Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 35
SKESSiiMÖBW MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 35 Bamaföndur Börnin á Leikskólanum Kletta- borg í Borgarnesi eru rosalega dugleg að föndra fyrir jólin, hérna kemur einföld og góð hugmynd: Hreindýr: Efni: Pappír / Karton Litir Skæri Lím Byrjum á því að setja fótinn okk- ar á blað og teiknum eftir honum. Klippum hann svo út. Það sama gerum við með báðar hendurnar. Þegar búið er að klippa út fót og hendur er komið að því að líma. Við límum hendurnar á sitthvort efra hornið, á tærnar semsagt. Þá getum við teiknað andlit á hrein- dýrið okkar. Þá er allt tilbúið. Með kærri jólakveðju frá öllum á Klettaborg. Aðventukrans frá Dmi í Stykkishólmi Efhi: Glerdiskur Oasishrifigur Glerkramarhús Greni Skraut að vild Oasishringur- inn settur á diskinn. Kram- arhúsum komið örugglega fyrir. Greni eða öðru skrauti stungið í hringinn. Þá er skrauti, t.d. berjum, könglum, blómum, bætt við. Ef notuð eru glerkramahús er áriðandi að setja vatn í þau, taka sprittkertin úr álforminu og setja svo í kramar- húsið. Allt efni í kransinn fæst hjá Versluninni Ilmur í Stykkishólmi. Frumlegur en sígildur aðvéntu- krans ffá Versl- uninni Ilmur í Stykkishólmi. H ö f u n d a r : Starfsfólk versl- unarinnar Ilms. Ert þú ekki að missa afeinhverju? Áskriftarsímiim er 433 5500 www.skessuhorn. is Akraneskaupstaður Auglýsing um skipulag Tillaga að aðalskipulagi Akraness 2005 - 2017 Með vísan til 1 8. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1 997 með síðari breytingum er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Akraness 2005 - 201 7. Skipulagstillagan (greinargerð og uppdrættir) verða til sýnis á skrifstofum Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18,3. hæð, skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, heimasíðu kaupstaðarins (www.akranes.is) frá og með 25. nóv. 2005 til og með 23. des. 2005. Tillagan verður einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík á sama tíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við SKipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 6. jan. 2006 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 18. nóvember 2005 Þorvaldur Vestmann - Sviðsstjóri tcekni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar ' v ■£IH / : GLUGGA- OG GLERHÖLLIN Ægisbraut 30 • 300 Akranes • Sfmi: 431 2028 • Fax: 431 3828 Netfang: glerhollin@aknet.is • Heimasíða: www.glerhollin.is Við framleiðum glugga og gler fyrir þig Einnig hurðir, svalalokanir og sólstofur PVC plastgluggar og hurðir Frábœr viðhaldslaus lausn fyrir bœði gömul og ný hús DANLÍNE frá VEKA Frábœr lausn f gömul hús (einnig ný) Lfta út eins og gömlu fslensku gluggarnir, einstaklega fallegir Einangrunargler - Öryggisgler - Speglar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.