanalífi. I skýrslu Vífils, sem Kristinn vísar til, kom fram að ávinningur íbúa á Vesturlandi verði að öllum líkindum ríflega 300 milljónir króna á ári og ávinningur annarra landsmanna ríflega 400 milljónir króna á ári. Því sé það ekki ein- göngu hagsmunir íbúa á Vestur- landi að veggjaldið verði fellt nið- ur heldur einnig íbúa á Vestfjörð- um og Norðurlandi. Aðspurður hvort þessi aðgerð muni ekki hafa þensluáhrif segir Kristinn svo ekki vera þar sem þarna sé ríkið að yfirtaka skuldir og að þarna sé um að ræða minni fjárhæð en ríkið greiddi sér út í arð úr sjóðum Símans síðasta árið sem ríkið var nánast eini eigandi þess fyrirtækis. Innheimta veggjalds að umferð til og frá höfuðborginni sé ekki ásættanleg og því sýni út- reikningar Vífils að ekki sé ástæða til að bíða öllu lengur eftir niður- fellingu gjaldanna. starfar á aðventumii Þrátt fýrir að jólin séu hátíð ljóss og friðar valda þau og sérstaklega undirbúningur þeirra nokkrum kvíða hjá sumum. Það á sérstaklega við þá sem af einhverjum ástæðum hafa ekki úr sömu efnislegu gæðum að spila og aðrir. Jólahaldi nútím- ans fýlgir óhjákvæmilega mikill kostnaður sem ekki allir geta mætt. Þrátt fýrir mikla efnislega velmeg- un er því miður hópur fólks sem ekki getur veitt sér það sem flestum þykir sjálfsagt í jólahaldi. Mæðrastyrksnefnd Akraness er um þessar mundir að hefja starf- semi sína fjórða árið í röð. Hún hefur úthlutað matargjöfum til skjólstæðinga sinna. Að sögn Kol- brúnar Diego hefur matargjöfum nefndarinnar verið að fjölga. Þær voru um 50 þegar nefndin hóf störf en voru um 90 í fýrra. Hún segir að því miður hafi þörfin fýrir starfsemi nefhdarinnar farið vaxandi. Fyrir þessi jól verður nefndin til húsa í Vesturgötu 117. Þessa dagana streyma til nefndarinnar gjafir ffá fýrirtækjum og éinstaklingum. Kol- brún segir að í kringtnn 5. desem- ber verði opnaður sími nefhdarinn- ar og í hann getur fólk hringt og óskað eftir matargjöfum ffá nefnd- inni. Stefnt er síðan að því að út- hlutun fari ffam í kringum 20. des- ember. Nánar verður gerð grein fýrir starfi nefhdarinnar í fjölmiðl- um er nær dregur. Þrátt fyrir að nefhdin vísi engum frá er starfssvæði hennar einkum miðað við Akranes, Borgarnes og nærsveitir. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.