Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Side 33

Skessuhorn - 23.11.2005, Side 33
 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 33 7^(XUU/l/U~^2: Viltþú búa í þjómistiilaiisiim bæ? Að versla í heimabyggð er gamall og góður frasi. Hefur verið notað- ur mikið úti í landi til að sporna við að heimamenn beini viðskiptum sínum til Reykjavíkur. Víða eiga verslanir og þjónustufyrirtæki und- ir högg að sækja og eru lítdl fyrir- tæki í samkeppni við stóru risana í Reykjavík. Víða utan höfúðborgar- innar eru „stóru risarnir“ með úti- bú. Er það mín skoðun að það sé af hinu góða. Hér á Akranesi hefur þessi ffasi verið notaður mikið. „Verslið í heimabyggð“. Mér finnst þetta orðið úrelt og ekki gert til að auka viðskipti hér á svæðinu. Eg er hins vegar sammála inntaki orðanna. Hvað er það sem skapar gott samfélag? Það er góð opinber þjónusta, góðir skólar, næg fjöl- breytt atvinna, gott mannlíf o.m.fl. Hér á Akranesi erum við mjög lánsöm að hafa nokkuð fjölbreytta flóru fyrirtækja og gefur það góð atvinnutækifæri. Hins vegar þurf- um við að gera enn betur. En hvemig gemm við það? Það er mín skoðun að það verður hver og einn að líta í eigin barm og skoða sína eigin hegðtm. Hvert beinum við viðskiptum okkar? Ef við beinum þeim markvisst út úr bænum þá eram við að styðja fyrir- tæki sem ekki era staðsett hér. Auð- vitað er margt sem hér vantar og við þurfum oft að leita yfir lækinn. Að mínu mati era allt of margir sem fara beint til Reykjavíkur með við- skipti sín. Kanna ekki hvort varan og/eða þjónustan er í boði hér. A sama tíma er kvartað yfir því hvað það era fáar verslanir á Akranesi og of takmarkað vöruúrval. „Það er vonlaust að reka fyrirtæki á Akranesi!“ Þessi frasi er mikið notaður og vísar til þess hvað verslunum og þjónustuaðilum hefur fækkað hér á undanfömum árum. En að baki liggja ýmsar ástæður. Mér hefur nú sýnst ansi mörg fyrirtæki vera til sölu í henni Reykjavík og er ég viss um að hlutfallslega erum við ekkert í verri málum en aðrir. Við- skiptaumhverfið almennt hefur breyst töluvert og er mjög erfitt fyrir lítinn einkaaðila að standa í samkeppni við stórfyrirtæki sem eru með gildan höfuðstól og geta í krafti stærðar sinnar náð hagstæð- um innkaupum. I raun ættum við að vera kannski þakklát fyrir það hvað við þó höfum. En hvernig getum við lagt okkar að mörkum? Eg skora á ykkur Skagamenn að kanna hvað er í boði. Gera saman- burð og bera þá saman sömu hluti. Það er ekki eðlilegt að bera saman sérvöruverslum með hátt þjónustu- stig við stórmarkað eins og Hag- kaup og Rúmfatalagerinn, með fullri virðingu fyrir þeim verslim- um. Ef litið er til sérvöruverslana í Reykjavík þá standast verslanir hér á Akranesi fyllilega samanburð. „Hér er enga vinnu að fá!“ Þetta heyrir maður víða og þá sérstaklega hjá konum. Hér eru fáar verslanir og lítið val um þannig störf. Það er alveg rétt. En er þá ekki vit að líta í eigin barm og skoða hvort við getum með einhverju móti hjálpað til? Með því að beina viðskiptum okkar innávið þá styrkj- um við heimafyrirtækin og sköpum atvinnu. Ef það er ekkert að gera í versliminni þá er sjálfhætt. Þetta á ekki bara við um verslanir heldur einnig alla aðra þjónustu. Við þurf- um að taka ábyrgð sjálf. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að beina við- skiptum sínum hingað í mun meira mæli. Þannig vinnum við saman að því að skapa störf og styðja við þau fyrirtæki sem hér eru. Þetta styður hvert annað. Með því að efla versl- un og/eða þjónustu þá styðjum við hvort annað. Og gefúm öðrum fyr- irtækjum tækifæri til að koma inn á markaðinn og skapa þannig fleiri störf. Sem dæmi um þetta má nefna ferðaþjónustu. Hún er ekki einka- mál þeirra sem standa í ferðaþjón- ustu hér. Ef ferðamenn koma hér t.d. að skoða söfúin þá eigum við að stefna að því að þeir komi líka nið- ur í bæ og kíki í búð eða fari á veit- ingahús. Þannig er þetta hagmuna- mál okkar allra. „Það er allt svo dýrt héma!“ I samanburði við hvað? Eins og ég kom inn á hér áðan þá verðum við að bera saman sambærilega hluti. Auðvitað geta lítil fyrirtæki ekki keppt við „stóru risana.“ Þess merki sjáum við um gervalla Reykjavík. Til að vekja athygli á sér þurfa fyrirtæki að vera meðvituð um markaðsstarf. Verslunar- og þjónustufyrirtæki þurfa að láta vita af sér. Það á aldrei að taka við- skiptavininn fyrir sjálfsagðan hlut. Inn um bréfalúguna streymir í hverri viku bæklingar og kynning- arefni frá stórmörkuðum í Reykja- vík. Auðvitað verða verslunareig- endur hér að láta vita af sér og hvaða kostaboð þeir hafi að bjóða. Við neytendur gerum þá kröfu að fá vöruna á sama eða sambærilegu verði. Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, formaður Markaðsráðs Akraness og framkvæmdastjóri Viðskiptaþjón- ustu Akraness ehf Ljósmynd: Mats Aðventan í Safnahúsi Fimmtud. 1. des. kl. 20:00 - í Safhahúsi, 2. hæð. Þráinn Bertelsson -Valkyijur Súsanna Svavarsdóttir - Dætur hafsins Ragnar Amalds - Eldhuginn (Jörundur Hundadagakonungur) Miðvikud. 7. des. kL 17:00 - í GamlaMjólkursamlaginu. Pönnukakan hennar Grýlu- Brúðusýning Leikari: Björgvin Franz Gíslason Fimmtud. 8.des. kl. 17:00 - íSafhahúsi, 2. hæð. Kristín Thorlacius- Les úr þýðingum sínum. Guðni Kolbeinsson- Þýðingar m.a Skúli skelfir og Eragon Sigrún Eldjám- Steinhjartað Mánud. 12. des. kl 17:30 - í Sajhahúsi, 2. hæð Norræna félagið. Nokkrir Islendingar segja ffá jólasiðum hinna Norðurlandanna eins og þeir upplifðu þá. Fimmtud. 15. des. kl. 20:00 - í Safhahúsi, 2. hæð Asgeir Tómasson og Rúnar Júlíusson- Herra Rokk, ævisaga Rúnars Júl. Hreinn Vilhjálmsson- Bæjarins Verstu Þorsteinn frá Hamri- Dyr að draumi Guðmundur Magnússon- Thorsararnir- auður völd, örlög. Magnús Kolbeinsson- Engjafang Safnahús Borgarfjarðar, Bjamarbraut 4-6, Borgamesi Netf: safhahus@safhahus.is • sími 430-7200 Stytti bt'ækur, muma lyál, míð þér nýjati jakka. 'Nalgaób áðimv iideMujál, mi er tími cv fraktwv. \ri ö-.'j . [.ijflS ' : J i Jfehír 6i| Tek að mér fata viðgerðir, breytingar, nýsaum og hönnun. Anna Dröfn, Borgarbyggð. Simi 865 3899 Netfang: annadr@simnet.is r \ Tillaga að Aðalskipulagi Innri-Akraneshrepps 2002-2014 Hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps hefur tekið aðalskipulag Innri-Akraneshrepps til fyrri umræðu sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps auglýsir hér meðtillögu að Aðalskipulagi Innri-Akraneshrepps 2002-2014 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Greinargerð og skipulagsuppdrættir verða til sýnis frá og með 23. nóvember 2005 til og með 21. desember 2005 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarféiagsins að Miðgarði Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjordur.is Hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166,105 Reykjavík Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 6. janúar 2006. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins, Miðgarði, 301 Akranes. Þeirsem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja hana. Innri-Akraneshreppur 15. nóvember 2005 Ása Helgadóttir, oddviti V___________________________________________________________________________________J MÁLIIMGARDA GAR afsláttur af hágæða íslenskri innimálningu Slippfélagið LITALAND

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.