Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 Banaslys í Norður- árdal Karlmaður á sjömgsaldri lét lífið þegar bíll hans fór útaf veg- inum skammt ofan Sveinamngu í Norðurárdal um miðjan dag á sunnudag og hafnaði í Norðurá. Bíllinn kom úr norðurátt en nokkur hálka var á veginum þegar slysið átti sér stað. Maður- inn var einn í bílnum og var lát- inn þegar að var komið. Fjöl- mennt lið lögreglu, sjúkraflum- ingamanna og björgunarsveitar- manna úr héraðinu tók þátt í björgunarstörfum. Maðurinn sem lést hét Sigurður Jóhann Hendriksson, til heimilis í Reykjavík. Hann læmr eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. MM Til minnis Vi5 minnum á abventutónleika Tónlistarfélags Borgarfjarðar sem verba í Reykholtskirkju nk. laugardag klukkan 16. Óp- erukór Hafnarfjarðar syngur en stjómandi er Elín Ósk Oskars- dóttir. Vectyrhorfar Þab er gert ráö fyrir norðvest- lægri átt í dag, miðvikudag og éljum víða um land, en norb- lægari og léttskýjubu á fimmtudag meb talsvert kóln- andi vebri um stundarsakir. Vestanátt og rigning eba slydda á föstudag, en él á laug- ardag. Hlýnar í bili, en snýst aftur í norðanátt á sunnudag og kólnar í vebri. Semsagt ekk- ert „stabílitet" í kortunum. SpMrnin^ viRannar í libinni viku var spurningin þessi á skessuhorn.is: „Sættir þú þig við að lögregla loki hættulegum vegarköflum í ó- vebrum?" Svörin voru afger- andi hjá 476 manns sem svör- ubu því, flestir sætta sig vel vib þab, eba 91%. Aörir, eba 9% svarenda, voru því mótfallnir. í næstu viku er spurt: „ Veistu hvab „Stóru brandajól" þýöir?" Svaraöu án undanbragöa á www.skessuhorn.is VestlendiwjMr vikijnnar Vestlend- ingur vik- unnar er S t u r I a Böðvars- son, al- þingismab- ur og 1. þingmabur NV kjördæmis. Hann er sextugur í dag karlínn og bobar í ítarlegu vibtali vib Skessuhorn sem birtist í blab- inu í dag ab hann hyggist á- fram gefa kost á sér til þátttöku í stjórnmálum. Vesturland hf. stefiiir á auknar fjárfestingar Fyrir skömmu var gengið frá kaupum Kaupfélags Borgfirðinga svf. á 40% eignarhluta Byggða- stofnunar í eignarhaldsfélaginu Vesturlandi hf. Fyrir átti Kaupfé- lagið 1%, Sparisjóður Mýrasýslu 49% og nokkur sveitarfélög 10%. Að sögn Guðsteins Einarssonar, framkvæmdastjóra Kaupfélagsins var hluturinn keyptur á nafhverði. „Með þessum kaupum standa vænt- ingar til þess að hægt verði að efla fjárfestingar í atvinnurekstri og þá ekki síst hér á Vesturlandi enda var upprunalegur tilgangur félagsins þess,“ segir Guðsteinn. Hann segir að fram að þessu hafi Vesturland hf. ekki tekist að styrkja atvinnulífið með neinum raunhæf- um hætti og til marks um það hafi ekki verið fjárfest nema fyrir tæpar 50 milljónir í tíð félagsins undan- farin 4 ár. „Fjárfestingageta Vestur- lands hf. er a.m.k. 6-7 hundruð milljónir króna og því er ljóst að fé- lagið hefur getu til að láta að sér kveða í atvinnulífinu hér á svæð- inu.“ I stjórn Vesturlands hf. eru þeir Guðsteinn og Sveinn Hall- grímsson ffá Kaupfélaginu, Stefán Sveinbjörnsson og Sigurður Már Einarsson frá Sparisjóði Mýrasýslu og Bernharð Þór Bernharðsson, forseti viðskiptadeildar Viðskipta- háskólans á Bifröst. MM Höllin á hafiiarbakkann Síðasdiðinn föstudag kom skip að Grundartanga með fýrsta hlutann af stálgrind hins nýja fjölnota íþrótta- húss sem brátt mun rísa á Akranesi; Akraneshöllin eins og margir vilja kalla húsið. A meðfýlgjandi mynd eru starfsmenn Klafa ehf að störfum við uppskipun. „Það var ekki laust við að gömul fótboltahjörtu hafi slegið örlítdð hraðar þegar fyrsta sperran hófst á loft og tilfinningin var góð,“ sagði Smári Guðjónsson, framkvæmdastjóri Klafa ehf. og mikill knattspyrnuáhugamaður í samtali við Skessuhom. MM Laugamesstillagan valin fyrir Sólmundarhöíða Útlitsteikning af tillögu Laugamess af nýju fjölbýlishúsi við Sólmundarhöfda. Bæjarráð Akraness hefur kynnt sér ítarlega tillögur sem bámst um byggingu fjölbýlishúss á Sólmund- arhöfða og fól m.a. tækni- og um- hverfissviði að meta faglega þætti þeirra. Niðurstaða bæjarráðs er sú að tillaga frá Pálma Guðmunds- syni arkitekts f.h. Laugarness sé álitlegasti kosturinn og samþykkir því að velja hana. Bæjarráð telur tillöguna m.a. nútímalega og vandaða sem aðlagar bygginguna mjög vel að staðnum og leysir vel allar innri tengingar. „Tillagan er eina tillagan sem gerir ráð fyrir sameiginlegri setustofu og verönd. Höfundur tekur mikið tillit til staðsemingar hússins á þessari sér- stöku lóð og er útsýni nýtt til hins ýtrasta bæði í íbúðum og sameign. Húsið myndi því sóma sér vel á þessum stað og auka enn á gæði svæðisins með fallegri hönnun,“ eins og segir í álitsgerð bæjarráðs. Alls bárust 7 umsóknir um lóð- ina og vom þær frá Garðbæ ehf. og Fasteignamiðlun Vesturlands, Islenskum aðalverktökum, Sigur- jóni Skúlasyni ehf., Stafha á milli ehf., Sveinbirni Sigurðssyni ehfi, Trésmiðjunni Akri ehf. auk Laug- arness fasteignafélagi. MM Nýr bátur til Stykldshóhns Nýr bátur kom til Stykkishólms sl. fimmtudagskvöld. Er það 150 tonna bátur sem mun bera nafnið Arnar SH 157. Eigend- ur bátsins eru hjónin Guðbrandur Björgvins- son og Guðbjörg Egils- dóttir en annar bátur með því sama nafni og í eigu sömu aðila mun verða seldur bráðlega. Arnar er 150 tonna togbámr, smíðaður á ísafirði 1973 og síðar breytt til togveiða 1992. Skessuhorn talaði við Guðbrand á bryggjunni og sagði hann bátinn verða með rúmlega 500 tonna kvóta. Fer hann á fiskitroll nú á næstunni og síðar á netaveiðar. Guðbrandur sagði aðspurður um horfurnar, að það væri auðvitað erfitt að standa í útgerð. Rangt skráð gengi væri að ganga af allri útgerð og fiskvinnslu dauðri. Hann væri viss úm að ef gengið yrði leið- rétt myndi allt ganga vel og ráða- menn ætm að fara að skoða sinn gang vel. Fyrir íbúa Stykkishólms em þetta gleðifréttir því undanfarið hefur sí- fellt fækkað bámm við bryggjuna og er svo komið að þar sem áður ið- aði allt af lífi er nú tómlegt. DSH Dýr steik LANDIÐ: Samkvæmt heimild- um Skessuhorns hafa rjúpur gengið kaupum og sölum á markaði í haust. Framan afveiði- tímabilinu var rætt um að verð fyrir stykkið væri 2000 krónur, en nú eftir því sem líður á veiði- tímann er talað um að verðið sé komið í 4500 krónur á markaði sem ekki fer mikið fyrir. Eins og kunnugt er .bannaði tunhverfis- ráðuneytið sölu á rjúpu og því telja margir sem til þekkja fullvíst að endurskoða þurfi leyfi til rjúpnaveiða og margir þykjast þess fullvissir að veiðibann verði sett á þegar næsta haust. Aædað er að búið sé að skjóta 35-40 þús- und fugla, en veiðitímabilinu lýk- ur nú í lok nóvember. -gb Rannsaka meint brot AKRANES: Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir því á mánu- dag við lögregluna að hafin yrði rannsókn á fyrirtæki þar í bæ sem hefur erlenda starfsmenn í sinni þjónustu. Erlendu starfsmenn- imir sem um ræðir koma frá Lit- háen og hafa starfað hér um all- langt skeið. Stéttarfélagið hafði röksmddan grun um að hluti starfsmannanna starfi án at- vinnuleyfa og einnig hefur félag- ið grunsemdir um að starfs- mönnunum séu greidd laun langt trndir þeim ráðningarsamning- um sem atvinnuleyfin vora veitt út á. Lögreglan á Akranesi rann- sakar nú máhð. -mm Rís ný sundlaug? GRUNDARFJÖRÐUR: Bæj- arstjórn Grandarfjarðar sam- þykkti samhljóða í síðusm viku tillögu Sigríðar Finsen, forseta bæjarstjórnar um hugsanlega byggingu nýrrar sundlaugar í bæjarfélaginu. Tillagan var svohljóðandi: „Grundarfjarðar- bær láti meta rýmisþörf vegna nýrrar sundlaugar og geri úttekt á mögulegum kostum við upp- byggingu nýrrar sundlaugar á skólalóð/íþróttasvæði. Memir verði kostir við að endurbyggja sundlaug á núverandi stað annars vegar og á nýjum stað hins vegar. Sérstaklega verði metinn sameig- inlegur rekstur sundlaugar með öðram íþróttamannvirkjum.“ -bj Gjaldskrá T ónlistarskólans GRUND ARFJÖRÐUR: Fræðslu- og menningarmála- nefhd Grundarfjarðar hefur sam- þykkt að leggja til við bæjarstjóm að gjaldskrá fyrir nám við tónhst- arskóla bæjarins verði hækkuð. Lagt er til að fullt nám hækki úr 15.120 í 17.500 krónur á önn. Fullt nám fyrir fullorðna verði 26.000 krónur á önn. Þá hækki hálft nám úr 7.560 í 10.500 krón- ur og blokkflautunám hækki úr 8.505 krónum í 9.800 krónur. Hljóðfæraleiga hækkar úr 1.575 krónum í 2.500 krónum. Þá fell- ur afsláttur til fuhorðinna nema niður. Systkinaafsláttur verður 25% fyrir annað bam og 40% fyrir þriðja bam. A fundi bæjar- stjómar í síðustu viku var ffestað afgreiðslu málsins þar sem fund- argerðin hafði ekki borist öllum bæjarstjómarmönnum. ,.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.