Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 gHSSUHOBKI Búskapur og velferð á Vesturlandi Fimmtudaginn 17. nóvember sl. var haldin fjölmenn ráðstefna á Hvanneyri um landbúnað undir heitinu: „Búskapur og velferð á Vesturlandi.“ Það voru Búnaðar- samtök Vesturlands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem stóðu að ráðstefhunni sem m.a. er haldin í tílefni þess að Búnaðarsam- tökin eru 20 ára um þessar mundir. Helga Halldórsdóttir, formaður stjórnar SSV sagðist í samtali við Skessuhorn vonast til að ráðstefnan markaði ákveðið upphaf að nánara samtarfi BV og SSVj enda margt sem þessi félög eiga sameiginlegt svo sem í ráðgjafarþjónustu fýrir bænd- ur, ferðaþjónustuaðila og almennt fyrir atvinnulífið á Vesturlandi. Mörg áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni um stöðu búgreina í landshlutanum, afkomu bænda, ein- stakra búgreina og hlurmindi á bú- jörðtun. Þá kynntu fjórar banka- stofnanir starfsemi sína, einkum er snýr að lánveitingum til bænda. En eins og kunnugt er var Lánasjóður landbúnaðarins seldur hæstbjóðanda fyrir skömmu og er ljóst að sam- keppni lánastofinana hefur í kjölfarið aukist mjög um lánafyrirgreiðslu til stéttarinnar. Veðrými landeigenda hefur einnig hækkað til muna sam- hliða hækkandi jarðaverði og því eru lánastofnanir viljugri en áður að leggja fé inn í greinina. Stofhun í mótun I upphafi ráðstefhunnar kynntí A- gúst Sigurðsson, rektor LBHI starf- semi stofnunarinnar sem varð til um síðustu áramót með sameiningu skóla og stofnana á landbúnaðar- sviði. Landbúnaðarháskóli Island er stofiiun sem er í mikilli þróun en meginviðfangsefni hans eru rann- sóknir, kennsla og endurmenntun. Búnaðarffæðsla tekur breytingum og skilgreining orðsins landbúnaðar væri víðari en fyrr. Rannsóknir í starfsemi LBHI vega um 60% og kennsla 40%. Markmið LBHI er að auka menntunarstígið í landbúnaði með því að efla kennslu og rann- sóknir, hafa stöðugt allt nám í end- urskoðun, fjölga nemendum og efla mannauð auk þess að byggja upp henmga aðstöðu fyrir starfsemina. A næsta ári er útlit fyrir að skólinn út- skrifi 120 nemendur og sagði Agúst það ljóst vera að huga þurfi að upp- bygginu hentugs húsnæðis sem rúmaði t.d. útskriftarathafnir og aðra fjölmenna mannfagnaði. Sagði hann að í framtíðinni væri stefnt að því að um 500 nemendur geti stund- að þar nám samtímis og þýðir það verulegan vöxt LBHI. Snæfellingar framar öðrum Ema Bjamadóttir, hagffæðingur Bí fluttí áhugavert erindi um stöðu búgreina á Vesturlandi og lagði út frá spurningunni „Hvar stendur landbúnaður á Vesturlandin í sam- anburði við aðra landshluta?" Sagði hún að dregið hefði úr ffamleiðslu á Vesturlandi miðað við aðra lands- hluta þegar miðað er við greiðslur búnaðargjalds, en þær vom 10,7% af heildargreiðslum á landinu árið 2004 en vom 11,6% árið 1998. Á Vesturlandi er ffamleitt 12,57% af greiðslumarki í mjólk og hefur það minnkað ffá því að vera 13,4% árið 1998. Einnig hefur hlumr landshlut- ans í greiðslumarki í sauðfé farið úr 15,45% í 14,62% á sama tíma. 16% fækkun hefur orðið á þessum ámm á þeim búum á Vesturlandi sem færa búreikninga. Sagði Erna að miðað við niðurstöður búreikninga væm bændur á Snæfellsnesi að skila mest- um afurðum bæði í mjólk og kinda- kjöti miðað við skýrsluhald en bú- peningur Snæfellinga skilar töluvert meiri afurðum og ffjósemi er búpen- ingur Borgfirðinga og Dalamanna. Sumarhúsa- og veiðitekjur Ema kom inn á þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í fjölda sumarbústaða á Vesturlandi frá því árið 1998 þegar þeir vora 1955 tals- ins, en þann 8. nóvember sl. vom þeir orðnir 2782 samkvæmt tölum ffá Fasteignamati ríkisins. Þannig hefur aukningin á þessu tímabili ver- ið yfir 42%. Bændur era í mörgum tilfellum eigendur lands sem nýtt er fyrir sumarhúsabyggðir og þannig em tekjur af landi og ýmsum hlunn- indvun að aukast og leysa að ein- hverju leyti af hólmi tekjur af hefð- bundnum búgreinum sem vega nú minna sem hlutfall af landsffam- leiðslu. Erna bentí á mikilvægi veiði- tekna á Vesturlandi þar sem lands- hlutinn hefur algjöra sérstöðu á því sviði enda var 46% af veiði ársins 2004 á Vesturlandi. Þannig skilar veiðin hvorki meira né minna en 44% af hlutfalli hagnaðar af at- vinnutekjum í landbúnaði í lands- hlutanum. Hækkandi jarðaverð getur verið ógnun Að endingu fór Ema yfir noklcur sóknarfæri sem hún telur að bændur á Vesturlandi gætu fært sér í nyt. Taldi hún fyrst að nálægð landshlut- ans við stærsta markaðinn væri tví- mælalaust sóknarfæri sem og land- ffæðileg nálægð við Landbúnaðar- háskólann þar sem saman væri kom- in mesta þekking á einum stað á sviði landbúnaðar. Þá taldi hún Vest- urland standa framar flestum öðrum landssvæðum m.t.t. ferðaþjónustu og fæli það m.a. í sér tækifæri í nýt- ingu hlunninda svo sem skotveiði. Að endingu nefndi hún hækkandi landverð og varpaði fram þeirri spumingu hvort það væri tíl góðs eða ills fyrir landbúnaðinn í ljósi þess að landbúnaður þurfi fyrir bragðið að skila aukinni arðsemi til að keppa við þá sem kaupa land háu verði og nýta til annars - eða nýta það alls ekki. Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins fór yfir afkomu bænda á Vesturlandi í samanburði við önnur landssvæði. Kom m.a. ffam hjá honum að kúm hafi fjölgað um 52% á sérhæfðum kúabúum í landshlutanum og inn- leggt þeirra aukist um 101% ffá ár- inu 1996. Búum hefiir fækkað og þau stækkað á umliðnum ámm sem leitt hefur til hagræðingar og hækk- unar t.d. á launagreiðslugetu á þeim bútun sem eftír em. Tekjur effir hverja mjólkurkú á Vesturlandi vom 364 þúsund krónur árið 2004 en þar höfðu Sunnlendingar vinninginn þar sem tekjur vom 415 þús. effir hverja kú. Tekjur effir vetrarfóðraða kind vom að meðaltali 11.518 krón- ur á Vesturlandi á liðnu ári en Vest- firðingar höfðu mestar tekjur eða 12.455 krónur. Sauðfé hefur fjölgað um 38% á sérhæfðum sauðfjárbúum ffá árinu 1996 og innlegg frá þeim aukist um 44%. Batnandi túnar m.a. samhliða liagræðingu Meðal annarra erinda sem flutt vom á ráðstefhunni má nefna erindi Sigríðar Jóhannesdóttur þar sem hún þallaði um aukna nýtingu land- eigenda af skotveiðihlunnindum, nýtt félag sem stofnað hefur verið og mun m.a. kortleggja hlunnindi. Jón Gíslason, bóndi á Lundi fjallaði um stöðu kúabænda í samfélaginu, í- mynd greinarinnar og nauðsyn þess að búin geti stækkað tíl að auka hag- kvæmni og bætt rekstrarskilyrði kúabænda. Sambærilegar upplýsing- ar gaf Ásmundur Daðason en hann greindi ffá hagræðingu á Lambeyr- arbúinu m.a. með breyttu gjafafyrir- komulagi, nýrri girðingartækni og fleira. Bemharð Þór Bemharðsson, deildarstjóri við Viðskiptaháskólann flutti erindi sem hann nefndi „Inn- lend eða erlend fjármögnun". Þa ð er ágœtt að nýta tímann og hafa eitt- hvað á prjmunum meðan hlýtt er á erindi á ráðstefnu sem þessari. Ráðstefnan í heild undirstrikaði það að landbúnaður á Vesturlandi er í mikilli þróun og margvíslegar breytingar hafa átt sér stað, margar til góðs. Búum hefur fækkað en þau stækkað og hagur kúabænda sérstak- lega hefur vænkast. Batnandi tímar em einnig í sjónmáli hjá sauðfjár- bændum en í þeirri grein er ein- kennandi að bændur þurfa sértekjtu af öðm en eingöngu sauðfjárrækt. Vega tekjur af ýmsum hlunnindum, af ferðaþjónustu eða störfum á hin- um almenna vinnumarkaði þar stórt og eiga bamandi samgöngur stærst- an þátt í að menn geta með auðveld- ari hætti en áður sótt viðbótar at- vinnutekjur lengra en áður var ger- legt. MM Atján mánaða göngugarpur Dregnir hafa verið út þrír þátt- takendur í gönguferðum UMFI sl. sumar sem famar vom undir merkjunum „Fjölskyldan á fjall- ið,“ sem er landsverkefhi UMFI og liður í verkefhinu Göngum um Island. Góð þátttaka var í sumar í verkefninu vítt og breidd um landið. Edda útgáfa gefur vinn- ingshöfum bókina Islensk fjöll eft- ir Ara Trausta Guðmundsson sem kom út í sumar. Athygli vekur að einn hinna heppnu vinningshafa er einungis 18 mánaða gamall, en það er Jóhannes T. Torfason á Ás- brún í Bæjarsveit, en hann gekk á Varmalækjarmúlann ásamt föður sínum Torfa Jóhannessyni. Varmalækjarmúlinn var fjall ársins hjá UMSB og ríflega 90 manns skráðu nöfh sín í gestabók á toppi múlans í sumar. MM Hluti gestanna en alls tóku um 100 mannsþátt í ráðstefnunni. Fremst má m.a. sjá Eirík Blimdal, framkvœmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands og Helgu Halldórsdóttur, for- mann stjómar SSV, en þessar stofnanir stóðujýrir ráðstefnunni. PISTILL GISLA Minni máttar í æsku var mér kennt að ráð- ast aldrei á minnimáttar. Þetta er reyndar sú regla sem mér þótti á sínum tíma hvað erfiðast að virða. Einfaldlega þess að þetta var alls ekki rökrétt. Með þessari reglu var verið að flækja málið óþarflega mikið og gera lífið erfitt að óþörfu. Bæði var það að eins og gefur að skilja er það mvm fljótlegra að lúskra þeim sem minna mega sín og líka hitt að mér gekk alltaf erf- iðlega að beita þá ofbeldi sem meiri höfðu máttinn. Það var því alls ekki skynsam- legt að rétta þeim kjaftshögg. Það var hinsvegar ekld um ann- að að ræða en að hlýða því ann- ars átti maður yfir höfði sér að verða illa úti sem minnimáttar- aðili eins og það heitir á góðu stofnanamáli. Fyrir vikið dró mjög úr ofbeldisverkum af minni hálfu og ég lærði það með tímanum að það væri far- sælast að öll dýrin í skóginum væru vinir nema þá að til kæmu sérstakar undanþágur. Það fer ekki á milli mála að ég er ekki sá eini til að upp- götva kosti þess að eiga við minnimáttar ef maður þarf að láta hendur skipta eða níðast á einhverjum með öðrum hætti. Þar sem fiumskógarlögmálið er við lýði, líkt og á Islandi nú- tímans, (þrátt fyrir stórfelldan skort á frumskógum) þar er það sjálfsagt og eðlilegt og umfram- allt nauðsynlegt til að afla sér viðurværis, að hagnast á kostn- að annarra. Þá er að sjálfsögðu þægilegast að einbeita sér að þeim sem minna mega sín. Það sem líka styður það er að sam- úðin er yfirleitt með þeim stærri og sterkari. Það er bara einfaldara og yfirhöfuð farsælla að skipa sér í flokk með sem hafa krafta og þar með völd. Núna síðast er gripið til þess ráðs að ná í aura í vasa öryrkja með í krafti reglugerðar sem stöðvar greiðslur til þeirra sem fullnýtt hafa bótarétt sinn. Það er ekki gert vegna þess að ör- yrkjar eigi meira af peningum en aðrir heldur vegna þess að það er auðveldara að ná skild- ingunum af þeim. Ef menn ganga ekki heilir til skógar þá verða þeir étnir í skóginum. Þannig virkar þetta ágæta frumskógarlögmál. Um leið er rætt um lækkun fjár- magnstekjuskatts og fleiri að- gerðir sem miðar að því að bæta hag þeirra sem meira mega sín til að þeir megi sín einn meira enda mega þeir gera nokkumveginn það sem þeim sýnist. Þannig gerast kaupin á eyrinni en þar kaupa öryrkjar væntanlega ekki mikið fyrir þessi jól. Gísli Einarsson, meiri máttar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.