Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 37
I MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 37 Tónlistardagur Steinunnar í Laugargerðisskóla Þann 15 nóvember sl. var haldinn tólistardagur Steinunnar í Laugar- gerðisskóla í Eyja- og Miklaholts- hreppi, en hann er kenndur við Steinunni Pálsdóttir sem er tónlist- arkennari við skólann. Einnig var haldið upp á dag íslenskrar tungu sem er 16. nóvember og minnst var fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. I Laugargerðisskóla eru 44 nemendur og þar af eru 36 nemendur í söng- og tónlistamámi hjá Steinunni og stigu allir á stokk. Einnig komu þar fram tvær hljómsveitir. Nokkrir nemendtn lásu ljóð og stikluðu á æviminningum Jónasar Hallgríms- sonar. Nemendumir stóðu sig mjög vel enda flest orðin vanir að koma fram og búnir að æfa sig vel. ÞSK Þakkir fyrir stuðninginn 7. bekkur Grunnskólans í Borg- arnesi ásamt foreldrum hefur nú lokið við sölu penna til styrktar Ingu Björk Bjarnadóttur og ijöl- skyldu hennar. Viljum við þakka þeim vel unnin störf. Jaínframt því fæmm við þeim íjölmörgu aðilum og fyrirtækjum okkar besm þakkir fyrir veittan stuðning. Stofnaður hefur verið reikningur í Sparisjóði Mýrasýslu: 1103-05- 444440 kt. 270993-3469. Bestu kveðjur, Erla Rristjánsdóttir Helga Björk Bjamadóttir umsjónaraðilar söfnunarinnar Upplýsingar um sjúkdóminn S.M.A. má finna á slóðinni: www.fsma.ci.is Njótum krœsinganna Aðventan og jólin em án efa tími matarins. Við gæðum okkur á alls kyns kræsingum og er það vissulega stór hluti af allri ánægjunni við há- tíðirnar. Þau em ófá aðvenmkvöld- in, litlu jólin, jólaboðin og teitin öll sem okkur standa til boða. Það er reglan að við öll þessi tækifæri em í boði girnilegar veitingar. Þetta er þar að auki matur sem við fáum ekki oft og eigum það því til að borða of mikið. Auðvitað á maður að láta veislumatinn eftir sér og njóta lífsins. Það gemr þó verið súrt að bæta á sig aukakílóum yfir jólin, eins og oft vill verða, til dæm- is ef maður er búinn að vera dug- legur það sem af er vetri að mæta í ræktina og borða hollt. Hér á eftir em nokkur ráð sem gott er að hafa í huga á jólum og aðventu til að tryggja það að við fáum allt það góðgæti sem okkur langar í, líði vel og eigum gleðileg og samviskulaus jól. 1. Slepptu samviskubitinu. Það er í fínu lagi að borða lítið magn af sælgæti eða öðru sem venjulega er á bannlistanum. Það er betra að einbeita sér að rétmm skammtastærðum frekar en að setja sér óraunhæf boð og bönn. Þú get- ur fengið þér allt sem þú vilt ef þú gerir það í hófi og skammtarnir era ekki of stórir. Taktu einfaldlega minni skammta og bara af þeim mat sem þig virkilega langar í. Það verður enginn móðgaður þó þú smakkir ekki á öllu á hlaðborðinu. Ekki taka meira af neinu einu en lófastærð og slepptu því að fara aðra ferð. 2. Hefurðu hálftíma aflögu? Farðu í göngutúr. Klæddu þig vel og njóttu fegurð- arinnar og kyrrðarinnar sem ein- kennir umhverfið á þessum árs- tíma. Ef það er eitthvað sem þú ekki mátt missa af í sjónvarpinu takm það upp. Ef þú ætlaðir að hitta vin eða vinkonu í spjall, stingdu þá upp á gönguferð. 3. Það kemur máltíð eftir þessa máltíð. Ekki gleyma því að eftir eina óhollusmmáltíð er næsta máltíð og þá getur þú valið að borða hollt. Haltu áfram að elda þér hafra- grautinn á morgnana eða fá þér skyr í hádeginu. 4. Enga afganga Það er alltaf gott ráð að leyfa gestunum að njóta veislumatarins áfram þó að matarboðið sé búið. Sendu gestina heim með afganga, þá ert þú ekki að narta í þá á milli mála. Nýju bœkurnar á ffábæmm tilboðum Allir nýju geisladiskarnir. Spil og púsl fyriraUa. Jólavörurjólakort, jólafondur. Allt í pakkann og utan um hann! iídGaffle Kirkjubraut 54 - Akranesi - sími 431 1855 Tillaga að Aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002-2014 Hreppsnefnd Skilmannahrepps hefur tekiS aðalskipulaq Skilmannahrepps til fyrri umræðu sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hreppsnefnd Skilmannahrepps auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002- 2014 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Greinargerð oa skipulaasuppdrættir verða til sýnis frá og með 23. nóvember 2005 til og með 21. desember 2005 á ertirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélaasins að Innri-Mel 2, Melahverfi Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skilmannahreppur.is Hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með aefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir vio skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu nafa boristeiai síðaren 6. janúar200ó. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins, Innri-Mel 2, Melahverfi, 301 Akranes. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja hana. Við staðfestingu á Aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002-2014 mun sá hluti Aðalskipulags iðnaðarsvæðis á Grundartanga 1997-2017 sem er innan sveitarfélagsins falla úr gildi. Skilmannahreppur 15. nóvember 2005 Sigurður Sverrir Jónsson, oddviti Tillaga að Aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014 Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps hefur tekið aðalskipulag Hvalfjarðarstrandarhrepps til fyrri umræðu sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hreppsnefnd auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Greinargerð og skipulagsuppdrættir verða til sýnis frá og með 23. nóvember 2005 til og með 21. desember 2005 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlöðum Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjordur.is Áskrifstofu Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,105 Reykjavík Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 6. janúar 2005. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlöðum, 301 Akranes. Þeirsem ekki gera athugasemdirvið skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frestteljastsamþykkja hana. Við staðfestingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014 mun sá hluti Aðalskipulags iðnaðarsvæðis á Grundartanga 1997-2017 sem er innan sveitarfélagsinsfalla úrgildi. Hvalfjaróarstrandarhreppur 15. nóvember 2005 HailfreðurVilhjálmsson, oddviti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.