Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 SíHeSSitíiIOBKI Gef kost á mér til starfa á meðan ég tel mig hafa verk að vinna -Rætt við Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra sem er sextugur í dag Saga stjórnmála er eðli málsins samkvæmt saga baráttu. Baráttu um hylli kjósenda sem velja þá stjórnmálastefnu sem þeim hugn- ast best og ekki síður val á þeim stjórnmálamönnum sem þeir treysta best til þess að koma hlut- um til betri vegar. Baráttunni um hylli kjósenda fylgja sigrar. En þegar einn sigrar, bíður annar ó- sigur. Stjórnmálasaga okkar geym- ir nöfn margra sigurvegara. Þar eru sjálfstæðismenn í Reykjavík fyrirferðamiklir með sína áratuga stjórnarsetu á árum áður og einnig muna allir eftir áratuga samfelldri setu sósíalista við stjórnvölinn í Neskaupstað. Vestur í Stykkishólmi hefur um langt árabil setið meirihluti undir forystu Sjálfstæðismanna. Ekki hafa sigrar þeirra verið fyrirferða- miklir í stjómmálaumræðu lands- manna. Kannski vegna þess að þar á bæ hafa menn einbeitt sér að því að láta verkin tala. Talið sviðsljós fjölmiðla óþarft. Einn af þessum sigursælu Sjálfstæðismönnum er Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra sem í dag fagnar sextugsaf- mæli sínu. Hann er 1. þingmaður hins víðfeðma Norðvesturkjör- dæmis. A þessum tímamótum í lífi Sturlu var því elcki úr vegi að setj- ast niður með honum stund úr degi og ræða um þennan mann sem þekkir lítið annað en pólitíska sigra í kosningum en upplifði um tíma í starfi sínu meira mótlæti og mótbyr en flestir ráðherrar á seinni árum. Hann stóð þann mót- byr af sér og hefur sem stjórnmála- maður sjaldan staðið styrkari fót- um en einmitt nú. En þrátt fyrir langa búsetu og störf í Stykkis- hólmi er hann ekki þaðan heldur er hann fæddur í Olafsvík. Af pólitísku heimili ,Já ég er fæddur í Olafsvík og ólst því upp við sjávarsíðuna. Eg er hreinræktaður Snæfellingur og er stoltur af því. Móðir mín, Elínborg Agústsdóttir, var frá Mávahlíð í Fróðárhreppi og faðir minn, Böðv- ar Bjamason, var frá Böðvarsholti í Staðarsveit. Eg ólst því upp í sjáv- arþorpi. Faðir minn var bygginga- meistari og byggði sem slíkur margar byggingar og má þar nefna kirkjuna í Olafsvík. Hann var í ára- tugi byggingafulltrúi í Olafsvík og lengi í sveitarstjórn og móðir mín starfaði mjög mikið að félagsmál- um. Eg er ekki ffá því að ég hafi fengið félagsmálaáhugann að mestu leyti ffá henni. Hún var ræðuskörungur og mjög viljug til verka í þágu samfélagsins“ En vora stjórnmál mikið rædd á heimilinu? ,Já, báðir foreldrar mínir voru mjög pólitískir. Þau voru bæði sjálfstæðismenn, trúðu á ffelsi einstaklingsins og snemma komst ég einnig á þá skoðun að best færi á því að einstaklingurinn fengi að njóta sín í samræmi við sjálfstæðisstefnuna. A þeim árum sem ég er að alast upp í Olafsvík voru þar mjög hatrömm pólitísk átök. Menn skipmst í fylkingar og sem dæmi má nefna voru rekin tvö kaupfélög sem áttu sína viðskipta- vini. Flestir versluðu á þeim áram aðeins í öðru félaganna.“ Fjölskyldumaður Þú lærðir smíðar hjá föður þín- um. Sjórinn togar nú í marga sem alast upp við sjávarsíðuna. Þú hef- ur ekki átt þér þann draum að verða skipstjóri? „Nei, það kom nú ekki til þess af þeirri einföldu á- stæðu að ég var alltaf svo sjóveikur. Eg prófaði að fara á sjó en það bara gekk ekki. Eg fylgdi föður mínum við smíðarnar og mömmu við bú- skapinn en þau áttu bæði kindur og kýr í þorpinu. Mitt fyrsta launaða starf var hins vegar í fiskvinnslu hjá Hróa hf. hjá heiðursmanninum Víglundi Jónssyni sem þar réði ríkjum. En svo fór að ég lærði húsasmíði hjá föður mínum og fór síðar í framhaldsnám í Tækniskóla Islands og útskrifaðist þaðan sem byggingatækniff æðingur. “ Nú ert þú af svokallaðri 68 kyn- slóð. Sjálfstæðismenn áttu nú heldur í vök að verjast á þeim árum í skólakerfinu. Öll sú umræða sem ffam fór á þeim árum hefur ekki breytt þínum skoðunum? „Nei hún gerði það ekki. Það er rétt að eins og í mörgum ffamhaldsskól- um og háskólum á þessum árum voru sjálfstæðismennirnir í Tækni- skólanum ekki áberandi. I það minnsta ekki þeir sem gáfu upp stjórnmálaskoðanir sínar. Eg hef hins vegar sjaldnast látið stjórnast af umræðunni í kringum mig. Eg hef alla tíð verið frekar stefnufast- ur maður enda er það best fallið til þess að maður nái árangri." En það var fleira en stjórnmála- skoðanirnar sem þú gerðir öðruvísi en gert var á þeim árum. Þú stofn- ar ungur fjölskyldu á þeim tíma sem umræðan var nú frekar andsnúin hjónabandinu og auk þess eignist þið hjónin fljótt ykkar fyrsm börn. ,Já, við Hallgerður stofhuðum ung fjölskyldu og eig- um fimm böm. Eg var nú ekki að láta aðra hafa áhrif á mínar skoð- anir á gildi fjölskyldulífs. Eg hef alla tíð talið mikilvægt að fjöl- skyldan haldi saman og tel það til kosta að eiga stóra fjölskyldu.“ Úr verkfræðinni í bæjarstjórann Þú sagðir að foreldrar þínir hafi verið ákveðnir sjálfstæðismenn. Ekki verður það sagt um tengda- föður þinn Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli? „Nei enda höfðu menn á orði þegar við Hallgerður vorum að byrja að vera saman að Gunnar á Hjarðarfelli yrði nú fljótur að breyta skoðunum þessa unga sjálfstæðismanns. Hann var mjög ákveðinn framsóknarmaður og mikill baráttumaður fyrir Stétt- arsamband bænda. Fyrst og síðast var hann hins vegar landsbyggðar- maður og vildi veg hennar sem mestan. Þar fóru skoðanir okkar algjörlega saman enda urðum við Gunnar miklir vinir og bárum virðingu fyrir skoðunum hvors annars." En hvernig kom það til að þú tæknifræðingurinn og Ólsarinn verður bæjarstjóri í Stykkishólmi. Nú hefur verið rígur á milli sveit- arfélaga á Nesinu. Ekki hefur það verið sjálfsagt að sækja mann í O- lafsvík í þá stöðu? „Eins og ég áður sagði er ég Snæfellingur og á mik- inn ffændgarð á Nesinu. Hólmarar sóttu því Snæfelling til Reykjavík- ur. Aðdragandinn að því að ég tók við starfi sveitarstjóra og síðar bæj- arstjóra var nú sá að snemma árs 1974 hitti ég gamlan vin minn Ell- ert Kristinsson sem þá var nýflutt- ur aftur í Hólminn ‘eftir viðskipta- fræðinám. Við höfðum kynnst á vettvangi íþróttanna. Voram sam- an í héraðsliði Snæfellinga í knatt- spyrnu. Ellert sagði mér frá því að í komandi kosningum þá um vorið myndu sjálfstæðismenn freista þess að ná hreinum meirihluta í Stykk- ishólmi. Hann sagði að ef það myndi takast yrði ég að flytja vest- ur aftur og taka að mér starf sveit- arstjóra. A þessum tíma var ég kominn í starf hjá Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen og lík- aði það afskaplega vel. Það var því ekkert fararsnið á mér úr borginni en hafði hinsvegar alltaf ætlað mér að flytja aftur heim á Snæfellsnes. Ég hugsaði því ekki meira um þessi orð Ellerts. Nú, um vorið er kosið og sjálfstæðismenn og óháðir náðu hreinum meirihluta. Um sumarið, þar sem ég sit við borð mitt á verk- fræðistofunni, er bankað á öxlina á mér. Þar var Ellert kominn við annan mann. Kominn í meirihluta og vantaði sveitarstjóra. Eg lét til leiðast og hóf störf og fjölskyldan fhitti síðan vestur í upphafi árs 1975. Hallgerður stundaði þá nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og stefndi að stúdentsprófi sam- hliða því að sinna börnunum okkar sem þá voru þrjú.“ F ramkvæmdarímar Þú tekur við starfi sveitarstjóra þegar hafið er eitt mesta uppbygg- ingarskeið landsbyggðarinnar. Það hlýtur að hafa verið gaman að stjórna sveitarfélagi á þessum árum sem í hönd fóru? ,Já, en um leið mjög krefjandi. Við megum ekki gleyma því að á þessum tíma hafði landsbyggðin orðið mjög á eftir og mörg byggðarlög höfðu gengið í gegnum mjög erfiða og allt að því niðurlægjandi tíma verðbólgu og erfiðleika vinstri stjórnar. Það var margt sem gera þurftí. I Stykkis- hólmi var margt sem betur máttí fara á þessum tíma og það var vissulega verk að vinna. Gatna- kerfið var mjög bágborið eins og var víðast og fráveitukerfið lélegt. Vatn var af skornum skammtí og sem dæmi má nefha að oft á tíðum voru bæjarbúar vatnslausir seinni hluta dags. Það ástand var auðvitað stórvandamál gagnvart vinnslu- stöðvum í sjávarútvegi. Skólahús- næði var ófullnægjandi, engin við- unandi heilsugæsla, ekkert elli- heimili, hótelbygging stóð fokheld og engin viðunandi félagsheimilis- aðstaða. Þar voru þvf mörg verk- efni sem biðu okkar og í þau fórum við. Eitt af því sem við urðum að gera var að forgangsraða og þar tókum við mjög erfiða ákvörðun. Við frestuðum skólabyggingu en sömdum um uppbyggingu hótels- ins og byggðum félagsheimilið við hótelið á níu mánuðum. Um leið gerðum við samning um afnot skólans af hluta hótelsins og þar var hann til húsa um nokkurra ára skeið. Við stórbættum hafharað- stöðuna, lukum við að leggja vatnsveituna og sköpuðum ný skil- yrði fyrir skipasmíðastöðina með nýrri höfn og bættum upptöku- búnaði. Við byggðum við sjúkra- húsið í samstarfi St.Fransisckussystra og ríkisins. Meirihlutinn vann mjög vel saman og varð farsæll í sínum störfum. Samstaða var raunar innan sveitar- stjórnar um öll mál. Ibúum Stykk- ishólms líkaði vel við störf okkar og við unnum hvern kosningasig- urinn á fætur öðrum. Því er ekki að neita að stundum þótti andstæð- ingum okkar við fara full geyst og oft teflt á tæpasta vað. En við sáum að uppbyggingin var nauðsynleg og við tókum tillit til þess að breytingar voru í vændum um stuðning ríkisins við byggingu skóla, íþróttamannvirkja o.fl. og lögðum því mikið undir við að ná samningum sem voru hagstæðir sveitarfélaginu og nutum stuðn- ings og trausts viðskiptabanka bæj- arfélagsins við það. I þessu atí öllu lögðum við allt undir. I kosning- unum 1990 lögðum við verk okkar í dóm kjósenda eftir mikið ffarn- kvæmdatímabil þegar íþróttahúsið hafði verið byggt, íbúðir fyrir aldr- aða og fleira og fleira. Eg skipaði fyrsta sætið og Ellert Kristinsson var í fjórða sæti listans sem var baráttusætið en við vorum þeir einu sem höfðum starfað í bæjar- málunum allt frá 1974. Dæmið gekk upp og við unnum sigur. Hlutum 70% atkvæða og fimm bæjarfulltrúa af sjö. Því verður ekki sagt annað en að íbúar hafi verið á- nægðir með okkar störf og við vor- um satt að segja klökk yfir þessum úrslitum. Þetta var dómur kjós- enda yfir okkur sem stjórnuðum og þeim sem unnu undir okkar stjórn á vegum bæjarins." Studdum Friðjón persónulega Þú varst bæjarstjóri í Stykkis- hólmi í 17 ár. Það er afar sjaldgæft að menn séu svo lengi við stjórn- völinn hjá sama sveitarfélaginu. Nú hljóta að hafa komið óskir um að þú tækir að þér störf í öðrum sveitarfélögum á þessum árum? „Eg ljáði aldrei máls á því. Það kom einfaldlega aldrei til greina af minni hálfu. Stykkishólmur var minn staður. Þar fékk ég mín tæki-

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.