Morgunblaðið - 03.05.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
HAUSTFERÐIR
VERÐ FRÁ 179.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
FLÓRÍDA
TAMPA - ST.PETE
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurkarl Aðalsteinsson varð í gær
fyrstur Íslendinga Evrópumeistari í
vaxtarrækt. Hann keppti á Evrópu-
móti IFBB - Alþjóðasambands lík-
amsræktarmanna sem haldið er á
Spáni. Sigurkarl keppti í flokki 55 ára
og eldri sem eru undir 75 kg þyngd.
Hann er fæddur árið 1959 og því sex-
tugur á þessu ári.
„Þetta er mögnuð frammistaða hjá
Sigurkarli,“ sagði Einar Guðmann,
ritstjóri vefsins fitness.is sem greindi
frá sigrinum. „Við höfum átt konur
sem hafa náð Evrópumeistaratitlum í
fitness og módelfitness en enginn ís-
lenskur karl hefur áður náð viðlíka
árangri og Sigurkarl. Þetta er merki-
legur áfangi og ekki síst fyrir það að
Sigurkarl er sextugur og hefur lík-
lega aldrei verið í jafn góðu formi og
nú.“
Sigurkarl tekur í dag þátt í heild-
arkeppni við sigurvegara í öðrum
vaxtarræktarflokkum. Fjórir íslensk-
ir keppendur taka þátt í Evrópu-
mótinu. Auk Sigurkarls eru það Vi-
jona Salome, Alda Ósk Hauksdóttir
og Ana Markovic. gudni@mbl.is
Sigurkarl sigraði
Fyrsti íslenski
Evrópumeistarinn
í vaxtarrækt
Ljósmynd/Gyða Henningsdóttir
Sigur Sigurkarl Aðalsteinsson.
Kári Stefánsson
prófessor, forstjóri
Íslenskrar erfða-
greiningar, hefur
verið kjörinn í
bandarísku vís-
indaakademíuna,
National Academy
of Sciences (NAS),
fyrstur Íslendinga.
Tilkynnt var um
þetta á fimmtudag
í síðustu viku. NAS er ein rótgrón-
asta og virtasta stofnun bandarísks
vísindasamfélags, sett á fót í mars
1863 með lögum sem Abraham Lin-
coln, þáverandi forseti, undirritaði.
Kjör í akademíuna þykir einhver
mesta viðurkenning sem nokkrum
vísindamanni getur hlotnast á ferli
sínum. Hafa 190 félagar í akademí-
unni hlotið nóbelsverðlaun. Virkir fé-
lagar í NAS í Bandaríkjunum eru nú
2.347 og erlendir samstarfsfélagar
eru 487. Erlendu félagarnir hafa ekki
atkvæðisrétt á fundum akademíunn-
ar.
25 útlendingar valdir
Samtals voru að þessu sinni kjörn-
ir 100 nýir félagar úr hópi vísinda-
manna, sem eru bandarískir ríkis-
borgarar, og 25 erlendir
samstarfsfélagar. Kjör í akademíuna
felur í sér viðurkenningu á mikilvægu
framlagi til vísinda. Ekki er hægt að
sækja um inngöngu í NAS heldur
verða menn að hljóta tilnefningu
kjörins félaga. Hefst þá víðtækt ferli
þar sem ævi og starf viðkomandi og
framlag til vísinda er kannað. Kjör
nýrra félaga fer fram á árlegum fundi
í lok apríl á ári hverju.
Kári Stefánsson varð sjötugur 6.
apríl. Hann lauk læknanámi frá Há-
skóla Íslands 1976 og varð doktor í
læknisfræði áratug síðar. Hann
stundaði nám í taugalækningum og
skyldum greinum við Háskólann í
Chicago og starfaði við læknadeild
skólans til 1993. Hann var prófessor
við Harvard frá 1993 til 1997 og
lengst af samtímis yfirlæknir tauga-
meinalækninga við Beth Israel-
sjúkrahúsið í Boston. Árið 1996 stofn-
aði Kári Íslenska erfðagreiningu og
hefur verið í forystu fyrir fyrirtækið
alla tíð síðan. ÍE er nú í eigu banda-
ríska lyfjafyrirtækisins Amgen.
gudmundur@mbl.is
Kjörinn í
bandarísku
vísindaaka-
demíuna
Viðurkenning fyr-
ir framlag til vísinda
Kári
Stefánsson
Atli Steinn Guðmundsson
Ósló
Meintum samverkamanni Gunnars
Jóhanns Gunnarssonar, sem grunað-
ur er um að hafa skotið bróður sinn,
Gísla Þór Þórarinsson, í Mehamn í
Noregi, var sleppt úr haldi í gær-
kvöld. Fréttavefurinn iFinnmark
hafði þetta eftir Önju M. Indbjør, lög-
fræðingi hjá lögreglunni í Finnmörk.
Áfrýjunardómstóll samþykkti ekki
ósk lögreglu um gæsluvarðhald yfir
manninum sem er 32 ára gamall.
„Jafnvel þótt við höfum nú komið
okkur upp nokkuð skýrri mynd af at-
burðarásinni er enn mörgum spurn-
ingum ósvarað,“ sagði Torstein Pett-
ersen, deildarstjóri rannsóknar-
deildar lögreglunnar í Finnmörk, í
gær. Pettersen fer með stjórn rann-
sóknar mannvígsins þar sem Gísli Þór
týndi lífi um helgina.
„Hann gaf okkur samfellda lýs-
ingu. Nú bíðum við eftir lokaskýrslu
tæknirannsókna hvað vettvang, vopn
og hinn látna snertir. Hann hefur
greint okkur frá sínum hluta í því sem
gerðist,“ segir Pettersen og bætir því
við að grunaði í málinu, Gunnar Jó-
hann, játi ekki sekt. Þetta táknar þó
ekki að Gunnar segist saklaus af því
að hafa skotið hálfbróður sinn, það
hefur hann þegar játað. „Hann við-
urkennir ekki að hafa gerst sekur um
manndráp af ásetningi.“
Útilokað að spá um ákæru
„Okkur hefur miðað vel með rann-
sóknina og höfum komið miklu í verk
á stuttum tíma. Þó er það töluverð
áskorun að þeir sem í hlut eiga koma
frá öðru landi og tala annað tungumál.
Okkur vill það til happs að samstarf
norrænu landanna er mjög öflugt og
þar er Ísland engin undantekning
þegar rannsókn sakamála á í hlut,“
segir Pettersen. „Allar tæknilegar
vísbendingar eru mikilvægar í svo al-
varlegum málum sem þessu til þess
að skýra fyrir okkur atburðarásina og
hverjir hlut eigi að máli og þetta mál
er þar engin undantekning.
Það er útilokað að spá nokkru um
það núna hvenær ákæran verður
tilbúin,“ segir Pettersen. Ekki er óal-
gengt að upp undir ár líði þar til
ákært er í norskum sakamálum.
Lögreglan í Finnmörk hefur tryggt
sér skotvopn og fleiri vísbendingar
sem gefið hafa mikilvæga mynd af at-
burðarásinni þegar Gísli Þór var skot-
inn til bana í bænum Mehamn þar í
fylkinu aðfaranótt laugardags.
„Við höfum meðal annars rannsak-
að bifreið sem okkur er kunnugt um
að hafi verið í notkun eftir atburðinn.
Í henni fundum við blóð,“ sagði Pet-
tersen rannsóknarlögreglumaður,
sem fer með stjórn rannsóknarinnar,
í samtali við norska dagblaðið Ver-
dens Gang í gær.
Öðrum sleppt úr haldi
Hinn grunaði játar ekki manndráp af ásetningi í Mehamn Hann hefur greint
lögreglunni frá sínum þætti í því sem gerðist Blóð fannst í bíl sem var notaður
Nemendur á öðru ári í Verzlunarskóla Íslands héldu árlegan peysufatadag
hátíðlegan í gær. Dagurinn byrjaði með dagskrá í Bláa sal skólans. Eftir
það var farið með rútu niður í miðborgina. Nemendur gengu síðan að Ing-
ólfstorgi og stigu dans við harmonikkuleik. Dagskráin endaði svo með há-
degisverði. Nú tekur við annatími nemenda við próflestur og vorpróf.
Peysufatadagur Verzlunarskólans var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1924.
Morgunblaðið/Eggert
Dönsuðu í rigningunni á Ingólfstorgi
„Við stefnum að því að klára þetta í
kvöld eða nótt,“ sagði Kristján Þórð-
ur Snæbjarnarson, talsmaður iðnað-
armanna í kjaraviðræðunum við
Samtök atvinnulífsins (SA), rétt áð-
ur en Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöld. Þá var unnið að lokafrá-
gangi texta kjarasamninga samflots
iðnaðarmanna og SA hjá embætti
ríkissáttasemjara.
„Textavinnan tekur smátíma en
þetta er allt að þokast í rétta átt,“
sagði Kristján. Hann sagði að búið
væri að ganga frá öllum meginatrið-
um kjarasamninganna en eftir var að
ganga frá texta um nokkur atriði.
Lokafrágangur samningstextans
getur verið tafsamur og tekið sinn
tíma. „Þetta klárast alveg, ég trúi
ekki öðru,“ sagði Kristján.
Samningar
í sjónmáli
Iðnaðarmenn og SA