Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 41
SKESSiíliöBKI MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 41 Jólaró - nokkur ráð til að koma í vegfyrir streitu Þó að jólin séu vissulega mikill gleðitími hjá flestum landsmönn- um geta þau líka verið streitumesti tími ársins. Til að halda þessi full- komnu jól sem við höldum að séu sjálfsögð setjum við á herðar okkur ótal skyldur; vinnu, jólaboð, inn- kaup, bakstur, þrif, sjáum um börn- in í jólafriinu, skipuleggjum við- burði og margt, margt fleira. Með nokkrum aðferðum má þó minnka jólastressið og hafa meiri ánægju af hátíðinni. 1. Gerðu fjárhagsáætlun. Aður en haldið er í búðirnar er gott að vera búin að ákveða hvað þú hefur efni á að eyða miklu í gjafir. Fylgdu þessari áætlun. Ef þú gerir það ekki er hættan sú að kvíðinn fyrir kreditkortareikn- ingnum láti á sér kræla og stressið er óumflýjanlegt. Það er líka ó- þarfi að vera nokkra mánuði ffam í nýja árið að borga fyrir jólin. Pass- aðu þig á því að vera ekki í keppni um að kaupa flottustu og stærstu gjafirnar því það er ekki það sem jólin snúast um. Prófaðu þig áfram með heimatilbúnar gjafir eða gefðu til góðgerðarmála í nafni einhvers og sendu honum svo jóla- kort. 2. Skipulegðu aðventuna. Merkm við ákveðna daga á daga- talinu fyrir búðarráp, smáköku- bakstur, heimsóknir til vina og vandamanna og allt það sem þig langar að gera. Það er gott að á- kveða allar máltíðir sem þú ætlar að vera með og versla fyrir þær í einu lagi. Þá kemurðu í veg fyrir ferðir í búðina á síðustu stundu. Áætlaðu þér góðan tíma í matarinnkaupin svo að raðir og umferð auki ekki á stressið. 3. Segðu bara nei. Fólk mun skilja það að þú getur ekki látið sjá þig alltaf, alls staðar. Þú átt eingöngu að fara og gera það sem þú vilt. Þannig er hægt að sleppa sektarkennd og streitu vegna anna. Ef þú kemst ekki undan að gera eitthvað, slepptu þá einfald- lega einhverju öðru í staðinn. 4. Ekkifara í jólafrí frá heilsusamlegu lífemi. Það er algjör óþarfi að sleppa sér í óhollustunni bara af því það eru Alþjóðadagur bama Alþjóðadagur bama er haldinn hátíðlegur þann 20. nóvember ár hvert. Frá 1954 hefur þessi dagur verið nýttur til að beina athygli að málefnum er varða réttindi barna. Þetta árið vilja SOS-barnaþorpin leggja áherslu á mikilvægi þess að veita börnum sem búa á svæðum þar sem náttúruhamfarir hafa geisað, skjóta aðstoð og að tdl séu úrræði sem tryggi öryggi þeirra. Hinn 20. nóvember árið 1954 staðfestu Sameinuðu þjóðimar al- þjóðlegan dag bama. Fimm ámm síðar gáfu Sameinuðu þjóðimar út yfirlýsingu um réttindi bama og var þetta fyrsta skjalið sem gefið var út af stofnuninni sem eingöngu fjallaði um réttindi bama. Yfirlýsingin hafði siðferðilega þýðingu, en var ekki lagalega bindandi. Eftir langt um- ræðutímabil var samningurinn um réttindi bama samþykktur í nóvem- ber 1989 með atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. I september árið efrir hafði samningurinn fengið hin- ar 20 nauðsynlegu staðfestingar fyr- ir gildistöku sem hluti þjóðarréttar. Þýðing hans fyrir nútíma löggjöf um mannréttindi var seinna áréttuð á al- heimsráðstefnunni um mannréttindi í Vín árið 1993. Hinar 54 greinar sáttmálans ná yfir allt ffá rétti barns til að forðast kynferðislega og efna- hagslega misnotkun og til réttarins á að hafa eigin skoðun, réttinn til menntunar, heilbrigðisþjónustu, og möguleika á að vera efhahagslega og félagslega óháð. Síðastliðið ár hafa náttúrhamfarir lagt í rúst heimili fjölda fólks víðs vegar í heiminum. Má þar nefna: Tsunami í Suður Asíu, felhbylirnir sem fóm yfir Norður og Mið Amer- íku, hungursneyðin í Niger og nýaf- staðinn fellibylur sem gjöreyðilagði stór svæði af Norður Pakistan og Indlandi. Börn skipa stærsta hóp þeirra vamarlausu fórnarlamba sem ekki hafa burði til að geta sér vörn veitt á tímum náttúruhamfara og verða því yfirleitt verst úti. Dánartíðni barna í kjölfar slíkra atburða er há auk þess sem fjöldi barna lætur lífið effir að hörmungamar em afstaðnar vegna skorts á mat, vatni, skýli og læknis- aðstoð. Enn sorglegri, er sú stað- reynd að oft á tíðum tekur enn skelfilegra ástand við í h'fi þeirra bama sem lifað hafa hörmungamar af. Tafir á neyðaraðstoð til um- komulausra bama eykur líkindin á að þau lendi í höndum glæpamanna sem bera enga virðingu fyrir lífi þeirra og nýta sér ástandið til að græða peninga: í kjölfarið upplifa böm kynferðislega misnotkun, þau em seld í vændi, í barnaþrælkun auk þess sem þau em seld til ólöglegar ættleiðingar. Hver dagur í hfi þeirra einkennist af ótta og niðurlægingu. Kerfisbtmdinn misnotkun bama í formi bamssals er orðin ábatasöm atvinnugrein og er ágóði þess met- inn í milljörðum króna. Bömin sem em í mestri hættu á að lenda í höndum misyndismanna em þau sem hafa misst annan eða báða foreldra sína í náttúmhörm- ungum, eða þau sem hafa orðið við- skilja við foreldra sína. Vegna þessa liggur það til gmndvallar að mati SOS-barnaþorpanna að sameigin- legur skilningur náist um málefhi barna og í framhaldi þess, verði gerð samþykkt að hálfu Sameinuðu þjóð- anna að á tímum náttúmhamfara, sé börnum veitt sérstök neyðaraðstoð, sem felst í tafarlausri og markvissri vernd þeirra. Markviss verndun barna krefst nánar samvinnu við yf- irvöld og skráningu allra barna sem em ein á vergangi. Mikilvægt er að bjóða upp á úrræði til að tryggja ör- yggi barna, og er tímabundin vistun í ömggum skýlum þar sem valdir fagmenn starfa ein leið til þess, Einnig þarf að finna leiðir til að gera allt sem hægt er til að sameina fjöl- skyldur sem hafa sundrast í kjölfar náttúmhörmunga og tryggja að fjöl- skyldur hafi úrræði til að sjá börnum sínum farborða. SOS-barnaþorpin hafa sinnt mannúðarmálum í Pakistan síðan 1975 og starfa um þessar mundir náið með stjórnvöldum við að skrá niður þau börn sem em ein á flæk- ingi á svæðinu í kringum Muzaffara- bad, þar sem skjálftínn kom hvað verst niður. Björgunar og leitarlið samtakanna safnar eins miklum upplýsingum og hægt er um hvert bam, og er þeim svo fylgt tíl SOS- jól. Maður á að sjálfsögðu að leyfa sér margt gott en það hjálpar oft að horfa á heildarmyndina. Ohollusta og hreyfingarleysi mun sennilega auka á stressið enn ffekar þegar frá h'ður. Fáðu þér ávöxt eða salat og vatnsglas áður en þú heldur af stað svo að þú borðir ekki yfir þig í jóla- boðinu, passaðu þig á að fá nægan svefn og hreyfðu þig eins og þú getur þó að það sé mikið að gera. 5. Taktu þér pásu. Þó að það sé mikið að gera má alltaf finna korter sem þú getur ver- ið einn með sjálfum þér og hlaðið batteríin. Farðu inn í mannlaust herbergi og fáðu þér sæti í smá- smnd, farðu út að ganga, hlustaðu á rólega og þægilega tónlist. Finndu þér eitthvað að gera í smátíma sem kemur aftur reglu á hjartsláttinn og veitir þér ró. 6. Gleymdu fullkomnu jólunum. Það getur alltaf eitthvað komið upp á. Þú þarft að vera lengur en þú ætlaðir þér í vinnunni, leiðinlegt mál innan fjölskyldunnar kemur aftur upp á yfirborðið, lyftíduftíð neyðarskýlisins í Rawalpindi, sem er staðsett nálægt Islamabad. Börnin eru skráð inn í opinberan pakist- anskan gagnagrann til að auðvelda ferhð að koma þeim aftur tdl síns heima. SOS-barnaþorpin smddu aðgerð- ir pakistanskra stjórnvalda sem fólust í tímabundnu banni á ættleið- ingum barna, en það var gert í þeim tilgangi að hindra bamssal. „Byggt á umfangsmikilli reynslu okkar á því að veita börnum sem orðið hafa við- skila við fjölskyldu sína í kjölfar nátt- úruhörmunga, þá vitum við að það gemr tekið mánuði að finna ættingja þeirra og koma þeim aftur til síns heima. Því er áríðandi að fundin séu ráð til að vista börnin á öruggum stað á meðan að öllum ráðum er beitt til að finna fjölskyldu og ætt- ingja þeirra," sagði Richard Pichler, yfirmaður SOS-barnaþorpanna á al- þjóðlega vísu. Ein slík leið, er sú lausn sem SOS-bamaþorpin, veita munaðarlausum börnum og börn- um sem hafa orðið viðskila við fjöl- skyldu sína í kjölfar náttúruhamfara. En það eru barnaþorpin, sem veita markvissa langtíma miðaða aðstoð við umönnun munaðarlausra og yf- irgefinna barna. Agiísta Hlín Gústafsdóttir, Markaðs- og verkefnastjóri SOS-bamaþorpanna ■ gleymdist í kökuna og þú færð á þig haldi. Vertu viðbúinn þessu og gagnrýni fyrir eitthvað í þínu jóla- takm því sem koma skal. Að lokum er alltaf gott að hafa í huga hin tíu geðorð Geðræktar: 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu afmistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki lífþitt að óþórfii 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast Skrifstofuþjónusta fyrir þig? Viltu meiri tíma með fjölskyldunni? Meiri tíma til að sinna sölu- og markaðsmálum? Meiri tíma til að stjórna fyrirtækinu? Hætta að liggja yfír bókhaldinu á kvöldin og um helgar? Losna við að innheimta? Viltu fá góða skrifstofuþjónustu á góðu verði? Bjóðum upp á alhliða skrifstofuþ j ónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. > Bpkhald og launakeyrslur • Utgáfa og innheimta reikninga • Greiðsluþjónusta og Jjármálastjórn • Arsreikningar og skattauppgjör • Endurskoðun > Rekstrarráðgjöf Bottjíusta VESTIILANIS Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Sími 433 7550 Getum við aðstoðað þig? 4 Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Hönnun, prentun & frágangur Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes 437 2360 - 893 2361 olgeirhelgi@islandia.is t w w.' Jr .,J ■ ■ jp ‘^7 - WÐiqraiíei tu 6 - Borqai 'iie si - sími píOr ■ • * •i t r. v ■ r, 1 {paitjUUteXsXsJ teRptol? Qgoíjft? <pf? fiínnfpfáSí nQ^—miogp (oi ccjnwx il(oftpir<ro:i:<oi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.