Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 Samgönguráðherra svarar fyrirspum Jóhanns Arsælssonar: Gjaldtaka af Sundabraut kemur ekki til greina Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra sagði í umræð- um á Alþingi í síðustu viku að gjald- taka á notendur væntanlegrar Sundabrautar komi ekki til greina. Þetta sagði hann í svari við fyrir- spurn Jóhanns Ársælssonar þing- manns Samfylkingarinnar um lækkun virðisaukaskatts á veggjald í Hva 1 fjarðargöngum. Ráðherra vill frekar fara svokallaða skuggagjalds- leið en þar greiðir ríkið þeim sem reisa mannvirkið í samræmi við notkun þess. Einnig kom ffarn hjá ráðherra að til skoðunar er að lækka virðisaukaskatt af veggjöldunum í göngin undir Hvalfjörð. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur nokkur umræða skapast um möguleg veggjöld af umferð um Sundabraut. Rikis- stjórnin ákvað í haust að verja nokkrum hluta söluandvirðis Sím- ans til lagningar fyrri hluta brautar- innar en síðari hluti hennar yrði síðan lagður í einkaframkvæmd. Samningar sem gerðir voru við Spöl ehf. um gerð Hvalfjarðar- ganga torvelda að mati margra inn- heimtu hefðbundinna veggjalda um Sundabraut. I áðurnefridri fyrirspurn óskaði Jóhann eftir upplýsingum um hvað liði stefnumörkun um gjaldtöku vegna samgöngumannvirkja „sem ráðherra hefur ítrekað boðað að sé í vændum,“ eins og segir orðrétt. I svari Sturlu kemur ffam að stefnu- Jóhann Arsœlssm. mörkunin sé í eðlilegum farvegi í tengslum við endurskoðun 12 ára samgönguáætlunar sem nú er í gangi og verður lögð fyrir Alþingi á haustþingi 2006. Þá vildi Jóhann vita hvenær kæmi til ffamkvæmda boðuð lækkun virðisaukaskatts á veggjald í Hvalfjarðargöngum. I svari sínu sagði ráðherra að boðuð lækkun á veggjaldi í Hvalfjarðar- göngum kæmi til framkvæmda með lækkun neðra þreps virðisauks- skattsins og að þær breytingar væru nú til skoðunar hjá stjórnarflokkun- um. Ráðherra treystd sér þó ekki til þess að nefna tímasetningar í þessu sambandi. Þá vék ráðherra máli sínu að gerð Sundabrautar með einkaframkvæmd og hugsanlega gjaldtöku af notendum. „I tengsl- um við þau áform hefur vaknað Sturla Böðvarsson. umræða um það hvort leggja eigi gjald á þá sem aka vestur og norður land tvisvar á stuttum vegkafla. Að mínu mati kemur það ekki til greina. Tvær leiðir eru færar við að leggja Sundabraut sem einkaffam- kvæmd, eins og gert var með Hval- fjarðargöngum. Annars vegar er að fara leið notendagjalda eins og gert hefur verið í Hvalfjarðargöngun- um, þar sem notendur samgöngu- mannvirkja greiða beint fyrir notk- un hverju sinni. Hin leiðin er svo- nefnd skuggagjaldaleið þar sem ffamkvæmdaraðilinn fær greitt ffá ríkinu fyrir þá umferð sem fer um mannvirkið. Sú aðferð, skugga- gjaldaleiðin, kallar ekki á greiðslu vegfarenda þegar þeir aka um mannvirkið." HJ Framkvæmdir á Fellsenda Framkvæmdir á Fellsenda í Döl- um ganga að sögn kunnugra mjög vel en fyrirhugað er að stækkað hjúkrunarheimili verði tekið í notkun á næsta ári. Ljósm: GBender Breytmgar á bótaréttí atvinnulausra Lengd bótatímabils atvinntdeys- isbóta verður stytt úr 5 árum í 3 verði hugmyndir sem í undirbún- ingi eru í félagsmálaráðuneytinu að veruleika. Áætlað er að ffumvarp um þetta komi ffam effir jól. Fylgt verður enn fastar effir að fólk á at- vinnuleysisbótum sé í atvinnuleit og þeir sem missa vinnu fá þá ekki tekjutengdar bætur fyrr en effir til- tekinn tíma á grunnbótum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir verið að vinna úr fyrirliggj- andi nefndaráliti en meiningin sé að gera vinnumarkaðsaðgerðirnar virkari og fylgjast enn betur en áður með því að fólk sé að leita sér að vinnu. MM LATTU OKKUR FA ÞAÐ ÓÞVEGIÐ 6 jita,fiiu9 Efnalangin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 Oft heyrist að aldraðir séu byrði á samfélaginu. Nú eru haldnar ráð- stefhur í Háskóla Islands undir titl- inum „Höfum við efhi á ellinni." Rætt var um að útgjöld vegna ell- innar dragi úr hagvexti og velmeg- tm, auki skattbyrði yngri kynslóðar- innar og valdi lækkun á hlutabréfa- markaði. Eru þetta réttmætar nið- urstöður? Eg efast, en ef stuðst er við útreikninga okkar um efhahag þeirra ellilífeyrisþega sem taka bæt- ur ffá Tryggingastofriun sérstaklega þá erum við að lifa við 110-120 þús kr. ellilaun. Fjármálaráðuneytið og heilbrigðismálaráðuneytið hefur ekki hnekkt því. Mér sýnist því ljóst vera að margir meðal yngra fólks og miðaldra ráðamanna telji að við höfum ekki efni á ellinni. Fjármálaráðuneytið hefur ekki hnekkt útreikningum okkar frá 1995 um að veruleg gliðnun á milli ellilauna annarsvegar og hinsvegar launavísitölu og vísitölu lágmarks- launa. Þetta þýðir 7.000 kr. gliðnun á mánuði er varðar launavísitölu og nær 17.000 kr. á mán. er varðar lág- markslauna vísitölu. Vitaskuld skal ekld gleymast að margir aldraðir sem ekki þarfnast hjálpar ffá A til O hfa allgóðu Kfi. Athyglisvert er að stjómvöld hafa dregið útreikninga okkar í efa en síðan auglitis til aughtis við hag- ffæðinga viðurkenndu þeir niður- stöðumar. Kaupmáttur Kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra ellilífeyrisþega er ég ræði um hækkar frá 1995 - 2007: Ellilífeyrisþegar 9% Almenn laun 55% Þingfararkaup alþ.m. 73% Ráðherrar 97% Tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað. Sem dæmi má nefna effir- farandi. Sá er hafði rúmar 43.000 kr. á mánuði árið 1985 greiddi eng- an skatt, en greiðir nú 9,4% af 100.000 kr. sem er aðeins raun- hækkun. Þetta er vegna þess að skattleysismörk hafa ekki hækkað sem skyldi. Skerðing og skattar fyrir ellilífeyrisþega Skerðing og skattar era gífurleg- ir. Einhleypur ellilífeyrisþegi er vinnur hálfan dag og fær 70.000 kr. á mánuði heldur efrir 15.749 kr. þ.e. 79% (tekjutr. og tekjutr.uppbót lækka) Hjón með 150.000 kr. laun á mánuði, makinn eingöngu með bætar ffá TR. Þau vinna sér inn 10.000 kr. á mán, en halda eftir 1.556 kr. (lækkun á grunnlífeyri, tekjutr. og sköttum). Þetta er held ég Evrópumet. Aukinn kostnaður v/framfærslu Ellilífeyrisþegar verða fyrir ffam- angreindum áföllum þrátt fyrir miklar hækkanir á þjónustagjöld- um, lyfjakostnaði og matarkostnaði o.fl. ffá 1990-2005. Sími 150% (til aldraðra) Lyf 70-160% Heimilishjálp 218% Heittvatn 100% (meiri hækkanir í dreifbýli) Fasteignagjöld 140% . [ Stofnanamennskan á íslandi Svipaður fjöldi 65 ára og eldri er á stofnunum og í þjónustuíbúðum á Islandi og á hinum Norðurlöndun- um en allt að helmingi fleiri búa á stofhunum hér á landi. Milli 20- 30% búa í þjónustuíbúð á Islandi, en um 50% í nágrannalöndunum. A stofnun á Islandi búa 55% í ein- býli en 90% á hinum Norðurlönd- tmum. Við höfum dregist 20 ár á eftir nágrannalöndunum í þessu efhi. Það dregur vemlega úr aðsókn á hjúkrunarheimilum ef þjónustaí- búðum sem sinnt er með heimilis- hjálp fjölgar. Aðbtínaður á hjúkrunarheimilum Næringarástand, lyfjanotkun: Gerðar hafa verið tvær athuganir á næringarástandi 65 ára og eldri sjúklinga á hjúkmnarheimilum á Is- landi fyrir 15 ámm af Landlæknis- embættinu: Þá fannst næringar- skortur hjá 25%. Onnur rannsókn var gerð af prófessor í matvælaffæði við háskóla erlendis: 60 sjúklingar, niðurstöður 58,3% með næringar- skort. Mælingar náðu yfir: Þyngd, lík- amsstaðul, ummál vöðva, húðþykkt og eggjahvítu í blóði. Erlendar rannsóknir gefa til kynna töluna 30-50% næringarskort, en meðal ýngri sjúklinga 15-17%. Róandi og : svefnlyfjaneysla >70%, mun hærrá en í nágranna- löndunum. Aðalkröfur okkar: a Slétta út gliðnun á milli ellilatma og lágmarkslauna. Grannlífeyrir verði skattffjáls sem þýðir 8.406 kr. í auknum ráðstöfunartekjrun sem er það sama og hækkun á grannlífeyri. Að 30.000 kr. af aflafé eða tekjum úr lífeyrissjóði eða 60.000 af fjár- magnstekjum verða undanþegin reglum um skerðingar á tekjutrygg- ingu. Lokaorð Þetta er nokkuð hrollvekjandi lesning sem áður hefur verið marglesin yfir af stjórnendum þessa lands. Þversögnin er að þrátt fyrir leiðandi stöðu okkar í hjarta- og æðalækningum og krabbameins- lækningum í Evrópu þá sinnum við ekki öldruðum sem skyldi. Við blés- um til sóknar og mikil umræða hef- ur orðið um þessi mál, slæmur að- búnaður eldra fólks er nú forsíðu- ffegn. Einn þingmaður sagði við mig: „Eg veit ekki hvernig staðan er á Alþingi í þessum málrnn, en þið hafið þjóðina með ykkur!“ Okkur er ljóst að við sleppum ekki lifandi út úr þessu, lífið tekur enda, en við krefjumst úrbóta og sæmilegra lífs- kjara. Við viljum búa við sæmileg kjör síðusta árin, þetta er ekki stór hópur. Þetta er þverpólitískt mál. Að baki okkur era 34.000 manns. Við munum kynna þessi mál næsta ár. Það er athyglisvert að prófkjörin náðu til allra heimilislausra og jafh- vel róna. 2.500 manns á spítölum og öldrunarstofnunum er gefinn kostur á að kjósa. Baráttunni verður haldið áffam. Borgþór S Kjæmested, Framkv.stjóri Landssambands eldri borgara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.