Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 39
aAUsunuK. MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 39 Útflutningur lítill á unnu lambakjöti A síðasta ári voru aðeins flutt út 609 kíló af fullunnu lambakjöti frá Islandi að verðmæti rúmar 230 þúsund króna. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra á Al- þingi við fyrirspurn Drífú Hjartar- dóttur um útflutning dilkakjöts síð- ustu fimm árin. Útflutningur á fúllunnu lambakjöti hefur verið að dragast saman því árið 2003 var út- flutningurinn 1.558 kíló og árið 2002 var hann 1.738 kíló. Þá hefur meðalverð farið lækkandi því árið 2002 var meðal FOBverð rúmar 638 krónur, árið 2003 var meðal FOBverð tæpar 729 krónur en í fyrra var verðið aðeins 378 krónur. I fyrra var útflumingurinn nánast til tveggja landa. Til Bretlands fóru 320 kíló og til Lúxemborgar fóru 275 kíló. Þá er ótalinn útflumingur til Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Þangað fóru á síðasta ári heil 14 kíló að verðmæti rúmar 44 þúsund krónur. Á árinu 2000 voru hins vegar flutt út rúm 19 tonn af fullunnu lambakjöti að verðmæti rúmar 3 milljónir króna og meðal- verðið því aðeins tæpar 162 krónur. Mest var þá flutt út til Færeyja eða rúm 17 tonn. Þingmaðurinn spurði einnig um útflutning á óunnu lambakjöti. A árunum 2000-2004 voru flutt út rúm 8.334 tonn að verðmæti rúm- lega 2,5 milljarðar króna. Mesmr var útflumingurinn á árinu 2003 eða 2.253 tonn. I fyrra var hann hins vegar 1.732 tonn. Meðalverð á hvert kíló var í íyrra tæpar 350 krónur. Mest var flutt út í fyrra til Færeyja eða 353 tonn, til Bretlands fóru 333 tonn og til Noregs 290 tonn. Gríðarlegur munur er hins vegar á meðal FOBverði til ein- stakra landa í fyrra. Má þar nefúa að meðalverðið til Færeyja var tæp- ar 323 krónur, til Bretlands var meðalverðið 233 krónur, til Dan- merkur 588 krónur og til Banda- ríkjanna var meðalverðið 645 krón- ur. Það er athyglisvert að meðalverð á hvert kíló af óunnu lambakjöti í fyrra var aðeins litlu lægra en með- alverðið á fullunnu lambakjöti. Þá vildi þingmaðurinn einnig vita um hvert skilaverð til bænda hefði verið af útfluttu kjöti en í svari ráðherra kemur fram að skil- verð sé mál einstakra sláturleyfis- hafa og því hafi ráðuneytið ekki að- gang að þeim upplýsingum. HJ Folalda- og tryppasýning á Stað Hrossaræktarsamband Vesmr- lands hélt folalda- og tryppasýn- ingu í reiðhöllinni á Stað á sunnu- dag. 17 ræktendur sýndu gripi sína, þar af komu tveir úr Dölum. Flest komu hrossin frá Svignaskarði og Skáney. Um 200 manns mætm á staðinn. 29 folöld og 9 trippi komu fram. Folöldin voru undan 18 hesmm. Aðall ffá Nýja Bæ er faðir 5 þeirra, Sólon ffá Skáney 3ja, sex hestar voru feður 2ja en 10 átm eitt af- kvæmi. Tryppin vora undan 9 hest- um. Þar af tveir sem einnig vora feður af folöldum sem sýnd vora. A þessu sést að Vestlendingar fara víða með hryssur sínar undir hesta. MM/BH Úrslit urðu eftirfarandi: Folöld: 1. Snarpur frá Eyri, jarpur 2. Ottar frá Svignaskarði, brún- blesóttur 3. Þyturfrá Skáney, rmiður Tryppi: 1. Hnjúkurfrá Hesti, l.v. móálótt- ur 2. Furstifrá Skáney, l.v. svartur 3. Krafturfrá Lýsuhóli, l.v.jarpur Ottómótíð 2005 í skák Stórmót í skák til minningar um Ottó Arnason var haldið í Olafsvík um helgina og var þetta fjórða árið í röð sem mótið er haldið. Á því vora tefldar 8 umferðir og fyrri hlutinn vora 7 mínúma hraðskákir og seinni hlutinn 20 mínútna skákir. Urslit urðu þau að Helgi Ass Grétarsson, Sigurður Daði Sigfússon og Stefán Kristjánsson vora jafúir í efsta sæti með 6,5 vinninga af 8 mögulegum. Stefán vann síðan eftir bráðabana, Helgi varð annar og Sigurður Daði þriðji. í kvennaflokki vora Guðffíður Lilja Grétarsdóttir og Harpa Ing- ólfsdóttir jafíiar með 5v. Harpa vann síðan í bráðabana. Sigríður Helgadóttir varð í þriðja sæti. I bamaflokki vann Paul Friggi, Ingvar Ásbjömsson varð í öðra sæti og Eiríkur Om Brynjarsson í þriðja sæti. Efstir stigalausra skákmanna urðu Björgvih Hauksson og Rafú Guðlaugsson. Björgvin vann bráðabanann og í þriðja sæti varð Sæmundur Kjartansson. MM/ Ijósm: snb. is Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness athugið! Samkvæmt þeim kjarasamningum sem Verkalýðsfélag Akraness er aðili að ber að greiða launafólki sem er í fúllu starfi allt árið í sama fyrirtæki og er við störf í síðustu viku í nóvember eða fyrstu viku í desember desemberuppbót. Þessa uppbót ber að greiða fyrir 15. desember. Desemberuppbótin er eftirfarandi: Starfsfólk sveitarfélaganna - Kjarasamningur SGS og LN kr. 57.989 Starfsfólk hjá ríkinu - Kjarasamningur SGS við fjármálaráðh. kr. 39.700 Verkafólk á alm. markaði. - Kjarasamningur SGS og SA kr. 39.700 Iðnaðarmenn - Kjarasamningur Samiðnar og SA kr. 39.700 Norðurál, íslenska jámblendifélagið, Klafi og Fang kr. 96.704 Sementsverksmiðjan kr. 78.000 Einnig vill Verkalýðsfélag Akraness vekja sérstaka athygli á því að starfsmaður, sem lætur af störfúm á árinu vegna aldurs eða eftir 12 vikna samfellt starf hjá sama vinnuveitanda, skal við starfslok fá greidda desembemppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall. Eingreiðsla! Forsendunefnd ASÍ og SA vegna endurskoðunar á kjarasamningum, komust að samkomulagi 15. nóvember sl. um sérstaka eingreiðslu til launamanna. Eingreiðslan er kr. 26.000,- mv. fúllt starf allt árið og skal greiðast eigi síðar en 15. desember 2005. Starfsfólk í hlutastarfi skal fá greitt hlutfallslega. Þeir sem em í starfí síðustu vikuna í nóvember eða fyrstu vikuna í desember eiga rétt á eingreiðslu. Þeir sem unnið hafa hluta úr ári, og uppfylla skilyrðið um að vera í starfi síðustu vikuna í nóvember eða fyrstu vikuna í desember, eiga rétt á hlutfallslegri greiðslu mv. starfstíma á almanaksárinu. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 vinnuvikur, (1.800 dv. st.) eða meira, fyrir utan orlof. Eingreiðslan skal þó aldrei vera lægri en kr. 4.500,- mv. fullt starf. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins eða í síma 430-9900. w w w . v I f a . f -

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.