Morgunblaðið - 03.05.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
Eyþór Arnalds, oddviti sjálf-stæðismanna í borgarstjórn,
ræðir stöðu mála í borginni við
Viðskiptablaðið í vikunni. Hann
bendir á að borgin „ætti í krafti
stærðarinnar að
vera hagkvæmasta
einingin og geta
þar af leiðandi boð-
ið annaðhvort
aukna og fjölbreytt-
ari þjónustu eða
lægri skatta. Stað-
reyndin er hins
vegar sú að borgin
gerir hvorugt. Reykjavík er í
neðsta sæti í þjónustukönnun Gall-
up og innheimtir hæstu gjöldin.“
Hann minnir á að meirihlutivinstri manna hafi fallið í
síðustu kosningum og Sjálfstæð-
isflokkurinn orðið stærstur í borg-
inni á ný, en Viðreisn hafi ákveðið
að slást í för með fyrri meirihluta.
Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá tekið
að sér það hlutverk að leiða
minnihlutann, sem sé mikilvægt,
og að húsnæðismálin hafi verið
sett á oddinn. Þar sé vandinn mik-
ill og „að miklu leyti afleiðing af
húsnæðisstefnunni sem Reykjavík-
urborg hefur fylgt síðustu ár“.
Eyþór sagði að á fáeinum árumhefði fjöldi húsnæðislausra
tvöfaldast, en húsnæðisvandinn
hefði ekki orðið til á einni nóttu
og staðan væri orðin slæm: „Það
er nægt framboð og þrýstingur til
verðlækkunar á húsnæði fyrir
efnafólk en mikill skortur og
þrýstingur til verðhækkana á hús-
næði fyrir ungt fólk og tekjulága
– samhliða fjölgar heimilislaus-
um.“
Hann sagðist vona að kjósendurstöldruðu við þessa stað-
reynd og skoðuðu stöðuna for-
dómalaust. Óhætt er að taka undir
að staðan í borginni kallar á ræki-
lega skoðun kjósenda.
Eyþór Arnalds
Versta þjónustan
og hæstu gjöldin
STAKSTEINAR
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Andri Yrkill Valsson
„Úrskurðurinn staðfestir í fyrsta lagi
að okkur er heimilt að stöðva flug á
grundvelli ógreiddra notendagjalda.
Málið snerist að miklu leyti um það
hvort við hefðum þá heimild,“ sagði
Sveinbjörn Indriðason, starfandi for-
stjóri Isavia ohf., um úrskurð Héraðs-
dóms Reykjaness í máli bandaríska
flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn
Isavia. ALC krafðist þess að vél í þess
eigu sem kyrrsett er á Keflavíkur-
flugvelli til tryggingar tveggja millj-
arða skuldum WOW air við Isavia
yrði afhent. Samkvæmt úrskurðinum
var Isavia heimilt að stöðva brottför
vélar ALC, sem WOW air var með á
leigu, vegna notendagjalda sem
tengjast þessari tilteknu vél en ekki á
grundvelli annarra skulda sem WOW
stofnaði til vegna annarra flugvéla.
Með því geti Isavia krafist 87 milljóna
króna vegna umræddrar flugvélar en
ekki tveggja milljarða sem heildar-
skuld notendagjalda WOW air við
Isavia hljóðaði upp á.
Sveinbjörn segir að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um hvort málinu verði
áfrýjað til Landsréttar. Til þess er
tveggja vikna frestur. „Þetta er 25
blaðsíðna úrskurður og nú erum við
að fara yfir þennan úrskurð með okk-
ar lögmönnum. Við höfum ekki kom-
ist nægilega langt í þessu til þess að
við tjáum okkur á þessu stigi máls-
ins.“
Isavia kyrrsetti flugvélina TF-GPA
28. mars sl. í kjölfar gjaldþrots flug-
félagsins WOW air. Héraðsdómur
Reykjaness kvað upp úrskurð sinn í
málinu síðdegis í gær. Málskostnaður
var felldur niður.
Flugvél tryggir ekki heildarskuld
Isavia getur aðeins krafist 87 milljóna króna í stað tveggja milljarða
Erlendir viðskiptavinir Hertz þurfa
framvegis að gangast undir próf um
akstur við íslenskar aðstæður og
horfa á stutta fræðslumynd áður en
þeir fá bíla frá fyrirtækinu leigða. Í
gær þreytti Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, það
við formlega opnunarathöfn.
Verkefnið kemur í framhaldi af
árangri sem náðst hefur með sam-
starfi Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og ferðaþjónustunnar. Í
Safetravel skráir fólk inn ferða-
áætlun sína, sem aftur auðveldar leit
og björgun komi slíkar aðstæður
upp. Nú verður undir sömu merkj-
um gefið í hvað varðar fræðslu, með
það að markmiði að bæta hegðun
ökumanna og fækka óhöppum.
„Fólk frá öðrum löndum heldur
sjálfsagt að auðveldara sé að keyra
um vegi landsins en það í raun er.
Hér á landi þarf að hafa í huga færð,
malarvegi, veðráttu og svo fram-
vegis sem ekki þarf með sama hætti
í öðrum löndum. Próf gerir umferð-
ina á vegunum vonandi öruggari,“
segir Þórdís. Vænst er að fleiri bíla-
leigur taki upp þetta próf á næst-
unni. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samstarf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og forsvarsmenn Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar, Sjóvár og Hertz við kynningu á verkefninu.
Ökumenn taki próf
Öryggi hjá bílaleigu Hertz
Erlendir læra á íslenskar aðstæður
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/