Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 13
rr
jaUstnu.- i
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005
13
Leyndarmá
oksins á Island
Jólin eru tími gjafanna í mörgum
skilningi. Þetta er sá tími ársins sem
við eyðum hvað mestum tíma í
verslunum, veltum vandlega fyrir
okkur hvað á að gefa hverjum og
sendum jólakveðjur til vina og
vandamanna. Þetta er einnig sá tími
árs sem margir hugsa til þeirra sem
ekki geta haldið jólin hátíðleg
vegna neyðar og skorts.
Hjálparstarf kirkjunnar stendur á
hverju ári fyrir söfnun til bág-
staddra og eru söfmmarkassar
sendir á heimili á aðventu. Það hef-
ur líka færst í vöxt að fyrirtæki gefi
peninga í þessa söfnun, peninga
sem ella hefðu farið í að kaupa og
senda jólakort til viðskiptavina og
starfsmanna. Um daginn var greint
ffá því í fjölmiðlum að íbúar í fjöl-
býlishúsi einu í Reykjavík hefðu á-
kveðið að sleppa því að skreyta hús-
ið með jólaseríum en í staðinn gefa
andvirði kostnaðarins til að styrkja
fórnarlömb jarðskjálffanna í Pakist-
an.
Skessuhorn sló á þráðinn til
Konráðs Kristjánssonar, sviðsstjóra
hjá Rauða krossi Islands til að fá
ffekari upplýsingar um þetta ffam-
tak og þær leiðir sem færar eru til
að láta gott af sér leiða. „Það sem í-
búar fjölbýlishússins gerðu hér í
Reykjavík er nú ekki mjög algengt
og þetta er í fyrsta sinn sem við tök-
um á móti framlagi sem gefið hefur
verið við þessar aðstæður. Það sem
er algengast núna er að fyrirtæki
hafa mörg hver hætt að senda jóla-
kort og gefa þess í stað peningagjöf
til okkar,“ segir Konráð. Hann seg-
ir það ekki flókið að gefa til góðra
mála og segir sjálfsagt að leita til
þeirra, hvort sem um er að ræða
einstaklinga eða hópa, stórar gjafir
eða litlar. „Það er um að gera að
hringja bara í okkur eða hafa sam-
band. Það er mismunandi hvað
hópar eða einstaklingar vilja
styrkja. Við getum leiðbeint fólki til
að byrja með en það ákveður svo að
sjálfsögðu sjálft hvaða málefni það
vill styrkja. Það sem fólk getur
kannski gert upp við sig fyrst er
hvort peningurinn á að fara í mál-
efni hér heima eða erlendis."
Á íslandi er Rauði krossinn í
samstarfi við Hjálparstarf kirkjunn-
ar og Mæðrastyrksnefnd fyrir jól til
að hjálpa þeim sem eiga erfitt sök-
um skorts ásamt því að vera með
unglingastarf í Fjölsmiðjunni, starf
með geðfötluðum og fleira. Er-
lendis eru samtökin með ýmis verk-
efni í gangi en hæst ber nú neyðar-
ástandið í Pakistan. Það er því um
að gera að vera opinn fyrir öllum
tegundum gjafa, því þó ekki sé hægt
að setja utan um þessar gjafir slauf-
ur eru þær tvímælalaust vel þegnar.
GG
Eyesentia! augngel er augnlyfting
án nokkurrar aðgerðar. Á aðeins
tveimur mínútum má sjá ótrúlegan
árangur sem endist í allt að 10
tíma og þér finnst þu hafa yngst
um 15 ár,
Þetta ieynivopn Hollywood-
stjamanna er loksins fáanlegt á
almennum markaði. Kíkið við og
sannreynið árangurinn!
SNYRTISTOFA
JENNÝJAR LIND
Borgarbraut 3 • 310 Borgarnes
Sími 437 1076
www.skessuhom.is
kræsingar sem kæta alla bragðlauka og laða fram jólastemninguna
Hangikjöt
Hamborgarhryggur
Bayonneskinka
Frönsk sveitaskinka
Andapaté
Fasanapaté
Hreindýrapaté
Villigæsapaté
Franskt paté
Sveitapaté
Fjallagrasapaté
Madeirasósa