Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 ^tcMunukj stóli ráðherra hafði undirbúið breytingar á yfirstjórn fyrirtækis- ins meðal annars með því að und- irbúa ráðningu á nýjum forstjóra og við þá ákvörðun hans stóð ég og axlaði þá ábyrgð sem fylgdi því. Ætlunin var síðan sú að selja hlut ríkisins en af ýmsum ástæðum, sem of langt yrði að telja upp hér, tókst það ekki. Markaðsaðstæður réðu þar mestu en hrun varð á fjármála- mörkuðum um það leyti sem salan átti að eiga sér stað. Sú ákvörðun að fresta sölunni var mér pólitískt flugstjórinn sem átti að svipta skír- teini flýgur ennþá, enda heill heilsu. Það liggur fyrir að ég hef beitt mér fyrir miklum breytingum á flugöryggismálum í kjölfarið bæði varðandi löggjöf, skipulag flugslysarannsókna og framkvæmd Flugmálastjórnar. Þá blasir við að með samþykkt Alþingis á fjar- skiptaáætlun og með breytingum á fjarskiptalögum lagði ég grunn að sölu Símans sem tókst svo vel og skapar okkur skilyrði til frekari uppbyggingar. Auðvitað má St.Fransisckussystur ásamt hjónunum Sturlu og Hallgerði. mjög erfið, en nú er komið á dag- inn að sú ákvörðun var hárrétt. Þessi þrjú mál voru mjög fyrirferð- armikil í fjölmiðlum og það verður að segjast eins og er að þar var gengið fram með mjög ósann- gjörnum hætti. Það var afar sér- stakt að upplifa þessa umræðu. Hún reyndi ekki síst mjög mikið á mína fjölskyldu. A hverjum morgni í langan tíma þurffi fjölskyldan að hlusta á nýjar árásir á hendur mér. Avirðingar sem voru ómálefnaleg- ar og áttu sér ekki nokkra stoð í raunveruleikanum. Einu mistökin í Símamálinu svokallaða sem ég get fallist á að hafa gert er að hafa fall- ist á ráðningarsamning forstjórans sem var til sama tíma og forstöðu- menn ríkisstofnana voru ráðnir til. Starfslok hans tóku mið af þessu. Þau væru ekki talin til tíðinda í dag miðað við þá samninga um kjör forstjóra fyrirtækja sem í dag gilda. Þannig orkar allt tvímælis þá gert er.“ Þessi mikla fjölmiðlaumræða og gagnrýni hafa verið mikil viðbrigði fyrir þig og þína? ,Já þetta var ó- skaplega erfiður tími. Fjölskyldan stóð hins vegar mjög þétt saman og við náðum að komast í gegnum þennan ólgusjó og ég fann hversu mikilvægt það er að eiga sterkt bakland meðal flokksmanna sem voru á vaktinni og veittu mér öfl- ugan stuðning. Vissa mín að rétt hefði verið staðið að málum í ráðu- neytinu hélt mér við efiiið í þess- um málum.“ Þegja nú - sem höfðu hæst áður En nú var sótt að þér úr öllum áttum og ekki voru það bara póli- tískir andstæðingar þínir sem þar voru á ferð? „Nei það voru líka nokkrir samflokksmenn mínir sem grétu þessa umræðu og aðför að mér þurrum tárum. En þannig er það stundum í stjórnmálunum. Lengi má mennina reyna. Sem betur fer naut ég stuðnings forystu flokksins og þingflokksins allan tímann sem þessi átök stóðu yfir. En þetta er liðinn tími sem er ekki að trufla mig í dag. Niðurstaða rannsókna Skerja- fjarðarmálsins liggur nú fyrir og stöðugt bæta framkvæmd á vett- vangi opinberrar stjórnsýslu og stjórnmálamenn verða að vera til- búnir að taka gagnrýni og standa fyrir breytingum að undangeng- inni málefnalegri umræðu. Niðurstaða þessara mála sýnir hversu mikilvægt það er að stjórn- málamenn íhugi mál vel, haldi ró sinni, vandi alla vinnu og haldi síð- an sínu striki hvað sem tautar og raular í fjölmiðlum. Við megum ekki láta hrekja okkur af leið sem við höfum markað og erum sam- færð um að er sú hin rétta.“ Nú er niðurstaða þessara mála sem þú áðan nefndir ekki jafn fyrirferðar- mikil í fjölmiðlum og þegar ásak- anir á hendur þér voru sem mest- ar? „Nei það er rétt. Af einhverjum ástæðum eru sumir fjölmiðlar ekki jafn áhugasamir um málin nú og þegar menn héldu að þeim væri að takast að ganga frá mínum póli- tíska ferli. Það segir sína sögu.“ Ekki á útleið Fyrir síðustu Alþingiskosningar urðu breytingar á kjördæmaskipan landsins. Vesturlandskjördæmi, Vestfjarðakjördæmi og Norður- landskjördæmi vestra voru að mestu sameinuð í nýtt Norðvest- urkjördæmi. Fyrir voru sex þing- menn Sjálfstæðisflokks og ljóst að aðeins var hægt að gera ráð fyrir þremur þingsætum til flokksins. Prófkjör var ákveðið og þegar til þess kom hafði verið sótt mjög að þér sem ráðherra. Þetta hlýtur að hafa verið mjög erfitt að leggja útí þennan slag við aðstæður sem þessar? ,Já því er ekki að neita. I þessu prófkjöri tókust á margir mjög hæfir menn sem hver og einn gerði tilkall til áframhaldandi setu á Alþingi. Þetta var erfiður slagur en bakland mitt í kjördæminu er mjög sterkt og mér tókst með vinnu stuðningsmanna að standast þessa áraun. Sigurinn í þessu próf- kjöri var því mjög sætur og ekki síður sú staðreynd að niðurstaða kosninganna varð mjög góð í kjör- dæminu. Kosningarnar styrktu mig því mjög sem stjórnmála- mann.“ Nú þykir ýmsum utan Vestur- lands nóg um störf þín sem sam- Vinur ogfélagi úr ríkisstjóminni-, Halldór Asgrímsson, forsœtisráðherra skálar hér við Sturlu í afmceli þess síðamefnda á Hótel Stykkis- hólmi sl. laugardag. skipulega eftir henni. Ég hef lagt mig ffam um að koma á fót lang- tíma áætlun í sem flestum þáttum samgangna. Þar má nefna sam- gönguáætlun, fjarskiptaáætlun, umferðaröryggisáætlun og stefnu- mörkun í ferðamálum. Þannig nýt- ast fjármunir best og þannig tryggjum við mestar framfarir. En þrátt fyrir að miklar framfarir hafi orðið á undanförnum árum eru mörg og stór verk óunnin ekki síst í Norðvesturkjördæmi. Að þeim málum get ég vonandi unnið á- fram.“ Sturla Böðvarsson er því ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum í bráð? „Eins og ég sagði áðan hef ég haft brennandi áhuga á stjórn- málum frá barnsaldri og sá áhugi fer síst minnkandi. A meðan ég hef ánægju af starfinu gef ég kost á mér til verka í stjórnmálum." Þú munt því gefa kost á þér í næstu kosningum? ,Já, ég tel mig eldrar þínir alast upp í mjög ólíku umhverfi en þú þegar félagsleg réttindi voru af skornum skammti. Þegar stéttabaráttan stóð sem hæst hefur eflaust reynt á staðfestu sjálf- stæðismanna. Þú hefur sjálfur aldrei efast um að Sjálfstæðisflokk- urirm sé flokkur allra stétta? „Nei það hef ég aldrei gert. Auk foreldra minna get ég nefnt tvo menn sem höfðu afgerandi áhrif á mig sem stjórnmálamann. Annar þeirra var Magnús Jónsson frá Mel. Hann var lengi fjármálaráðherra og var bankastjóri Búnaðarbankans þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem sveitarstjóri. Sem ráðherra hóf hann að setja reglur um opinber innkaup og hvernig standa ætti að framkvæmdum hjá hinu opinbera. Hann var öflugur sem ráðherra og hafði skýra sýn á málefni lands og þjóðar. Til hans sótti ég mikinn styrk og fróðleik í ýmsu er snéri að rekstri sveitarfélagsins og ekki síð- heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast 500 þúsund króna lán sem Stykkis- hólmshreppur vildi taka til vatns- veituframkvæmda. Um tíma voru margir á því að pólitískum ferli Sturlu Böðvars- sonar væri að ljúka. Að honum var sótt úr öllum áttum. Líka úr Sjálf- stæðisflokknum. Trúlega mun dómur sögunnar sýna að þar hafi ýmis öfl, þar á meðal fjölmiðlar, farið offari. Sturla hafði ekki vanist miklu mótlæti í sínum störfum. Maðurinn sem hafði látið verkin tala í Stykkishólmi var allt í einu orðinn á allra vörum og flestir höfðu á honum og verkum hans skoðun. Það eru ekki margir sem halda ró sinni í slíkum atgangi. En orrahríðinni lauk og effir stendur án efa sterkari stjórnmálamaður. An efa gleðjast margir unnendur bættra samgangna því að hann er enn að störfum. -Halldór Jónsson. hafa verk að vinna, en það er fólks- ins að velja frambjóðendur." Veldur hver á heldur Aðeins að þínu stærsta pólitíska vígi, Stykkishólmi. Þar varð mikið áfall þegar hörpudiskveiðar lögð- ust af. Fyrirtæki styrktu sig í stað- inn í rækjuveiðum sem nú hafa að mestu lagst af. I lögum um stjórn fiskveiða er gert ráð fyrir að bæta slíkar skerðingar en þær bætur eru aðeins tímabundnar því löggjafinn virðist ekki hafa reiknað með að hrun í veiðum yrði nema um nokk- urra ára skeið. Verður ekki að end- urskoða þessi ákvæði í lögunum? „Þessi staða sem upp er komin meðal annars í Stykkishólmi er mjög sérstök. Ég minni á að þegar kvótakerfi var sett á voru bátar sem hófu skelveiðar og þróuðu þær að greiða fyrir að halda rétti til þeirra veiða með því að láta hluta þorsk- heimilda sinna. Við verðum að horfa til þeirrar staðreyndar þegar brugðist verður við þeim vanda sem nú er uppi í Stykkishólmi og fleiri stöðum. Við verðum að taka tillit til þessarar aðstæðna. Stykkis- hólmur er hins vegar mjög öflugt samfélag sem stendur á gömlum merg og íbúar þar munu eflaust takast á við þá erfiðleika sem að þeim steðja og vinna sig útúr þeim.Við þessar aðstæður skiptir svo miklu máli að innviðir samfé- lagsins hafi verið byggðir vel upp og þjónustan við bæjarbúa góð og hagkvæm. Þar gildir að veldur hver á heldur.“ Flokkur alla flokka Þú nefndir hér áður það póli- tíska umhverfi sem þú varst alinn upp í og mótaði þig að nokkru leyti sem stjórnmálamann. For- ur á hinum flokkspólitíska vett- vangi. Hinn maðurinn var frændi minn dr. Þórir Kr. Þórðarson pró- fessor í guðfræði við Háskóla Is- lands. Hann var um tíma borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þegar Bjarni Benedikts- son var borgarstjóri kallaði hann Þóri til ráðuneytis þegar hið um- fangsmikla félagslega kerfi Reykja- víkurborgar var skipulagt að stærstum hluta og komið á. Þórir kom oft á heimili foreldra minna og hann hafði mikil áhrif á mig. Verk hans og samstarfsmanna hans í Reykjavíkurborg sönnuðu fyrir mér svo ekki varð um villst að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta. Flokkur sem leggur höfuðáherslu á frelsi einstaklings- ins til orða og athafna. Jafnframt er það grundvallaratriði í starfi flokksins að tryggja ákveðið félags- legt öryggisnet fyrir borgarana. Starf flokksins hefur alla tíð mótast af þessum hugsjónum og tryggt hér góð lífskjör. Slíkur flokkur hlýtur að laða fjölda fólks til starfa og ég er einn þeirra sem finnst afar gefandi að fá tækifæri til þess að starfa undir hans merkjum." Stundum er það sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni og ekkert í líf- inu sé tilviljun. Um það skal ekki felldur dómur hér. Sturla nefnir hér að framan Gunnar Thorodd- sen, sem fyrst var kosinn á þing fyrir Snæfellinga. Sturla nefnir einnig að þegar hann kom til starfa í Stykkishólmi hafi eitt af mest að- kallandi verkefnum sveitarfélags- ins verið að bæta vatnsveitu bæjar- ins. Þegar Elínborg Agústsdóttir varð léttari 23. nóvember 1945 var einmitt áðurnefndur Gunnar Thoroddsen að leggja fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um að gönguráðherra. Menn gantast með það að brátt geti varla verið effir nein ffamkvæmd í samgöngumál- um á Vesturlandi svo athafnasamur hafir þú verið í ráðherratíð þinni? „Ég skal fúslega játa það að á síð- ustu árum hafa orðið miklar fram- farir í samgöngumálum í landinu og þá ekki síst á Vesturlandi og ég hef lagt grunninn að miklum sam- göngubótum í Norðvesturkjör- dæmi. Við megum ekki gleyma því að framfarir hafa að sjálfsögðu orðið mestar þar sem mest þörf var Ljósm: Alfons Finnsson. á framkvæmdum. Því miður voru gríðarlega mörg verk óunnin á Vesturlandi og mörg þeirra hafa komist til framkvæmda á allra síð- ustu árum. Hins vegar hafa einnig orðið miklar framkvæmdir í öðrum kjördæmum. Það blasir við öllum. I samgöngumálum er mjög mikil- vægt að hafa skýra stefnu og vinna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.