Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 Nýjar kirkjuklukkur og aðventustarf í Reyklioltskirkj u Klukkum verður hringt í turni Reykholtskirkju í fyrsta sinn nú í upphafi aðventu. Turninn hefur staðið óinnréttaður síðan kirkjan var vígð fyrir tæpum áratug síðan. Velgjörðarmaður kirkjunnar, Norðmaðurinn Jan Petter Roed, kostaði stiga og allan búnað í turn- inn svo unnt yrði að koma klukkum þar fyrir. Að því hefur verið tmnið að undanfömu. I Reykholtskirkju hafa verið tvær klukkur um aldir. Er önnur, sú stærri, frá miðöldum en sú minni frá árinu 1745. A hana er letrað vers á dönsku: Klokken lyder Tiden gaar Gud samle os 1 Englekaar Tvær gamlar klukkur frá Hall- grímskirkju í Saurbæ hafa nú bætzt við: Em báðar gamlar, sú stærri ffá 1739 en minni klukkan gæti verið talsvert eldri. Sóknamefnd Hall- grímskirkju í Saurbæ og sr. Jón Ein- arsson, prófastur stóðu að þeirri ráðstöfun á sinni tíð. Ný klukka hefur verið steypt handa kirkjunni. Er hún stærst og hluti gjafar Roeds. Klukkunum verður hringt í turninum í fyrsta skipti við upphaf aðvenmtónleika Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Borgarfjarðarprófastsdæmis og Reykholtskirkju sem haldnir verða laugardaginn 26. nóvember og hefjast klukkan 16.00 Þá syngur Óperukór Hafnarfjarðar undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur. Kórinn er skipaður tæplega 70 söngvumm og undirleikarar verða þau Peter Maté og Lenka Mateova. Messað verður í Reykholti fyrsta sunnudag í aðventu 27. nóvember kl. 14.00. Vonast er til að Jan Pett- er Roed verði viðstaddur ásamt konu sinni. Fjáröflun vegna steindra glugga Á Reykholtshátíð á liðnu sumri greindi sóknarprestur frá áformum um að koma fyrir steindum glugg- um í hliðarstúkum kirkjunnar fyrir næstu Reykholtshátíð, þegar fagnað verður tíu ára vígsluafmæli kirkj- unnar, sunnudaginn 31. júlí 2006. Á árinu 2003 gaf frú Margrét Garð- arsdóttir steinda glugga í stafnþil kirkjunnar í minningu eiginmanns síns, Halldórs H. Jónssonar, arkitekts en Garðar Halldórsson, arki- tekt kirkjunnar er sonur þeirra hjóna. Gluggarnir em verk Valgerðar Bergs- dóttur en hún vann á sín- um tíma samkeppni um gerð steindra glugga í kirkjuna. Gluggarnir em gerðir í Þýskalandi hjá Glerverkstæði Dr. Oidt- mann í Linnich. Myndir af stafingluggunum má sjá á heimasíðu staðarins www.reykholt.is. Kort með myndum af gluggun- um era til sölu í Reykholti en Sparisjóður Mýrarsýslu styrkir verkefnið með því að kosta útgáfu þeirra. Allur ágóði af sölu kort- anna rennur tdl listskreyt- ingar Reykholtskirkju. Velunnurum kirkju og staðar sem vilja leggja málinu lið er bent á reikn- ing kirkjunnar í Sparisjóði Mýra- sýslu; 1103 26 4248. Allur stuðn- ingur er vel þeginn. Frekari upplýs- ingar gefur móttökustjóri Snorra- stofu, Dagný Emilsdóttir. Að lokum skal geta þess að fimmtudaginn 8. desember býður Sparisjóður Mýrasýslu til aðventu- tónleika ýmissa kóra í héraði í Reykholtskirkju. MM Ung listakona á Akranesi jólasveinakortin. „Eg vil ekki festa mig í einhverju einu, vil ekki að myndirnar mínar verði einhæfar, vil hafa fjölbreytni í þeim áffam.“ Silvía með Sindra Leví t.v. ogjúlían Ómar. Einhverjir kannast við bláu jóla- kortin með myndum af jólasveinum víðsvegar um Akranes sem seldust vel fyrir síðustu jól. Það er ung Hsta- kona af Akranesi, Sylvía Dröfn Björgvinsdóttir, sem er höfundur þessara skemmtilegu mynda. Þessi jólakort em langt frá því að vera einu verk Sylvíu. Hún hefur málað og teiknað í mörg ár og hægt er að finna verk eftír hana inná mörgum heimilum, þó lítið hafi farið fyrir henni, enda einkar hógvær og róleg manneskja. Blaðamaður Skessu- homs leit við hjá þessari efrúlegu Hstakonu sem steftiir á að halda sína fyrstu sýningu á Þorvaldsensbar í Reykjavík 4. mars á næsta ári. Sylvía býr ásamt unnusta sínum, Inga Magnúsi Omarssyni og tveim- ur sonum, þeim Sindra Leví Inga- syni 5 ára og Júlían Omari Ingasyni 3 ára á Akranesi. Hún segir að sér hafi alla tíð þótt gaman að mála og teikna en ekki byrjað fyrir alvöm fyrr en 13 ára. Þá gerði hún jólakort til að senda ættingjum og vinum. Það var svo 2003 sem hún bjó til fyrstu jólaveinakortín sem nú em orðin 9 og 3 ný koma út fyrir þessi jól. Aðspurð um viðtökur fólks við þessum kortum segir Sylvía: „Við- tökumar hafa verið góðar, betri en ég bjóst við. Þessi 3 nýju í ár em ffá Reykjavík, smá pása af Akranesi, kan^nski affur héðan á næsta ári.“ Næg verkefni Sylvía er að vinna að hinum ýmsu verkum þessa dagana. „Núna er ég að leika mér aðeins að mála á spýtur. Við fómm nokkrar skvísur; tengda- mamma mín, mágkona og fleiri í sumarbústaðaferð yfir helgi þar sem við sátum og máluðum allan daginn, algjörir draumadagar.“ Sylvía segist í dag mála mest olíumyndir á striga, þá allskonar myndir. Þegar hún er spurð hvað það sé sem mest veití henni innblástur í verk sín svarar hún skjótt; „allt, ég fæ hugmyndir allstaðar, þegar ég er að fara að sofa, í vinnunni, í labbitúr eða hvenær sem er.“ Sylvía segir fjallkonumynd- imar í miklu uppáhaldi hjá sér, en önnur þema em t.d. hólamyndir eða Jólasveinakortin. Listaljölskylda Á meðan blaðamaður spjallaði við Sylvíu sátu Sindri og Júlían hjá og léku sér. Júlían lék að stómm bruna- bíl en Sindri sat og teiknaði í bók. „- Sindri teiknar mikið og litar, honum finnst það mjög gaman. Sá það einmitt í blaðinu um daginn að mynd efrir hann var valin sem gjöf frá Teigaseli (leikskóli Sindra) til Gísla Gíslasonar bæjarstjóra þegar hann hættí.“ Aðspurð um aðra lista- menn í fjölskyldunni segir hún; „einu sinni sá ég mynd eftir pabba, bara þá á svona línustrikuðu blaði og var sú mynd mjög flott, en fleiri myndir hef ég ekki séð efrir hann. Sysmr mínar báðar teikna og mála og em mjög flínkar,“ útskýrir Sylvía svo greinilegt er að listahæfileildnn liggur í ættinni. Sylvía hefur ekki sótt neitt list- tengt nám, er eingöngu sjálffnennt- uð. „Eg stefni á það mjög fljótega að fara í skóla, þá Listaháskólann, mál- arabraut. Einn daginn langar mig að mála eingöngu. I dag hef ég lítinn tíma til að mála því ég er með strák- ana og vinn úti. Næ þá aðallega að mála um helgar eða á nóttunni, þá held ég mér vakandi ffam undir morgun og er svo auðvitað þreytt daginn eftir,“ segir Sylvía og hlær. Fróðlegt verður að fylgjst rneð verk- um þessarar efnilegu listakonu í framtíðinni. BG Falleg og stíl- hrein aðventu- skreyting frá Blómabúð Dóm. Höfundur: Brynja Aðalsteins- dóttir. Efni: Pottur Oasis Kramarhtís Gervigreni Hreindýramosi og skraut að vild Borði Gullgrein Oasis er sett í pottinn. Kramar- húsunum komið örugglega fyrir í oasisnum. Yfirborð oasis er svo þakið með hrein- dýramosa. Þá er gervigreni og fest með vír. Gullgrein smngið í skrauti smngið í gegnum mosann. með skrautinu til að fullkomna Slaufa er mynduð úr borðanum og skrautið. Aðventuskreytingfrá Blómabúð Dóru Góð aðsókn á tónleika Vökudagar á Akranesi hafa svo sannarlega vakið mikla lukku þetta árið. Það ætti ekki að fara ffamhjá neinum að Akranes er nú sannkall- aður tónlistarbær ekki síður en fót- boltabær. Á síðusm þremur vikum hafa nánast eingöngu verið haldir tónleikar í Bíóhöllinni á Akranesi og hafa þeir allir fengið mikla at- hygli þannig að húsfyllir hefur ver- ið. Þann 10. nóvember vom haldn- ir tónleikar með Þjóðlagasveit Akraness, Stefáni Hilmarssyni og Eyjólfi Kristjánssyni. Miðamir á þessa glæsilegu tónleika seldust upp á innan við 10 mínútum enda frábært hæfileikafólk á ferðinni. Þjóðlagasveit Akraness stóð sig með miklum sóma og fékk tón- leikagesti svo sannarlega til að ljóma. Stefán Hilmarsson og Eyjóflur Kristjánsson hafa ávallt verið góðir saman enda eiga þeir báðir fjöldann allan af lögum sem lifa í hjörtum Islendinga. LI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.