Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 15
áffifiSSU'IMÖE*!
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005
15
Góð öryggisráðfyrir upphaf aðventu
Jólin era tími kertaljósanna, raf-
magsseríanna og því miður
slysanna. Skessuhorn spjallaði við
Bjarna Þorsteinsson, slökkviliðs-
stjóra í Borgarnesi til að fá góð ráð
varðandi hvað við getum gert á að-
ventunni til að tryggja okkur, og
þeim sem okkur þykir vænt um,
gleðileg og slysalaus jól.
Kerti og skreytingar
„Nú er tími kertaljósanna að
renna upp. Það er nauðsynlegt að
sýna aðgát í meðferð óvarins elds
og mjög mikilvægt að skilja börn
aldrei eftir ein við kertaljós. Það er
mikil hætta á því að þau fari sér að
voða, til
dæmis með
því að kveikja
í hárinu á sér.
Þegar kemur
að skreyting-
um þá þarf að
vanda undir-
lagið og passa
að kerti og
annað í
skreytingum
sé stöðugt.
Kerti og
skreytingar
með kertum
mega ekki
vera úti í
gluggum.
Það þarf svo
lítið til, ekki
nema smá
flökt eða
g e g n u m -
trekk, að eld-
urinn læsist í
gluggatjöld-
unum og þá
er herbergi
ekki lengi að verða alelda. Gardín-
ur eru líka úr þannig efnum að þær
eru oftar en ekki sérstaklega eld-
fimar.“
Slökkvitæki
og annar búnaður
„Það þarf að láta yfirfara
slökkvitæki heimilisins eigi sjaldn-
ar en þriðja hvert ár. Það er allur
gangur á því hvar þetta er gert en
er oft á þjónustumiðstöðvum sem
eru í einkageiranum. Við bjóðum
upp á þessa þjónustu hér á slökkvi-
stöðinni í Borgarnesi og við fáum
tæki allsstaðar af Vesturlandi. Eld-
varnarteppi á svo einnig að vera til
staðar á hverju heimili. Þau hafa
reynst mjög vel þegar eldur kemur
upp í eldhúsum og sjónvarpstækj-
um.“
Reykskynj ar ar
„Það er góð regla núna að hafa
reykskynjara í hverju herbergi. Nú
eru oft tölvur og sjónvörp í her-
bergjum ungs fólks og þar verður
að vera reykskynjari. Það er góð
regla að fara í það núna á aðventu
að skipta um rafhlöður í reyk-
skynjurum og endurnýja. Það er
ekkert mál að verða sér úti um
þessi tæki, reykskynjarar fást í
byggingavöruverslunum eða sams-
konar deildum í verslunum. Við
erum til dæmis með lítið þjónustu-
horn hérna á slökkvistöðinni sem
hefur vakið smá athygli og mælst
vel fyrir þar sem hægt er að fá öll
þessi öryggistæki. Reykskynjarar
hafa margsannað gildi sitt og er
besta líftrygging sem þú getur
Bjami Þorsteinsson.
fengið. Það er ekki svo dýrt að
endurnýja þá, þetta eru svona þús-
und krónur fýrir eitt stykki.“
Seríur
„Fólk verður að hafa í huga að
ofhlaða ekki fjöltengi. Það er um
að gera að kaupa viðurkennd og
góð fjöltengi með jarðtengdri kló
og svo er betra að hafa slökkvara á
þeim. Það eiga allir að gefa sér
tíma til að yfirfara seríurnar á
heimilinu og athuga hvort þær séu
orðnar gamlar og trosnaðar. Þá er
bara að endurnýja þær, það kostar
ekki mikinn pening í dag.“
Dreifum álaginu
„Á gamlárs- og aðfangadag er
margfalt álag á rafmagnstöflum
húsa. Það er tvöföld eða jafnvel
þreföld notkun á við venjulega
daga því allir eru með seríurnar í
gangi og að vinna í eldhúsum. Ef
fólk getur á einhvern hátt dreift á-
laginu þá er hægt að forðast bilan-
ir svo allir hafi ljós.“
Komum í veg
fyrir slysin
„Það er mikilvægt að hafa þessu
hluti í huga og sýna aðgát á þess-
um árstíma. Það er algjörlega
óásættanlegt að það verði mann-
tjón í eldsvoða. Sem betur fer er
fólk alltaf að verða meðvitaðra um
þessi mál og tækin eru líka endur-
nýjuð oftar og eru vandaðri. Samt
gerast slysin og við verðum öll að
gera okkar besta til að koma í veg
fyrir þau,“ sagði Bjarni Þorsteins-
son, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi
að lokum.
GG
Eldvamaátak LSS er hafið
Eldvarnaátak Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna (LSS) hófst laugardaginn
19. nóvember með útgáfu for-
varnablaðsins Slökkviliðsmaður-
inn. Blaðinu er dreift í 70 þúsund
eintökum um land allt en í því eru
meðal annars ítarlegar leiðbein-
ingar um eldvarnir heimilanna.
Mánudaginn 21. nóvember hófu
slökkviliðsmenn heimsóknir sínar í
3. bekk grunnskólanna. Þeir fræða
börnin um eldvarnir og bjóða
þeim að taka þátt í Eldvarnaget-
rauninni sem börnin leysa í sam-
vinnu við fjölskyldur sínar. Að
þessu sinni afhenda slökkviliðs-
menn börnunum meðal annars
vandaðan margmiðlunardisk um
eldvarnir heimilanna sem LSS hef-
ur gefið út með stuðningi Trygg-
ingamiðstöðvarinnar og Bruna-
málastofnunar.
Reynslan sýnir að börn eru mjög
móttækileg fyrir fræðslu um eld-
varnir og eru líkleg til þess að hafa
áhrif á þær heimafyrir. Að átakinu
loknu verður dregið úr réttum
lausnum í Eldvarnagetrauninni og
vegleg verðlaun afhent.
Vernharð Guðnason, formaður
LSS, segir markmið átaksins að
hvetja almenning til aðgerða í eld-
vörnum heimilanna til að draga úr
líkum á tjóni á lífi og eignum
vegna eldsvoða. Hann segir að
reykskynjarar séu mikilvægasta
forvörnin og þeir eigi fortakslaust
að vera á hverju heimili í landinu.
Að jafnaði farast um tveir ein-
staklingar í eldsvoðum hérlendis á
ári hverju. Eldsvoðar valda árlega
eignatjóni uppá um einn og hálfan
milljarð króna. Reynslan sýnir að
líkur á eldsvoðum aukast talsvert á
aðventunni vegna mikillar notkun-
ar rafmagns og kertaljósa.
Slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
menn leggja því áherslu á að allir
tileinki sér grunnatriði eldvarna.
MM
Jólastemming
Norska hússins
Laugardagínn 26. nóvember færist jóiablærínn yfir Norska húsíð og það er
skreytt nieft jóiaskrauti, jólatrjám, jólakortum og öðru sem tengisí liðnum
jótum.
Krambúð hússíns er einnig í jólabúningnum og þar er
skemmtiiegt um að litast og ýmislegt að sjá og skoða.
í búðínní er boðíð upp á heitan epiadrvkk og piparkökur
og í eldhúsinu er hægí að krækja sér í flís af hangíkjöti.
Hín sérstaka jólastemming gerír ferð í Norska húsið i Stykkíshólmi
að ógleymaniegri uppiifun á aðventunni sem enginn ætti að missa af.
Norska húsið er opið fram að iólum
fimmtudaga. föstudaga qg laugardaga kl. 14,00 til 18.00
Aðgangur er ókeypis og við vonumsi lil að sjá sem flesta.
Starfstólk Norska hússins j§ jj
Sögur úr sveitinnijfr
Shell, Borgamesi
Baulan, Stafholtstungum
Veg-Bitinn, Reykholti og
Hórskerinn, Akranesi
Ennfremur verður
hægt að nólgast dískinn
ó Norðurreykjum eða
panta hann í
síma 435 1219
80 ára afmœli
23. nóvember er 80 ára
Guðrún Jónsdóttirfrá
Hítardal, Borgarbraut 65 a,
Borgarnesi. I tilefni dagsins
tekur hún á móti gestum frá
kl. 15.00 laugardaginn 26.
nóvember í sal eldri borgara
á efstu hœð að Borgarbraut
65a, Borgarnesi.
V_________________________J