Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 Eitthvað fyrir alla í Bjargi Asta Gísladóttir eigandi verslun- arinnar Bjargs á Akranesi segir mikla breidd vera í jólatískunni í ár. Hún segir að í ratm sé allt inni, all- ir litir, öll snið og mikil fjölbreytni. Segir hún tískuna mjög þægilega í ár og að hreinlega sé hægt að finna eitthvað fyrir alla. Stuttir jakkar eru vinsœlir hjá dömum í ár. Mikið er umjarðliti sprengda út með sterku turkis eða greenum lit. Snið á gallabuxum erjafnvel að þrengjast. Sígaunastíll hejúr verið vins<ell. Allt er vítt; pils, mussur og toppar. Pils eru alsráð- andi núna, allar síddir. Alb konar belti og áberandi jjlgihlutir, t.d. grófar hálsfestar. Teinótt munstruð jakkaföt er línan í ár hjá herrum. Einlitar skyrtur í litum eru að koma inn en teinóttar og kóflóttar eru einnig að bytja að sjást aftur. Mikið um að fínir jakkar og skyrtur séu notuð við smekklegar gallabuxur. Þá eru fínar peysur að koma inn aftur, mestþá einlitar og þveiröndóttar, með v-hálsmáli. Þœr eru notaðaryfir skyrtur innanundir jakka. --/------------------- Iþróttajakkar íþróttaföt hafa unnið sér sess sem tísku- vara hversdagsins og hjá flestum vinsæl í jólapakkann. Jóhanna í Borgarsporti í Borg- arnesi segir að vinsælasta jólagjöfin í ár fyrir börn og unglinga verði Henson gallar. Nike er einnig ávallt í tísku, allir litir og gerðir. Þá og gallabuxur er Puma búið að vera afar vinsælt merki sér- staklega fyrir 10 ára og eldri. Mikið er um Puma skófatnað þar sem það merki hefur verið allsráðandi í skóm hjá öllum aldurs- hópum, nýfæddum og uppúr. Nike gallar eru vinsælir jýrir alla ald- urshópa í öll- um litum. Fyrir 10 ára og uppúr þá er Puma merkið og Nike ávallt vinsielt tnerki. Hummel er að koma sterkt inn, mikið um flottar vörur. Blend galla- buxrn; fínn bol- ur eða skyrta og svo íþrótta- jakki yfir er ?njög vinscelt hjá karlmötm- um. Ble?id she gallabuxur eru vinscelar hjá konum við flotta boli og jakka. Frá toppi til táar Litla Búðin á Akranesi hefur mikið uppá að bjóða, allt frá nærfötum til yfirhafna auk alls þess sem er á nauðsynjalista hverrar konu. Elínborg Lárusdóttir eigandi Litlu Búðarinnar segir að mikið sé um pils og toppa í ár. Svart með glimmer eða pallíett- ur er mikið vinsælt. Pils eru í öllum vídd- um og síddum. Blúndu nœrbuxna - hipsterar eru að koma sterkir inn fyrir jólin og hcegt er að velja nánast hvaða haldara við sem er. Mikið er um að stórar konur velji fallega toppa í björtum lit- um og oft með líflegu munstri eða pallíettum. Eldri konur velja mikið pils ogfal- legar bróder- aðar skyrtur við. ■M Trúlofunarhringir - uppáhalds smákakan Kökudeig 250 gr. hveiti Hjartasalt á hntfsoddi 200 gr. Smjör 50 gr. Flórsyknr 2 eggjarauður Marensdeig 2 eggjahvítur 100 gr. sykur 1 tsk. borðedik Stífþeytið eggjahvít- urnar, bætið svo sykri „Þó ég baki engar aðrar smákökusortir þá baka ég þessa, þær eru einfaldlega bestar," segir Sigurást Karvelsdóttir (Sísí) um uppáhalds smákökurnar sínar sem hún kallar því skemmtilega nafhi Trúlofunarhringir. smátt og smátt útí. Þeyta vel. Edik sett útí síðast. Kökudeigið er flatt út og stungnir út litlir hringir. Sprautið marens ofaná hvern hring. Bakið við vægan hita þar til orðið ljósgult. Jólakortagerðin sívinsæl Heimagerð jólakort hafa lengi verið vinsælt föndurefhi hjá hand- lögnum konum og körlum sem og skemmtilegusm kortin sem inn um lúguna koma. „Sfðastliðin 2 ár hefur átt sér stað algjör sprengja í jóla- kortagerð," segir Jóhanna Einars- dóttir í Málningarbúðinni á Akra- nesi um gerð jólakorta. „Mikið er um ffjóar hugmyndir hjá föndrurum og kortin eru afskaplega falleg. Margir koma hingað í búðina og sýna mér vinnu sína og þykir mér vænt um það.“ Jóhanna segir að upphaflega hafi þrívíddarmyndir á kortum verið vinsælastar, ásamt öllu því gyllta sem sett er á kortin. „Þetta varð sífellt vinsælla eftir því sem fleiri fóru að föndra kort. Það eru ekki bara búin til jólakort, heldur líka skírnarkort, brúðarkort, út- skriftarkort og afmæliskort svo dæmi séu tekin,“ segir Jóhanna. „Það nýjasta núna í jólakortagerð eru geisladiskar með þrívíddarmynd og eða efni. Þá er diskurinn brotinn í ein- hverja stærð, eða jafnvel not- aður heill. Á- samt því að líma á geisla- diskinn eru líka margir sem sauma í hann, það er allt hægt. En enn eru flestir að búa til saumuð kort eða kort með þrívíddarmyndum. Þessi hafa staðið uppúr finnst mér í vin- sældum. Einnig eru einhverjir að gera myndir með bútasaumsefhum, það er ýmislegt í gangi,“ segir Jó- hanna. Telur hún að það sem nýjast er í kortagerð eftir áramót sé svokallað „ink“ sem líkist helst augnskugga. „Með inki er hægt að breyta papp- írnrnn með því að þekja hann eða nota stimpla í inkið og stimpla á kortin, stafi eða myndir. „Konur eru almennt duglegar í öllu sem viðkemur föndri, fjöl- breytnin er mikil. Þetta veitir jú ómælda ánægju og hugarró, kannski er það líka þess vegna sem konur sækja svo í föndur fyrir utan hvað þetta er gaman. Svo er það nýmin, það er hægt að nýta allt, t.d. klippa gömul kort og myndir til að nýta á ný kort,“ segir Jóhanna. BG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.