Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 Bygging bílgeymslu boðin út BORGARNES: Framkvæmda- sýsla ríkisins hefur óskað eftir tdl- boðum í hönnun og ff amkvæmd- ir við bílgeymslu fyrir tvær sjúkrabifreiðar við Heilsugæslu- stöðina í Borgarnesi. Stærð geymslunnar er um 100 fermetr- ar. Tilboð verða opnuð þann 6. desember og verkinu skal lokið eigi síðar en 31. maí á næsta ári. -hj Kappræður um erfðaefhi HVANNEYRI: Undanfarið hefur farið fram mikil umræða um hugsanlegan innflutning á erfðaefni fyrir kýr. Fimmtudag- inn 24. nóvember kl. 21.00 verða haldnar kappræður um slíkan innflutning. Verða kapp- ræðurnar haldnar í matsal heimavistar Landbúnaðarhá- skóla Islands á Hvanneyri. Frummælendur verða valin- kunnir menn úr landbúnaðar- geiranum og stjórnandi um- ræðnanna verður Gísli Einars- son, fféttamaður. Kappræðurn- ar eru haldnar til styrktar bú- fjárræktarklúbbi LBHÍ. Að- gangseyrir er 500 krónur. -bj Óskað upplýs- inga um drag- nótaafla ALÞINGI: Guðjón Guðmunds- son, sem nú situr á Alþingi í fjar- veru Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra, hefur lagt fram fyrirspum til sjávarútvegs- ráðherra um dragnótaveiðar í Faxaflóa. Oskar hann upplýsinga um hversu mildll afli úr því veið- arfæri hefur borist á land úr Faxaflóa síðasdiðin fjögur fisk- veiðiár. Einnig óskar hann upp- lýsinga um hverjar hafi verið aflaheimildir og afli einstakra báta á þessum ártun hvar aflanum hafi verið landað og í hve miklum mæh á hverjum löndtmarstað. -bj Minnkandi afli í október á milli ára VESTURLAND: í október var landað á Vesturlandi 3.325 tonn- um af sjávarfangi í höfnum á Vesturlandi. A sama tíma í fyrra var landað 4.248 tonnum þannig að ríflega fimmtungs samdráttur er á milh ára. Mestur er sam- drátturinn í þorskafla. I ár var landað 976 tonnum af þorski en í fyrra var aflinn 1.636 tonn. A fyrstu tíu mánuðum ársins var landað samtals 87.601 tonni af sjávarfangi en á sama tíma í fyrra var búið að landa 143.971 tonni og nemur samdrátturinn á milh ára því rúmum 39%. -hj S Attatíu og átta línubrjótar Samtals 88 svokallaðir línubrjótar komu til slátrunar í slámrhúsinu í Búðardal í haust. Þetta upplýsti sveitarstjóri á síðasta fundi sveitarstjórnar. Línubrjótar eru þær sauðkindur kallaðar sem farið hafa milli sauðfjárveikivarnahólfa. A áðurnefndum fundi lagði Bryndís Karlsdóttir fram svohljóðandi tillögu: „Með vísan til þessa og í ljósi þess að farin er af stað umræða og vinna um að hætta að bólusetja sauðfé og geitur við garnaveiki í Dalahólfi nyrðra skorar sveitarstjórn Dalabyggðar á Sauðfjárveikivarnir að halda við varnargirðingu á milli hólfa. I haust var slátrað í sláturhúsinu í Búðardal alls 88 línubrjótum, sem skiptist þannig; 53 fullorðið og 35 lömb.“ Tillagan var samþykkt samhljóða. -hj Fámennt en góðmennt íbúaþing Síðastliðinn laugardag var haldið íbúaþing í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Kolbeinsstaðahrepps, Borgar- fjarðarsveitar og Hvítársíðu. Að sögn Hólmffíðar Sveinsdóttur, starfsmanns sameiningar- nefiidarinnar var þingið gott að öðm leyti en því að mæting var frekar slök. „Eg veit ekki hvort túlka má dræma aðsókn á þann veg að fólk sé almennt sátt og hafi ekki meira um sameininguna að segja. Það kom líka fram hjá þeim sem mættu að íbúar virðast almennt sáttir við málefnaskrána og em jákvæðir og bjartsýnir á ffamtíð nýs sveitarfélags. Það var ýmislegt sem menn vildu undirstrika og meðal annars kom fram í umræðum í hópavinnu að leggja bæri mun meiri áherslu á málefhi aldraðra en þau em ekki í nógu góðu standi í héraðinu í dag.“ Að sögn Hólmffíðar verða helstu Ljósm: Þorgerður Gunnarsdóttir. niðurstöður þingsins kynntar í desember og síðan er ætlunin að halda opirm fund effir jól. Þá verður einnig haldið ungmennaþing fyrir nýtt sveitarfélag á nýju ári. GE I umræðum á Alþingi um hugsanlega lækkun virðisaukaskatts á veggjöldum um samgöngumannvirki lét Guðjón Guðmundsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins þau orð falla að fella ætti með öllu niður gjald um göngin enda hefur hann lagt tillögu um það fyrir Alþingi, en málið náði ekki ffam að ganga. Guðjón benti á að hvergi væri á öðmm stöðum greitt fyrir notkun mannvirkja jafnvel þó þau væru reist í einkaffamkvæmd. „Eg minni á að Gjaldskyld göng en ógjaldskylt monthús! gongin em eina samgöngumannvirkið á Islandi sem er skattlagt. Ætli þar sé ekki borgaður einn milljarður króna á ári á sama tíma og enginn annar borgar neitt? Það nefnir enginn veggjald á tvöföldun Reykjanesbrautar, Fáskrúðs- fjarðargöng, Héðinsfjarðargöng og hvað það heitir allt saman. Þetta fyrirkomulag er jafnan réttlætt með því að Hvalfjarðargöng séu einkaffamkvæmd, sem er rökleysa að mínu mati. Eins og ffam kom í máli hæstv. ráðherra era alls konar einkaframkvæmdir í gangi án þess að lýðurinn sé skattlagður til að borga niður einkaffamkvæmdina. Eg minni á að nú stendur fyrir dyrum að byggja 12 milljarða króna monthús við Reykjavíkurhöfh í einkaffamkvæmd. Ríki og borg ætla að greiða niður kosmaðinn á 20 árum. Það nefhir enginn að leggja gjald á alla þá sem reka nefið inn í það fína hús,“ sagði varaþingmaðurinn orðrétt. UJ Nýtt skrifstofu- og verslnnarhús á teikniborðinu Tillaga arkitektastofu Ingimundar Sveinssonar að búsum á Digranesgötu 4 í Borganmesi. Frumhugmyndir að nýjum húsum að Digranesgötu 4 í Borgamesi hggja nú fyrir og em til kynningar hjá eiganda lóðarinnar sem er fasteignafélagið Borgarland ehf. Um er að ræða óbyggða lóð á milli Sparisjóðsins og Bónuss. Guðsteinn Einarsson, ffamkvæmdastjóri Borgarlands gerir ráð fyrir að fyrirtækið byggi húsin sem um ræðir og ýmist leigi eða selji rými í þeim. Segir hann að um verði að ræða tvö hús sem hægt verði að áfangaskipta og jafnvel byggja í áföngum efrir eftirspum. Tillagan gerir ráð fyrir tveggja og þriggja hæða húsum sem hýsa verslunar- og þjónusturými. Gert er ráð fyrir þriggja hæða verslunar- og skrifstofurými syðst, verslanir yrðu á jarðhæð en skrifstofur á efri hæðum. Gert er ráð fyrir skyndibitastað með lúgusölu í suðurenda. I tillögunum segir m.a: „Nyrðri hluti byggingarinnar sem er á tveimur hæðum fylgir klettunum og sveigir til vesturs. Byggingin undirstrikar þannig vægi byggingar SPM og myndar um leið aðlaðandi útirými sem veit út að tjörninni og klettaveggnum. Verslunum og veitingastað með aðgang að verönd við tjömina yrði vel komið fyrir á neðri hæð hússins en á effi hæð mætti hugsa sér skrifstofuhúsnæði sem hægt væri að innrétta með margvíslegum hætti. Auðvelt er að sjá fyrir sér að SPM gæti nýtt húsnæðið ef þörf krefur." Guðsteinn Einarsson segir að hugmyndirnar munu nú liggja frammi til kynningar og skoðunar fyrir áhugasama aðila. Það var arkitektastofa Ingimundar Sveinssonar sem teiknaði húsin. MM Hvannir seldar HVANNEYRI: í síðustu viku var gengið formlega ffá kaupum fasteignafélagsins Borgarlands ehf á skrifstofuhúsinu Hvönnum við Hvanneyrargötu 3. Seljandi er sveitarfélagið Borgarfjarðar- sveit. Kaupverð fæst ekki upp gefið . -7mn Hækka hámarkshraða GRUNDARFJÖRÐUR: Bæj- arstjóm Grundarfjarðar felldi á fundi í síðustu viku tillögu frá Guðna E. Hallgrímssyni um að falla ffá hækkun umferðarhraða í 50 km á Grundargötu. Gerði til- lagan ráð fyrir að hámarkshraði yrði áffam 35 km. I greinargerð með tillögunni segir að fyrri samþykkt um hækkun hámarks- hraðans hafi verið byggð á tillög- um Vegagerðarinnar um hverfis- væna leið og komu verkffæðing- ar hjá Verkfræðistofii Sigurðar Thoroddsen að gerð þeirra til- lagna. I greinargerð Guðna segir meðal annars orðrétt: „Niður- staða hönnunar á kantsteinum er með þeim hætti að eklri er ætlast til að fólk búi hér og ekki virtist vera vilji til að taka tilht til þeirr- ar athugasemdar né ræða um hvað átt var við. Aðalmálið virð- ist vera að ná upp hraða. Enn- ffemur leggur undirritaður til að breyting verði á kantsteinum og að tilht verði tekið til þarfa íbú- anna, því samfélagið byggist á að hér búi fólk.“ Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn einu. -hj Skemmtikvöld BORGARFJ ÖRÐUR: Nem- endur 10. bekkjar Varmalands- skóla standa fyrir skemmtikvöldi í félagsheimilinu Þinghamri, fimmtudaginn 24. nóvember klukkan. 20:30. Þar verður leikin tónhst af ýmsum toga, stiginn dans, fluttur leikþáttur, upplestur og bögglauppboð að gömlum og góðum sveitasið. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir fólk á grunnskólaaldri og ffítt fyrir yngri. Kaffi og kmðerí verður á borðum meðan á sýn- ingu stendur. Allur ágóði af miðasölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. -mm Svínadalsvegur kominn á sbrið Framkvæmdir em nú hafiiar á fullu við endurbyggingu vegarins yfir Svínadal í Dölum. Það er verktakafyrirtækið KNH frá ísafirði sem annast fram- kvæmdimar og á þeim bænum em menn þekktir fyrir að láta hendur standa ffam úr ermum, eða í þessu tilfelli tönn ffam úr ýtu, eða þannig.. Ytustjórinn á myndinni heitir Pétur Jóhannesson. Ljósm: GBender. SKESSUH WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borq Kirkjubraut 54-56 - Al garnesi tkranesi Sími: 433 5500 Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuöi en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 alla virka daga Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritarar: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Ófeigur Gestsson 892 4383 sf@simnet.is Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.