Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 ...fAMIHI.I.I V Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- ög útgáfuþjónustan Stimplar, málmspjöld, hurðaskilti & hlutamerki Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes 437 2360 - 893 2361 olgeirhelgi@islandia.is INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fásteigna- og skipasali FASTEIGNIR í BORGARNESI BORGARBRAUT 12, Borgarnesi. íbúð á efri hæð 118,2 ferm. (á neðri hæð er pósthús). Hol, gangur og stofa parketlagt. Tvö herbergi parketlögð og eitt dúklagt. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnrétting. Baðherbergi dúklagt, ljós innrétting. Lítil snyrting á stigapalli dúklögð og þvottahús parketlagt (nú notað sem geymsla). Verð: 14.000.000 FÁLKAKLETTUR 11, Borgarnesi. Einbýlishús 122,9 ferm. og steyptir sökklar undir bflskúr 50,8 ferm. Verið að endumýja allt inni í húsinu og það getur selst í núverandi ástandi þ.e. án gólfefna, innréttinga og hurða. Ný hitalögn í öllum gólfum og ný neysluvatnslögn. Nýr þakkantur og veggir að utan nýmálaðir. Teikningar af innréttingum og tilboð í þær getur fylgt. Verð: Tilboð I Allar nánari upplýsingar á skrifstofu | Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali : Borgarbraut 61,310 Borgarnes, 1 s. 437 1 700, 860 2181 -fax 4371017, netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is TUvalin jólagjöf til starfsmanna! Allt í einum pakka Gjafakort MRA eru til sölu í útibúum Landsbanka íslands og íslandsbanka á Akranesi. Fáanleg í þremur upphæðum kr. 2.500, 5.000, og 10.000. Handhafar gjafakortanna geta notað kortin hjá um 30 verslunar- og þjónustuaðilum á Akranesi markað: AKRANESS ISLANDSBANKI Landsbankinn Banki allra landsmanna ■:r »»l|lil*iijf| ............ '■frS'f':. 'iðskiptavinir athugið! Rýmri opnunartími í desember. Pantið jólaklippinguna tímalega! Verið velkomin! PRUL MITCHELL Borgarbraut 55 Sími 437-2277 Jón Öm Jónsson og Karl Emil Pálmason t veitingasalnum á Hótel Hamri. Hlýleg stemning á Hótel Hamri í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á jóladagskrá á Hótel Hamri í Borgamesi. Hótelið, sem er stað- sett hjá golfvellinum, var opnað í sumar. Það er því við hæfi að dag- skráin sé nýstárleg og óhefðbundin. ,Já, þetta er í fyrsta sinn sem farið er af stað með eitthvað tengt jólun- um, þar sem þetta era jú fyrstu jól- in hérna á Hótel Hamri,“ segir Jón Om Jónsson veitingastjóri. „Þetta er ekki þetta hefðbundna jólahlað- borð heldur níu rétta jólamatseðill og sérstakt tilboð á gistingu undir yfirskriftinni „Ilmur af jólum.“ Auk matarins munum við vera með tón- listaratriði frá sveitungum án þess þó að slá upp dansleik með miklum látum. Við viljum umfram allt bjóða hlýlega stemningu, ffábæran mat og góða þjónustu.“ I stað þess að keppast við að hafa sem flesta rétti vilja Jón Om og Karl Emil Pálmason matreiðslu- Bláberjalaxinn maður að eigin sögn bjóða upp á vandaðan níu rétta matseðil og gera þá betur við þá matargesti sem komnir era. „Það er mjög góður standard á matnum sem við bjóðum upp á. Við viljum frekar halda þess- um gæðum og hafa fámennt og góðmennt í kringum okkur. Við leitumst við að hafa helst ekki fleiri en 60 gesti þó að við gæmm haft 110 manns í sæti hér í matsalnum og veitum þá um leið betri þjón- ustu. Það á enginn að þurfa að bíða lengi eftir matnum.“ Jón Orn segir dagskrána fara vel af stað. „Það eru hópar að koma hér alla leið ffá Keflavík og svo ffá Reykjavík. Þetta er líka kjörið fyrir höfuðborgarbúa og Skagamenn líka, því það er enga stund verið að keyra hingað." Hugmyndin á bak við Ilm af jól- um er sú að gestir geta komið, í hópum eða á eigin vegum, notið veislumatar og svo gist á hótelinu eftir matinn. „Fólk er komið til að gera sér góðan og glaðan dag. Það er því nauðsynlegt að það finni fyr- ir þessu hlýja umhverfi með glæsi- lega útsýni. Hér er einstaklega fal- legt umhverfi og gott að sitja við kertaljós þegar skyggja tekur. Svo jafnast ekkert á við það að fara í heita pottinn eða leggja sig eftir matinn. Svo er auðvitað morgun- matur innifalinn." Jón Orn segir takmarkið vera að veita viðskipta- vinum smá pásu í jólaamstrinu. ,Já, fólki á að líða vel frá fyrstu mínútu og njóta sín. Ekki veitir af í miðju jólastressinu." Jólamatur meistara- kokksins Jólin eru tími matarlistarinnar. A hverju strái bjóðast okkur kræsing- arnar og hefð- irnar eru marg- ar. Undantekn- ingarlítið er sami maturinn í boði hvert að- fangadagskvöld og má helst ekki breyta. Hvað ætli meistara- kokkurinn sjálf- ur, Karl Emil Pálmason á Hótel Hamri, hafi í matinn á aðfangadags- kvöld? „Það hef- ur verið hefð í minni fjölskyldu að hafa kalkún. Frá því ég var gutti hefur pabbi séð um matseldina á að- fangadagskvöld. Fyllingin er gerð efrir stórgóðri uppskrift sem rataði í hendur móðursystur minn- ar og hefur verið gerð á hverjum jólum síðan.“ Karl Emil hefur verið svo vænn að láta lesendum Skessu- horns í té nokkrar góðar jólaupp- skriftir sem gott er að eiga á að- ventu og jólum. Bláberjagraflax „Þegar ég var að vinna hjá Scandic Crown hótelinu í Stokk- hólmi var þessi lax á matseðlinum. Mér finnst laxinn henta ákaflega vel fyrir aðventuna áður en allt kjötið hellist yfir mann. Þetta er ferskur og góður matur og gaman að bjóða upp á lax eða síldarrétti á þessum tíma.“ Með graflaxinum er gott að bera fram ferskt, stökkt salat og ristað brauð og þurrt hvítvín. Einnig er púrtvínssósan ómissandi, en uppskriftin að henni er hér að meðan: Miðað er við 1200 gr.flak Auk þess þarf: 80 gr. gróft salt 2 msk. cumin duft 1 msk grófmalaður svartur pipar 1 msk. timian 300 gr. frosin bláber 4 msk. hunang Flakið er snyrt vel. Saltinu er stráð jafnt og þétt yfir flakið og það er látið liggja í um 40 mínútur, eða þar til fiskurinn er farinn að brjóta sig. Afganginum af saltinu er svo dustað í burtu. Hunangi er blandað saman við frosin bláber í mat- vinnsluvél. Flakið er sett f bakka með köntum. Bláberjajafningnum er hellt jafnt og þétt yfir flakið. Geymt í kæli í sólarhring áður en laxinn er borinn ffam. Munið að geyma nokkrar matskeiðar af blá- berjasafanum í sósuna. Púrtvínssósa 100 gr. þeytttir rjómi 100 gr. sýrður rjómi 3 msk. afbláberjasafanum sem kemur aflaxinum 4 msk. púrtvín 3 msk. síróp 1 msk. púðursykur Þeytta rjómanum og sýrða rjóm- anum er blandað saman. Oðru innihaldi bætt út í eftir það. Sósan er látin standa í 2-3 klukkustundir áður en hún er borin ffam. Jólagrautur (Riz a ramande) Það eru margir sem taka ekki annað í mál en að hafa þennan jóla- graut á borðum um jólin og þá oft með möndlu í til að auka enn ffek- ar á spenninginn. Hérna er upp- skrift að jólagraut fyrir þá sem langar að prófa: I grautinn þarf: 200 gr. grautargrjón 4 dl. vatn 1 Itr. mjólk 2 msk. vanilludropar 100 gr. sykur 200 gr. saxaðar möndlur 5 dl. þeyttur rjómi Sjóðið hrísgrjónin í vatninu í 2 mínútur. Hellið í sigti og skolið. Setjið aftur yfir til suðu í mjólk, sykri og vanilludropum. Sjóðið við vægan hita í 45 mínútur. Hrærið öðru hvoru í svo ekki brenni í pott- inum. Kælið. Hrærið möndlum og þeyttum rjóma varlega saman við með sleif áður en borið er ffam.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.